Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.11.1992, Blaðsíða 61
i i i i i i i i 1 s<?cí íimM'dvövi.« HUDAauiaifld aiaAiaMUDMOM_________________________________________ _ 00 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 61 Falskir sölumenn Frá Kristni Eysteinssyni: Ég var að ganga niður Lauga- veginn þegar ungur maður kemur til mín og heilsar mér á ensku. Ég tek undir kveðju hans og þá réttir hann mér bók og segir „here, this is for you“ sem á íslensku útleggst „gjörðu svo vel, þetta er handa þér“. Með öðrum orðum, hann gaf mér bókina. Fræðir hann mig síðan lítillega um innihald bókarinnar. í henni er að finna fímm þúsund ára gamla speki (og svo tala menn um Nýöld). Var þetta ein af uppáhalds bókum Mahatma Ghandi, að sögn þessa unga manns. Þetta var lítil falleg bók, á íslensku, og af mynd- inni framan á henni mátti sjá að hún hafði eitthvað með austræn trúarbrögð að gera. Maðurinn hafði verið hinn kurt- eisasti fram að þessu (að því undan- skildu að hann kynnti sig aldrei), en næst fór hann að biðja mig um peninga. Það skal tekið fram að hann bað um ftjáls framlög (dona- tion), en hann lagði greinilega aðra merkingu í það orð en ég hef van- ist. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að dreifa bókum gegn fíjálsum framlögum og hefur reglan alltaf verið sú að viðtakandinn ræður sjálfur hvað hann gefur mikið, eða hvort hann gefur nokkuð yfírleitt (þess vegna heitir það Frjáls fram- lög), en bókina má hann eiga hvort sem hann gefur nokkuð eða ekki. En þegar ég kvaðst ekki hafa neina peninga á mér þreif maðurinn bók- ina af mér, sagði „maybe next time“ (kannski næst) og labbaði í burtu. Ég vil eindregið vara fólki við þessum mönnum, en þeir eru nokkr- ir sem nú ganga um götur borgar- innar og dreifa títtnefndri bók. Af framangreindu má sjá að þessir menn stunda iðju sína eingöngu í gróðaskyni (ef þeir gerðu það af hugsjón hefði hann gefíð mér bók- ina). Það er e.t.v. ekki rangt í sjálfu sér að gera eitthvað svona lagað í gróðaskyni, en verra er að þeir sigla undir fölsku flaggi, þ.e. þeir „gefa“ manni bókina, en ef þeir geta ekki haft af manni peninga breytist öll framkoma þeirra og þeim virðist alveg sama hvað verður um mann. Og svo er talað um frið og kærleika. og að allir menn eigi að lifa í sátt og samlyndi. En hvemig á það að vera hægt ef menn láta sér ekki annt hver um annan nema þeir geti haft af manni peninga? En hvað um boðskap bókarinnar, getur hann ekki verið góður, hvem- ig sem boðberar hans em? Eins og áður segir var bókin tekin af mér og því hef ég ekki haft tækifæri til að lesa hana, en mér finnst rétt að minnast nokkrum orðum á aust- ræn trúarbrögð almennt. Fyrirgefning er ekki til í aust- rænum trúarbrögðum. Menn verða að vinna sér inn „sáluhjálp" með því að vinna góðverk. Þetta endur- speglast í framkomu manna við aðra. Ein af ástæðunum fyrir hinni miklu fátækt á Indlandi er að sam- VELVAKANDI KÖTTUR Gulur fressköttur hefur ver- ið á flækingi í Aratúni í lang- an tíma. Hann er um það bil tveggja ára gamall. Éigandi hans er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 642996. GÓÐIR ÚTVARPS- ÞÆTTIR Sigrún Jónsdóttir: Ég hlusta aðallega á Bylgj- una og Aðalstöðina en nú bregður svo við að það eru engir þættir fyrir okkur sem erum á miðjum aidri. Ég sakna þátta sem vom á Aðalstöð- inni. Gullöldin í umsjá Berta Möller, þar sem leikin var rokktónlist, og Í dægurlandi í umsjá Garðars Guðmundsson- ar, sem var eingöngu með ís- lenska tónlist. Lög sem heyr- ast sjaldan á hinum stöðvun- um í síbyljunni dags daglega. Ég skora á útvarpsstöðvamar að fá þessa heiðursmenn til starfa. Ég veit um fjöldan all- an af fólki sem er sama sinnis og ég. PENNI Silfurlitaður penni, merktur „Sextíu ára“ fannst nýlega í Breiðholti. Upplýsingar í síma 33281. KÖTTUR Svartur fressköttur með hvítar loppur og hvíta bringu, sem heitir Elvis, tapaðist frá heimili sínu í Hólahverfi, Breiðholti, 4. október. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 71034. LYKLAR Lyklar fundust við Ægisíðu á móts við efnalaugina Hraða og eru þeir líklega í eigu bams. Vitja má lyklana hjá efnalaug- inni Hraða. VONDAN RÓG EIVARAST MÁ Hreiðar Jónsson: Þegar ég fylgdist með sam- talsþætti á Stöð 2 í vikunni þar sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra var borinn ýms- um sökum kom mér í hug eft- irfarandi vísa sem ég lærði í bernsku. Mér er ekki kunnugt um hver er höfundur vísunar en hún er svona: Vondan róg ei varast má varúð þó menn beiti. Mörg er Gróan máluð á marnnorðsþjófa Leiti. GULLNÆLA Gullnæla með perlu tapaðist annað hvort í íslensku Óper- unni eða á leið þaðan að Am- arhvoli. