Morgunblaðið - 04.11.1992, Page 16

Morgunblaðið - 04.11.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 Tjaldið er fallið eftirÁrna R. Árnason Nýlega var tilkynnt um uppsögn yfir 110 starfsmanna íslenskra aðalverktaka, og á annan tug starfsmanna Dverghamra, eins og undirverktökum ÍAV. Samtals nærri 130 manns. Uppsagnimar eru sem köld vatnsgusa í andlit þess fólks sem í hlut á því það hefur þjónað fyrir- tækjunum vel og lengi. En þurfa ekki að koma forystumönnum í atvinnulífi, launþegasamtökum eða stjórnmálum á óvart. A undan- fömum ámm og mánuðum hefur að þessu stefnt vegna breyttra við- horfa Bandaríkjamanna til fjárlút- láta til vamarmála, þ. á m. til áframhaldandi uppbyggingar mannvijkja til eftirlits vamarliðs- ins á íslandi. Yfirlýst stefna og löggjöf samstarfsþjóðar okkar um mikla lækkun útgjalda til öryggis- og varnarmála þýðir stórfellda minnkun verkefna og fækkun starfsmanna, sem nú er orðin stað- reynd. Fyrir nær tveimur árum benti undirritaður á að til þess mundi draga — og var fyrir vikið vændur um óheilindi og ósanngirni af þeim sem þá þegar vissu að hverju stefndi, en drógu dul yfír vitneskju sína vegna eigin pólití- skra skammtímahagsmuna. Tjald- ið er fallið — samtals hafa VL og ÍAV nú fækkað um nálægt fjögur hundrað manns. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú meðal kvenna þrefalt hærra en á landinu öllu, og meðal karla helmingi hærra en á landinu öllu — og mun verða tvöfalt þegar uppsagnarfrestir þessir renna út. Vinur er sá er til vamms segir Örvænting fólks á Suðurnesjum er fullkomlega skiljanleg og gagn- rýni þess um margt réttmæt. Utan- ríkisráðuneytið fer með öll sam- skipti við VL og með eignarhlut ríkisins í ÍAV. Önnur ráðuneyti fara einnig með mál sem snerta atvinnulíf á Suðumesjum, yfir- stjórn lánastofnana og fjárfesting- arlánasjóða svo og framkvæmd laga með reglugerðum og úrskurð- um. Vinur er sá er til vamms seg- ir — af réttmætri gagnrýni Suður- nesjamanna má nefna: — Hvorki VL né ÍAV hafa með fyrirvara upplýst launþegasamtök né sveitarstjómir um yfirvofandi fjöldauppsagnir. — Fyrri ríkisstjórn vissi um breytt viðhorf og löggjöf Banda- ríkjamanna — en iét undir höfuð leggjast að undirbúa viðbrögð við samdrætti og fækkun starfs- manna. Nú koma fyrrverandi ráð- herrar og þykjast hafa ráð undir rifi hvetju — hvers vegna ekki fyrr? Atvinnuleysi á Suðurnesjum er ekki að byija núna — fyrir tveimur áram vora hér hundrað manna og kvenna atvinnulaus. Hvað gerði þáverandi ríkisstjórn — þeir sem nú gangrýna aðgerðarleysi? Ekki veittu þeir fé til atvinnuþróunar eða nýsköpunar á Suðurnesjum. — Auðvitað gegna VL og ÍAV skyldu við fastráðna starfsmenn þegar verkefni minnka — fólk sem valdi þá umfram aðra vinnuveit- endur og hefur þjónað þeim vel og lengi. Fjölmörg fyrirtæki leggja við þessar aðstæður fjármuni til endurhæfingar og atvinnuleitar starfsfólks sem sagt er upp. — Auðvitað er réttmætt að VL og ÍAV leggi fjármuni til atvinnu- þróunar á Suðumesjum — til að byggja upp starfsemi sem tekið gæti við þegar að þessum sam- drætti kæmi, sem nú hefur orðið sneggri og meiri en í öðram grein- um atvinnulífsins. Af öllum fyrir- tækjum í vamarliðsumsvifum hafa aðeins Keflavíkurverktakar að eig- in framkvæði beitt sér af áhuga og lagt fjármuni til slíkrar upp- byggingar á Suðumesjum — enda era þar heimamenn eigendur og ráðamenn — veldur hver á heldur. Það fyrirkomulag sem gilt hefur um 40 ára skeið um verktöku og nær öll viðskipti við VL var ekki mótað með hliðsjón af hagsmunum Suðurnesjamanna — þeir vora