Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 V orsins menn eftir Oddgeir Ottesen Um þessar mundir er verið að stofna félag til að nýta hverasvæð- ið í Hveragerði á ýmsa lund í sam- bandi við ferðamannaiðnað. Hverasvæðið er óbyggilegt land inn í miðp'u Hveragerði sem var girt af árið 1949 svo að enginn færi sér þar að voða. Vitað er að fólk hefur sótt þangað heilsu sína, því þar eru leirhverir miklir. Er því ekki úr vegi að líta þar inn fyrir. Það var nokkru fyrir stríð að þangað kom miðaldra maður úr Reykjavík með tjald og prímus. Ennfremur hafði hann með sér nokkrar kassaflalir. Ekki hafði hann í huga að reisa sér hús, held- ur var hann þangað kominn til að reyna að endurheimta heilsuna. Þetta var um hásumar og maður þessi hafði gengið milli lækna í Reykjavík án nokkurs árangurs og nú var hann orðinn óvinnufær með öllu. Þá hvíslaði að honum gamall þulur að hann ætti að leita á vit náttúrunnar og baða sig upp úr leir og sjóða sér blóðberg. Nú var hann kominn til Hveragerðis með sitt tjald og tjaldaði á bakkanum við lækinn inni á hverasvæðinu, rétt við leir- og vatnshverina. Þar sló hann saman kari úr kassaQöIun- um og bar í það leir. Leirinn hitaði hann svo upp með hveravatni. Upp í hlíðinni tíndi hann blóðberg, vall- humar, ijúpnalauf og aðrar góðar jurtir. Meiripart sumars sauð hann sér lífgrös og stundaði böð. Um haustið hélt hann aftur til Reykja- víkur og tók upp sín fyrri störf. Á árunum um 1950 tók Jóhann Sæmundsson prófessor við líflækn- ingadeild Landspítalans á leigu Kvennaskólann í Hveragerði. Flutti hann nokkra af sjúklingum sínum austur fyrir fyall og hugðist bæta heilsu þeirra með leir- og vatnsböð- um. Inni á hverasvæðinu lét hann reisa skáia sem í voru 6 kör. Leim- um var síðan ekið í þau á hjólbörum og hveravatn leitt inn til að halda leimum heitum. Voru sjúklingamir síðan lagðir ofan í leirinn svo aðeins stóð höfuðið upp úr. Varla er hægt að segja annað en að aðferðin hafi verið frumleg en hér var komið beint til náttúr- unnar, milliliðalaust. Árangurinn af þessum böðum dr. Jóhanns var það góður, að þegar hann hætti starfsemi hér austan fjalls vegna lasleika, bámst margar fyrirspumir víðsvegar að um leir- og vatnsböð- in. Varð það úr að Hótel Hvera- gerði og síðar Hveragerðishreppur tóku að sér að reka þau í nokkur ár, þó aðeins yfír hásumarið, því ekki vom nein sjúkrasamlög né tryggingar sem styrktu þetta fólk, varð það því að nota sumarfríið sitt. Fyrir hreppinn var þetta ekki beinn ávinningur. Aðgangseyrir var rétt til að greiða laun baðvarða. Fólk kom víða að, þó mest frá sjáv- arþorpunum með vöðvabólgur eftir erfíðar vetrarvertíðir. Lömunar- sjúklingar komu líka í böðin, sumir haltrandi á hækjum eða þá í hjóla- stóium. Sumir dvöldu á Hótelinu, aðrir sváfu í barnaskólanum eða í tjöldum. Sumir höfðu efni á því að borða á matsölustað, en aðrir vom með einhvers konar kastarholubú- skap. Vegna eftirspumar varð hreppurinn tvívegis að stækka leir- baðaskálann. Dvaldi fólk þama við böðin í mánuð eða meira og sumir dvöldu þar sumar eftir sumar. Þeg- ar Hveragerðis- og Ölfushreppar ákváðu að endurreisa sundlaugar- hús við Laugarskarð var það haft í huga að þar gætu verið leirböð og fleiri