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 34569. HÁLSKEÐJA Gullhúðuð hálskeðja tapað- ist fyrir utan Danshúsið eða skemmtistaðin Gullið. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í Sölva í síma 612276. Fundarlaun. PÁFAGAUKUR Grængulur páfagökur með fjólubláum doppum flaug út um glugga að Meistaravöllum 19 á miðvikudagskvöld. Vin- samlegast hringið í síma 27134 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. GULLARM- BAND Gullarmband fannst fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 73483. kvæmt þeirra trú má ekki hjálpa hinum fátæku, þeir em áð taka út refsingu fyrir þær syndir sem þeir drýgðu í fyrra lífí og með því að lina þjáningar þeirra emm við að draga úr refsingunni og þeir verða bara að taka hana út í því næsta. En ef menn ná því að vera „nógu góðir“, sem þeir geta aldrei verið vissir um, fara þeir samt ekki til himnaríkis heldur hætta þeir að vera til sem einstaklingar og sam- einast guðdóminum, en guð aust- rænna trúarbragða er ekki persónu- legur, eins og kristindómurinn kennir að hann sé, heldur einhver óskilgreindur alheimskraftur sem stjómar öllu og öllum. Hann er hvorki illur né góður, en um leið er hann bæði illur og góður(?) Kristindómurinn kennir hins veg- ar að maður geti aldrei unnið sér inn sáluhjálp og því hafi Jesús Kristur komið til jarðarinnar til að deyja fyrir syndir okkar. Ef við gefumst honum og viljum fylgja honum af öilu hjarta mun hann fyrirgefa okkur syndir okkar og við munum eignast eilíft líf með honum. Að lokum þetta. „En vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af lög- málsverkum heldur fyrir trú á Jes- úm Krist. Og vér tókum trú á Krist Jesúm til þess að vér réttlætumst af trú á Krist, en ekki af lögmáls- verkum. Enda réttlætist enginn lif- andi maður af lögmálsverkum." (Galatabréfíð 3:16). KRISTINN EYSTEINSSON, Vífilsgötu 1, Reykjavík. Pennavinir Nítján ára Breti með norrænt nafn og skrifar á sæmilegri norsku auk ensku, frönsku og þýsku. Hefur áhuga á tungumálum, ferðalögum og tónlist. Nemur norsku og sænsku í háskóla: Kristjan Svemsson, 7 Salter Walk, Headland, Hartlepool, Cleveland GB-TS24 OEH, Britain. Einstæð 35 ára ungversk móðir sem býr með syni sfnum í höfuð- borg landsins, með áhuga á leik- húsi, tónlæist, bókmenntum, ferða- lögum og erlendum tungumálum: Aranka Varga, Budapest, Futórózsa u.llO.fsz.l, H-1165, Hungary. Benínmaður, 27 ára, sem býr í Níger, tryggingasali, með áhuga á kvikmyndun, sundi, útivist o.fl.: Frank Fahouegnon, s/c Fahouegnon Simon-Marie, Maison de l’Afrique, B.P. 11207, Niamey, Niger. Frá Ghana skrifar 26 ára kona með áhuga á kvikmyndum, ferðalögum, bókalestri o.fl.: Evelyn Asamoah, P.O. Box 1120, Castle Road, Cape Coast, Ghana. VMngMk* 31.0kt. 1992 laugardaginn FJOLDI VINNHGSHAFA UPPHÆÐAHVEBN VINNINGSHAFA 1. 6.934.589 2. ni6< 4af 5™ 8 161.183 3. 280 10.131 7.944 4. 512 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 22.570.034 kr. upplýsingar:símsvari91 -681511 lukkulína991002 ■ PÚLSINN og sparisjóðimir gerðu miðvikudaginn 28. október 1992 með sér samstarfssamning vegna Liðveislu, námsmannaþjón- ustu sparisjóðanna. Allir Liðveislu- félagar frá 50% afslátt af miðaverði á tónleika íslenskra flytjenda á Púls- inum og 20% afslátt á alla tónleika erlendra flytjenda gegn framvísun Liðveisluskírteina og meðan húsrúm leyfir. Einu sinni í mánuði verða sérs- takir Liðveislutónleikar þar sem Lið- veislufélagar fá ókeypis inn. Tónleik- ar þessir verða í nóvember 1992, janúar 1993, febrúar 1993, mars 1993 og apríl 1993. Gengið verður út frá því að um úrvalstónleika sé um að ræða, þ.e. erlendir gestir og þekktir íslenskir tónlistarmenn. Skól- ar innan BÍSN og Iðnnemasambands Islands eiga þess kost í nafni Lið- veislu að fá afnot af Púlsinum fyrir nemendur og nemendafélög án end-, urgjalds. Ákveðið er að þessi kvöld verði skipulögð af nemendum í sam- starfí við Púlsinn. Það má ætla að þama geti verið um að ræða t.d. fyrirlestra, námsstefnur, skemmti- kvöld með tónlistaruppákomum o.fl. Samningur þessi gildir frá og með 1. nóvember 1992 til 1. júlí 1993. (Fréttatilkynning:) Þa𠧧m §p svo sk§mmtil§gt við Luiidby hornsófami er hvað hann er fallegur og þægilegur og hentar vel fyrir barnmargar fjölskyldur því hann er klæddur sterku vel vörðu leðri á slitflötum og svo er hann til afgreiðslu strax í hvorki meira né minna en 13 leðurlitum svo ailir ættu að fá þann lit sem hentar best hverjum og einum. Góð greiðslukjör. Visa Euró raðgreiðslur eða Munalánsgreiðslur. Eiruiig gefum við vaenan staðgreiðsluafelátt. flúsgagnahöllin BÍLDSHÖFDA20 - 112 REYKJAVÍK • SÍMl 91-681199 Í mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.