Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1992
EFNI
Gúrkur ræktaðar við raflýsingu í Hveragerði
Hægtað
framleiða
allt áríð
MEÐ ÞVÍ að nota raflýsingu
við ræktun á gúrkum má fá
helmingi meiri uppskeru á árí
en næst með hefðbundinni að-
ferð. Óttar Baldursson, garð-
yrkjumaður í Gróðurmörk 4 í
Hveragerði, setti upp raflýs-
ingu í einu gróðurhúsa sinna
og stefnir að því að framleiða
70-90 kfló af gúrkum á fer-
metra í stað 30-35 kílóa með
hefðbundinni aðferð.
Óttar plantaði út í húsið 2. sept-
ember þegar rafljósabúnaðurinn
var tilbúinn í húsið og fékk fyrstu
uppskeruna 26. sama mánaðar en
það er sami tími og gerist um
hásumar við hefðbundna ræktun.
Óttar kynnti sér raflýsingu í
Noregi og samkvæmt kokkabók-
um þaðan verður framleiðslan
helmingi meiri yfír árið. Með því
að nota raflýsinguna segist Óttar
ná jafnari framleiðslu yfír árið og
ná meiri veltu út úr fjárfesting-
unni. Þegar framleitt er í gróður-
húsinu allt árið þarf að skipta
þrisvar um plöntur í húsinu.
Kostnaður við uppsetningu ljós-
anna var um 1,8 milljónir í 380
fermetra húsi, eða um 4.700 krón-
ur á férmetra, en kostnaður við
nýtt gróðurhús er um 11 þúsund
krónur á fermetra. Óttar segir
ljósabúnaðinn því gefa möguleika
á mun meiri nýtingu á fjárfesting-
unni.
Óttar sagðist fá raforkuna á
víkjandi taxta hjá RARIK sem
felur það í sér að slökkva þarf í
húsinu á álagstoppum. Ef allt
gengur upp og verðið á gúrkúnum
verður gott sagði Óttar að fram-
leiðslan ætti að borga sig. Hann
sagði rafljósagúrkur sínar keppa
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Óttar Baldursson garðyrkjumaður með nýjar haustgúrkur.
við innfluttar gúrkur yfir vetrar-
tímann og sagði þá samkeppni
leggjast vel í sig. Fólk mætti ímfa
í huga að gúrkurnar frá honum
spöruðu gjaldeyri.
Sig. Jóns.
Aðgerðir til
að ná fram
betri kjörum
Lögreglan enn með
lausa samninga
ALMENNUR fundur í Lögreglu-
félagi Reykjavíkur samþykkti í
vikunni ályktun þar sem heitið
er fulllum stuðningi við hverjar
þær aðgerðir sem nauðsynlegar
séu til að ná fram betri kjörum
fyrir stéttina hafi samningar
ekki tekist fyrir miðjan nóvem-
ber næstkomandi. Lögreglu-
menn drógu sig út úr samfloti
félaga í Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja við samningagerð-
ina í vor og haf a samningar ekki
tekist síðan.
Jón Pétursson, formaður Lög-
reglufélags Reykjavíkur, segir að
lögreglumenn hafí ekki getað verið
aðilar að kjarasamningunum í vor
vegna vanefnda á samningi við lög-
reglumenn þegar þeir afsöluðu sér
verkfallsrétti. Að auki vildu lög-
reglumenn fá greidda áhættuþókn-
un vegna starfa sinna, en þau kjör
sem lögreglunni væru boðin upp á
væru ekki réttlát.
Aðspurður hvaða aðgerðir kæmu
til greina ef ekki tækjust samning-
ar, sagði Jón að það væri annað
mál og það yrði ekki sýnt á þau
spil fyrr en þar að kæmi.
? ? ?
Bílvelta á Sval-
barðsströnd
FÓLKSBIFREIÐ kastaðist út af
veginum og valt á Svalbarðs-
strönd, austan Eyjafjarðar, á sjö-
unda timanum í fyrrakvöld.