ekki með í ráðum. í raun gerðu stjórn- völd Suðurnesjamönnum að sæta staðsetningu varnarliðsins þar — og um leið afhentu þau eigendum ÍAV einstæða einokunaraðstöðu á Suðurnesjum — og Suðurnesja- menn eru nú að gjalda þess. Því hafa stjórnvöld nú sérstaka skyldu til að styðja atvinnuþróun á Suður- nesjum — að ekki sé aftur minnst á skyldu VL og ÍAV. „Þið hafið Völlinn“ Suðurnesjamenn vora um langt árabil beittir mismunun við fjár- festingarlán úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til atvinnu- tækja, og síðar aftur um árabil við tilfærslu aflaheimilda vegna eig- endaskipta af skipum. Aðrir lands- menn fengu hækkaðan kvóta ef þeir keyptu skip héðan að sunnan og gátu boðið betra verð — þeir fengu betri afkomumöguleika. Þeir fengu langt forskot til uppbygg- ingar fiskveiða og -vinnslu, forskot sem ekki hefur unnist upp. Skip og vinnslustöðvar á Suðumesjum era eldri, viðgerðarkostnaður meiri og frátafír frá veiðum og vinnslu meiri — lakari afkomumöguleikar. Rökin vora: „Þið hafið Völlinn", og þau hafa heyrst allt fram á þennan dag! „Andstæðingar vam- arsamstarfsins" hafa engu síður en aðrir beitt þessu misrétti — nú hrópa þeir á ríkisstjórn um að stöðva samdrátt VL — og að ÍAV hafí fólk í vinnu án verkefna! Um 40 ára skeið hafa VL og verktakar þess verið harðir og óvægnir keppinautar sjávarútvegs og annarra atvinnugreina á Suður- nesjum um vinnuafl. Suðumesja- menn vora ekki stofnendur né era þeir í dag eigendur ÍAV og ábata af umsvifum þeirra hefur ekki ver- ið varið til uppbyggingar eða at- vinnuþróunar á Suðurnesjum. Vegna þess og vegna fyrmefndrar mismununar stjórnvalda við at- vinnuvegi á Suðurnesjum hafa þeir ekki náð að þróast, byggjast upp og njóta sín sem skyldi. Enginn annar jafn fjölmennur landshluti hefur jafn fábreyttan framleiðslu- iðnað og Suðurnes, hvort heldur er til útflutnings eða á innanlands- markað, og sama má segja um þjónustu ríkisins og staðsetningu ríkisstofnana, nema beinlínis vegna VL. Afleiðingin er sú, að atvinnulíf á Suðumesjum er fá- breytt, þróttlítið og vanbúið til nýrra átaka og nýsköpunar. Það er stjómvalda að jafna opin- bera þjónustu og velja þeim ríkis- stofnunum stað sem ekki gegna svæðisbundnu hlutverki — það er ekkert náttúralögmál að þær séu allar á höfuðborgarsvæðinu. Að- eins stjórnvöld geta bætt úr þeirri fábreytni í atvinnulífi á Suðumesj- um. Suðumesjamenn vinna sjálfir án afláts að uppbyggingu og ný- sköpun og vænta stuðnings stjórn- valda við nýbreytni í atvinnustarf- semi hér. Hann hefur lengst af verið minni en við aðra landshluta — en nú er ástæða til að hann verði ekki aðeins almennur heldur einnig sértækur — fyrir Suðurnes. Orsakir þess að atvinnuástand þar Árni Ragnar Árnason „Suðurnesjamenn voru um langt árabil beittir mismunun við fjárfest- ingarlán úr sameigin- legum sjóðum lands- manna“. er verra en annars staðar liggja ekki í verri stöðu fyrirtækja á Suð- umesjum í fiskveiðum, fiskvinnslu, byggingariðnaði eða þjónustu — nei, þær liggja í mjög hraðri minnkun varnarstarfsemi, sem er hér á ábyrgð stjórnvalda, ekki Suðumesjamanna, ekki hins fijálsa atvinnulífs í samkeppnis- greinum. Náum langvinnum árangri Við höfum reynslu af sértækum aðgerðum — gengisfellingum, sem eiga að ná til einnar atvinnugrein- ar eða hluta landsins. Þær hafa aldrei dugað nema skamma hríð, en alltaf valdið verðbólguskriðu — óðaverðbólgu og afleiðingar henn- ar þekkjum við alltof vel. Sjávarútvegur á í miklum erfið- leikum og telja margir að gengis- felling verði að koma til — án henn- ar nái