Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 52
soei aaaMavövi .8 HUOAaúiQifl<? aiGAjawuoHOM 52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR GUÐMUNDSSON, Merkilandi 8, Seffossl, lést í Landspítalanum 22. október. Jarðarförin hefur farið fram. Einlægar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát hans og útför. Jóna Þórarinsdóttir, Guðrún Björg Ásgeirsdóttir, Einar Sveinn Einarsson, Þórarinn Ásgeirsson, Ágústa Kristfn Steinarsdóttir, Hafdfs Asgeirsdótttir, Guðmundur Kr. Ólafsson, Guðmunda Birna Ásgeirsdóttir, Sigurður Örn Sigurgeirsson, og barnabörn. Eiginmaður minn, t EYÞÓR STEFÁNSSON, Akurgerði, Bessastaðahreppi, lést laugardaginn 31 . október. Guðrún Sigurjónsdóttir. t Systir mín og móðursystir, FJÓLA GUIMIMLAUGSDÓTTiR frá Ósi í Steingrfmsfirði, snyrtifræðingur, andaðist í Landspítalanum 2. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Nanna Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Jón R. Sigmundsson. t Útför móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Nóatúni 30, sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði 28. október, fer fram frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Torfhildur Ingvarsdóttir, Svanhildur Ingvarsdóttir, Sveinn Guðbjartsson, Steinþór Ingvarsson, Lilja Sigurðardóttir, Jóna Ingvarsdóttir, Garðar Árnason, Guðmundur V. Ingvarsson, Sigrún Helgadóttir. Minning Ólafur Stefánsson frá Kalmanstungu Frændi minn, Ólafur Stefánsson frá Kalmanstungu, er látinn. Eftir lifir minning um góðan dreng. Ólaf- ur fæddist í Kalmanstungu hinn 17. júlí 1931 og ólst þar upp í föður- garði hjá foreldrum sínum, þeim Stefáni Ölafssyni, bónda í Kalmanst- ungu, og Valgerði Einarsdóttur konu hans. Stefán var frá Kalmanstungu, sonur Ólafs Stefánssonar, bónda þar, og konu hans, Sesselju Jóns- dóttur frá Galtarholti, Borgarhreppi. Foreldrar Ólafs í Kalmanstungti voru Stefán Ólafsson, lengst bóndi þar, og kona hans, Ólöf Magnúsdótt- ir Erlendssonar, bónda í Fljótstungu. Stefán var sonur Ólafs, er nefndur var stúdent, sonur Bjöms Ólafssonar á Esjubergi, Ólafssonar stiftamt- manns og konu hans, Önnu Stefáns- dóttur Scheving, umboðsmanns á Ingjaldshóli. Sesselja Jónsdóttir var dóttir Jóns bónda Jónssonar, bónda í Galtarholti, og konu hans, Þórunn- ar Kristófersdóttur, en foreldrar hennar voru Kristófer Finnbogason, bóndi á Stóra-Fjalli, og Helga Pét- ursdóttir Ottesen sýslumanns, en kona Péturs var Þórunn, dóttir Stef- áns Schevings á Ingjaldshóli. Voru þau hjónin Sesselja og Ólafur í Kal- manstungu því að öðrum og þriðja í frændsemi. Hafa þessar ættir oft verið nefndar Stefánungar og eru þær vel kunnar. Valgerður Einarsdóttir var dóttir Einars Pálssonar, prests í Reyk- holti, er var af Brúarætt og Mela- ætt á Héraði, og konu hans, Jóhönnu Eggertsdóttur, sýslumanns á Reyni- stað, Gunnlaugsonar Briem, sýslu- manns á Grund, en kona Eggerts sýslumanns á Reynistað var Ingi- björg Eiríksdóttir, sýslumanns Sverrisens og hét hún eftir ömmu sinni, Ingibjörgu húsfreyju á Skarði í Landsveit, eru þessa ættir einnig vel kunnar. Líkt og margir frændur Ólafs gekk hann menntaveginn, lauk stúd- entsprófi frá Akureyri árið 1952, hóf síðan nám í viðskiptafræði í Háskóla íslands og lauk því með einu hæsta prófi sem tekið hafði verið frá þeirri deild. Þaðan lá leiðin til háskóla í Chicago og dvaldi hann þar námsárið 1955-1956 við fram- haldsnám. Heim komnum þótti hon- um þó ekki nóg unnið og innritaðist í lögfræði við Háskóla íslands og lauk því námi á fjórum árum, ásamt með vinnu í Seðlabanka Islands, einnig með góðum árangri. Að loknum þessum námsferli hóf hann störf í fjármálaráðuneyti lands- ins og varð það starf hans næsta aldarfjórðung. En Ólafur var einn af þeim mönnum sem sífellt eru að bæta við sig fróðleik, honum var unum að málanámi og nam á seinni árum bæði frönsku og spænsku og síðast á liðnum vetri var hann í ít- ölskunámi. Hann sinnti einnig ís- lenskum fróðleik, kynnti sér ætt- fræði og safnaði í bók gamansögum um lögfræðinga. Best kynntist ég frænda á þeim árum þegar ég var í menntaskóla. Þá bjó ég hjá ömmu minni og móður Ólafs. Þar var hann daglegur gestur og voru þá oft stundir til að ræða hin ýmsu þjóðmál sem efst voru á Minning Haraldur Aðalsteins- son Patreksfirði t Móðir okkar, GUÐRÚN INGVARSDÓTTIR, Hamraborg 14, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum að morgni 2. nóvember. Börn hinnar látnu. