Morgunblaðið - 04.11.1992, Page 12

Morgunblaðið - 04.11.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 Gefðu mér sársauka þinn ÖLL VILJUM við vera hamingju- söm. Alltaf. I heimi þar sem allir eru alltaf „hressir" ef spurðir, þar sem aðalatriðið er að vera númer eitt í samkeppninni um athygli fjöldans, allir eiga að keppa að því að verða bestir í því sem þeir taka sér fyrir hendur — annars er allt ónýtt — er lítið svigrúm til að njóta þess sem maður gerir; engin von til að fá að rækta garðinn sinn. I samfélagi sem hefur bara sigur- markmið eru fáar stundir til að gleðjast yfir góðum degi, vel unnu verkefni og njóta þess að sitja í faðmi hraustrar fjölskyldu. Gild- ismatið býður ekki upp á það. Við erum stöðugt að eltast við hégóma. Við viljum öll vera falleg, gáfuð, fræg og rík. Fæst okkar hafa eitthvað af þessu, hvað þá allt. Við erum venjulegt fólk — og sú staðreynd getur verið sár. I samfé- lagi sem krefst þess að við sigrum, verðum við svo ógnarsmá og ómerkileg, dagsverk okkar til- gangslaust og líðan okkar tölum við ekki um. Það eiga allir að vera svo hressir. En við erum manneskjur. Þegar við reynum að vera eitthvað annað rjúfum við sambandið við okkur sjálf og aðra. Við einangrumst og eigum fátt til að gleðjast yfir. í okkur myndast stór gjá, svört af sorg og sársauka — og þá gjá verð- um við að fylla. Sumir fá sér áfengi, aðrir taka inn pillur. Sum okkar fylla hana með því að finna einstakl- inga sem eru illa á vegi staddir, til að útræsa sorg okkar og sársauka í gegnum þá og reyna að leika Guð þegar við höldum að við getum leitt þá frá villu síns vegar. Aðrir leika sér með peninga; eyða langt um- fram fjárhagsgetu í einhvem óþarfa til að gleðjast eitt augnablik eða þá leggja í fjárhættuspil vegna lítillar vonar um að græða stórt, sem þeir eyða svo öllu í þeirri veiku von að græða enn stærra. Sumir finna fróun í að borða, aðrir í að ná árangri í megmn. Og þar sem við þurfum að vera best í því sem við tökum okkur fyrir hendur sjáum við ekki hvenær hætta ber leik. Við ánetjumst því sem í upphafi veitti okkur stundarfró og gleði, en hefur tekið af okkur stjórnina og færir okkur meiri kvöl en við áður þurft- um að þola. Við emm komin í áfeng- isfíkn, eiturlyljafíkn, meðvirkni, eyðslufíkn, spilafíkn, átfíkn og sveltifíkn. Ef ekki er tekið í taum- ana þróast þessar birtingarmyndir fíknisjúkdómsins og leiða okkur fyrr en siðar til dauða. Bandaríski sálfræðingurinn Craig Nakken, sem væntanlegur er hingað til lands með námskeið um fíknisjúkdóma um næstu helgi, hefur sérhæft sig í greiningu og meðferð fíkni- sjúkdóma. Árið 1988 gaf Hazeld- en-útgáfan í Bandaríkjunum út bók hans „Addictive personality," eða Fíkinn persónuleiki, þar sem Craig skilgreinir sjúkdómshug- takið, lýsir þróun sjúkdómsins og þeim tilfinningalegu forsendum sem liggja á bak við hann, segir frá því hvernig fíkillinn kemur fram við sjálfan sig og aðra, hvenær og hvemig fíknisamband kemst á (t.d. milli manns og áfengis), gerir grein fyrir tælandi áhrifum fíknarinnar og útskýrir hvaða hlutir eru vanabindandi. í öðrum hluta bókarinnar lýsir Craig þeim innri breytingum sem fíkillinn verður fyrir þegar sjúk- dómurinn þróast; ferli sem nær frá heilbrigðu tilfinningasam- bandi yfir í hlutasamband, hvem- ig lífssýn fíkilsins breytist, hegð- un hans og reglur, auk þess sem hann lýsir innri baráttu