Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 U nunerki aksturs utan vega geta sést áratugum sanian 38 ára gömul för í deigum jarð- vegi við Hvannalindir. Kári Kristjánsson og Völundur Jó- hannesson virða fyrir sér um- merki um ökuferð sem farin var um þessar slóðir árið 1954. Ekið hefur verið yfir mosa og víði- kjarr og er óvíst hvenær náttúr- an nær að afmá ummerkin. AKSTUR utan vega og vegaslóða skilur á hveiju sumri eftir sig fjöl- mörg og varanleg ummerki í náttúru hálendisins hér á landi og er eitt stærsta vandamál í náttúruvemd á hálendinu, að sögn landvarða sem Morgfunblaðið hefur rætt við. Sigurjón Jónsson landvörður í Hvannalindum segir að þrátt fyrir að á síðustu áram hafi fólk al- mennt öðlast skilning á því tjóni sem af hljótist við akstur á grónum svæðum vanti enn mikið á að ökumenn, innlendir jafnt og erlendir, geri sér grein fyrir því með akstri utan vega á meium eða söndum sé hægt að særa landið holundarsári sem tekið geti áratugi að afmá ummerki um einkum ef um mela er að ræða. „Það er algengt að fólk telji í lagi akstur stórt vandamál. Reynsla land- að aka á gróðurlitlum eða gróð- ursnauðum melum,“ sagði Siguijón. „Það þarf að fræða fólk um það að slík för geta verið eins og holundars- ár á landinu og hverfa seint eða aldr- ei. Slóðir á örfoka sandi hverfa hugs- anlega á tiltölulega skömmum tíma en ekki á mel. Þessu gera fáir sér grein fyrir.“ Siguijón sagði að sér virðist sem hugsunarleysi ráði því öðru fremur að fólk ekur út fyrir vegi á hálend- inu. Ef fólk væri sér meðvitað um það tjón sem af geti hlotist mundi það standa öðruvísi að verki. Siguijón segir að í Hvannalindum og Krepputungu allri sé utanvega- varða sýni að til lítils sé að kæra þegar spjöll séu unnin því kærur sem sendar hafi verið inn hafi fengið fá- dæma lélega meðferð. Mun betur hafi gefist að fá þá sem staðnir eru að utanvegaakstri til að laga eftir sig slóðina enda verði fólíci þá ljós sá skaði sem af hljótist. Um helmingur allra utanvegaslóða birtist á ásjónu hálendisins um versl- unarmannahelgina,'að sögn Sigur- jóns, sem rekur þá staðreynd til þess að þá séu á ferðinni margir sem ekki kunni að ferðast um á hálendinu og séu þar lítið að jafnaði á öðrum tímum. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 4. NOVEMBER YFIRLIT: Gert er ráð fyrir stormi á Vestfjarðamiðum. Við suðausturströnd landsins er minnkandi 985 mb lægð, en yfir Norður-Grænlandi er 1.022 mb hæð. Austur af Nýfundnalandi er 975 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Vaxandi suðaustan- og austanátt, víðast kaldi fram eftir degi og þykkn- ar upp sunnanlands en bjart veður að mestu norðanlands. Austan stinning- skaldi og rigning sunnanlands er líður á daginn. Hlýnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTU0A6: Austlæg átt, strekkingur og rigning á Suður- og Suöausturlandi, en að mestu þurrt um landið noröan- og vestanvert. Hlýnandi veður. HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg eða norðaustlæg átt, nokkuð hvöss á Vestfjöröum. Rigning eða slydda um mest allt landið og hitinn verður á bilinu 0-5 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30,10.«, 12.45,16.30,19.30,22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veöurfregnlr: 990600. a Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * r r * / r r r r * r Rigning Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma * Skýjað Alskýjað V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og flaðrimar vindstyrk, heil tjöður er 2 vindstigv 10° Hitastig V Súld = Þoka stíg.