Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 EÐAL —Á myndinni er Tryggvi Magnússon hjá Eðal hf. við fram- leiðslu fyrirtækisins, „Icelandic Gourmet Salmon“. ........................ Eðal færir ú t kvíamar erlendis EÐAL hf. hefur hafið markaðssetningu á gjafapakka með þremur laxastykkjum sem matreidd eru á mismunandi vegu og tveimur tegund- um af sósu, „Icelandic Gourmet Salmon“, í Hong Kong, Grikklandi, Hollandi og Austurríki. Einnig tekur fyrirtækið í fyrsta sinn þátt í gríðarmikilli sýningu í Dilsseldorf eftir áramótin. Fjármál Lífeyrissjóðakerfið samrýmist ekki opnum fjármagnsmarkaði — segir í skýrslu Enskilda um eftirspurnarhlið hlutabréfamarkaðarins BRESKA ráðgjafarfyrirtækið Enskilda telur að núverandi skipulag lífeyrissjóðakerfisins með þeim fjölmörgu Iífeyrissjóðum sem hér eru starfandi samrýmist ekki opnum fjármagnsmarkaði sem nú sé að skapast hér á landi. Nauðsynlegt sé að fækka lífeyrissjóðum og búa þannig til stærri einingar sem eigi auðveldara með að laða til sín sérhæfða stjórnendur. Það er hins vegar skoðun ráðgjafanna að nægt fjármagn sé til ráðstöfunar vegna fjárfestinga i hlutabréf- um. Þetta kom m.a. fram á morgunverðarfundi Verslunarráðs á föstudag þar sem ný skýrsla Enskilda um hlutabréfamarkaðinn var kynnt. Þetta er þriðja árið sem Eðal sér- hæfír sig í þessum gjöfum sem t.d. hafa verið vinsælar til gjafa af for- svarsmönnum fyrirtækja og öðrum. Hingað til hefur þjónustan einskorð- ast við íslensk fyrirtæki og að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins hefur verið gríðarlegur vöxtur í starfsem- inni ár frá ári. T.d. hafí verið 30% Á námsstefnunni fjallar David T. Carey um breyttar aðstæður á vett- vangi alþjóðavipskipta og aðferðir við markaðssókn sem hafa reynst áhrifaríkar í sívaxandi samkeppni. Hann mun fjalla um mikilvægi gæða- stjórnunar á öllum stigum reksturs og viðskipta og greina frá því hvern- ig unnt er að efla hag fyrirtækja með markvissri íjárfestingu, vöru- þróun og betri þjónustu. John W. Alden mun gera vinnufer- aukning í sölunni innanlands á milli áranna 1990 og 1991. Sem dæmi um árangur af mark- aðssetningu erlendis nefna forsvars- menn Eðals að nú hyggst austurrísk- ur banki gefa öllum sínum bestu viðskiptavinum þessa íslensku laxa- öskju, í stað fransks koníaks eða þýskra vindla. il og verklag í fyrirtækjum að um- ræðuefni og greinir frá því hvernig unnt er að virkja hæfileika starfs- manna til fulls til hagsbóta fyrir þá sjálfa og fyrirtækið sem þeir starfa hjá. Hann flallar einnig um tengslin milli hamingu í einkalífí og árangurs í starfi. Jón Sigurðsson ræðir um stöðu íslendinga með hliðsjón af breyting- um á alþjóðamörkuðum. í skýrslunni er að finna niður- stöður á athugun Enskilda á eftir- spurnarhlið hlutabréfamarkaðar- ins. Fjallað er um helstu kaupend- ur hlutabréfa þ.e. lífeyrissjóði, verðbréfasjóði, tryggingafélög, fyrirtæki og einstaklinga. í síðari hluta skýrslunnar eru kynntar helstu aðferðir sem notaðar eru við_ mat á virði hlutabréfa. I inngangi skýrslunnar kemur fram að í hinu nýja viðskiptakerfi fyrir hlutabréf á Opna tilboðs- markaðnum séu nú birtar upplýs- ingar um verð og umfang við- skipta daglega. Á það er hins veg- ar bent að íslenskir fjárfestar hafi hingað til leitað eftir fjárfestingar- kostum sem gefi af sér fasta ávöxt- un. Eftirspum hafi beinst að traustum skuldabréfum fremur en áhættusamari hlutabréfum og al- mennt megi segja að áhugi manna hafí ekki beinst að mögulegum verðhækkunum á verðbréfum. Þá kemur fram að peningalegur sparnaður á árinu 1992 muni lík- lega verða hinn sami og árið 1991 og lítið af nýju fjármagni í hagkerf- inu sem geti leitt til hærri vaxta en ella. Til skemmri tíma litið séu horfurnar fremur dökkar á hluta- bréfamarkaði. Hins vegar telur Enskilda að vegna gengislækkunar á hlutabréfum að undanförnu sé verð bréfa í mörgum fyrirtækjum tiltölulega hagstætt. Því kunni að vera fyrir hendi möguleikar á því að gera hagstæð kaup í hlutabréf- um ef fjárfestar hafi trú á því að uppsveiflu sé að vænta í efnahags- lífínu til lengri tíma litið. Eðlilegt að hér séu 10-15 lífeyrissjóðir Þá kemur fram að iðgjalds- greiðslur í lífeyrissjóði eru u.