fíkilsins, hvemig aðrir bregðast við honum og útskýrir tómleikann sem eykst eftir því sem fíknin ágerist. í þriðja hluta segir hann frá því á hvaða hátt þjóðfélagið styður brenglað gildismat fíkilsins og í fjórða hluta lýsir hann áhrifum fíknar á fjölskyldu; gerir grein fyrir öryggisleysi hennar, skömm, vanrækslu, misnotkun (andlegri og líkamlegri), og stað- festuleysi. I lokakafla bókarinnar fer Craig síðan í bataþróun; það er að segja, hvemig byggja eigi upp heilbrigt tilfinningasamband, horfast heiðarlega í augu við líf sitt og talar um hættuna á að flytja sig yfir í aðra birtingar- mynd fíkninnar en maður hefur þegar ánetjast. Um þessa hluti mun Craig Nakken ræða á námskeiði sínu hér, dagana 6. og 7. nóvember. Greinarhöfundur átti þess kost að ná tali af honum í Bandaríkj- unum í sumar, eftir að hafa lesið bók hans, og leggja fyrir hann nokkrar spurningar: - Hvern- ig skilgreinirðu fíkn og geturðu lýst j>róun sjúkdómsins? „Eg skilgreini fíkn sem óheil- brigt samband milli manneskju og hlutar og þróun sjúkdómsins kemur fram í síminnkandi hæfni fíkilsins til að mynda tilfinninga- samband við aðra manneskju. Þótt einkenni fíkils séu mörg, held ég að þróun hans sé mest áberandi í getuleysi hans til að mynda tilfínningasamband sem skiptir einhveiju máli; samskipti þeirra við fjölskyldu breytast smám saman, svo og samskipti þeirra við það samfélag sem þeir búa í. Þeir breytast í afstöðu til sjálfra sín. Þeir breytast yfír í það að geta ekki haft samskipti við aðra nema á mjög yfirborðs- legan hátt.“ - Hver er kveikjan að þessum sjúkdómi, fíkn? „Það er samsetning margra þátta. Fíkn getur verið arfgeng, ástæðan getur líka legið í uppeld- inu, tilfmningasamband getur orðið til þess að sjúkdómurinn þróist, það hefur sýnt sig að fíknihlutfall hækkar við það að fólk fer á eftirlaun, einnig við skilnað, auk þess sem hlutfallið hækkar hjá fólki sem verður al- Craig Nakken Rætt um fíknisjúkdóma við CRAIG NAKKEN, sálfræðing í Bandaríkjunum varlega veikt, fær til dæmis krabbamein, þarf jafnvel að taka inn vanabindandi lyf — sem helst í hendur við það að sambandið milli líkama og sjálfs getur rofn- að. Það er svo margt sem getur hrundið virkni sjúkdómsins af stað. Það var til dæmis kona á námskeiði hjá mér á Flórída. Hún var frá Póllandi og sagði okkur að alkóhólneysla móður sinnar hefði byijað við fall kommúnis- mans. Hún hafði búið við þetta þjóðskipulag í fimmtíu ár — en allt í einu var skipulagið hrunið og þar með rofið samband henn- ar við það sem hún þekkti. Það kom nýtt skipulag og nýjar regl- ur sem hún þekkti ekki og réð ekki við. Sambönd okkar og samskipti, hvort heldur er við annað fólk eða það samfélag sem við búum í, stjóma því mjög hvemig við sjáum sjálf okkur.“ - Hvað með hlutverkafyrir- myndir (role models)? Hafa þær einhver áhrif? „Já, reyndar. Ef við erum alin upp í samfélagi sem byggir sitt skipulag á fíkn er komið fram við okkur eins og hluti og við lærum reglur sem byggðar em á gildismati fíknarinnar; kenna öðrum um, vera ábyrgðarlaus, hlutadýrkun verður ríkjandi og svo mætti lengi telja. Við lærum að sjá veröldina frá því sjónar- horni sem útlokar manneskjuna og tilfinningar hennar.“ - í bók þinni virðist mér þú segja að „sársauki“ sé bæði ástæðan og afleiðingin af þróun þessa sjúkdóms. Geturðu skýrt það? „Já, þegar við finnum sárs- auka löðumst við að hlutum; áfengi, lyfjum, fjárhættuspili eða mat, svo eitthvað sé nefnt, sem segja við okkur: „Gefðu mér sárs- auka þinn og ég skal láta þér líða betur.