Tveir menn voru í bílnum og
voru þeir fluttir á sjúkrahús til
læknisskoðunar en þeir virtust þó
hafa sloppið við alvarleg meiðsl.
Samkvæmt upplýsingum Iögreglu
hefur bíllinn kastast um 30 til 40
metra út fyrir veginn og oltið. Er
hann mikið skemmdur og óökufær.
Þrotabú Stálfélagsins
Lokauppboð verður
líklega haldið eftir
tvær til þrjár vikur
REIKNAÐ er með að þríðja og
síðasta nauðungaruppboð á
eignum þrotabús fslenska stál-
félagsins verði haldið eftir tvær
til þrjár vikur en eins og fram
kom í Morgunblaðinu síðastlið-
Sophia sá
ekki dæt-
ursínar
HALIM Al, fyrrum eigin-
maður Sophiu Hansen, kom
ekki með dætur þeirra til
fundar við hana í gær. Er
það í 9. sinn sem hann brýt-
ur gegn umgengnisrétti
Sophiu.
Halim Al kom ekki með
stúlkurnar til Sophiu á tilsett-
um tíma og feðginin fundust
ekki við leit í Istanbúl. Sophia
hélt upp á 10 ára afmæli
Rúnu, yngri dóttur sinnar,
með systkinum sínum, blaða-
manni frá kvennablaðinu Kim
og lögreglufulltrúa, sem sá um
leitina að stúlkunum, í gær-
morguh.
inn fimmtudag hefur banda-
ríska stáliðjufyrirtækið St. Lou-
is Colddrawn hætt við að kaupa
verksmiðjuna þar sem kostnað-
ur við brotajárnsöflun og sjó-
flutninga til Bandaríkjanna
þótti of hár miðað við þær áætl-
anir sem fyrirtækið hafði gert.
Sænski SE-Banken, sem er
einn af stærstu kröfuhöfum Stál-
félagsins, hefur afturkallað áfrýj-
un sína á öðru uppboði eignanna
sem átti að taka fyrir í Hæsta-
rétti nú í októbér og er því ljóst
að þriðja og síðasta uppboðið get-
ur farið fram og verður væntan-
lega haldið eftir tvær til þrjár vik-
ur, samkvæmt upplýsingum Helga
Jóhannessonar bústjóra.
Talsverður fjöldi fyrirtækja
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum
hafa sýnt áhuga á verksmiðju
Stálfélagsins frá því að eignirnar
voru auglýstar til sölu í tímaritinu
Metal Bulletin síðastliðinn vetur
en stærstu lánardrottnar félags-
ins, tveir sænskir bankar, hol-
lenski bankinn Mees & Hope, Bún-
aðarbankinn og Iðnþróunarsjóður,
hafa staðið sameiginlega að sölu-
tilraunum á undanförnum mánuð-
um.
Að sögn Helga eru engar við-
ræður í gangi í dag. Verður þeim
væntanlega ekki haldið áfram fyrr
en að loknu uppboði.
Morgunblaðið/Þorkell
Bandaríkjamaðurinn James Perry og Magnús Ver Magnússon
reyna með sér í gærmorgun.
Sterkasti maður heims
Hart barist á loka-
spretti keppninnar
MAGNÚS Ver Magnússon féll úr fyrsta sæti í annað til þríðja
sæti í keppninni um titilinn Sterkasti maður heims eftir fyrstu
keppnisgrein gærdagsins. Fólst hún í að halda þungri exi fyrir
framan sig við Höfða.
Magnús varð í 7. sæti og bætti
því aðeins 4 stigum við þau 42
sem hann hafði fyrir. Samtals var
Magnús þá með 46 stig eða jafn
mörg og Bretinn Jamie Reeves.