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1 nóvembeft Adolf Óskarsson, Jóna Óskarsdóttir, Ásta Vigfúsdóttir, Aðalheiður Óskarsdóttir, Þorleifur Sigurlásson, Eygló Óskarsdóttir, Svavar Steingrímsson, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjörg Kristjánsson, Albi'na Elísa Óskarsdóttir, Huginn Sveinbjörnsson, Hrefna Óskarsdóttir, Kristján Ingólfsson, Örn Óskarsson, Hulda Kærnested, Guðrún Óskarsdóttir, Almar Hjarðar. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGDALENA ÁSGEIRSDÓTTIR frá Fróðá, andaöist á hjúkrunarheimili Sunnuhlíðar 14. október sl. Útförin var gerð frá Fossvogskapellu í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir hjúkrun og alúð. Knútur Bergsveinsson, Dýrólfna Eiríksdóttir, Auðunn Bergsveinsson, Ingibjörg Þorbergsdóttir, Ragnhildur Guðrún Bergsveinsdóttir, Hreinn Bergsveinsson, Valgerður Pálsdóttir, Auður Jóhanna Bergsveinsdóttir, Reynir Guðlaugsson, Bergljót Bergsveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. l'ákaí'cni I l s. 68 91 20 Ðlóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Qpið alla daga frá kl. 9-22 Fæddur 14. apríl 1927 Dáinn 27. október 1992 Haraldur Aðalsteinsson fæddist í Breiðuvík, Rauðasandshreppi. Sonur hjónanna Aðalsteins Sveins- sonar sem er látinn fyrir nokkrum árum og Sigríðar Steinunnar Traustadóttur sem nú verður sam- ferða syni sínum en hún lést aðeins einum degi á eftir honum. Haraldur var elstur fjögurra bræðra, en auk þeirra ólu þau hjónin upp tvær stúlkur. Halli giftist Arnbjörgu Guðlaugs- dóttur 1951 og bjuggu þau allan sinn búskap á Patreksfírði. Þau eignuðust tólf börn, barnabörnin eru tuttugu og tvö og bamabama- bam eitt. Það er erfítt að lýsa stórbrotnum manni eins og tengdaföður mínum í örfáum orðum, því að þó árin yrðu ekki fleiri mætti margur maðurinn vel við una að skilja það eftir sig sem Halli gerir og á ég þá ekki einungis við hóp afkomenda og vel unnin störf, heldur líka allt það sem hann gaf af sér og þau sterku áhrif sem hann hafði á líf okkar allra sem fengum að njóta hans. Halli hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og þá ekki síst á lífinu og tilverunni almennt. Hann var alltaf tilbúinn til að ræða málin ERFIDRYKKJUR v“rð frá kr. 850- sími620200 Li EGSTEINAR baugi hveiju sinni. Stundum settist hann við píanóið og lék af fíngrum fram en á því sviði hafði hann ein- staka meðfædda hæfileika líkt og faðir hans. Eftir að ég fluttist frá ömmu Valgerði kom fyrir að Ólafur bauð mér heim til sín og þá spilaði hann á flygilinn sinn og söng með þegar við átti. Þá var frændi sannarlega í essinu sínu. Sennilega hefur fátt veitt honum meiri gleði í lífínu en tónlistin. Nú er Ólafur fluttur til æðri heima þar sem tónlistin hans ómar væntan- lega um glæsta sali. Að leiðarlokum kveð ég elskulegan frænda með er- indi frá Hannesi Hafstein: Nó fagni Guð þér og geymi þín vel og gefi þér blómin sín. í drottins hendur minn dýrgrip ég fel. Hann deyfi eggjamar sáru svo lifi þú þar sem lífið ei dvín. Með þökkum fyrir allt og allt. Stefán Kalmansson. og rökstuddi þá mál sitt gjarnan rækilega enda mælskur mjög ef á þurfti að halda. Hann kunni ógrynnin öll af vísum og sögum og sagði skemmtilega frá. Halli var sívinnandi frá morgni til kvölds og lét sjóndepurð og ann- an krankleika ekki á sig fá. En þó fjölskyldan væri stór og skyldumar margar átti hann þó alltaf tíma aflögu ef einhver þurfti á honum að halda. Sá stuðningur sem tengdafaðir minn veitti mér þegar ég átti erfítt er mér ómetanlegur. Trú hans á annað tilverustig og ákveðinn tilgang alls, var óhaggan- leg. Hann gaf mér kraft, von og trú sem ég á eftir að búa að alla ævi. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að fá að vera samferða honum þessi ár, fá að þykja vænt um hann og njóta hlýjunnar sem hann umvafði okkur öll með. Það er einlæg ósk mín til allra þeirra sem nú syrgja hann að kraft- ur hans megi fylgja ykkur og að þið öðlist trúna og vissuna um, að á eftir hveijum vetri kemur vor. Ég veit að þegar fram líða stundir og sárasti sviðinn dvínar eigum við öll eftir að ylja okkur við minning- una um einstakan mann. Mínar bestu kveðju sendi ég, elsku Halla þar til við sjáumst á ný. Sísí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.