þ.b. 36% af peningalegum sparnaði hér á landi og er talið að þeir ráði yfír 44% af því fjármagni sem er til ráðstöfunar til fjárfestinga í verð- bréfum. Enskilda gerir í skýrslunni sam- anburð á stærð lífeyrissjóðanna hér á landi við lífeyrissjóðakerfi í nokkrum löndum og er þá tekið mið af fólksfjölda. Var horft til Bandaríkjanna, Bretlands, Þýska- lands og Japans svo og til Norður- landanna. íslenska lífeyrissjóð- skerfið er svipað að stærð og slík kerfi í löndum í hiutfalli við fólks- fjölda. Þegar hins vegar meðal- stærð sjóðanna hér á landi er skoð- uð kemur í ljós að þeir eru að meðaltali aðeins tíundi hluti af meðalstærð lífeyrissjóða á alþjóð- legan mælikvarða. Kostnaður við rekstur sjóðanna er einnig gerður að umtalsefni. „Við komumst að tveimur mjög athyglisverðum nið- urstöðum,“ segir Birgitta Albage, fjármálaráðgjafi hjá Enskilda. „I fyrsta lagi er greinilegt að rekstrarkostnaður minni sjóðanna er mun hærri en þeirra stærri. Kostnaður 50 minnstu sjóðanna er u.þ.b. tvöfalt hærri en 5 stærstu sjóðanna.“ Enskilda telur að lífeyrissjóðim- ir muni hafa hag af frekari sam- runa og hagræðingu í rekstri. Raunar kom fram á fundinum að Enskilda telur eðlilegt að hér á landi séu starfræktir 10-15 lífeyr- issjóðir. Með stækkun sjóða verði auðveldara að fá til starfa sér- hæfða sjóðsstjóra til að annast umsýslu þeirra jafnframt því sem rekstur þeirra yrði hagkvæmari og ávöxtun mögulega hærri. Endur- skipulagning geti átt sér stað með yfiitöku stærri sjóða á þeim minni eða með samruna sjóða af svipaðri stærð. Á aðlögunartímanum og sem fyrsta skref í átt til aukinnar rekstrarhagkvæmni geti minni sjóðir runnið saman en einnig gætu þeir nýtt sér þjónustu verð- bréfafyrirtækja ef slíkt reyndist hagkvæmara. Til að hvetja lífeyrissjóði til auk- innar hagkvæmni telur Enskilda að reynst geti nauðsynlegt að minnka tengsl einstakra verkalýðs- félaga og lífeyrissjóða sem myndi gefa einstaklingum og fyrirtækjum kost að velja um lífeyrissjóð. Flestum lífeyrissjóðum er heim- ilt að ijárfesta í hlutabréfum. Hins vegar hefur Samband almennra lífeyrissjóða sett sérstakar leið- beinandi reglur um slíkar fjárfest- Verstu fréttirnar koma frá Finnlandi. Tveir stærstu bankar landsins tilkynntu mettap og nokkrir smærri bankar höfðu jafnslæma sögu að segja. Ástandið er svo slæmt að sumir frammá- menn í finnska bankakerfinu telja að varasjóðir kerfisins, um 350 milljarðar íslenskra króna alls, kunni að tæmast á næstu 12 mán- uðum. Stærsti banki Finnlands, Kans- allis Osake Pankki, tapaði á átta fyrstu mánuðum ársins ríflega 30 milljörðum ISK. Næststærsti bankinn, Unitas, tapaði um 24 milljörðum. Hjá báðum bönkum má rekja tapið til mikils samdrátt- ar í tekjum sem og gífurlegrar aukningar tapaðra útlána. Þrátt fyrir slæma afkomu er eiginfjár- hlutfall bankanna enn viðunandi miðað við alþjóðleg viðmiðunar- mörk, en stutt er síðan ríkisvaldið jók hlutafé sitt í KOP um ríflega 20 milljarða króna og Unitas hefur ákveðið að sækjast eftir svipaðri hlutafjáraukningu. Á síðasta ári ingar. Sumir sjóðir setja einnig takmarkanir á fiárfestingar í hlutabréfum og ér þetta takmark gjarnan 6-10% af ráðstöfunarfé hvers árs. í þessu sambandi bend- ir Enskilda á að dæmigert samval verðbréfa á alþjóðlegan mæli- kvarða sé þannig að 40% séu skuldabréf, 30% innlend hlutabréf og 10% erlend hlutabréf meðan