Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER 1992 19 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli tækjavæðist Þótt samdráttur sé fyrirsjáanlegur í framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli virðist lítið hafa dregið úr endurnýjun á þeim tækjakosti sem þar er notaður, því að sögn Haralds Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Keflavíkurflugvelli, hefur slökkviliðið nýlega fengið þrjá slökkvibíla eins og þennan til notkunar og eru þeir samtals um 40 milljón króna virði. Haraldur sagði að þessir bílar, sem væru sérhannað- ir fyrir slökkvistörf á flugvöllum, væru að öllu leyti smíðaðir hjá Oshkosh verksmiðjunum í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þeir bætast í þann tækjakost sem 150-160 manna starfslið Haraldar hefur úr að spila en það sinnir auk slökkvistarfa ýmsum öðrum störf- um á varnarsvæðinu, svo sem snjóruðningum og hefur tækjakostur þeirrar deildar einnig verið end- urnýjaður með nýjum plógum undanfarið. Borgarstjóri heimsækir Þýskaland Darmstadt. Prá Sigþóri Einarssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins. MARKÚS Örn Antonsson borg- arstjóri var um helgina í hálfop- inberri heimsókn í Bonn í Þýskalandi. Tilefni heimsókn- arinnar var fyrst og fremst undirbúningur svokaUaðra Reykjavíkurdaga, sem haldnir verða næsta sumar í tengslum við sumarlistahátíðina í Bonn. Meðal atriða þar verður sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals, sú fyrsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Borgarstjóri átti viðræður við borgarstjóra Bonn og fieiri emb- ættismenn um helgina og á mánu- dag var honum haldið hádegis- verðarboð í ráðhúsinu í Bonn. í ferðinni heimsækir Markús Örn einnig Berlín. Hugmyndir stjórnar Landssamtaka atvinnulausra Stjórnvöld beini fé til styrktar atvinnustarfsemi í réttan f arveg ÁSTAND í atvinnumálum á íslandi kallar á aðgerðir stjórnvalda, frek- ar en fundahöld. Þau ættu að beina fé til rannsókna, vöruþróunar og áhættulána, með því meðal annars að auka fé Rannsóknaráðs, breyta Iðnlánasjóði og stofna nýjan hlutabréfasjóð. Þetta eru lykilorð í álykt- un sljórniir Landssamtaica atvinnulausra frá því um helgina. Þar segir einnig að samtökin trúi á frumkvæði fólksins í landinu, það sé hlut- verk stjórnvaldii að skapa rétt skilyrði atvinnurekstrarins. Lausn á vanda atvinnulífsins nú felist í að veita í réttan farveg því fé sem sljórn- völd hafa þegar ákveðið að nota til að styrkja atvinnustarfsemi. Reynir Hugason formaður Lands- samtaka atvinnulausra segir að eftir tíu daga tilvist þeirra séu félags- menn um 740. En atvinnulausir á landinu, skráðir og óskráðir, séu taldir nálægt 5.000. Tími sé kominn til að stjórnvöld fari að hlusta á holl ráð um hvað sé grundvöllur framfara og hagvaxtar í landinu. Glæný skýrsla Efnahags- og framfa- rastofnunar Evrópu átelji íslensk stjórnvöld fyrir að veita ekki meira fé til áhættulánastarfsemi, rann- sókna og vöruþróunar. í ályktun stjórnar félags atvinnu- lausra er bent á að í Bandaríkjunum skapi frumkvöðlar eða einyrkjar 80% allra nýrra starfa í ár. Það segi sína sögu um hvar leita eigi lausna á atvinnuleysinu. „Frumkvöðlar á ís- landi eru hins vegar nánast flokkað- ir með heimilislausum þar sem fjár- málakerfi okkar gerir hvergi ráð fyrir fyrirgreiðslu þeim til handa. Stjórnvöld verða að breyta strax um stefnu. Atvinnulausir nærast ekki í dag á álveri sem kannski kemur eftir tvö til þrjú ár eða rafstrengja- verksmiðju sem hugsanlega kemur eftir fimm til tíu ár. Verkefni eins og tvöföldun Reykjanesbrautar og Hvalfjarðargöng eru aðeins tíma- bundin og fjármagn til þeirra er að miklu leyti varið til tækja og efnis- kaupa, aðeins lítill hluti fer í greiðslu launa." Aukið fé til rannsókna Landssamtök atvinnulausra leggja til að nú þegar verði aukið fjármagn sem fer um Rannsóknar- ráð ríkisins á næsta ári úr 100 í 500 milljónir, án þess að minnka fjár- framlög til annarra rannsókna. Þá fyrst skipti þessir peningar máli. Vöruþróun og rannóknir virðist ekki hafa náð sér nægilega á strik þrátt fyrir frábæran árangur hjá Marel til dæmis eða íslensku bergvatni. í ályktuninni segir að hlutverki Iðnlánasjóðs verði að breyta og áhættulán vegna vöruþróunar að hækka, auk þess sem veita þurfi slík lán til stofnunar nýrra fyrir- tækja. „Lánin þurfa að hækka úr 50% í 80-90% af heildarkostnaði, svipað og gilti um lán til skuttogara- kaupa á sinum tíma. Þá fyrst er hægt að gera ráð fyrir að atvinnulíf- ið taki kipp...Fjármagn til áhættul- ána úr Iðnlaánsjóði þarf að auka úr 200 í 1.000 milljónir