Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 11
I f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 11 ur í mexíkanskri list, sem myndir eiga á sýningunni, eru t.d. Gunther Gerzo (f. 1916) og Carlos Mérida (1891-1984). Þá skal nefna hina enskfæddu Leonóru Carrington (f. 1917), sem hefur verið búsett í Mexíkó frá árinu 1942. Hún tók þátt í fyrstu alþjóðlegu sýningu súrrealista í Burlington-listhúsinu í London 1937 og hefur haft mikil áhrif á mexíkanska myndlistar- menn. Valið hefur tekist mjög vel á myndum þessara listamanna, tæknin er irijög hrein og marg- slungin svo að á köflum jaðrar við galdur. Þá má geta þess, að einn af nafnkenndustu málurum allra tíma, sem litið hafa dagsins ljós á Kúbu, Wilfrido Lam, á mynd á sýning- unni, en hann er einn af þeim myndlistarmönnum, sem hvað mest- áhrif hafa haft á Guðmund Erró. Þá má nefna Argentínumennina Antonio Segui (f. 1934) og Julio Le Parc (f. 1928), Hervé Tél- emaque frá Haiti (f. 1937) og síð- ast en ekki síst Jesus Maria Soto frá Venezúela (f. 1923). Þeir Segui og Télemaque eru félagar Errós. Þess skal getið að allir þeir sem nefndir eru í þessari málsgrein búa í París. Myndir þeirra Télemaque og Segui eru meðal þeirra sjö sem ekki komust fyrir á veggjunum, sem er mjög miður, en hvorug þeirra er sérlega einkennandi fyrir list þeirra í dag og sama má segja um mynd Wilfridos Lam. Hér er enn einu sinni áréttað, að það er ábyrgðarhluti að fækka myndum á slíkum farandsýningum og skaðar þær alltaf. Sá ég ekki betur en að þeim hefði hæglega mátt koma fyrir án þess að raska heildarmynd- inni og í slíkum tilfellum má sér- viska þeirra sem ganga frá sýning- um alls ekki hafa meira vægi en þær sjálfar! í þennan félagsskap ágætra listamanna sakna ég Robertos Matta frá Chile (f. 1911), sem einnig býr og starfar í París. Af þessari upptalningu má marka að hér er um einvalalið lista- manna frá Suður-Ameríku að ræða, en þar sem hver listamaður á ekki nema eina mynd á sýning- unni, sem eins og fyrr segir er ekki í öllum tilvikum mjög einkennandi fyrir list viðkomandi, skulu menn ekki falla í þá gryfju að leggja alg- ilt mat á list þeirra. En það sem þessi sýning öðru fremur getur sagt okkur er hve mikið við eigum ólært í hinum ýmsu tæknibrögðum og á hve fjöl- þættan hátt er mögulegt að vinna innan einstakra aðferða, t.d. sáld- þrykks. Fyrir það hefur þessi sýn- ing mikla þýðingu og undirstrikar mikilvægi þess, að hingað rati viðurkenndir fagmenn innan mis- munandi grafískra aðferða, ekki til að tylla í tá eina önn í MHÍ eða vera með stutt námskeið, heldur miklu lengur og þá helst heilan vetur. Mér þykir svo við hæfi að enda skrif mín með því að vísa til orða forseta Mexíkó, Carlos Salinas de Gortari: „Megi sögulegt mat, drifið af menningarlegum dáðum, verða hornsteinninn alþjóðlegs skilnings og samvinnu." SALMAR Tónlist Hörður Áskelsson, kantor og organisti. Orgeltónleikar á Tónlist- ardögum Dómkirkjunnar HÖRÐUR Áskelsson verður með orgeltónleika á Tónlistardögum Dómkirkjunnar í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Coup- erin, Bach, Jón Nordal og fleiri. Hörður Áskelsson er fæddur á Akureyri 1953. Eftir nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík stundaði hann framhaldsnám við kirkjutónlistar- deild Robert-Schumann Tónlistar- skólans í Dusseldorf frá 1976 og lauk kantor- og organistaprófí þaðan vorið 1981. Næsta vetur stundaði hann framhaldsnám i orgelleik hjá Almut Rössler, en var jafnframt kantor við Neanderkirkjuna í Diis- seldorf. Hörður hefur verið kantor og org- anisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík frá 1982. Einnig lektor í litúrgískum söngfræðum við guðfræðideild Há- skóla íslands frá 1985. Hörður stofn- aði Mótettukór Hallgrímskirkju árið 1982 og hefur stjórnað honum síðan. Þá var hann aðalhvatamaður að stofnun Listvinafélags Hallgríms- kirkju og að kirkjulistahátíðum sem Seltjarnarneskirkja Einar K. Einarsson með tónleika Einar Kristján Einarsson, gítar- leikari heldur einleikstónleika í Seltjarnarneskirkju laugardag- inn 7. nóvember kl. 17.00. