Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER 1992 17 Staða sjávarútvegs - fram- tíð íslenskrar fiskvinnslu eftír Steingrím J. Sigfússon í grein minni „Óviðunandi starfs- skilyrði standa framþróun í sjávar- útvegi fyrir þrifum", sem birtist í Morgunblaðinu í gær, var fjallað um stöðu sjávarútvegsins eins og hún kemur höfundi fyrir sjónir í dag og m.a. bent á að óviðunadi afkoma greinarinnar stendur allri framþróun fyrir þrifum. Hér á eftir er ætlunin að ræða aðllega um framtíð fiskvinnslunnar. Framtíð íslenskrar fiskvinnslu Framtíð fiskvinnslunnar er að sjálfsögðu um leið framtíð íslensks sjávarútvegs eins og við hljótum að sjá hana fyrir okkur. Það er að vinnsla aflans verði sjálfsagt og beint framhald af því að veiða fisk- inn. Rétt er þó að hafa í huga að þetta er ekkert sem er sjálfgefið eða tryggt um ókomna framtíð án þess að fyrir því sé hugsað. Fyrsta grundvallarreglan og for- senda allrar stefnumörkunar á því að vera að ekki aðeins „vinnsla" aflans í landi sé aðalmarkmið, held- ur fullvinnsla samkvæmt reglunni: Því meiri vinnsla — því betra. Þetta þarf ekki að útiloka að einhver til- tekinn hluti framleiðslunnar fari óunninn eða lítt unninn á ferskfisk- markað erlendis, enda sé þar á ferð- inni eiginlegur ferskfiskmarkaður í þeim skilningi, að fisksins sé neytt í framhaldinu án frekari vinnslu. Að sjálfsögðu getur verið hagstætt að nýta slíka markaðsmöguleika samhliða öðrum og land sem ætlar sér forystu til framtíðar í útflutn- ingi sjávarafurða verður að svara kröfum neytenda, líka þeirra sem vilja vöruna ferska. Á hinn bóginn verður stanslaust að vera á verði gagnvart þeirri hættu að við lend- um í hlutverki hráefnisútflytjand- ans, nýlenduhlutverki gagnvart fiskiðnaði á erlendri grund. „Landvinnslu/ fullvinnslustefna" Til hagræðis má skipta vinnsl- unni í tvo flokka: a. Vinnslu í landi. b. Vinnslu á sjó. Vinnsla á sjó getur í sumum til- vikum verið undanfarið hinnar en væntanlega ekki öfugt. Annað grundvallarmarkmið sem byggja á fiskvinnslustefnu framtíð- arinnar á er að halda vinnslu í landi sem mestri og vinna jafnframt á grundvelli þeirrar reglu að því meiri vinnsla því betra. Ég tel rétt- mætt og skynsamlegt að lögð séu til grundvallar ákveðin markmið um að hlutfall landvinnslu verði tiltölulega afgerandi, t.d. að það fari ekki niður fyrir 8/4 og alls ekki 2/3 hluta þess afla sem á annað borð er unninn hérlendis. Þetta má kalla „landvinnslu/fullvinnslu- stefnu". Fyrir slíkri stefnu má í aðalatrið- um færa tvennskonar rök. Það er: Efnahagsleg rök: 1. Vinnsla í landi býður að jafn- aði upp á meiri heildarverðmæta- sköpun og þar eru fjölbreyttari þróunarmöguleikar, ekki síst til frekari fullvinnslu (mannafli, hús- rými, sérhæfingarmöguleikar o.s.frv.). Vinnsla á sjó er yfirleitt meiri grófvinnsla vegna þeirra tak- markana sem aðstæður setja. 2. Vinnsla í landi getur nýtt þá fjárfestingu sem fyrir er í húsnæði og vélum. 3. Landvinnsla nýtir innlenda orku og e.tv. fleiri þætti sem eru innfluttir/aðkeyptir ef vinnsla fer fram á sjó. 4. Enn sem komið er hafa bein og allur annar úrgangur við sjó- vinnsluna horfið í hafið en úr þessu verða einhver verðmæti víðast hvar samhliða landvinnslu. 5. Síðast en ekki síst fylgja land- vinnslunni fleiri störf og því fylgja tvímælalaust kostir í atvinnu- og byggðalegu tilliti að hlutur hennar haldist sem mestur, svo ekki sé nú talað um núverandi aðstæður. Félagsleg rök: 1. Undir þennan þátt má heim- færa fjölmörg félagsleg og mann- leg atriði sem varða vinnuum- hverfi, fjölskyldulíf, félagslíf o.fl. Almennt séð hlýtur það að vera keppikefli að þróun fiskvinnslunnar gefí sem flestum sem þar starfa möguleika á að stunda vinnu frá heimili sínu og lifa venjulegu fjöl- skyldulífi o.s.frv. Óþarft er að fjöl- yrða um