Forystu hafði Hollendingurinn
Van der Parre, sem vann fyrstu
keppnisgreinina í gær, með 47
stig. Fjórði með 45 'h stig var
Suður-Afríkubúinn Gerrit Baden-
horst.
Tvær keppnisgreinar voru eftir
þegar blaðið fór í prentun í gær.
Fólust þær í að draga 14 tonna
Fokker-flugvél á Reykjavíkur-
flugvelli og hlaupa með Húsafells-
helluna á Þingvöllum.
Þaö er eitthvaö aö
?Ólafur G. Einarsson, mennta-
málaráðherra, telur að taka þurfi
íslensku skólalöggjöfinatil um-
fangsmikillar endurskoðunar því
ýmsar brotalamir séu í skólakerf-
inu./ 10
Hömlur settar á Sam-
bandiö
?Samband íslenskra samvinnufé-
laga virðist ætla að hverfa úr ís-
lensku viðskiptalífi án þess að til
pólitískra eða annarra stórátaka
komi./ 12
IMútíma nornaveiðar?
?Miklar umræður hafa orðið um
blóðskömm og meðferð slíkra mála
í Danmörku að undanförnu og
sýnist sitt hverjum./ 14
Prófessor Sígrún
?Sigrún Arndradóttir er aðeins
27 ara gömul og hefur undanfarin
tvö ár verið prófessor við Fylkis-
hásklólann í Madison, Wiscons-
in./18
Aðgerahiutinarétt
?Margir laxastigar og fiskvegir
hafa verið gerðir á íslandi með
misjöfnum árangri. Hér segir frá
velheppnaðri laxarækt í Mið-
firði./20
Viðeigumalltafval
?Rætt við fíknimálaráðgjafann
og rithöfundinn Melody Beatty./24
B
? 1-28
Féllfyriríslandi
?Peter Jennings, einn virtasti
sjðnvarpsfréttamaður Bandaríkj-
anna, segir hér frá ást sinni á ís-
landi, jafnframt því sem hann
greinir Morgunblaðinu frá ríkjandi
viðhorfum bandarísku þjóðarinnar
í kosningabaráttu þeirra George
Bush, Bandaríkjaforseta, ogBill
Clintons, ríkisstjóra í Arkansas,
þar sem hann telur líklegt að Clint-
on leggi Bush að velli./l
Kósakkarnir koma
?Áhrif Kósakka í Rússlandi hafa
stöðugt aukist síðan upplausn Sov-
étríkjanna hófst og nú krefjast
þeir sams konar sjálfstjórnar og
fyrir byltinguna 1917./4
Húsið við veginn
?Rætt við hjónin Snorra Ingi-
marsson lækni og Kolbrúnu Finns-
dóttur í Ásgarði í Skagafírði./6
Heilsudagar í Hvera-
gerði
?Með munnherkjur af stressi
koma menn á heilsudaga í Hvera-
gerði en f ara þaðan sléttir í fram-
an og fullir af fróðleik um eigin
heilsu./lO
Berglitirogbirtuspil
? í þverhníptum björgum Vest-
mannaeyja má víða fmna ótrúleg
náttúruundur og hefur Sigurgeir
verið iðinn við að festa þau á
fílmu./14
Af spjöldum glæpa-
sögunnar
?Lyfsalinn myrti sendisveininn til
fjár og sendi likið í grænsáputunnu
til Ameríku./16
FASTIRÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6 Leiðari 'bak 22
Helgispjall 22
Reykjavikurbréf 22
Minningar 26
Iþrottir 38
Utvarp/sjónvarp 40
Gárur 43
Mannlífsstr. 8c
Dægurtónlist 12c
Kvikmyndir
Fólkífréttum
Myndasögur
Brids
Stjörnuspá
Skák
Bíó/dans
Bréftilblaðsins 24c
Velvakandi' 24c
Samsafnið
lSc
18c
20c
20c
20c
20c
21c
26c
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-6-BAK '
ERLENDARFRÉTTIR-
1-4