Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 Matreiöslunámskeid Jurtaréttir Matreiðslunámskeið, sem leggur áherslu á holla og Ijúffenga jurtarétti, verður í Suðurhlíðarskóla, Suðurhlíð 36, á sunnudögum kl. 19 frá 8. nóvember. Gómsæt máltíð og mikið af uppskriftum hverju sinni. Upplýsingar og innritun í síma 679270 á daginn og 651357 á kvöldin. Kynningar- og fræðslufundur Félag eldri borgara verður með fund í Risinu fimmtudag- inn 5. nóvember klukkan 15. Fjallað verður um málefni, sem einkum varða eldra fólk, svo sem tryggingar, hreyfingu og útiveru, matar- æði og fleira. Stutt erindi flytja: Þór Halldórsson, læknir. Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður. Þorsteinn Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúi Ásta R. Jóhannesdóttir, deildarstjóri. Félag eldri borgara. Erln í húsgagnaleit? Svefnsófarnir komnir Nýsending af2ja manna svefnsófum með rúmfatageymslu. 3gerðir. Stærð: 198x130. Kvikmyndahátíðin Harðfiskur Nóttí leigubíl Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Nótt á jörðinni („Night on Earth“). Sýnd á kvikmyndahá- tíð Hreyfimyndafélagsins í Háskólabiói. Leikstjóri og handritshöfundur: Jim Jar- musch. Aðalhlutverk: Winona Ryder, Gena Rowlands, Gin- ancarlo Esposito, Armion Mu- eller-Stahl, Rosie Perez, Be- atrice Dalle, Roberto Benigni. Bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch fyllti stærsta salinn í Háskólabíói sl. föstudagskvöld á kvikmyndahátíð Hreyfimyndafé- lagsins, sem sýnir að þessi óvenjulegi og frumlegi leikstjóri á talsverð ítök í kvikmyndahúsa- gestum hér. Og hann brást þeim ekki. Nótt á jörðinni er oft frábær- lega fyndin kómedía úr mjög óvenjulegu en um leið mjög kunnuglegu umhverfi, leigubíl. Hún er svo sem ekki um neitt nema nokkra farþega og leigu- bílstjóra þeirra á fimm ólíkum stöðum á jörðinni. Hinn lág- stemmdi og viðkunnanlegi og mannúðlegi frásagnarstíll mini- malistans, sem finnur húmor í kyndugum kringumstæðum er spretta úr hversdagslegustu hlutum í heimi, á einkar vel við hið þrönga svið sem hann hefur valið sögum sínum og myndin geislar af lífi og gamansemi við léttleikandi tónlist Toms Waits. Jarmusch skiptir Nótt á jörð- inni í fimm jafnlanga kafla sem allir gerast í leigubíl á fimm stöð- um á jörðinni samtímis: Los Angeles, New York, París, Róm og Helsinki. Það eina sem hann gerir er að stilla myndavélinni upp við framrúðuna á bílunum þaðan sem hún víkur í örfáum tilvikum og láta bílstjórana vinna sitt verk, sem er að taka upp farþega. Úr því koma fimm ólík- ar sögur sem tengjast ekki á neinn hátt nema þær gerast í leigubílum og segja okkur svolít- ið um líf fólksins og kannski sérkenni borganna. Jarmusch hefur tekist að hóa saman ótrúlega góðum og fjöl- breytilegum leikhópi um allan heim. I fyrsta kaflanum, Los Angeles, leikur Winona Ryder leigubílstjórann en Gena Row- lands er farþeginn með farsíma sem stoppar ekki og kvikmynd- atilboð á vörum en kemst að því að það dreymir ekki alla um að verða ódauðlegar kvikmynda- stjörnur. í New York kaflanum leikur þýski leikarinn Armin Mueller- Stahl innflytjanda frá A-Evrópu sem kann ekki á leigu- bílinn, er fullur undrunar á Nýja heiminum og kemst að því í einu besta atriði myndarinnar að út- lendingslegt nafn hans er ekki það skrýtnasta á staðnum. í þriðja kafla, París, leikur Be- atrice Dalle blindan farþega, sem sér þó lengra en bílstjórinn og ítalski gamanleikarinn Roberto Benigni, sem var óborganlegur í Jarmusch-myndinni „Down By Law“, er engu síður spaugilegur þar sem hann í yfirfærðri merk- ingu gengur af kaþólsku kirkj- unni dauðri með nákvæmum og klámfengnum skriftum sínum. Lokakaflinn er auðvitað um fylli- byttur í Helsinki, sem komast að því að þeirra raunir eru smá- munir miðað við það sem bílstjór- inn hefur mátt þola. Fimm stuttar svipmyndir frá Jarmusch, kvikmyndaskáldi hins ofur hversdagslega. A endasprettínum „The Living End“. Sýnd