þá breytingu sem yrði á íslensku samfélagi ef þannig færi að fiskvinnslan færðist öll eða mestöll út á sjó. Vinnsla á sjó ætti því í aðalatrið- um að miðast við: a. Grófvinnslu í þágu áframhald- andi vinnslu í landi. b. Hagstæðustu kosti og þjón- ustu við hagstæðustu markaði á hverjum tíma. Dæmi um slíkt hefur verið vinnsla karfa á Japansmark- að. c. Stærstu og öflugustu skip flot- ans sem nýta veiðimöguleika á djúpslóð í verulegum mæli á móti heimamiðum. Til að tryggja framgang slíkrar þróunar verður að eyða öllum að- stöðumun milli vinnsluaðferða og tryggja, í ljósi ofangreindra mark- miða, að landvinnsla búi við a.m.k. ekki lakari starfsksilyrði en vinnsla á sjó. I því sambandi þarf að athuga mismunandi skattlagningu (að- stöðugjald, sjómannafrádrátt), hátt innlent orkuverð, mismunandi út- komu úr kvótakerfinu (mismunandi nýtingu) o.fl. Til viðbótar má svo með ýmsum almennum aðgerðum og stefnu- mörkun stuðla að slíkri „land- vinnslu/fullvinnslu"-þróun, saman- ber þjóðhagsleg og félagsleg rök hér að framan. Stjórn fiskveiða Óhjákvæmilegt er að nefna stjórn fiskveiða í þessu sambandi, þó svo ekki sé ætlunin í þessari grein að gera þann þátt að um- ræðuefni sérstaklega. Hitt er ljóst að ætli menn á annað borð að stuðla að þróun og sókn í fiskvinnslunni á komandi árum, reka það sem ég vil kalla „landvinnslu/fullvinnslu"- stefnu, þá verður fiskveiðistefnan að stuðla að slíku. Fiskveiðistefnan eða fiskveiðistjórnin má a.m.k. augljóslega ekki hamla gegn eða vera beinlínis mótdræg slíkri vinnslustefnu. Markmið fiskveiðistjórnunar í þessu sambandi verða: a. Fjölbreytni viðhalds í útgerð. Það er, að mismunandi útgerðar- hættir, stærðir skipa og veiðiað- ferðir tryggi fjölbreytta þróunar- möguleika og fullnægi þörfum fjöl- Steingrímur J. Sigfússon „Óhjákvæmilegt er að ráðstafanir í málefnum sjávarútvegsins verði víðtækar og taki til allra helstu útgjalda- þátta með það að mark- miði að lækka tilkostn- að, en einnig þarf að gera allt sem hægt er til að auka tekjur grein- arinnar. Það má hvorki vegna sjávarútvegsins, sem með sína miklu skuldabyrði á bakinu þarf sárlega á auknum tekjum að halda, né vegna þjóðarbúsins, gefast upp baráttulaust hvað það snertir." breyttrar, sérhæfðrar vinnslu. b. Stjórnunaraðferðir við veið- arnar eða tímabundin rekstrarskil- yrði mega ekki verða einhliða ráð- andi um þróun fiskvinnslunnar, heldur þróist veiðarnar ekki síður í takt við þarfir vinnslunnar. Til- koma kvótakerfísins og bágborin afkoma landvinnslu hafa tvímæla- laust veikt stöðu vinnslunnar til að hafa áhrif á þróun útgerðarhátta í sina þágu. c. Atvinnuhagsmunir og réttar- staða fiskvinnslufólks og sjómanna ásamt hagsmunum byggðarlag- anna verða að fá ákveðið vægi í fiskveiði- og sjávarútvegsstefnu framtíðarinnar. Hvorugt þarf að mínu mati að vera í nokkurri and- stöðu við markmið um að hámarka afrakstur lífríkisins og hagkvæmni í rekstri. Þróun sjávarútvegs næstu árin Þróun sjávarútvegsins rétt eins og annarra greina hlýtur að ráðast og á auðvitað að ráðast fyrst og fremst af framsýni og frumkvæði þeirra sem þar starfa. Það breytir þó ekki því og er í engri mótsögn við að stjórnvöld marki stefnu, leggi línur og setji fram grund- vallarmarkmið sem unnið sé eftir. Farsælast er án efa ef stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, og samtök launamanna og atvinnulífs, ná saman um slíka stefnumörkun og móta sameigilega sóknarlínur á viðkomandi sviði. Framsækin löggjöf um málefni greinarinnar á svo m.a. að endur- spegla slíka niðurstöðu. Hér fer á eftir, í nokkrum liðum, tilraun mín til að setja fram útlínur æskilegrar og líklegrar þróunar í sjávarútvegi næstu árin: * „Landvinnslu/fullvinnslu- stefna" verði mótuð og framkvæmd af stjórnvöldum, sölusamtökum, verkalýðshreyfíngu, hagsmuna- samtökum