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar Einars á höfuðborgarsvæðinu. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Lennox Berkeley, Agustin Barrios, Luis Milan, Luys de Narva- ez, Fernando Sor og Heitor Viíla- Lobos. í fréttatilkynningu segir að Einar Kristján hafi numið gítarleik við Tónskóla Sigursveins og lokið prófí þaðan 1982. Aðalkennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Hann stundaði framhalds- nám í Manchester hjá Gordon Cros- skey og George Hadjinikos. Auk tónleika í Englandi og á Spáni hef- ur Einar Kristján komið fram við ýmis tækifæri hériendis. Vestfirdir Tónleikaferð Selmu Guðmundsdóttur lokið Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari er nýkomin úr tónleikaferð um Vestfirði þar sem hún hélt þrenna tónleika dagana 27.—30. október. I fréttatilkynningu segir að tón- leikaferð Selmu hafi verið styrkt af menntamálaráðuneytinu, sem hefur fyrir milligöngu Félags íslenskra tón- listarmanna styrkt íslenska einleik- ara til að halda tónleika á lands- byggðinni. Fyrstu tónleikar Selmu voru í Fé- lagsheimilinu á Bolungarvík á vegum tónlistarskólans þar. Síðan lék hún á flygilinn í kaffistofu Hjálms á Flat- eyri á vegum Leikfélags staðarins. Og fyrir Tónlistarfélag ísafjarðar í sal Grunnskólans á Isafirði. Auk þess hélt hún tvenna tónleika og tónlistarkynningar fyrir grunnskóla- nemendur á ísafirði. Á efnisskrá yom meðal annars verk eftir Pál ísólfsson, Jón Leifs, Schubert, Liszt og Scriabin. Flest verkanna eru á geisladiski sem Selma hefur leikið inn á fyrir Steina hf. og er væntanlegur á markað. haldnar hafa verið 1987, 1989 og 1991. I fréttatilkynningu segir að Hörð- ur hafi komið mikið fram á tónleik- um, bæði sern stjórnandi og organ- isti, á íslandi, ítalíu, í Noregi, Þýska- landi, Frakklandi og víðar. Þá hefur hann gert nokkrar upptökur fyrir Ríkisútvarpið. Hörður var tónlistar- maður ársins 1990 hjá DV og nýtur nú heiðurslauna frá Brunabótafélagji íslands. Jón Ásgeirsson Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust sl. miðvikudag með bæna- guðsþjónustu og var þar frumflutt nýtt tónverk, er nefnist Sálmar, eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Textinn er sóttur í Guðspjallavísur eftir Einar Sigurðsson frá Eydölum og er þar saman skipað fjórum er- indum og flutti Dómkórinn, undir stjórn dómorganistans, Marteins H. Friðrikssonar, þrjú þeirra. Hver sálmur er sjálfstætt tónverk, án innbyrðis skyldleika hvað varðar tónefni. Fyrsti sálmurinn, Heim vil ég heimskan telja, er tvískiptur að formi og er fyrri hluti hans unninn úr stefefni 5unda og 6unda, sem svo síðar birtast í gagnhverfu ferli. Það er töluverð spenna í fyrri hluta sálmsins en svo slaknar á í fram- haldinu, því þá taka við hljómræn vinnubrögð, sem vel hefðu mátt enda með tilvitnunum í fyrri hlut- ann. Hvað sem þessu líður er þetta áheyrilegur sálmur og var mjög vel fluttur. Annar sálmurinn, Kvöld er komið í heimi, er hljómrænn að gerð, þar sem mjög fallega er unnið með grann- og biðtóna, sem