á kvikmyndahátíð Hreyfimynd- afélagsins í Háskólabíói. Leik- stjórn, handrit, taka, klipping: Gregg Araki. Aðalhlutverk: Craig Gilmore og Mike Dytri. Verk bandarísk/japanska leik- stjórans Gregg Arakis flokkast undir það sem kallað er „gay cinema" eða „hommamyndir". Myndir hans eins og „The Living End“ fjalla um veröld samkyn- hneigðra, hún er hræódýr í fram- leiðslu (kostaði ekki nema þijár milljónir króna segir í dagskrá hátíðarinnar), hefur vakið at- hygli á kvikmyndahátíðum og grætt margfaldlega það sem hún kostaði. Útlitið ber það með sér að hún er gerð fyrir sáralítinn pening. Hún er tekin á 16 mm fílmu og yfirbragðið, lýsing, hljóð og hreyfanleg myndatakan, minnir helst á skólamyndir. Hún segir frá tveimur mjög ólíkum hommum, sem eiga í raun fátt sameiginlegt annað en að báðir eru smitaðir af HIV veir- unni. Annar er veiklyndur bíóá- hugamaður en hinn flækingur og voðamenni sem skýtur niður fólk m.a. lögregluþjón. Saman leggja þeir á flótta eftir þann atburð en hafa í raun ekkert að stefna og brátt koma brestir í sambandið. „The Living End“ flokkast undir neðanjarðarmyndir og er í raun af tegund vegamynda eða flökkumynda, sem er margnotað og viðeigandi form til að undir- strika lífsstíl þeirra sem eru ut- angarðs í þjóðfélaginu. Hún er oft frísklega tekin og er ekki að skafa af hlutunum þegar kemur að lýsingum á fjörugu ástarsam- bandi mannanna. Araki myndar spennu á milli þeirra kynferðis- lega og sálræna blandaða and- rúmslofti yfírvofandi glötunar og tekst ágætlega upp miðað við lítil fjárráð. Myndin hans er dæmi um hve langt er hægt að komast á litlum fjárhag. Stund milli stríða Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Grunnskólinn. Leikstjóri og handritshöfundur Jan Svérák. Tékkóslóvakía 1991. Vér íslendingar kynnum ör- ugglega lítil sem engin skil á þessari tékknesku smámynd ef hún hefði ekki verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í vor sem besta erlenda mynd ársins — ásamt Bömum náttúrunnar eftir Friðrik Þór. Báðar máttu þær lúffa fyrir Miðjarðarhafinu sem verður tek- in til sýninga í þessum mánuði hér í borg. Grunnskólinn gerist 1945, í þeirri andrá í Tékkóslóvakíu sem þjóðin gat pústað eftir hildarleik- inn mikla og áður en Sovétríkin krömdu landið undir sig í heilögu nafni kommúnismans. Sögusvið- ið er grunnskóli og söguhetjumar em einkum tveir hressir ellefu ára guttar sem stytta sér stund- ir við hin fjölbreytilegustu strákapör — eins og strákum er lagið. Foreldrar þeirra og skóla- systkini koma einnig við sögu en þó er það nýi kennarinn sem verður umfangsmestur er á líður myndina. Hann segist vera stríðshetja, föðurlandsvinur og almennur afreksmaður í hveiju því sem hann taki sér fyrir hend- ur — þótt sannleikurinn sé nokk- uð annar og í raun hafi hann verið sendur í þennan skóla í hegningarskyni fyrir að vera fjöl- þreifinn við skólastúlkur. En hann nær ágætum tökum á nemendunum sem líta upp til hans, sama gildir um kvenþjóð- ina. Þessi ár em vafalaust með þeim dýrmætustu í sögu Tékka á öldinni sem er að ljúka. Enda allt afskaplega slétt og fellt í þeirri þjóðfélagsmynd sem Svér- ák dregur upp. Hér fer friðsælt Mið-Evrópufólk, langþreytt á stríðshörmungum undanfarinna ára, stolt af sögu sinni og ekki ónýtt á tímum sem þessum að eiga snillinga eins og Smetana og Dvorak til að hressa upp á þjóðarsálina. Og nágranninn í austri ekkert farinn að kræla á sér — enn. Afturhvörf sem þessi á vit tregafullra og sársætra æsku- minninga era afar vel kunn í kvikmyndum og hafa verið tíð að undanförnu. Hér bætist við tékkneskur flötur á sögunni. Myndin er laglega gerð, vel leik- in og andi liðinna tíma er dáindis- lega fangaður á filmuna. Og það sem mest er um vert þegar end- urminningarnar em rifjaðar upp þá er gamansemin jafnan í fyrir- rúmi, en við hlæjum ekki að nákvæmlega sömu hlutunum og Tékkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.