o.s.frv. með hámarks verðmæta- og atvinnusköpun í vinnslu að leiðarljósi. * Ákveðinn hluti útgerðar þróist sem útgerð stærri og öflugri frysti- skipa með möguleika til að vinna mikið úr aflanum, sækja á dýpri mið, búa vel að stórri áhöfn o.s.frv. * Minni frystiskip verði við lýði í einhverjum mæli, en sérhæfðari t.d. meira í heilfrystingu eða vinnslu á ákveðnum tegundum. * Einnig verði nokkur vinnsla, bæði frysting en einkum þó söltun, rekin á sjó sem undanfari frekari vinnslu á landi. * Hefðbundnnir ísfisktogarar hverfí að mestu á næstu árum, einkum þó þeir stærri og þar með einnig lengsta úthaldið. * Minni og miðlungsstór fiski- skip, með úthaldstíma að hámarki 4-6 daga, þjóni mörkuðum og vinnslu með ferskt (ófrosið) hrá- efni. Þessi floti verði fjölbreyttur að stærð og útgerðarháttum, tog- skip, línu-, neta-, nóta- og færa- veiðar, allt eftir aðstæðum. * Grunnslóð verði nýtt og minni byggðarlög eigi afram tilveru- grundvöll, m.a. gegnum smábáta og bátaútgerð sem njóti vissrar verndar. I því sambandi verður að skoða: a. Byggðatengingu einhvers hluta veiðiréttindanna. b. Girðingar (heimildir festar í vissum stærðarflokkum). c. Önnur úrræði tengd fískveiði- stjórnun (forgang veiðarfæra, tog- veiðilínur, frjálsar krókaveiðar eða þvíumlíkt). Með slíkum ráðstöfunum ætti að nást meiri sátt um fískveiði- stefnuna, hvað sem öðru líður, og draga úr því óöryggi sem byggðar- lögunum er búið í núverandi kerfi, einkum þeim minnstu. * í alþjóðasamskiptum verði af- nám ríkisstyrkja, eiginleg fríversl- un, sérstakt baráttumál. FjöV- breyttir markaðir, ekki öll egg í sömu körfu, afnám tollahindrana og hagstæð viðskiptakjör á öllum mörkuðum verði annað mikilvægt leiðarljós. Ýtrustu réttinda íslend- inga yfír eigin lögsögu og svæðum sem við eigum tilkall til verði jafn- an gætt. Hlutdeild okkar í sam- eiginlegum stofnunum á nálægum hafsvæðum verði tryggð með samningnum. * Rannsóknir verði stórauknar, þar á meðal á afleiðingum mismun- andi veiðiaðferða og kostum og göllum hinna ólíku útgerðarhátta. Slíkar rannsóknir verði liður í að bæta umgengni um lífríkið og leggja grunn að umhverfísvænni eða sjálfbærri þróun innan greinar- inar. Fyrstu aðgerðir Nauðsynlegt getur reynst að grípa til bráðabirgðaráðstafana, svo sem taka tímabundið fyrir frek- ari nýsmíðar skipa og viðskipti með varanlegar veiðiheimildir uns ný og heildstæð sjávarútvegsstefna hefur verið mótuð og þróunarfor- sendur hennar tryggðar. Það verk- efni þolir hins vegar enga bið. Róttækar aðgerðir til að bæta afkomu greinarinnar eru hins vegar forsenda þess að hér verdi einhver sjávarútvegur til að þróast. Þar hefur þingflokkur Alþýðu- bandalagsins nýlega sett fram viða- miklar tillögur og vísa ég til þess, en þar er í sérstökum kafla farið ítarlega yfír það hvernig bæta megi starfsskilyrði útgerðar og fískvinnslu og stuðla að fjárhags- legri endurskipulagningu í grein- inni. Óhjákvæmilegt er að ráðstafanir í málefnum sjávarútvegsins verði víðtækar og taki til allra helstu útgjaldaþátta með það að markmiði að lækka kostnað, en einnig þarf að gera allt sem hægt er til að auka tekjur greinarinnar. Það má hvorki vegna sjávarútvegsins, sem með sína miklu skuldabyrði á bak- inu þarf sáriega á auknum tekjum að halda, né vegna þjóðarbúsins gefast upp baráttulaust hvað það snertir. Verkefnið er stórt og rétt eins og auðlindir sjávar eru sameign okkar allra og ósjaldan er minnt á, þá eru erfiðleikar sjávarútvegs- ins erfiðleikar okkar allra. Höfundur er varaformaður Alþýðubandaíagsins ogsiturí sjávarútvegs- og efnahags- og viðskiptanefndum Alþingis. anskar buxur. ^&anskar stretsbuxur. <_X^—> Nybýlavegi 12, sími 44433. Þúopnar ora dós og gæðin koma í Ijósl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.