Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 10
ít 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 \\ 51500 Maríubakki - Rvík Til sölu góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Herb. fylgir í kj. Hafnarfjörður Ölduslóð Til sölu tvær hæðir samtals ca 215 fm auk bílsk. á þessum vin- sæla stað. Fráb. útsýni. Allar nánari uppl. á skrifst. Laufvangur Góð 4-5 herb. ca. 115 fm íb. á 2. hæð i sex íbúða stigahúsi. Áhv. ca. 2 millj. Hjallabraut Góð 4-5 herb. íb. á 1. hæð. Trönuhraun Til sölu gott rúml. 300 fm skrifst- húsn. Hentar vel fyrir félagasam- tök eða sem kennsluaðstaða. Allar nánari uppl. á skrifst. Vantar Vantar gott einb. i Hafnarfirði fyrir fjársterkan aðila, helst í skiptum f. glæsilega hæð og ris í Hafnarf. Milligjöf staðgreidd. Allar nánari uppl. á skrifst. Árni Grétar Fínnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetssti'g 3,2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601 Fasteignasala, Suðurlandsbraut 10 Ábyrgð - Réynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 UÓSHEIMAR Vorum ao fá í sölu mjög góoa 3ja herb. 83 fm ib. á jaröh. Suðursv. Góð lán áhv. GRETTISGATA Til sölu ný glæsil. og fullb. 100 fm ib. á 1. hæð. Tvö einkabilast. fylgja. Verð 7,6 m. Skipti á ódýrari eign mögul. GÓÐ KAUP Til sölu við Dalsel góð 4ra herb. 106 fm íb. á 1. hæð. Nýtt bilskýli. Góð langtl. áhv. Verð aðeins 7,5 m. REYKÁS Til sölu 5 herb. 153 fm ib. hæö og ris í þriggja hæða húsi. Parket og marm- araflísar á gólfum. Laus nú þegar. Skipti á minni eign mögul. VESTURBERG Vorum að fá í sölu raðh. á tveimur hæðum ásamt bílsk. samt. 170 fm. Frábært útsýni. Góð lantl. áhv. Skipti á 4ra herb. íb. mögul. Dl'SARÁS Raðh. 170 fm auk 42 fm tvöf. bílsk. Góðar innr. Arinn í stofu. Mögul. á 6 svefnherb. Góð langtl. Eignaskipti mögul. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson. Grafík frá Suður-Ameríku Myndlist 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSOM FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINM SIGURJ0NSS0N. HRL. loggiltur fasteígnasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: í fjórbhúsi - sérþvottahús Nýl. stór og góð 2ja herb. íb. á neðri hæð v. Kambasel 70,3 fm. Góð lán fylgja. Laus fljótl. Vinsæll staður. Á betra verði við Egilsgötu Endurn. 4ra herb. neðri haeð tæpir 100 fm í þríb. Góð sameign. Lang- tíma lán 2,1 millj. Tilboð óskast. Hentar m.a. fötluðum Nýl. glæsil. sér neðri hæð 4ra herb. 104,3 fm í tvíbhúsi skammt frá Háskólanum. Gott skipulag. Allt sér. Góður bflsk. Laus fljótl. Stór og góð sérhæð - tvíbhús 5 herb. aðalhæð 138 fm v. Lyngbrekku, Kóp. Glæsil. trjágarður. Bílsk- réttur. Mjög gott verð. Skipti mögul. á góðri 3ja herb. íb. í borginni. Á vinsælum stað í gamla austurbænum efrí hæð og rishæð. Á hæðinni er 3ja herb. íb. í risi er svefnherb., bað og geymsla. Góð geymsla í kj. Bilskúr. Tilboð óskast. Skammt frá Menntask. v/Hamrahlíð Glæsil. 