Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 Af hverju á aðstöðu- gjaldið að víkja? a eftir Gunnar Svavarsson Samkeppni milli fyrirtækja. og milli þjóða er harðari nú en nokkru sinni áður og fer harðnandi. Þjóðir um víða veröld reyna að auka sam- keppnishæfni sína með því að örva nýsköpun í atvinnulífinu og búa því betra starfsumhverfi. Sumir kynnu að halda að þetta kallaði á aukna afskiptasemi stjórnvalda, en því er einmitt þveröfugt farið. Afskipti stjórnvalda fara minnkandi. í stað þess að skipta sér af árangri ein- stakra atvinnugreina og fyrirtækja með sértækum aðgerðum, leggja stjórnvöld víða um heim áherslu á að skapa atvinnulífinu í heild sem jöfnust og hagstæðust starfsskilyrði. Með þetta í huga má glöggt sjá að umræðan um aðstöðugjaldið hef- ur ekki ætíð farið fram á réttum forsendum. Forsendur þær, sem menn hafa gengið út frá í umræð- unni hér á landi eru einkum af tvenn- um toga spunnar: Annars vegar hafa sveitarfélögin gætt tekjustofnsins eins og sjáaldurs auga síns, vegna þess hversu stór þáttur aðstöðugjaldið er í tekjum þeirra. Loks þegar umræðan fór í gang, snérist hún um að finna annan jafngildan tekjustofn. Ein helsta nið- urstaðan hefur verið að leggja hátt í 4% gjald ofan á laun í landinu. Hins vegar hafa menn viljað af- nema aðstöðugjaldið vegna þess hversu illa horfir með afkomu í sjáv- arutvegi á næsta ári. Nálganir þessar eru báðar rang- ar. Markmiðið er í sjálfu sér ekki það að rétta hag sjávarútvegs eða annarra atvinnugreina til skamms tíma, enda upphæð gjaldsins ekki slík að dugi til þeirra verka. Jafn- framt er það varla markmið sveitar- félaga landsins að leggja byrðar á atvinnulíf í héraði til þess eins að færa þeim sjálfum tekjur. Afnám aðstöðugjaldsins er áfangi að því markmiði að skapa atvinnulíf- inu í heild betri samkeppnisstöðu til lengri tíma litið. íslensku atvinnulífí þarf að búa jafngóð ef ekki betri skilyrði en atvinnulíf annarra þjóða býr við. Með þetta í huga getum við hafið það verk sem fyrir löngu ætti að vera lokið: Að létta aðstöðugjaldi af íslensku atvinnulífí. Leiðina að því marki má flokka í þrennt: Önnur uppspretta tekna Finna má sveitarfélögum nýja tekjustofna sem ekki auka kostnað fyrirtækja. Hækkun tryggingar- gjalds er dæmi um gjald sem eykur kostnað á nýjan leik og er því frá- leitt. Hækkun útsvars og fasteigna- gjalda einstaklinga hefur verið nefnd í þessu sambandi. Þá leið er ekki hægt að telja með öllu ósanngjarna, í ljósi þess að afnám aðstððugjalds mun lækka kostnað heímilanna. Vöruverð mun lækka, svo og þjón- usta og byggingarkostnaður. Það má geta sér þess til, að algengt sé að hlutur aðstöðugjalds nemi um 2% endanlegs vöruverðs. Svo dæmi sé tekið af meðalíbúð, má gera ráð fyrir að hún geti lækkað um 150 þúsund krónur. Ekki er þar með sagt að verð á öllu lækki í einni svipan. En til lengri tíma litið lækk- ar verð vöru og þjónustu, samkeppn- in sér um það. Tilflutningur frá ríki til sveitarfélaga Undanfarið hefur mikið verið rætt um tilflutning á verkefnum yfir til sveitarfélaganna. Oft eru þau betur i stakk búin til að leysa verkefni vegna nálægðar sinnar við vettvang vandans. Nýrri verkaskiptingu myndi að sjálfsögðu fylgja flutning- ur á tekjum, sem ríkið notar nú. Æskilegast væri að