Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Mestu gljúfur á íslandi Dimmugljúfur sem Jökulsá á Dal fellur um inn af Jökuldal eru mestu gljúfur hér á landi. Áin hefur grafíð sig í gegnum klöppina og eftir stendur um 150 metra hár þverhníptur hamraveggur á löngum kafla. Myndin er tekin út eftir Dimmugljúfrum, sem stundum eru einnig nefnd Hafrahvam- magljúfur eftir samnefndum hvömmum, og er gljúfrið 200 metra hátt í klettinum sem hæst ber vinstra megin á mynd- inni. Aldrei hafa menn lagt í að fara á bátum eftir Jökulsá í Dimmugljúfrum. Ómar Ragnarsson fréttamaður á Stöð 2 var ásamt myndatökuliði við Hafrahvamma á dögunum að safna efni í umhverfisþáttinn Aðeins ein jörð. Lenti hann á flugvél sinni á miklum sandsléttum á Brúardölum, rétt utan við Gíga. í baksýn á minni myndinni sést Fremri-Kárahnjúk- ur. Blönduós Atökum linnir í Luanda Islending- arnir áfram í Angóla STJÓRNARHERINN í Angóla virðist hafa náð undirtökum í átökum við UNTTA-skæruliða og sagði Kjartan Guðmundsson flug- stjóri, sem hefur verið í Luanda meðan á átökunum stóð ásamt félögum sínum Smára Sigurðssyni og Jóhanni Jóhannssyni, að allt útlit væri fyrir að þeir dveldust áfram í landinu og lykju sínum störfum þar. „Stjórnarherinn telur sig hafa hrakið síðustu UNITA-mennina út úr borginni. Það hefur heyrst einn og einn skothvellur í dag. Fólk er lítið farið að fara út úr húsum og mér skilst að það liggi lík á götum úti um alla borg. Það liggur enn öll vinna niðri," sagði Kjartan. „Það er ekki víst að við förum úr borginni. Það er hugsanlegt að við förum ekki neitt og reynum að ljúka okkar samningi héma. Flestir telja að það líði langur tími áður en UN- ITA-menn láti að sér kveða á ný. Þeir eru á undanhaldi, gangandi fyr- ir utan borgina, illa á sig komnir,“ sagði Kjartan. ♦ ♦ ♦ Veiddi 45 • / / Hlutabréfakaup í Kaupfélagi Húnvetninga kljúfa bæjarstjóm ÁGREININGUR er kominn upp í meirihluta bæjarstjórnar Blönduóss, vegna kaupa á hlutabréfum i Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi. Kaupfélagið óskaði eftir að bæjarstjórn keypti hlutabréf fyrir 8 til 10 milljónir. Samstaða náðist ekki um kaupin meðal fulltrúa meirihlut- ans, sem myndaður er af D-lista sjálfstæðismanna og H-lista vinstri- manna og óháðra. Fulltrúar H-Iista leituðu eftir stuðningi minnihlut- ans, K-lista félagshyggjufólks. Hafa H-listi og K-listi sameinast um að kaupa hlutabréf í Kaupfélaginu fyrir 12 milljónir. Þar með telur Óskar Húnfjörð oddviti D-lista að meirihlutasamstarfi sé lokið við H-lista en Pétur Arnar Pétursson oddviti H-lista telur að meirihlutinn standi og að ekki hafi verið óeðlilegt að leita eftir stuðningi við K-lista. Vegna erfíðleika í rekstri hefur Kaupfélag Húnvetninga leitað til bæjarstjórnar Blönduóss og ná- grannasveitarfélaga um fjárhagsað- stoð. Að sögn Óskars Húnfjörð var óskað eftir að bæjarstjóm keypti B-stofns bréf, sem Sölufélag A-Hún- vetninga á í Kaupfélaginu en bæði félögin em í eigu bænda. Sjónarmið D-listans var að ef styrkja ætti Kaupfélagið, þá ætti sá styrkur að greiðast beint til Kaupfélagsins en ekki að kaupa upp skuldir félagsins við Sölufélagið. „Við treystum okkur ekki til að styðja það að bærinn gengi inn í rekstur, sem er í samkeppni við önn- ur fyrirtæki bæjarins," sagði Óskar. „Til þess að sýna samstöðu með öðrum sveitarfélögum bentum við á að við værum tilbúnir til að aðstoða Kaupfélagið með því að breyta gjöld- um þess í víkjandi lán. Lánið yrði verðbætt en án vaxta og að ekki yrði greitt af því fyrr en óráðstafað eigið fé yrði jákvætt en það er nú neikvætt um 80 millj. Þetta gátu samstarfsaðilar okkar ekki fallist á en vildu að keypt yrðu hlutabréf í Kaupfélaginu fyrir 8 til 10 milljónir. Þeir leituðu til minnihlutans, K- lista félagshyggjufólks, til að ná fram þessum kaupum og til að ná samstöðu þar kostuðu þeir til 4 millj- ónum umfram það sem beðið var um eða 12 milljónir úr bæjarsjóði," sagði Óskar. Hann bætti við að ekki væri rúm fyrir nema einn meirihluta og því teldu fulltrúar D-lista sig ekki leng- ur bundna af samstarfi við H-lista, eftir þann trúnaðarbrest sem orðið hefði. „Þetta var ekki spuming um markmið heldur um leiðir,“ sagði hann. „Ég hef verið að velta því fyrir mér af hveiju þessi áhersla var lögð á að þessi bréf yrðu keypt en ekki ný bréf til að koma fyrirtækinu til hjálpar. Reyndar lagði K-listinn áherslu á það og sú varð niðurstað- an.