Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 5
MORG.UNB.LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR, 4. NOyEMBERJ99^ Áhrif gengisbreytinga að undanförnu Verðfall á íslenskum sjavarafurðum 1,5% — segir Ásgeir Daníelssson hagfræðingur á Þjóðhagstofnun Gengisbreytingar nokkurra helstu gjaldmiðla heimsins und- anfarnar vikur og mánuði hafa haft 1,5% verðfall á íslenskum sjávarafurðum í för með sér. Fall sterlingspundsins frá því í september hefur haft mest áhrif. Hæst var kaupgengi þess tæplega 105 kr. 4. september en lægst í gær, 89,50 kr. Ásgeir Daníelsson, hagfræðing- ur á Þjóðhagsstofnun, sagði áð við könnun á áhrifum gengisbreyting- anna á viðskipti með íslenskar sjávarafurðir hefði annars vegar verið stuðst við meðalgengi í ág- úst og hins vegar við gengið 23. september. Miðað við þær forsend- ur, sem síðan hefði verið gengið út frá hefði komið í ljós að mis- munurinn ylli 1,5% verðfalli á ís- lenskum sjávarafurðum. Hann sagði að breytingin kæmi misjafnlega niður á greinum eftir aðstæðum á mörkuðum. Þeir sem skipt hafa við Bretlandsmarkað Með 700 g af hassi í Leifsstöð TVEIR menn hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald, annar til 9. nóvember, hinn til 11. nóvember, vegna gruns um innflutning til landsins á 700 grömmum af hassi. Tollverðir á Keflavík- urflugvelli handtóku annan mannanna sem er á þrítugs- aldri og óþekktur hjá fíkni- efnalögreglu, var handtek- inn við komu til landsins frá Amsterdam á sunnudag og fundust í fórum hans 700 grömm af hassi og smávegis af maríjúana. Á mánudag var svo rúmlega þrítugur maður handtekinn við komu til landsins frá Kaup- mannahöfn vegna gruns um aðild að málinu. Sá var ekki með efni í fórum sínum en kom við sögu fíkniefnalögreglunnar fyrr á árinu og sat þá í varð- haldi vegna gruns um innflutn- ing á 3 kg á hassi. Auk þessa situr 33 ára göm- ul kona í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar sem um helgina fann hálft kíló af hassi við húsleit á heimili hennar. hafa komið verst út úr falli punds- ins og er þá aðallega um að ræða sjófrystingu, pillaða rækju og mjöl. Ásgeir sagði að menn hefði verið að reyna að fá fram hækkun á þessum vörum til að bæta upp þessa lækkun. Saltfiskseljendur hafa líka orðið fyrir áföllum vegna falls lírunnar og pesetans. Þess iná geta að gengisbreyt- ingar hafa ekki eingöngu haft slæm áhrif á viðskipti með íslensk- ar sjávarafurðir. Skelrækja til Jap- ans hefur hækkað yegna gengis- breytinganna og verð á þýskum mörkuðum sömuleiðis. 04.09:105,155 88 tsept 15.sept 29.sept. 13.okt. 27.okt. 3.nóv Mestu áhrif á viðskipti á íslensk- ar sjávarafurðir hafa dollari, pund, mark og ECU, sem notað hefur verið í saltfiskviðskiptum. Borgarráð 7,4 milljónir fyrir lóð við Skólavörðustíg BORGARRÁÐ hefur samþykkt sölu á lóðinni við Skólavörðustig 10 ásamt byggingarrétti. Sölu- verð hennar er 7,4 milljónir króna. Lóðin er á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis og er kaupandi hennar Gunnar Rósinkranz. A lóð- inni er leyfílegt að byggja 690 fer- metra hús að kjallara meðtöldum. í söluverðinu er tekið tillit til gatna- gerðargjalda sem áætlast 1,4 millj. miðað við byggingarmagn og bíla- stæðagjöld áætlast vera rúmar 3,2 millj. Hreint söluverð lóðarinnar er því rúmlega 2,7 millj. PAÐ ER EMGiM TILVIUUN AÐ ERU MEST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.