6 herb. neðri hæð í þríb. Forstherb. m. sérsnyrtingu. Allt sér. Góður bílsk. Ágæt sameign. Öll eins og ný. • • • 2ja herb. íbúðir óskast í borginni, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGHASALAW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 SUÐURLANDSBRAUT - VEGMÚLI TIL LEIGU Þetta glæsilega hús er til leigu. Húsnæðið leigist tilbúið undir tréverk með fullfrágeng- inni glæsilegri sameign og lyftu. Lóð fullfrágengin. Næg bílastæði. Til afh. nú þegar. Húsið er alls 2.249 m2. Verslunarhúsnæði Verslunarhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Geymsluhúsnæði á jarðhæð er 143 m2 leigt. á jarðhæð er 436 m2 á 3. hæð er 436 m2 á 3. hæð er 436 m2 á 4. hæð er 436 m2 á jarðhæð er 362 m2 Upplýsingar í síma 62 29 91 á daginn og á kvöldin í símum 7 74 30 og 68 76 56. Bragi Asgeirsson Sérstæð sýning hefur ratað hingað til lands frá Suður-Amer- íku, og er að auki í óyenjulegu umhverfi slíka sýningarviðburða. Um er að ræða farandsýningu á listagrafík og umgjörðin er gamla Geysishúsið í hjarta borgarinnar, þar sem ýmsar sýningar hafa verið settar upp er tengjast sögu borgar- innar, en einnig á íslenzkum mynd- verkum. Ekki var hægt að óska þessu gamla húsi betri örlög en að verða að eins konar sögusafni, og það er vel til fundið að hafa þarna rammíslenzka ferðaskrifstofu og lifandi sýningarhúsnæði. Slíkt framtak er í samræmi við hið besta sem maður sér um varðveislu gam- alla húsa og fornminja í útlandinu, sem um leið eru virkjuð fyrir líf- ræna starfsemi. Frammi liggja upplýsingar á ein- blöðungum um að „Aðalstræti 2 var byggt 1854 og Vesturgata 2 á síðari hluta aldarinnar. Aðalstræti 2 er elsta verzlunarhús í Reykjavík. Þar hafa margir þjóðkunnir menn rekið verzlun og má þar nefna Róbert Peter Tærgesen, sem reisti húsið, H.P. Duus, Mogens Mogens- en með Ingólfs Apótek og loks '-Geysismenn, sem Reykjavíkurborg keypti húsið af." Einnig segir forstöðumaður hússins, Ólafur Jensson, þar: „Með tilliti til sögu húsanna, virðingu fyrir fortíð þeirra og nýju og breyttu hlutverki er að mínu mati rétt að nefna þau Borgarhús. Slík nafngift undirstrikar að í húsunum i'ér hafin ný starfsemi í íþeim til- gangi að lyfta undir og treysta fagurt, öflugt og gott mannlíf í miðbæ Reykjavíkur." Inn á milli er sjálfsagt lofsvert að vera með sýningarframtak líkt og þetta á staðnum, þótt eðlilega ætti þessi sýning kannski frekar heima í einum af okkar fínustu og viðurkenndustu sýningarsölum, en það er af hinu góða að stokka stundum upp í hlutunum og rjúfa regluna. Af slíku sprettur líf. Þá er þetta framtak mjög merki- legt og lærdómsríkt fyrir okkur og er sem þíður gustur frá löndum þar sem kynning menningarverðmæta og framkvæmd þeirra er með nokkrum öðrum hætti en hér á útskerinu. Það eru samtök sem nefnast Alþjóðsamskiptaráðið, sem standa að þessari framkvæmd sem hefur. hlotið heitið „ Valin verk sam- tíma grafíklistar Suður-Ameríku". Alþjóðasamskiptin vísa til þessa heimshluta, en það er Mexíkóbanki sem kostar sýninguna, sem er hluti nýlegrar gjafar frá fyrirtækinu Smurfit Cartón y Papel de Mexico, S.A. de C.V. og telur 40 valin graf- íkverk. Þetta er mjög merkileg stofnun sem vert er að kynna að- eins nánar, en liún hefur komið á fót menningarmiðstöðvum handa starfsmönnum fyrirtækisins, fjöl- skyldum þeirra og bæjarfélögum í nánd við vinnustað þeirra. M.a. gefur hún á hverju ári út stórt verk sem sýnir einhvern sérstakan hluta _ af ríkri menningararfleifð Mexíkó. Og árið 1971 var hafin útgáfa, sem nú er þekkt undir heit- inu AGPA, sem er skammstöfun á „Sam-amerískri grafíklist", sem upphaflega var tileinkuð grafíklist í Mexíkó, en síðar látin ná yfír alla Suður-Ameríku. Er um að ræða frumþrykk fremstu listamanna ein- stakra þjóða í takmörkuðum up- plögum og númeruðum útgáfum. í það 21 ár, sem útgáfan hefur verið starfrækt, hafa verið gefin út 350 verk snjöllustu listamanna þessa meginlands, eins og það