sækja tekjurnar beint í viðkomandi hérað, enda þar til gjaldanna stofnað. Forsenda þess að unnt verði að færa stóran hluta verkefnanna til sveitarfélaga er að þau séu ekki of smá. Þetta tengist því samruna sveitarfélaga, máli sem ekki verður hespað af í einni svipan. Afnám aðstöðugjalds þolir ekki slíka bið. Gjaldið þarf að hverfa hratt og örugglega. Að því marki sem sveitarfélög treysta sér ekki til að brúa bilið með hækkun útsvars, má hugsa sér tekjutilfærslu frá ríki til sveitarfélaga án þess að aukin verk- efni fylgdu í kjölfarið. Það má hugsa sér að eignarskattar einstaklinga rynnu til sveitarfélaga, einnig að hluti tekjuskatta fyrirtækja gerði slíkt hið sama. Það myndi örva sam- keppni milli sveitarfélaga í að laða til sín arðbæran atvinnurekstur. Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum 1980-90 og aöstööugjald Hagnaður -2,0 lönaöur -4- Sjávarútvegur Verslun Á myrtdinni sést aö verulegt óhagræöi er af aðstöðugjaldi, einkum þegar tekið er mið af slæmri afkomu atvinnulífsins. Gunnar Svavarsson „ Afnám aðstöðugjalds- ins er áfangi að því markmiði að skapa at- vinnulífinu í heild betri samkeppnisstöðu til lengri tíma litið. Is- lensku atvinnulífi þarf að búa jafngóð ef ekki betri skilyrði en at- vinnulíf annarra þjóða býr við. Með þetta í huga getum við hafið það verk sem fyrir löngu ætti að vera lok- ið: Að létta aðstöðu- gjaldi af íslensku at- vinnulífi." Ríkið myndi þá aftur afla sér nýrra tekna. Ef til vill gæti skapast tækifæri til þess við breikkun eignar- skattsstofns, þ.e.a.s. verði hann ekki færður yfir til sveitarfélaganna. Þá má minna á möguleikann á álagn- ingu jöfnunargjalda á innfluttar vör- ur, sem innihalda niðurgreiddar landbúnaðarafurðir. Slík gjöld eru t.a.m. nokkuð stór tekjuliður Evr- ópubandalagsins. Hennar sögur, hennar lióð eftír Guðmund Andra Thorsson Á dögunum var hér haldin þýsk bjórhátíð: bjðrinn var lækkaður nið- ur í að vera bara helmingi of dýr, ölseljur í þýskum búningi kjöguðu um með ótal stóra bjóra í sterkum greipum, allir kræktu saman örmum og bauíuðu Bjarnastaðabeljurnar, síðan samtaka hlátur. Allir að leika þýska kráarstemmningu. Ekta þýska kráarstemmningu. Það sé fjarri mér að lasta þetta. Eins og Hallgrímur segir: Yndi er að sitja öls við pel og gamna sér; við ættum fyrir alla muni að hittast miklu oftar og drekka meiri bjór og horfa minna á sjónvarpið — en hvernig í ósköpunum stendur á því að til þess að geta drukkið og sung- ið og duflað saman, á næstum skap- legu verði, þurfum við endilega að ímynda okkur að við séum Þjóðverj- ar af öllum mönnum? Og þá einmitt Bæjarar? Samrýmist það illa að skemmta sér og vera íslensk? Með Mlri virðingu fyrir Þjóðverj- um: Ég er viss um að íslensk kráar- stemmning er miklu skemmtilegri en þýsk. Enda hafa þetta örugglega orðið rammíslenskar samkomur á þriðja bjór, með þróttmikilli sagna- skemmtan og fölskum söng, þótt umgjörðin hafi verið svo afkáraleg eftiröpun allt annarra þjóðhátta. En þessi einkennilegi innflutningur á hefð er óþægileg áminning þess að íslendingar eru í vandræðum með sjálfsmynd sína; þeir eiga bágt með að muna hverjir þeir eiginlega séu, horfast í augu við það, sættast við það. íslendingar virðast ekki hand- gengnir sjálfum sér. Við virðumst ekki einu