“ Hann fengi ekki betur séð en að bæjarstjóm hafí verið ætlað að greiða að hluta skuld Kaupfélagsins við Sölufélagið, þar sem ekki hefði verið um forgangskröfu að ræða ef til gjaldþrots kæmi hjá Kaupfélag- inu. Pétur Amar Pétursson oddviti H-lista sagðist ekki líta svo á að samstarfí við D-lista væri lokið. Hann hefði ekki fengið formlega staðfestingu þess efnis. Minnti hann á að D-listi hafí ásamt K-lista fellt þeirra tillögu. „Var það ekki meiri- hlutamyndun? Á þeim fundi komu fram þijár tillögur sem allar voru felldar,“ sagði hann. „Eftir það var ljóst að ekki var um meirihlutatillögu að ræða. Það var búið að reyna til þrautar að ná samkomulagi en það tókst ekki. Okkur greindi ekki á um markmið heldur um leiðir. Við áttum ekki aðra möguleika en að leita til minnihlutans um stuðning við kaup- in á B-stofns bréfunum í Kaupfélag- inu og sú leið var farin.“ Samþykkt var að kaupa bréf fyrir 12 milljónir og sagði Pétur að hlut- lausir aðilar teldu að sú fjárhæð nægði Kaupfélaginu. rjupur a Holtavörðu- heiðinni Bíldudal. RJÚPNASKYTTA ein úr höfuð- borginni gerði góðan veiðidag þegar hún veiddi 45 ijúpur á Holtavörðuheiði nýverið. Skyttan hafði áður fengið um 50 ijúpur eftir tveggja daga veiði á Snæfellsnesi og er komin með tæplega 100 ijúpur eftir þijár veiðiferðir. í samtali við skyttuna, sem ekki vildi láta nafns sins get- ið, sagði hún að ijúpan hefði verið mjög spök og að það hafi verið töluvert af henni á fyrmefndu svæði. Nokkrum dögum síðar veiddi ein skytta 20 ijúpur á sama svæði. R. Schmidt Jassrokk í Hótel Islandi á fímmtudag Tónleikar Blood, Sweat and Tears JASS og rokk eiga fátt sameiginlegt að flestra mati, þó sveitir eins og Blood, Sweat and Tears hafi sýnt og sannað að samkr- ull af hvoru tveggja getur skilað góðum árangri. Sú sveit er væntanleg er til Islands og heldur tónleika í Hótel íslandi á fimmtudagskvöld, með leiðtoga sinn í áraraðir, David Clayton- Thomas, fremstan í flokki. Blood, Sweat and Tears rekur rætur sínar til þess er A1 Kooper, sem starfað hafði mikið með Bob Dylan, vildi reyna hvort ekki mætti fella saman rokk og jass. Það at- hæfi vakti gríðarlega athygli, þó sveitin hafí verið vinsælli meðal gagnrýnenda en plötukaupenda. Blood, Sweat and Tears var stofn- uð snemma árs 1968 og sendi frá sér fyrstu breiðskífuna það vor. Meðstofnendur Koopers að sveit- inni áttu síðar eftir að setja svip sinn á bandarískan „rokkaðal" og gera enn, en þeir voru meðal ann- arra Randy Brecker og Steve Katz. Kooper og Brecker hættu skömmu eftir að fyrsta platan kom út, en í stað Koopers kom kanadískur stórsöngvari, David Clayton- Thomas. Með Clayton-Thomas sem leiðtoga fóru hjólin fyrst að snúast hjá sveitinni og önnur breið- skífa hennar, sem bar einfaldlega nafn sveitarinnar, gerði Blood, Sweat and Tears heims- þekkta. Þau lög sem slógu helst í gegn af plötunni hafa komist í hóp laga sem allir skemmtikraftar verða að kunna; You Made Me So Very Happy og Spinning Wheel, en seinna lagið er eftir Clayton- Thomas. Til viðbótar við gríðarlega söiu fékk sveitin þrenn Grammy- verðlaun fyrir plötuna, sem gagn- rýnendum þótti boða nýja tíma í dægurtónlist. Þriðju plötu Blood, Sweat and Tears svipaði um margt til þeirrar sem á undan var komin og seldist álíka vel. Með íjórðu plötunni fór þó að halla undan fæti, enda höfðu fjölmargar sveitir Blood, Sweat and Tears í árdaga. fylgt í humátt á eftir Blood, Sweat and Tears, þeirra helst líklega Chicago, og samkeppnin því harðn- að. Clayton-Thomas var líka búinn að fá fíðring fyrir því að vera einn síns liðs og sagði skilið við félaga sína 1972. Honum gekk þó ekki ýkja vel einum og hljómsveitin þótti hafa glatað flestu því sem í hana var spunnið þegar hann var farinn. Eftir fjögurra ára eymd- artíma sveitarinnar, þar sem mannabreytingar voru tíðar en uppskeran rýr, sneri Clayton- Thomas aftur til sveitarinnar og vinsældir hennar tóku kipp uppáv- ið. Aldrei hefur sveitinni þó tekist að ná viðlíka vinsældum og þegar uppgangur hennar var mestur, en fróðir hafa reiknað út að þegar best lét hafi Blood, Sweat and Tears selt 35 milljónir hljómplatna. Meðfram því að reka sveitina hefur Clayton-Thomas lagt nótt við dag í lagasmíðum og sendir frá sér innan skamms sólóskífu. Eins og áður sagði er sú útgáfa af Blood, Sweat and Tears sem hingað kemur skipuð David Clayt- on-Thomas fremstum meðal jafn- ingja, en þeir sem heyrt hafa í henni segja að þar sé valinn maður í hveiju rúmi og sveitin gríðarsterk um þessar mundir. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.