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Á Suður- og Suðausturlandi er víða hálka á vegum og einnig á Hellisheiði og í Þrengslum. Vegir um Mosfellsheiði og í Bláfjöll eru þungfærir. Greiðfært er um Vesturtand, en hált er á Fróðárheiði, Kerlingarskarði, Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Fært er vestur um Barðastrandarsýslur en þar er hálka. Aðeins er fært jeppum og stærri bflum yfir Kleifaheiöi, Hálfdán, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Á norðanveröum Vestfjörðum er Breiðadalsheiði ófær og þungfært er um Botnsheiði og Sandsheiði. Vegir eru færir frá Bolungarvik og inn með ísafjarðardjupi en ófært er um Eyrar- fjall. Steingrímsfjarðarheiði er bungfær og þar er éljagangur. Þaðan er svo fært suður um Strandasýslu. Á Norður- og Austurlandi eru heiðar hálar. Á Noröurlartdi er einnig víða hált á láglendi. Á Noröuriandi eystra eru vegim- ir um Axarfjarðarheiði og Hólssand aðeins taldir jeppafærir. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hfti veöur Akureyri 0 snjókoma Rcykjavík 1 skýjað Bergen vantar Helsinki 7 rigning Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Narssarssuaq +11 heiöskfrt Nuuk +8 heiðskírt Ósló vantar Stokkhólmur 7 rigning Þórshöfn 6 skýjað Algarve 21 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Barcekma 18 léttskýjað Berlín 10 skýjað Chicago 4 alskýjað Feneyjar 15 þokumðða Frankfurt 10 skýjað Glasgow 8 skúrir Hamborg 10 akýjað London 12 léttskýjað losAngeles 17 heiðskirt Uixemborg 7 skúrir Madríd 16 heiðskírt Malaga 21 heiðskfrt Mallorca 18 skýjað Montreal 3 rigníng * NewYork 13 rigning Orlando 22 skýjað París 10 skýjað Madeira 20 akýjað Róm 24 léttskýjað Vín 7 rigning Waahington 14 léttskýjað Winnipeg +3 snjókoma / DAG kl. 12.00 Heimiid: Veðurelola Isiande (Byggt á veöurepé ki. 16.15 f gær) Utanvegaslóðir á Kverkfjallaleið, um 20 km frá Sigurðarskála. Slóð- irnar era eftir íslenska sjónvarpstökumenn sem vora á ferð í sumar og mun það hafa vakað fyrir þeim, að sögn Sigurjóns Jónssonar landvarðar að finna stað til myndatöku þar sem sæist vel yfir. Hann segir að þessi för muni ekki hverfa næstu ár, þótt ótrúlegt megi virðast því þarna undir sé melur en ekki örfoka sandur. Sala á hlut ríkisins í Þróunarfélaginu Viðræður í gangi við 12 lífeyrissjóði EKKERT formlegt tOboð barst í eignarhlut ríkissjóðs í Þróun- arfélagi íslands hf. í útboði sem Þrírslasast í árekstri HARÐUR árekstur varð á mót- um Fífuhvamms og Lindar- hvamms í Kópavogi á mánudag. Þrír menn úr annarri bifreið- inni, ökumaður og tveir farþeg- ar, voru fluttir á slysadeild. Slysið varð seinnihluta dagsins. Biðskylda er við Lindarhvamm, en svo virðist sem ökumaður hafi ekki virt hana. Tækjabíl þurfti til að ná fólki út úr flaki annarrar bifreiðarinnar, en fólk í hinum bílnum, sem var Econoline-sendi- bifreið, sakaði ekki. Miklar skemmdir urðu á bílun- um og varð að fjarlægja annan þeirra með kranabíl. lokið er. Hins vegar barst viþ’a- yfirlýsing um kaup á bréfunum frá tólf lífeyrissjóðum og eru viðræður milli fulltrúa ríkisins og lífeyrissjóðanna hafnar. Ríkissjóður á 29% hlutafjár í Þróunarfélagi íslands hf. og er nafnverð hlutabréfa hans 100 milljónir kr. Landsbréf hf. tóku söluna að sér og auglýstu eftir tilboðum. Skila átti tilboðum í síð- asta lagi í fyrradag. Ekkert form- legt tilboð barst. Hins vegar sendu tólf lífeyrissjóðir inn sameiginlega yfírlýsingu þar sem lýst er áhuga á viðræðum um kaup á eignarhlut- anum. Nöfn lífeyrissjóðanna fást ekki uppgefm en nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru þeirra á meðal. Að sögn Hreins Loftssonar lög- manns, formanns framkvæmda- nefndar ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu, eru viðræður milli fulltrúa lífeyrissjóðanna og ríkis- ins þegar hafnar og verður haldið áfram næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.