Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992
15
+
BORGARAFUNDUR
Á SELTJARNARNESI
eftír Guðrúnu K.
Þorbergsdóttur
Fimmtudaginn 5. nóvember
gefst Seltirningum kostur á því að
kynna sér og segja álit sitt á tillög-
um um skipulag vestursvæðis Sel-
tjarnarness. Borgarafundurinn er
haldinn samkvæmt tillögu minni-
hluta bæjarstjórnar sem samþykkt
var í bæjarstjórn í vor.
Miklar umræður hafa átt sér
stað á Seltjarnarnesi undanfarna
mánuði um umhverfisvernd og
skipulag vestursvæðisins. Fólk hef-
ur risið gegn fram komnum hug-
myndum um hringveg þvert yfir
útivistarsvæðið og þá ekki síður
gegn hugmyndum um allt að 96
húsa byggð á þessu fagra og opna
svæði.
Nýtt lífsgæðamat
Mikil hugarfarsbreyting hefur
átt sér stað hjá fólki varðandi lifn-
aðarhætti og verðmætamat. Lík-
amsrækt og rétt matarræði, hreyf-
ing og útivera eru í dag talin með-
al æðri lífsgæða. Varðveisla lands,
uppgræðsla þess og endurheimtur
þess sem fokið hefur eða spillst eru
meðal stefnumála allra sveitarfé-
laga í dag.
Seltirningar hafa ekki farið var-
hluta af þessari endurvakningu.
Daglega má sjá hópa manna
ganga, skokka og hlaupa um Nes-
ið. Um helgar gengur fjöldi manns
í fjörum eða er á gönguferðum úti
á Snoppu og í Suðurnesi. Allt teng-
ist þetta nýju lífsgæðamati.
Fyrir nokkrum árum var Nátt-
úrufræðistofnun falið að gera út-
tekt á náttúrufari Nessins. Skýrsla
náttúrufræðinganna hefur hlotið
verðskuldaða athygli. Hún hefur
vakið fólk enn frekar til vitundar
um mikilvægi og verðmæti um-
hverfisins sem við lifum í.
Seltirningar gera sér einnig
grein fyrir því að stækkun byggðar
í vestur muni þrengja að öllu fugla-
lífi og gróðri. Hringvegur mun ekki
eingöngu skemma og rjúfa útivist-
arsvæðið heldur valda mikilli meng-
un á breiðu svæði báðum megin
vegar. Og það er engin þörf á
hringvegi. Viðbúið er að hringveg-
ur yrði fyrst og fremst braut fyrir
sunnudagsökutúra. Útivistarsvæð-
inu er ekki fórnandi fyrir svo létt-
vægt gildi. Umferðarmál Seltirn-
inga má leysa á annan og farsælli
hátt.
í dag er Seltjarnarnes svo til
fullbyggt. Okkar kynslóð hefur
verið ötul við byggingar. Við höfum
engu eirt. Valhúsahæðin er eyði-
lögð - rústin. ein - með fótbolta-
völl sem nýtist illa og hálfbyggð
hús sem enginn kaupir. Okkur'ber
skylda að skila einhverju landi til
komandi kynslóða. Þær eiga líka
rétt. Skilum vestursvæði Seltjarn-
arness ósnortnu til þeirra.
Fjármunum vel varíð
Ein af mörgum röksemdum bæj-
arstjórans, Sigurgeirs Sigurðsson-
ar, fyrir byggð vestan núverandi
byggðarmarka er kostnaðarhliðin.
Það yrði bæjarfélaginu of dýrt að
kaupa landið til friðlýsingar án
þess að fá nokkuð í staðinn, þ.e.a.s.
gatnagerðargjöld og síðan útsvar
og fasteignagjöld væntanlegra
íbúa.
Seltjarnarnesbær á nú þegar um
67% landsins. Það sem eftir er má
ætla að hægt verði að kaupa með
greiðslum til lengri tíma. Sá háttur
hefur ætíð verið hafður á varðandi
þau landakaup sem bærinn hefur
gert í þau ár sem ég hef setið í
bæjarstjóm. Kaupin á Hrólfskála-
melum í vor voru til dæmis gerð
með samningi til 10 ára.
