Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 13
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 13 ingar allt í einu, tælandi áhrifin gerast mjög hægt, svo hægt að við tökum varla eftir því.“ - Áherslan á tilfínningajafn- vægi virðist vera markmið fíkils- ins, bæði í virkni og í bata. Samt virðast þeir flestir álíta að tilfinn- ingajafnvægi þýði tilbreytingar- snautt líf. Hvers konar markmið er þá tilfinningajafnvægi? „Þegar við tölum um tilfinn- ingajafnvægi erum við gjarnan að tala um hvernig við stjórnum tilfínningum okkar, hvernig við eigum að botna í þeim. Vaninn er að gera það út frá þeirri for- sendu að höfuðið sé í hjartanu. Svo er höfuðið tekið úr sam- bandi, til dæmis með fíkniefnum, og manneskjan byijar að hegða sér út frá tilfinningum sem hún hefur enga stjóm á — og það er sársaukafullt, vegna þess að okk- ur fínnst við dýrsleg. Það hafa orðið rof á milli hjarta og heila í stað þess að þau vinni saman. Raunverulegt markmið bata er tilfínningalegt jafnvægi, þar sem við þekkjum þær tilfínningar sem við fínnum og vitum í fyrsta lagi hvemig við eigum að bregðast við þeim og getum komið þeim í samband við tilfinningar ann- arra. Til þess að svo geti orðið þarf að vera kærleiksríkt sam- band milli heila og hjarta.“ - Sú gagnrýni hefur heyrst að endurhæfíngarprógröm snúist aðeins um að gera alla eins; búa til sjálfslausan massa sem allur talar eins, hegðar sér eins og megi í rauninni ekki hafa tilfínn- ingar — heldur eigi að taka öllu af stakasta æðruleysi. Hveiju svarar þú þessu? „Ef við lítum á fíkla, þá eram við að tala um fólk sem lifír í öfgum, á bjargbrún, ef svo má að orði komast. Ég veit ekki hversu slæmt það er að hjálpa fólki til að lifa við meira öryggi, kenna því meðalhóf. Alkóhólistar og aðrir fíkniefnafíklar verða að læra að tempra tilfinningar sín- ar, ná stjórn á þeim. Þeir verða að læra hvernig á að hegða sér og halda sig frá sjálfseyðingar- krafti fíkniefnanna. Það er að segja ef þeir vilja lifa. í rauninni er þetta ómarktæk gagnrýni, því við kennum fólki aðeins að skilja um hvað mennsk- an snýst. Endurhæfing, eða bati, er bara röð af gildum og um leið þróun sem unnið er út frá og ástæðan fyrir því að þessi vinna virkar er sú að fólk sem þarf á hvert öðra að halda kemur saman til að takast á við sameiginleg vandamál sín. Um leið lærir það að deila gleði sinni og sorgum með öðram og þar með að mynda samband við annað fólk sem skiptir einhveiju máli. Það lærir að hlusta, treysta og þykja vænt um aðra. Um leið öðlast líf þessa fólks inntak.“ Viðtal: Súsanna Svavarsdóttir Réttur barna oft ekki virtur í raun hérlendis - segir Arthur Morthens formaður Barnaheilla Barnasáttmáli SÞ fullgiltur á íslandi BARNASÁTTMÁLI Sameinuðu þjóðanna var fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum í síðustu viku og segir Arthur Morthens formaður Barna- heilla að nú þurfi að fara vel yfir framkvæmd laga sem hér gilda um málefni barna. Réttur þeirra sé oft ekki virtur í raun. Þetta kom fram á ráðstefnu Barnaheilla um helgina og sagðist Jóhanna Signrðar- dóttir félagsmálaráðherra vilja beita sér fyrir að umboðsmaður barna taki til starfa hérlendis innan tveggja ára. Árlega leita- mun fleiri íslensk böm til læknis eftir slys en jafnaldrar í nágrannalöndum. Ráðstefnan var haldin til að fjalla um barnasáttmála SÞ frá 1989 og segir Arthur það fagnaðarefni að sáttmálinn hafí loks verið fullgiltur hér. Sáttmálinn sé skuldbindandi fyrir þau lönd sem það hafí gert, honum verði að framfylgja og skipa eftirlitsnefnd með því og gefa að auki reglulega skýrslur til SÞ. Arthur segir að löggjöf í málefn- um barna sé býsna góð hérlendis, en framkvæmd í ýmsum atriðum ábótavant. Barnalög sem samþykkt voru í vor hafí verið samin með hlið- sjón af sáttmála SÞ og grunnskóla- lög séu í samræmi við hann. Lög Utanríkisvið- skiptaráðherrar Norðurlanda Viðskiptasam- vmnaninná vettvang EES Á ÁRLEGUM fundi utanríkisvið- skiptaráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í Kaupmanna- höfn á mánudag, varð sú niður- staða helst að viðskiptasamvinna Norðurlanda mun í framtíðinni færast inn á vettvang EES-sam- starfsins. Fundinum stýrði Björn Tore Godal, viðskiptaráðherra Noregs. Auk norska ráðherrans sátu fundinn Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Pertti Salolain- en, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands, Anne Birgitte Lundholt, iðnaðarráðherra Danmerkur og Frank Belfrage, aðstoðarmaður Evrópu- og utanríkisviðskiptaráð- herra Svíþjóðar. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherramir hafi rætt um þróun í evrópsku viðskiptasamstarfi og í því sambandi hafi m.a. verið íjallað um EES-samninginn, þróun mála innan Evrópubandalagsins og hugsanlega íjölgun aðildarríkja þess. Þeir minntu á að vöxtur í heimsviðskiptum er undir því kom- inn að samkomulag náist í Uragu- ay-viðræðum GATT og skoruðu á stærstu deiluaðilana að gera út um ágreining sinn. Loks ræddu ráð- herrarnir stöðuna í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. um vernd barna og ungmenna sem taki gildi um áramótin eigi eftir að bera saman við sáttmálann. Réttur barna til að láta í ljós skoð- anir Sínar er þó að sögn Arthuts atriði sem þarf að skoða hér. Hann segir sáttmála SÞ kveða almennt á um þennan rétt barna, en íslensku barnalögin miði við eldri börn en tólf ára. Að auki nefnir Arthur ýmis framkvæmdaatriði sem þurfí að laga: • Hann segir böm innflytjenda á íslandi ekki njóta þess réttar sem barnasáttmáli SÞ segir til um, þau fái til dæmis ekki nægan stuðning í skólum. • Framkomu kennara við böm sé stundum ábótavant, þau njóti ekki alltaf virðingar sem einstaklingar. • Brottrekstur úr skólum sé brot á grunnskólalögum eins og hann tíðk- ist nokkuð hér, tímabundinn brott- rekstur geti orðið æði langvarandi. • í dómskerfínu heyrist sjónarmið barns ekki nógu mikið, í forræðis- málum sé frekar horft til foreldra en barna. Þá segi sáttmáli SÞ fyrir um rétt barna til beggja foreldra, allur gangur sé hins vegar á um- gengni foreldra eftir skilnað. • Vistun og fóstur bama sé víða gagnrýni verð, barnaverndarnefndir fylgi slíkum málum oft ekki nógu ■mjsa ( ,'fBf vel eftir og ráðgjöf sé af skomum skammti. Meðal þess sem fram kom í erind- um á ráðstefnunni er að hérlendis leita mun fleiri börn læknis yegna slysa en í grannlöndum. Árlega koma 21.000 börn til læknis vegna slysa, 11.000 á slysadeild. Arthur Morthens segir að orsök þessa virð- ist fyrst og fremst sú hvað íslensk börn ganga mikið sjálfala. Og þótt þau verði kannski sjálfstæðari en börn í ýmsum öðrum löndum megi spyija hvort ekki sé verið að ræna þau bamæskunni. Börn á íslandi eiga að sögn félags- málaráðherra að fá umboðsmann innan tveggja ára. Guðrún Helga- dóttir alþingismaður hefur í fjórgang lagt frumvarp um slíkan umboðs- mann fyrir þingið og fékk loks dóms- málaráðherra til að taka við málinu. Það er nú statt í ráðuneyti hans að sögn Arthurs. Norðmenn og Nýsjálendingar hafa sérstakan umboðsmann barna og Svíar hyggjast stofna slíkt emb- ætti. Arthur segir að norski umboðs- maðurinn, Traand Viggo Torgeirsen, hafí komið hingað í tengslum við ráðstefnu Bamaheilla og rætt við ýmsa aðila. Mönnum sýnist norska fyrirkomulagið geta hentað vel á íslandi. Umboðsmaður barna í Noregi annist ráðgjöf til stjórnvalda og hafi eftirlit með lögum varðandi böm og framkvæmd þeirra. Hann geti gripið inn í mál þar sem hag barns þykir hætt og hafi síðast en ekki síst viku- legan sjónvarpsþátt sem börn geti hringt í og leitað upplýsinga um réttindi sín. íslensk sveit vann bridsmót í Bretlandi ÍSLENSK bridssveit vann um helgina eitt kunnasta bridsmót sem haldið er í Bretlandi ár hyert Sveitin var skipuð Jóni Bald- urssyni, Sævari Þorbjörnssýni, Guðmundi Páli Arnarsyni og Þorláki Jónssyni. Mótið, sem haldið hefur verið árlega síðan 1948 er til minningar um Ricard Lederer, sem var einn helsti forvígismaður bridsíþróttar- innar á áram áður í Bretlandi. Að þessu sinni var átta sveitum boðið að spila á mótinu, sex enskum og einnil írskri auk íslendinganna.:ís- lenska sveitin var öruggur sigur- vegari og hafði raunar tryggt sér sigurinn þegar tveimur umferðum var ólokið. Sveitin endaði með 260 stig en sveitin í 2. sæti hlaut 225 stig. í þeirri sveit spiluðu gömlu meistararnir Boris Schapiro og Rob Sheehan, Munir frá Pakistan, Irving Gordon og Colin Simpson. M________________________________ í 3. sæti varð enska landsliðið með 221 stig en í því spiluðu með- al annars Steve Lodge, Richard Fleet og Barry Regal. I 4. sæti var sveit enskra atvinnumanna, írska landsliðið var í 5. sæti, sveit frá London í 6. sæti, breska kvenna- landsliðið í 7. sæti og breska ung- lingalandsliðið í 8. sæti. Að sögn Sævars Þorbjörnssonar græddu íslensku spilararnir á ná- kvæmum sögnum og sagnbaráttu. Pjöldi áhorfenda fylgdist með mótinu á sýningartöflu og sá ís- lenska liðið meðal annars gersigra breska unglingaliðið með 62 IMP- stigum gegn engu í 12 spilum. Electrolux í s s k á p a r mesta V úrvalið HÚSASMIÐJAN Heimasmiðjait og sölustaðir um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.