hér á landi sé hlutfallið 90% skulda- bréf en aðeins 1% hlutabréf. Enskilda telur heppilegt að stjórnir lífeyrissjóða setji til að byija með þak á fjárfestingar sínar í erlendum hlutabréfum. Þá er mælt með því að útlán til til félagsmanna verði endurskoðuð hjá lífeyrissjóðunum með það fyrir augum að draga úr þeim mun sem á vaxtakjörum sjóðanna og mark- aðsvöxtum. Er bent á að með slík- um ívilnunum sé verið að flytja fjármagn frá félögum sem engin lán taka til þeirra sem taka lán. Varðandi verðbréfasjóði og hlutabréfasjóði er á það bent í skýrslu Enskilda að þeir hafi verið mikilvægur þáttur í því að auka sparifjármyndun. Þetta hafi gert fyrirtækjum kleift að útvega eigið fé með útgáfu nýs hlutafjár. Þá gerir fyrirtækið einnig að umtals- efni tillögur um að skattfríðindi einstaklinga vegna hlutafiárkaupa verði afnumin á þremur árum. Bent er á að þetta fari e.t.v. ekki saman við að viðhalda verðbréfa- og hlutabréfasjóðum. Telur En- skilda að fara eigi fram athugun á því hvort þörf sé á sérstökum skattaívilnum vegna ijárfestinga í þessum sjóðum eins og séu við lýði hjá sumum Norðurlandanna. voru báðir bankarnir reknir með hagnaði. Nær öruggt er talið að eftir því sem stjórnvöld dæla meiri fjár- munum inn í bankakerfið muni þau auka þrýstinginn á bankanna að sameinast og ná fram hagræð- ingu í bankakerfinu. Þannig viður- kenna yfirmenn Unitas að með ósk sinni um hlutafjárkaup ríkisins muni bankinn óhjákvæmilega dragast inn í hagræðingaráform ríkisstjórnarinnar. Frá Stokkhólmi bárust á sama tíma þær fréttir að Skandinaviska Enskilda Banken hafi á fyrstu átta mánuðum ársins tapað um 27 milljörðum ÍSK. Þær tölur eru að vissu leyti enn óhugnanlegri þar sem tapið má í verulegum mæli rekja til reglulegrar starf- semi. Að auki er ekki tekið tillit til hugsanlegs taps lána til Gota AB sem nú er í gjaldþrotameð- ferð, þar sem samningaviðræður við stjórnvöld um meðferð og af- drif félagsins standa énn. Þar gæti bankinn tapað allt að 11 milljörðum til viðbótar. Skýrslutæknifélag íslands heldur ráðstefnu á Hótel Sögu A-sal fimmtudaginn 5. nóvember 1992, kl. 13:00 Víðtengd Tölvunet Aflvaki framfara 13:00 Skráning 13:15 Setning ráðstefnunnar Helgi Þórsson, sérfræðingur, Reiknistofnun Háskólans 13:30 Hvert stefnir f tölvusamskiptum? Gústav Arnar, yfirverkfræðingur, Pósti og sima 14:00 Netkerfi á Ríkisspítölum Gunnar Ingimundarson, yfirverkfræðingur, Töivudeiid Ríkisspítala 14:30 Breytt nethögun hjá Skýrr - Alnet Skýrr, opið net Heiðar Jón Hannesson, kerfisforritari, Skýrr 15:00 Kaffihlé 15:30 Upplýsinganet sparisjóöanna Jón Ragnar Höskuidsson, framkvæmdastjóri, Tö/vumiðstöð sparisjóðanna 16:00 fslenska menntanetið Pétur Þorsteinsson, skóiastjóri, Kópaskeri 16:30 Farskóli Kennaraháskóla íslands Sigurjón Mýrdai, forstöðumaður farskóla K.H.Í. 16:50 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri Helgi Þórsson Aðgangseyrir er kr. 3.950 fyrir félagsmenn SÍ og kr. 4.700 fyrir aðra. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 27577, eigi sfðar en 4. nóvember 1992. Námsstefna Straumhvörf í viðskiptum NÁMSSTEFNA um markaðssókn á alþjóðavettvangi og ný viðhorf varðandi stjórnun á tímum vaxandi samkeppni verður haldin 23. nóv- ember að tilstuðlan AUK hf., Gæðastjórnunarfélags Islands og Hag- ræðingarfélags Islands. Leiðbeinendur verða David T. Carney og John W. Alden. Jón Sigurðsson viðskiptafulltrúi Utflutningsráðs ís- lands í New York mun flytja erindi. Norðurlönd Mikið tap stærstu bankanna MARGIR stærstu bankar Norðurlanda hafa tilkynnt um mikið tap á fyrstu átta mánuðum ársins og telja sérfræðingar stutt í að staða sumra þeirra verði svo erfið að nauðsynlegt verði fyrir yfirvöld að grípa til björgunaraðgerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.