líkamsþjálfanir. Á fjórða og fímmta áratugnum var Jónas Kristjánsson læknir og félagar hans í Náttúrulækningafé- laginu að leita fyrir sér að góðum stað fyrir heilsuhæli sem þeir ætl- uðu að reisa. Eftir mikla leit um Suður- og Vesturland ákváðu þeir að reisa það á hrauninu sunnan við Hveragerði. Urðu þeir að fara hægt af stað, því marga erfíðleika þurfti að yfírstíga. Dvalargjöld vom það há að margir töldu sig ekki hafa efni á að dvelja þar, því trygginga- yfírvöldin vom ekki búin að viður- kenna starfsemina og þar af leið- andi vom engin daggjöld greidd fyrir sjúklingana. En þegar þeim áfanga var náð, hætti Hveragerðis- hreppur rekstri leirbaða en þess í stað vísað til Heilsuhælis NLFÍ. Hafði þá rekstur leirbaðanna staðið yfír á hverasvæðinu í áratug. Fyrir 40 áram tók Gísli Sigur- bjömsson að sér að reka dvalar- heimili^ í Hveragerði fyrir sýslu- nefnd Ámessýslu. Fór hann þá fljót- lega að vekja athygli á lækninga- mætti hveranna. Hann hafði kynnst slíkum uppsprettum út í löndum og þeim tugum heilsuhótela, sem reist höfðu verið kringum þær. Hann sagði að hér ætti að vera hægt að reisa stórt heilsuhæli og fleiri en eitt og fleiri en tvö. Þau yrðu að vera nýtískuleg með fullkomnum golfvöllum í nágrenninu. Hann sagði: „Út í heimi em hundmð millj- ónera sem þjást af gigt og vildu borga mikið fé til að losna við.“ Hann sagði meira: „í brekkunni hér fyrir neðan (fyrir sunnan kirkjuna) á að reisa bamaspítala fyrir lömuð böm. Auk baðanna ætti að nota íslenska hestinn til að styrkja þau og auka jafnvægiskennd þeirra. En til þess að af þessu geti orðið verð- ur að fá viðurkenningu á staðnum hjá erlendum aðilum." Þegar þetta var sagt vomm við það langt norður í buskanum, að fáir vissu um okkur. T.d. þurfti að millilenda á Ganderflugvelli til að komast til Bandaríkjanna, og það gat tekið 4 klst. að komast til Hveragerðis þegar ekkert var upp á að hlaupa nema Krfsurvíkurleið- ina, því Hellisheiðin var oft ófær dögum og vikum saman vegna eftir Guðjón Axelsson í Morgunblaðinu 24. október sl. 'birtist grein sem ljallaði um þá beiðni Tannlæknafélags íslands að lagt verði lögbann við því, að Bryn- dís Kristinsdóttir tannsmiður og Tryggingastofnun ríkisins beiti samningi, sem þau gerðu með sér 17. ágúst 1992 um greiðslur til Bryndísar fyrir að smíða og gera við gervigóma og gervitennur fyrir sjúkratryggða elli- og örorkulífeyr- isþega og þá sem em slysatryggðir samkvæmt lögum um almanna- tryggingar. Þessi samningur og ummælin, sem höfð em eftir for- manni tryggingaráðs, Jón Sæmundi Siguijónssyni, í áðumefndri blaða- grein, lýsa vanþekkingu á þessu máli og er því nauðsynlegt að al- menningur fái að heyra nokkrar staðreyndir málsins. I lögum um tannlækningar nr. 38 frá 12. júní 1985 segir svo orð- rétt: 1. gr. Rétt til að stunda tann- lækningar hér á landi og kalla sig tannlækni hefur sá einn sem til þess hefur fengið leyfí heil- brigðisráðherra. 6. gr. Verksvið tannlækna tekur til vama, greiningar og með- ferðar á tannskemmdum, tann- skekkju og tannleysi, til sjúk- dóma, slysa og galla er þessu tengjast, þar með talið í mjúk- veíjum og beinum. . 8. gr. Tannlæknum er heimilt að hafa aðstoðarfólk. Um sér- hæft aðstoðarfólk fer sam- kvæmt lögum um tæknimennt- aðar heilbrigðisstéttir. 