“ Og það gerist til að byija með. En við það að gang- ast inn á blekkinguna erum við að svíkja mennsku okkar og það veldur okkur sársauka. Við gríp- um aftur til hlutarins til að ljar- íægja sársaukann. Hann hefur skapað hjá okkur þörf fyrir sig, vegna þess að við viljum ekki finna til.“ - Eins og þú lýsir því virðist fólk tapa sjálfsöryggi sínu og sjálfsvirðingu smám saman eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Nú eru þetta kannsi þeir þættir sem við leitumst helst við að finna þegar við leyfum okkur það sem við ánetjumst. Hvernig stendur á því að fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu fyrr en í óefni er kom- ið? „Vegna þess að það er nú einu sinni svo að þegar við svíkjum okkur sjálf fínnum við alltaf leið til að réttlæta svikin. Fæst okkar viðurkenna að við erum að svíkja okkur sjálf og hér kemur af- neitunin í spilið. Við hreinlega neitum því að um svik hafi verið að ræða. Áhrifin af því sem við ánetjumst eru svo góð, sérstak- lega í byijun, að við gerum okkur ekki grein fyrir því að þau eru ekki ókeypis. Það eru hin tælandi áhrif. Manneskjunni líður vel og gerir sér ekki grein fyrir að hún er að missa vini sína hægt og rólega, að vinahópurinn er að breytast eða að hún hefur fjar- lægst maka sinn eða þá mann- eskju sem stendur henni næst. Það verða engar afgerandi breyt- Skólakór Kársness ________Tónlist Jón Ásgeirsson Skólakór Kársness, undir stjórn Þórunnar Bjömsdóttur, hélt tón- leika í Kópavogskirkju sl. mánudag og söng íslensk og erlend lög. I kómum em 25 drengir og stúlkur og hóf kórinn tónleikana með enska þjóðlaginu „Greensleeves" og var það eitt best sungna lag tónleikanna. íslensku lögin vom Fylgd eftir Sigursvein D. Kristins- son, en þar sungu fjórar af yngri stúlkunum einsöng, Snert hörpu mína eftir Atla Heimi Sveinsson og tvö sérlega skemmtileg lög, Fögnuður og Dúfa á brún, eftir Þorkel Sigurbjömsson. Eftir Þor- stein Valdimarssn var sungið lagið Fögnuður og undir lokin Maístjam- an eftir undirritaðan og Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thor- oddseh. Öll þessi lög söng kórinn mjög vel, sérstaklega þó Dúfulagið eftir Þorkel og Snert hörpu mína eftir Atla. Átta raddsetningar á íslenskum þjóðlögum vom á efnisskránni og gætti þar helst óróleika og í nokkr- um lögum of mikils hraða, eins og t.d. í Friðrik sjöundi kóngur og Undir bláum sólarsali. Sofðu unga ástin mín og Augun mín og augun þín vom gædd fallegri ró. Fjórir negrasálmar vom vel fluttir, bæði „Swing Low“ og „Go Down Mo- ses“ en í því lagi söng ein af eldri stúlkunum einsöng. Tvö lög eftir Kodaly, Kvöldljóð og Sígauninn í leti lá, em vandsungin og var margt fallega gert í Kvöldljóðinu en upphafíð og niðurlagið á Sí- gaunanum var um of hratt. Skólakór Kársness er vel þjálfaður og er gott jafnvægi á milli radda. Allur söngur unga fólksins var óþvingaður og gæddur sönggleði, er kom hvað best frm í hægferðugum lögum, þar sem falleg tónunin naut sín. Fimm ein- söngvarar sungu með kómum og var söngur þeirra gæddur þokka og eðlilega fram færður. Skólakór Kársness er góður kór, sem auðvit- að byggist á góðu verktaki söng- stjórans, Þórunnar Björnsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.