sinni vera alveg viss um það hvernig á að hegða sér þegar til stendur að gleðja sig — eins og það ætti nú að vera einfalt mál. Kannski fólk haldi að það að vera íslenskur og við skál jafngildi því að láta eins og í mynd eftir Hafn Gunnlaugsson. Það er misskilningur. Þetta snýst sem sé um sjálfsmynd. Og ýmis teikn vitna um sjálfs- mynd á reiki: erum við bjartsýn, erum við svartsýn? Erum við hress, erum við þung? Hvernig eigum við að hegða okkur til að vera landkynn- ing? Mig langar að stinga upp á því að það sé ekki síður í bókmenntum þjóðarinnar en öðrum athöfnum sem þessa sjálfsmynd er að finna, hina raunverulegu sjálfsmynd, ekki ímynd. Hennar sögur, hennar ljóð: í bókmenntunum er safnað saman hugmyndum samfélagsins um sjálft sig, þar eru draumar samfélagsins skráðir, firrur þess og þráhyggjur. þar er deilt á það, þar er það vegsan - að, þar er það afhjúpað. Þar er sa^- an geymd. Það er í bókmenntunum sem það streymir allt fram sem hugsað er í landinu, jafnvel hundkiið- inlegasta skáldsaga er ómetanleg heimild um sjálfsmynd þjóðar; jafn- vel viðburðasnauðasta ævisaga segir eitthvað um líf þjóðarinnar á öldinni. Ég veit ekki alveg hvers vegna. Þetta snýst að einhverju leyti um eðli ritaðs máls, viðtöku þess með augunum og úrvinnslu heilans á táknmyndum bókstafanna, sem er ólík þeirri viðtöku að eyrað nemur orðin og augun myndirnar þegar horft er á mynd. Þetta snýst um þá tegund af framsetningu hugsunar sem ritað mál er. Þetta snýst um eðli lestrar — þá tegund af viðtöku hugsunar sem lestur er. Þetta snýst um þetta undarlega og einstæða samspil tveggja heila sem verður þegar maður les bók, þýðir bókstafi yfir í myndir og viðburði og hugsan- ír,, allt í senn. iVtw Hennar sögur, hennar ljóð: Það er í bókmenntunum sem staldrað er við og orð samfélagsins krufin til inergjar, ómeðvitað tungutak þess, sjálfsblekkingar þess, öll þessi orð sem allajafna eru notuð án umhugs- unar og gagnrýni í fjölmiðlum; bók- menntirnar eru rannsóknarstofa þessara orða, og það er þess,vfigna í,$em þær geyma sjálfsmynd þjójðar- innar — ekki þá ímynd sem hún vill gefa í landkynningarskyni, heldur raunverulega sjálfsmynd hennar. Þess vegna var hægt að skrifa Gerplu — en bersýnilega ekki hægt að kvikmynda þær hugmyndir sem Hrafn Gunnlaugsson fékk um vík- inga við að lesa þá sömu bók svo úr varð Hvíti vfkingurinn. Það líður senn að því að sá vernd- aði vinnustaður sem íslenskt at- vinnulíf hefur verið mestalla öldina verði opnaður og íslenskum athafna- skáldum gert að spjara sig — eða fá að spjara sig, eftir því hvernig á það er litið. íslendingar geta ekki Gudmundur Andri Thorsson „ Við þurfum æ meira á því að halda á næstu árum, að vita af því hver við erum, hvaðan við komum, hvernig við hugsum, hvað okkur dreymir." látið eins og Evrópubandalagið komi þeim ekki við, eða að þeir séu nokk- urs konar fríríki í heiminum, óháð í fótspor fyrirtælq'anna Að lokum hlýtur að mega gera þá kröfu til ríkis og sveitarfélaga að þau líti í eiginbarm og taki til hjá sér, hagræði. í samdrætti og á erfiðleikatímum grípa fyrirtækin í landinu til þessa ráðs. Samtök at- vinnulífsins verða einnig að grípa til sama bragðs. Þannig standa fern samtök í iðnaði nú í viðræðum um nánari samvinnu eða samruna m.a. með