9. gr. Aðstoðarfólk samkvæmt 8. gr. skal ávallt starfa undir hand- leiðslu og á ábyrgð tannlæknis. Það hefur ekki heimiid til að taka að sér sjálfstæð verkefni á neinu sviði sem undir tannlækningar falla. Öðmm en tannlæknum og sérhæfðu Oddgeir Ottesen „Út í heimi eru hundruð milljónera sem þjást af gigt og vildu borga mikið fé til að losna við.“ snjóa. Oft fannst Gísla stjórnarvöld- in í Hveragerði og ríkisins vera dauf um þessi mál, en honum var alvara, því sumar eftir sumar vom hér þýskir prófessorar, á hans veg- um að rannsaka bæði vatn og leir inn á hverasvæðinu. Nú em 35 ár síðan leirhverimir vom nýttir og síðan hafa þeir skilað framburði sínum út í lækinn án tmflunar af mannavöldum. Fyrir sex ámm kom hingað ung- ur vélstjóri úr Reykjavík og reisti hér hótel. Ekki í kassastíl eins og menn sjá fyrir sér víða. Nei, það var byggt fyrir augað bæði að utan og innan. I kjallaranum var aðstaða aðstoðarfólki undir þeirra stjóm er óheimilt að stunda tannlækningar. Tannsmiðir em iðnaðarmenn, ekki tæknimenntuð heilbrigðisstétt. Þar sem tannsmiðir vinna sem sér- hæft aðstoðarfólk tannlækna mega þeir ekki stunda tannlækningar eins og lagagreinamar hér að ofan bera með sér. Slíkt hlýtur að teljast lög- brot og skottulækningar. Það kem- ur því úr hörðustu átt þegar ekki aðeins Tryggingastofnun ríkisins gerir samning um endurgreiðslu reikninga frá tannsmiði fyrir tann- læknisverk og stuðlar þannig að og hvetur óbeint til lögbrota heldur lýsir formaður Tryggingaráðs opin- berlega yfír þeirri skoðun sinni að lögleiða beri skottulækningar. Þess má geta að samkvæmt læknalögum felur hugtakið skottulækningar það í sér að sá er skottulæknir sem stundar lækningar án nauðsynlegs leyfís yfirvalda. Menntun tannsmiða var á vegum tannlækna þar til Tannsmiðaskóli íslands tók til starfa í janúar 1988. Með tilkomu Tannsmiðaskóla ís- lands hefur menntun tannsmiða stórbatnað. Nám í tannsmíðaiðn er nú 4 ár, þriggja ára verklegt og bóklegt nám í Tannsmiðaskólanum og að því loknu þurfa verðandi tann- smiðir að vinna i eitt ár hjá meist- ara í tannsmíðaiðn. Það em því vel menntaðir tannsmiðir sem nú era að taka til starfa. Menntun þeirra hefur hins vegar aldrei miðast við að gera þá hæfa til að stunda sjálf- stæðar tannlækningar. Þar skortir þá nægilega þekkingu í gmnngrein- um tannlæknisfræðinnar og þjálfun í meðferð sjúklinga. Sem dæmi má nefna að ýmissa alvarlegra sjúk- dóma verður fyrst vart í munnholi og koki. Mikilvægt er að þessir sjúk- dómar greinist sem fyrst svo að hefja megi meðferð. Til þess að svo megi verða þarf sá sem skoðar sjúklinginn haldgóða menntun í líf- færa- og meinafræði sem tannsmið- til baða og enduræfinga. Utan við húsið er sundlaug, tennisvellir og lítill golfvöllur. Þótt sá góði maður, Helgi Þór Jónsson, hafi ekki getað rekið þetta hótel, þá á hann heiður skilið fyrir að koma hingað og hefja þessar framkvæmdir. Það má kannski segja um hann eins og marga fleiri, að það njóta ekki allir eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Kannski verður það í náinni framtíð að reist verða minnismerki á lækjarbakkanum á hverasvæðinu til að minnast þeirra manna sem fyrstir komu auga hér á