hann ekki að komast út úr taprekstri. Á fáum árum hefur verðmæti sjávarafurða þó marg- faldast vegna verðhækkana — en á sama árabili hefur sjávarafli dregist gríðarlega saman, svo að nú veiðir flotinn helmingi minna en fyrir fáum árum, einkum af verðmætasta fiskinum. Á þessu ári er þó enn lítil aflarýrnun saman- borið við sama tíma í fyrra og veiðiheimildir yfirstandandi fisk- veiðiárs eru lítið minni en á hinu síðasta. Aflasamdrátturinn er þeg- ar áður fram kominn. Vandi sjáv- arútvegs liggur í því að við erum með jafn stóran flota og fyrir fáum árum, jafnvel afkastameiri, og jafn miklar vinnslustöðvar — að veiða og vinna helmingi minni afla, en hann er samt miklu verðmætari. Við bætum ekki fiskmagnið með einni gengisfellingarkollsteypu enn, annað þarf að koma til, eink- um þegar við sjáum að verðmætið hefur aukist. Meiri og langvinnari árangur næst með því að bæta almenn rekstrarskilyrði þannig að atvinnuvegir okkar, sjávarútvegur, iðnaður og þjónusta og verslun, verði færir um að standast erlenda samkeppni. Vinnum aflann hér heima Aflarýmun hefur bitnað mjög á fiskvinnslu Suðurnesjamanna vegna þess að þar era kaup á fisk- mörkuðum mjög stór hluti heildar- hráefnis og samkeppni um það hefur lengi verið mikil og vex. Um hríð var Fiskmarkaður Suðurnesja með algera forystu í uppboðssölu fiskafla, en fiskmarkaðir starfa nú um nær allt land, og hlutdeild FS hefur minnkað. Aflarýrnun, þó ekki sé mikil, kemur hlutfallslega harðar niður á þeim sem kaupa hráefni á fiskmörkuðum, því þeir sem vinna sinn afla sjálfir leitast við að nýta hann betur við minnk- andi veiðiheimildir. Þó eitthvað hafi dregið úr því magni sem selt er óunnið úr landi er það enn umtalsvert — það fer í vinnslu er- lendis og ekki vinnur okkar fólk við þá fiskvinnslu. Mjög skammt er hér á veg kom- in vinnsla úr afurðum heilfrystitog- ara. Þær flytjum við enn úr landi eins og frysta flakablokk og marn- ingsblokk, blautverkaðan saltfisk, tunnusaltaða síld og hrogn — allt hráefni fyrir fullvinnsluverksmiðj- ur erlendra þjóða. í atvinnuleysi og verkefnaskorti fiskvinnslu okk- ar eram við því miður enn hráefn- isútflytjendur, Ýmsar ástæður valda, meira verð fyrir hráefnið erlendis vegna ríkisstyrkja innan EB, útgerð samningsbundin við erlendan kaupanda eða uppboðs- markað, ellegar að sjómenn krefj- ist siglinga eða að aflinn verði seld- ur erlendis ísaður í gámum — og konumar þeirra atvinnulausar heima! Og enn er lítið um fram- leiðslu neytendapakkninga í fisk- vinnslu okkar, ein slík saltfiskverk- smiðja í Vestmannaeyjum, fáeinar í frystihúsum um landið — en allt of lítið. Höfundur er þingmuður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjnneskjördæmi. MEÐAL ANNARRA ORÐA Hvers virði er bókin? eftir Njörð P. Njarðvík „Hann hefur feingið þær allar, sagði Jón Marteinsson; allar sem máli skipta. Þær sem hann ekki hafði á kirkjuloftum og í eldhús- krókum eða í mygluðum rúmbæl- um keypti hann af stórhöfðíngj- um og ríkisbændum fyrir jarðir og penínga þángaðtil alt hans fólk stóð uppi öreiga og var hann þó kominn af stórmennum ... Og aldrei um eilífð verður til neitt ísland utan það ísland sem Arnas Arneus hefur keypt fyrir sitt líf.