á árinu 1993...Stuðningskerfið eins og það er nú er götótt þannig að frumkvöð- ull fær til dæmis engan stuðning við markaðssetningu vöru sinnar. Úr þessu þarf að bæta." Stjórn samtaka atvinnulausra vill að hætt verði að gera upp á milli fyrirtækja þegar veita á lán, eftir eðli starfseminnar. í ályktun stjórn- arinnar segir að öll fyrirtæki skapi atvinnu og gefi vonandi arð. Arð- semin sé það eina sem skoða eigi, ekki hvort um sé að ræða iðnað, þjónustu eða aðra starfsemi. Sfjórnvöld hvetji fólk til framkvæmda Samtökin mælast til að stjórnvöld hvetji atvinnulausa en hugmynda- ríka menn og konur til að vinna á atvinnuleysisbótum við að undirbúa stofnun og rekstur eigin fyrirtækja. Þau stinga upp á að stofnaður verði skóli sem kenni frumkvöðlum grund- vallaratriði í stofnun og rekstri fyrir- tækja. í ályktuninni segir að kerfið letji menn til átaka eins og það sé nú úr garði gert. Bent er á í ályktuninni að verk- menntun sé stórlega vanrækt í land- inu og fé til hennar sparað. En hald- góð og nútímaleg verkmenntun sé jafn mikilvæg viðo endurreisn at- vinnulífs og fjármagnið. Nýr hlutabréfasjóður Nýr hlutabréfasjóður er leið fyrir stjórnvöld til að stuðla að skynsam- legri atvinnuuppbyggingu, að áliti stjórnar Landssamtaka atvinnu- lausra. Hún telur að slíkur sjóður ætti í upphafi að hafa nokkur hundr- uð milljónir til ráðstöfunar og kaupa hlutabréf eftir vandað arðsemismat, til að styrkja fyrirtæki til arðvæn- legra átaka eða koma nýjum fyrir- tækjum á fót. Ríkiseign sjóðsins myndi auka traust og vera öðrum fjárfestum til leiðbeiningar, en gengi bréfa ráðast af arðsemi fyrirtækja sem þau væru fest í. Embættismenn og sérfræðingar myndu fá tækifæri til að meta rétt arðsemi og lífsmögu- leika vaxtarsprota atvinnulífsins, eftir ályktuninni, og ættu að standa og falla með með mati sínu. Stjórn samtakanna bendir á að atvinnuleysisbætur dugi hvergi nærri til framfærslu og mjög marg- ir fái engar bætur. „Fjöldi fólks hreinlega sveltur um þessar mundir auk þess að geta ekki staðið við fjár- hagslegar skuldbindingar sínar. Fremsta baráttumál samtakanna er að stuðla að því að allt vinnufært fólk geti haft vinnu...Allt of margir fullfrískir félagar í samtökunum hafí gengið atvinnulausir í tvö til þrjú ár. Þeir líta ekki sig sem ann- ars eða þriðja flokks borgara þótt þeir hafi orðið fyrir því að missa vinnuna, en eru á hinn bóginn fullir reiði í garð stjórnvalda sem þeim finnst bera ábyrgð á atinnuleysi þeirra og ekki skilja vandann til hlít- ar. Aðgerðir stjórnvalda í atvinnu- málum láta á sér standa, nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar um at- vinnumál virðist hafa erfiðar fæð- ingarhríðir. Hugmyndafátækt og ráðleysi ræður ríkum, en nú er tími athafna, ekki fleiri orða." Málræktarsjóður fær minning- argjöf um Steinunni S. Briem MÁLRÆKTARSJÓÐI hefur bor- ist vegleg gjöf, 230 þúsund krón- ur, til minningar um Steinunni S. Briem, þýðanda og blaða- mann. Á sjöunda áratugnum þýddi Steinunn á annan tug bóka, meðal þeirra Ævintýri múmínálfanna eft- ir finnsku skáldkonuna Tove Jans- son. Fyrir það verk hlaut hún barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar þegar þau voru veitt i fyrsta sinn árið 1973. Hún varð þýðandi og þáttagerðarmaður við sjónvarpið er það hóf göngu sína og starfaði sem blaðamaður á Vísi og síðar Fálkanum um árabil. Yfír hundrað viðtöl hennar frá þessum árum voru gefin út ítveim- ur bindum undir nafninu I svip- myndum. Steinunn lést árið 1974. Barnabókaverðlaunin voru veitt í tvennu lagi, þ.e. fyrir frumsamin rit og þýðingar og hlaut Steinunn hin síðarnefndu. í ræðu sem Eirík- ur Hreinn Finnbogason, þá borgar- Steinunn S. Briem. bókavörður, flutti við afhendinguna gat hann þess að margar þeirra barnabóka sem út koma hér árlega séu þýddar og- varðaði þá miklu að vel tækist bæði um val bóka og meðferð í þýðingu og í prentsmiðju. Dómnefndin kynnti sér rækilega þýddar barnabækur síðari ára og var á einu máli um að mæla með þýðingu Steinunnar S. Briem á Múmínálfinum. Um þær bækur sagði Eiríkur Hreinn: „Bæði er það að bækur þær sem hér um ræðir eru einstaklega geðþekkar börnum og þýðingar þeirra á þann veg frá málfarslegu sjónamiði, að þær ættu að vera allgóður skóli í meðferð móðurmálsins þeim ungu lesendum sem þessar bækur eru ætlaðar. Þýðingar Steinunnar Briem eru einkar liðlegar og hvergi þýðingar- bragð. Málið er fjarska eðlilegt og gætt listrænum þokka, m.ö.o. með- ferð sem hæfir vel ágætum barna- bókum mikillar konu." (Fréttatilkynning) m-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.