lækninga- mátt hveranna. Fyrstur kemur iðn- aðarmaðurinn sem kastaði smá- skömmtunum, dropateljaranum og plástranum og hélt beint á vit nátt- úrannar til að endurheimta heils- una. Næstur er prófessor Jóhann Sæmundsson sem hóf sig upp af sléttunni og flutti sjúklinga sína austur fyrir fjall til leirbaða og hressingar. Jónas Kristjánsson læknir, sem taldi að það þyrfti meira til en böðin ein til að öðlast heilsuna, það þyrfti líka rétt matar- æði. Gísli Sigurbjömsson, sem vakti opinbérlega athygli á heilsulindun- um og auglýsti þær á erlendri grand. Helgi Þór Jónsson, sem þorði að láta draum sinn rætast um heilsuræktarhótel hér við heilsu- bmnnana í Hveragerði. Ég vona að þeir dagar komi fljót- lega er reistur verði skáli á bakkan- um við lækinn og hverina, þar sem hveragufan leikur um mann, ekki neinn asbestklæddur timburskúr, heldur veglegur skáli, sem fellur vel inn í umhverfíð. En að innan verði aðstaða til leir- og hvera- bakstrameðferðar, þar sem glóð- volgur leirinn, er tekinn beint upp úr hvemnum, og hitaður upp með hveravatni. Höfundur rekur gistiheimilið Frumskóga í Hveragerði. „Tannsmiðir eru iðnað- armenn, ekki tækni- menntuð heilbrigðis- stétt. Þar sem tann- smiðir vinna sem sér- hæft aðstoðarfólk tann- lækna mega þeir ekki stunda tannlækningar.“ ir hafa ekki. Það gæti því stofnað heilsu og jafnvel lífí sjúklinga í veralega hættu að heimila tann- smiðum sjálfstæðar tannlækningar. Á þeim erfíðu tímum, sem nú em, er spamaður og aðhald í heil- brigðiskerfínu án efa nauðsynlegur. Þar verður þó að gæta hófs þannig að sjúklingar bíði ekki tjón af. Ég er því ekki sammála formanni Tryggingaráðs að eftir einhveiju sé að slægjast fyrir Trygginga- stofnun og sjúklinga með því að heimila fólki, sem hvorki hefur til þess nægilega menntun né tilskilin réttindi, meðferð sjúklinga. Sá spamaður, sem þannig fengist, gæti orðið of dým verði keyptur. íslenskum tannlæknum hefur Qölgað ört á síðustu 2-3 áratugum og menntun þeirra jafnframt batn- að. Þá er hlutfall sérmenntaðra tannlækna á íslandi með því hæsta sem gerist. Árangurinn hefur held- ur ekki látið á sér standa. Síðustu kannanir á tannheilsu þjóðarinnar hafa leitt í ljós að hún fer ört batn- andi, bæði hjá bömum og fullorðn- um. Það er markmið allra tann- lækna að keppa að því að þessi hagstæða þróun haldi áfram. Þetta ætti einnig að geta verið markmið heilbrigðisyfirvalda. Að innleiða skottulækningar er þó ekki liður í þeirri viðleitni. Höfundur er prófessor í gervigómagerð við Tannlæknadeild Háskóla íslands. Multi prentvél Höfum til sölu notaða Multi 1650XE prentvél Vélin er 4ra ára og í mjög góðu ástandi Hún er til sýnis hjá okkur OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • Sfmar: 624631, 624699 VUjið þið spara í ykkar fyrirtæki? Ef svo er, ættuð þið að hringja til okkar og fá nán- ari upplýsingarog sendan bækling um bókhaldspakk- ann Vaskhuga. Með því að nota Vaskhuga getið þið sparað í vélbún- aði, hugbúnaðarkostnaði og bókhaldsvinnu. - En það besta er, að þið getið örugglega séð um bókhaldið sjálfir og það sparar oftast mest. i|^Vaskhugi hf. í? 682 680 Viljum við lögleiða skottu- lækningar á íslandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.