“ Þessa tölu og öllu lengri flytur Jón Marteinsson nafna sínum Hreggviðssyni í íslandsklukkunni úti í Kaupmannahöfn og um leið þann sannleika, að upprani okk- ar, saga og tilveruréttur er fólg- inn í bókum. Jafnvel svo mjög, að skáldsagnapersónur á borð við þá Jóna tvo, sem hér era nefnd- ir, era okkur áþreifanlegur vera- leiki og venslamenn. Þegar aðrar þjóðir sýna fornar kirkjur, há- reista kastala, listilega smíðis- gripi, hljóðfæri, vefnað og mynd- list til marks um glæsta fortíð - drögum við fram skinnbækur. Og augu okkar ljóma, þegar við greinum gestum okkar frá því að hér sé tunga okkar og hugsun öll - á bókum. Engin þjóð er svo nákomin bókinni og við íslend- ingar. Hún er okkur dýrgripur líkt og helgimynd trúuðum manni. Og sannast að segja er varla hægt að hugsa sér bóklaus- an íslending. Bókmenntin hefur verið og er stolt okkar, bækur í stofu einkenni íslenskra heimila. Okkur myndi bregða í brún ef við kæmum inn á íslenskt heim- ili þar sem engir, bók væri til. Virk athöfn Þó eru teikn á lofti, sem benda til þess að nú sé að verða breyt- ing á afstöðu okkar til bóka. Bóksala hefur dregist saman undanfarin ár, lestur minnkað, og kennarar kvarta mun meira en áður undan lestrarerfiðleikum nemenda sinna. Við vitum að nokkra hvað veldur. Alþjóðleg síbylja kennd við afþreyingu dyn- ur á okkur með þvílíkum þunga að við eram líkt og gáttuð, berg- numin í þeirri merkingu að vera ginnt inn í hamra. Afleiðingin getur verið á við andlegan doða eða lömun. Við sitjum sljó og látum þetta yfir okkur ganga. Lestur aftur á móti er virk athöfn sem krefst meðsköpunar, íhugunar og ímyndunarafls og ýtir þar af leiðandi undir fijóa og sjálfstæða hugsun. Lestur styrkir vald manna á tungu sinni og vegur því á móti því linnu- lausa, óundirbúna snakki, sem einkennir útvarpsdagskrár okkar um þessar mundir. Lestur eykur orðaforða og aukinn orðaforði stuðlar að skýrari og vandlegri orðun hugsunar. Við höfum það daglega í eyrum okkar að minnk- andi lestur veldur hrakandi málf- ari. Þess vegna er lestur okkar blátt áfram lífsnauðsyn til þess að styrkja tungu okkar og þjóðar- einkenni. Við slíkar aðstæður ætti ráða- mönnum þjóðarinnar að vera ljóst að brýna nauðsyn ber til að stuðla með öllum ráðum að auknum lestri þjóðarinnar. En það er öðru nær. Það er engu líkara en þeim sé efst í huga að hraða því ófremdarástandi, sem hér hefur verið lýst. Örvænting augnabliksins Það er í sjálfu sér auðvelt að skilja örvæntingu þeirra sem taka að sér að ráða fram úr fjár- málum þjóðar okkar. Það er auð- velt að skilja að þeir leiti að hverri smugu til að reyna að afla ríkis- sjóði tekna. En örvænting augna- bliksins má ekki breytast í varan- lega örvæntingu. Islenskir stjórn- málamenn hafa sýnt það áþreif- anlega að þeir hafa enga stjórn á efnahagsmálum. Þeir keppast við að kenna hver öðrum um, eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. En íslensk- ir stjórnmálaflokkar eru samsek- ir í þessum efnum, nema kvenna- listakonur, sem enn hafa ekki átt aðild að ríkisstjórn. Þeir hafa stjórnað hver með öðrum og ár- angurinn er ekki glæsilegur. Sá sem er með allt sitt í van- skilum gerir ekki miklar áætlan- ir. Hann er sífellt á hlaupum að bjarga síðustu afborgun of seint. Líkt er nú farið um íslenska stjórnmálamenn. En þeir mega ekki valda varanlegum skemmd- um í sífelldri skammtímahugsun sinni. Þeir hældu sér af því með réttu að afnema virðisaukaskatt af islenskum bókum. En ef stjórnarliðar ætla nú á ný að auka álögur á íslenska bókagerð þá verður að draga þá til þungr- ar ábyrgðar. Ekki aðeins vegna þess að slíkar álögur koma illa við íslenska rithöfunda, útgef- endur, bókagerðarmenn, skóla- nemendur og þá einstaklinga sem kaupa bækur, heldur er í húfi menningarsöguleg nauðsyn. Ef enn dregur úr lestri, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskólu íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.