geta verið sérlega spennumagnandi tónefni. Kvöldvísan er falleg tónsmíð, en nokkuð dapurleg fyrir þá sök, að fallandi tónferli er að mestu ráð- andi um framvindu yerksins. Þriðji sálmurinn, Út hef eg efnað heiti, er að tónefni til líkur þeim gömlu sálmum, er finnast í þjóð- lagasafni Bjarna Þorsteinssonar og eru t.d. allar hendingarnar aðskild- ar og enda á löngum tóni eða „fer- mötu". Þetta heggur sálminn svolít- ið í sundur, sem verður sérstaklega áberandi er á líður sálminn. Fjórði sálmurinn, Góðir Guð sinn hræðast, var ekki fluttur að sinni, en vel má spá því, að Kvöldvísan, sem er sérlega falleg tónsmíð, eigi eftir að njóta vinsælda í framtíðinni. Dómkórinn, undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar, fer vel af stað og söng sálma Hróðmars mjög fallega svo og þá sálma, er tengd- ust bænastundinni, sem séra Hjalti Guðmundsson stýrði. Einsöngvari með kórnum var Ingólfur Helgason og meðal sálma sem kórinn söng mjög fallega var tilkomumest að heyra Til þín, Drottinn, hnatta og heima, eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Míró Erró gefur Reykjavíkurborg 16 verk Gerir Erró-safn heilsteyptara — segir Gunnar Kvaran forstöðumaður listasafna í Reykjavík Vísindaskáldsagan, rúmlega 13 metra langt myndverk, er stærsta verkið í listaverkagjöf Errós til Reykjavíkurborgar sem afhent var á föstudag. Gunnar Kvaran, forstöðumaður lista- safna í Reykjavík, segir að verkin geri Errósafn Reykjavíkur- borgar, sem ætlaður er staður í Korpúlfsstöðum, heilsteyptara. Gjöfin, samtals 16 verk, verður stór hluti af sýningu á verkum Errós sem fer um Norðurlöndin og hefst í Charlottenborg 19. júní 1993. Að því loknu fer sýningin til Finnlands, Svíþjóðar og Noregs áður en myndirnar koma endanlega til varðveislu á Korpúlfsstöðum. Unnið er að hönnun og innra skipulagi safns- ins um þessar mundir. Erró færði Reykjavíkurborg stóra listaverkagjöf árið 1989. Síðan þá hefur hann látið fjöld- ann allan af verkum og öðrum hlutum úr eigu sinni af hendi rakna til borgarinnar. Má þar nefna bækur, bréf og ýmis frum- drög verka sinna. Að sögn Gunnars verður þess- um hlutum komið fyrir í Er- rósafni á Korpúlfsstöðum, en í framhaldi af hugmynd franska arkitektsins Philippe Barthelemy á hönnun efri hæðar safnsins Ghost rider ákvað Erró að gera myndirnar 16 sem hafa verið ánafnaðar safninu. Um er að ræða fimm myndgerðir. Átta myndir (2,20x- 4,90) fjalla um listasöguna en fjórar myndir eru minni (2,20x3,30) og eru pólitísks eðlis. Tvær scape-myndir (Face-scape, 2,20x4,90, frá 1992 og Hell angeles-scape, 2,20x3,30, frá 1991) eru meðal myndanna 16 og ein sem listamaðurinn nefnir Ghost rider (2,20x3,12). Stærsta verkið er Vísindaskáldsagan (2,86x13,20) og er það gert á þessu ári. Gunnar sagði að myndirnar gerðu safn verka eftir Erró heil- steyptara, því í gjöfinni frá árinu 1989 væru eldri myndir. „Færri eru frá 9. áratugnum en einmitt þá áttu sér stað miklar breyting- ar í list Errós. Felast þær í því að hann fer að vinna mun meira meðvitað og afgerandi með teiknimyndatilvísanir. Ennfrem- ur verða myndirnar flóknari í myndbyggingu og samhrúgunin yfirgengilegri ef svo má að orði komast," sagði Gunnar. Gunnar lagði áherslu á gildi þess að Erró fylgdist sjálfur með uppbyggingu safnsins, en oft væri það svo að söfn af þessu tagi væru byggð upp að lista- manninum sjálfum látnum. Hann sagði að áhugi Errós myndi verða til þess að uppbygging safnsins yrði markvissari og inntakið eins og best yrði á kosið. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.