heitir. Stefnumörkin eru, að kynning myndlistar sé einn mikilvægasti þáttur menningarþróunar hvers lands, og jafnframt að vekja at- hygli á því sem sögulega og list- rænt hefur komið fram hjá viðkom- andi þjóðum. Mexíkóbanki á einstætt safn 19. aldar ætimynda og steinþrykkja og því ákvað Smurfit-fyrirtækið að gefa safn 350 frummynda eftir ýmsa listamenn frá Mexíkó og Suður-Ameríku sem skyldi verða vísir að hliðstæðu safni 20. aldar listar. Stjórn bankans tók þá ákvörðun að kynna þessa gjöf og suður-amer- íska list um leið, með því að setja saman farandsýningu á úrvali þess- ara verka undir fyrrnefndu heiti, sem dæmi um listrænan metnað í þessum heimshluta. Auk þess hefur Alþjóðsamskiptaráð Mexíkó átt virkan þátt að framkvæmdinni með því að leggja nafn sitt við sýning- una sem listkynningu í öðrum lönd- um. Úrvalið á öðru fremur að gefa hugmynd um breiddina í grafíklist í þessum heimshluta á árunum 1970-1986 og þá ekki einungis myndræna breidd heldur einnig tæknilega og þannig kennir margra grasa á sýningunni hvað þrykkað- ferðir snertir. Um er að ræða bæði fornar sem nýjar tegundir þrykk- tækni sem sumar eru jafnvel á til- raunastigi. Steinþrykk er algeng- ast, en næst kemur sáldþrykk og síðan koma málmstungur, akva- tinta, mezzotinta, carborundum, dúkskurður og blönduð tækni. Það má taka undir það sem sagt er, að perla sýningarinnar sé mynd- in „Drengur" eftir Rufinu Tamayo, sem gerð er í blandaðri tækni. Tamayo, sem er jafn gamall öldinni (1899-1991), telst einn hinn stóru í mexíkanskri list. Hann á sér aðdá- endur um allan heim ekki síður en þríeykið fræga, José Clemente Orozco (1883-1949), Diego Rivera (1886-1957) og José David Alfaro Siqueiros (1896-1974), og er oft nefndur um leið og þeir. Tamayo er mýkri, ljóðrænni og alþjóðlegri sem málari, en grunn- tónninn í myndum hans eru þjóðleg minni, sem hann magnar upp með dulúðugri útfærslu þar sem mettað- ir sterkir litir, einkum rauðir lita- tónar, djúpir og seiðandi, gegna miklu hlutverki. Myndin „Drengur" er gott dæmi um þetta og þannig séð er hún hvalreki á fjörur okkar og ein sér mikilsháttar listviðburð- ur, sem enginn myndlistarmaður má láta fram hjá sér fara. Aðrir nafnkenndir brautryðjend- Rufino Tamayo (1899- 1991) Dreng- ur, blönduð tækni. Wil- fredo Lam (f. 1902) Andlits- mynd, stein- þrykk 1982. fm- Traust fyrirtæki Til sölu er vönduð og traust kvenfataverslun í Hagkaupskringlunni. Mikill fjöldi af föstum við- skiptavinum, enda búðin aðeins þekkt fyrir vand- aðar og góðar vörur. Eigin innflutningur. Góð umboð. Húsnæðið, sem er á einum besta stað í húsinu, er jafnvel til sölu líka. Með góðri jóla- sölu er hægt að greiða niður stóran hluta kaup- verðs fyrirtækisins. Upplýsingar áð^ins á skrifstofunni. lAijiiiiíAdiiLBasia SUDURVERI SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. „NightonEarth" á Harðfískshátíð Kvikmyndahátíðin Harðfisk- ur, haldin af Hreyfímyndafélag- inu og Samtökum kvikmynda- leikstjóra, stendur nú yfir í Há- skólabíó, en á hátíðinni eru sýnd- ar verðlaunamyndir frá Banda- ríkjunum, Frakklandi og Tékkó- slóvakíu. Opnunarmynd hátíðarinnar var „Night on Earth", nýjasta mynd Jims Jarmusch. Vegna fjölda fyrir- spurna hefur tekist að tryggja nokkrar sýningar til viðbótar. „Night on Earth" verður sýnd mið- vikudagskvöldið 4. nóvember kl. 21, fimmtudagskvöld á sama tíma og föstudagskvöld kl. 23. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.