Bæjarstjórn verður hreinlega að
gera það upp við sig hvort hún er
tilbúin að axla þá ábyrgð sem fylg-
ir fjárfestingu sem þessari. Hún
Guðrún K. Þorbergsdóttir
„Vesturhluti Seltjarn-
arness á að vera útivist-
arsvæði þar sem fólkið,
fuglalífið, gróðurinn og
náttúrufegurðin njóta
sín saman sem ein
heild."
var tilbúin að axla ábyrgðina á
holræsagerðinni og á kaupunum á
ísbjarnarlóðinni og því skyldi hún
hika í svona mikilvægu máli?
Bæjarbúar eiga síðasta orðið
Borgarfundurinn fimmtudaginn
5. nóvember er vettvangur fyrir
Seltirninga til að kynna sér skipu-
lagstillögurnar og tjá skoðanir sín-
ar. Það er enginn vafi að fundur
sem þessi er mikilvægur hvað varð-
ar stefnu bæjarstjóra og bæjar-
stjórnar í málinu.
Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjórn hafa fyrir löngu gert upp
hug sinn. Við viljum varðveita
svæðið til útivistar. Við viljum ekki
hringveg. Við höfnum húsaröðum
vestan núverandi byggðar. Við vilj-
um að staðfest verði skipulag sem
felur í sér framgang svæðisins. Við
viljum að útivistarsvæðið verði
óhreyft með afmörkuðum göngu-
stígum og aðgengi inn á svæðið;
náttúrufarið verði að mestu varð-
veitt fyrir börn okkar og ókomnar
kynslóðir.
Vesturhluti Seltjarnarness á að
vera útivistarsvæði þar sem fólkið,
fuglalífið, gróðurinn og náttúrufeg-
urðin njóta sín saman sem ein heild.
HSfundur er bæjarfulltrúi
á Seltiarnarnesj.
10. ogll. nóvemberkl. 20-23:00
11. ogl2. nóvemberkl. 9-12:00
23. og25. nóvemberkl. 20-23:00
ÞEGAR ÞU NOTAR
BOÐKERFIÐ HRINGIR
ÞÚ FYRST í
og í beinu framhaldi númer viðkomandi boðtækis.
Þá heyrist rödd sem segir:
ii
VELDU TALNABOÐ
¦i
Þá átt þú að slá inn t.d. símanúmerið þitt
eða þao númer sem handhafi boðtækisins
á að hringja í. Að lokum ýtir þú á
#
Röddin heyrist þá aftur og staðfestir:
„BOÐINVERÐASEND
Leggðu síðan á.
n
Tveggja daga námskeið
um fjármál einstaklinga
Námskeiðin eru haldin í VIB-stofunni, Ármúla 13a, 1. hæð.
6.900,-kr.
Námsgögn innifalin
- Ég hefunnið í bráðum 20 ár hjá sama
fyrirtœki, ég hefágœt laun enfinnst samt að
ég eigi ekki mikið.
Hvemigget ég best aukib eignirnar og tryggt
þannig öryggi og afkomu fjölskyldunnar?
hiimolA iippsJkrra ao sJkipuiilegFÍ Mpplbyggmgiui
Lögd er áhersla á: Markmið ífármálum, bœði til lengri ogskemmri tíma, þarsem reynterao
samræma drauma ogverukikann; reglulega uppsetningu á eignum ogskuldum með tengingu við
rekstur heimilis; markvissa eignastýringu þar sem vegin er saman áhcetta og ávöxtun; reglubundinn
samanburð á árangri og settum markmiðum.
Einstakt námskeið Jyrir einstáklinga sem vilja
hnitmiðaða leiðsögn við hámörkun eigna sinna,
á hvdða aldri sem er. Leiðbeinendur eru
SigurðurB. Stefánsson, 10/11, Margrét
Sveinsdóttir, 11/12, og Vilborg Lofls, 23/25,
nóvember. Þátttaka tilkynnist til afgreiðslu VIB,
RagnháðarM. Martánsdóttur,
ísíma91-6815 30.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavfk. Simi 68 1530. Telefax68 1526. Simsvarí 68 1625.