það í huga að ná niður kostn- aði við starfsemi sína. Enginn einn aðili í þjóðfélaginu getur lokað sig af og látið sem honum komi ekki við hvað er að gerast í kring um hann. Sameining sveitarfélaga, til- færsla verkefna til þeirra, frestun framkvæmda í etaÖ Iántöku, bætt kostnaðareftirlit og stjórnun, ásamt því að einkaaðilum séu falin þau verk sem þeir gera betur, allt eru þetta leiðir að markinu. Niðurlag Aðstöðugjald er skattur sem reiknast ofan á heildarkostnað fyrir- tækja og safnast upp á mörgum stig- um framleiðslu, sölu og þjónustu. Þar sem álagningarferlið er oft og tiðum lengra þegar um innlenda framleiðslu er að ræða, verkar að- stöðugjald mjög íþyngjandi hvort heldur um er að ræða samkeppnis- iðnað, ferðaþjónustu eða útflutning sjávarafurða. Þótt 1-1,3% aðstöðu- gjald virðist ekki mjög hátt í sjálfu sér, er hér um á fimmta milljarð að tefla. Önnur viðmiðun á áhrif að- stöðugjalds er afkoma fyrirtækja. Síðasta áratuginn var hún þannig, að almennur iðnaður skilaði 0,6% í hagnað sem hlutfall af tekjum. Hér er átt við hagnað fyrir tekju- og eignarskatta. Verslunin skilaði 1,6% hagnaði, en sjávarútvegur var rek- inn með 1,6% tapi. í hlutfalli við þessar stærðir er aðstöðugjald hreint ekki lítilvægt. Meginatriðið í umræðunni um skattlagningu og aðbúnað atvinnu- lSfsins er að átta sig á því, að verð- mætin verða til í fyrirtækjunum. Sífellt verður að gera þær kröfur til fyrirtækja að þau bæti rekstur sinn, því vel rekin fyrirtæki eru þjóðfélag- inu mikilvægari en illa rekin fyrir- tæki. Að sama skapi verður að gera þær kröfur til stjórnvalda að þau búi atvinnulífinu í heild sem best starfsskilyrði. Afnám aðstöðugjalds er áfangi á þeirri braut. Höfundw er formaður Féiags íslenskra iðnrekenda. mörkuðum og menningu. Menn ræða nú hver um annan þveran um að brýnt sé að búa íslenskan iðnað undir harðnandi samkeppni — en minna hefur farið fyrir ráðagerðum um að búa íslenska menningu undir vaxandi samskipti, nema með óljós- um heitstrengingum um að „efla jákvæða ímynd landsins", eins og íslensk menning sé eitthvert land- kynningarspursmál. Þegar við ákveðum loksins að vera þátttakend- ur í þessari heimsálfu þurfum við ekki á bólginni sjálfsmynd að halda — við þurfum ekki að telja okkur fegurri eða sterkari en efni standa til, viturri eða fimari. Við erum ekk- ert sérstaklega merkileg. Við sker- um okkur hvergi úr. Nema fyrir þetta eitt: hennar sög- ur, hennar ljóð. Við tölum sem sé íslensku. Við hugsum á Sslensku, yrkjum á íslensku. Við erum afkom- endur íslendinga. Undan því verður ekki vikist. Og satt að segja engin ástæða til. Við þnrfum æ meira á því að halda á r.æstu árum, að vita af því hver við erum, hvaðan við komum, hvernig við hugsum, hvað okkur dreymir. Við þurfum markviss orð: skáldleg, fráleit, príiðbúin, hæversk — við þurfum ný oró. í stuttu máli þá þurfum við líka á bókmenntum að halda, og þótt iðnaður tengist bókmenntasköpuninni í landinu þá er bókmenntasköpunin sjálf ekki iðnaður heldur þrátt fyrir allt sér- kennileg listgrein sem á undir högg að sækja: skattur á lestur þeirra er alvarieg ógnun við það að íslensk þjóð geti haldið áfram að leika alda- slag síns guðamáls — undir norður- ljósum. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.