Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGÚKBI-AÐIÐ MÉ)VlkUDAGUR 4. NÖVEMBÉR 1092 Flóttamannavandinn í Þýskalandi Kohl hótar að lýsa yfír neyðarástandi Bonn. The Daily Telegraph. ÞÝSK dagblöð hafa á undanförnum dögum birt fréttir þess efnis að Helmut Kohl kanslari hafi haft í hótunum við stjórnarandstöð- una. Er kanslarinn sagður hafa lýst því yfír að ef ekki næðist sam- komulag um hvernig hægt væri að draga úr straumi flóttamanna myndi hann lýsa yfir neyðarástandi og fara þannig í kringum stjórn- arskrá landsins. Heimildarmaður fjölmiðla er Johannes Gerster, varaformaður þingflokks Kristilegra demókrata, flokks Kohls kansl- ara. Hefur hann einnig sagt að ef jafnaðarmönnum, sem eru stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, takist ekki að ná samkomulagi um flótta- mannamálin á þingi sínu eftir tvær vikur þá verði reynt að fá sam- þykkt lög í þinginu með einföldum meirihluta. Keuter Þessum hugmyndum hefur verið harðlega mótmælt enda engin for- dæmi fyrir því hingað til að stjórn- arskráin sé ekki virt. Allar breyting- ar á henni verður að gera með tveimur þriðju atkvæða. Ef leiðin sem Gerster ræðir um yrði farin er líka talin hætta á að stjómin í Króatískur hermaður I Bosníu kveikir á kerti á gröf frænda síns, en á bak við hann er serbneskur hermaður á verði. Myndin var tekin í bosníska þorpinu Poiyavici, sem er á valdi Serba, eftir að her- sveitir Króata og Serba höfðu samið um vopnahlé. Stj órnarerindrekar uggandi um áframhald friðarviðræðnanna í Genf Segja að Serbar telji nú tíma- bært að stofna „Stór-Serbíu“ -t=:---------r= Yfirráðasvæði í V UNGV.LAND Bosníu-Herzegóvínu ■ |Q Serbar Belgrad, Genf, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. MILAN Panic, forsætisráðherra Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, á nú í harðri baráttu við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og stuðningsmenn hans, sem vilja losna við hann úr embættinu. Stjórnarerindrekar í Genf segja að vantrauststillaga gegn Panic, sem lögð var fram á júgóslavneska þinginu í gær, og herskáar yfirlýsingar Serba i Bosníu og Króatíu að undanförnu séu ekki góðs viti fyrir friðarumleitanir Sameinuðu þjóðanna og Evrópu- bandalagsins. „Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að Serbar í Bosníu, Króatíu og Serbíu hafi dregið þá ályktun að nú sé tímabært að stofna „Stór-Serbíu“ og þeir kæri sig kollótta um álit umheimsins," sagði stjórnarerindreki, sem hefur tekið þátt í friðarumleitununum í Genf. • Zagreb Króatar _ Múslimir IKróatar og Múslimir VOJVODINA Belgrad . ' r“ ' Serbneskir þjóðemissinnar em æfir út í Panie vegna samstarfs hans við Vesturlönd til að binda enda á stríðið í Bosníu og hug- mynda hans um að semja við al- banska meirihlutann í héraðinu Kosovo, sem heyrir undir Serbíu. Neðri deild júgóslavneska þingsins ESAB RETTUR RAFSUÐUVIR Eitt mikilvægasta atriði varð- andi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til að ná hámarks gæðum við suðu er nauðsynlegt að velja vírinn með tilliti til efnis og aðstæðna. Við eigum ávallt á lager mikið úrval rafsuðuvíra, bæði pinnavíra, gegnheila rúlluvíra og duftfyllta rúlluvíra fyrir flesta málma og aðstæður. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 624260 samþykkti í fyrradag tillögu um að lýsa yfír vantrausti á Panic. Efri deildin felldi hins vegar tillöguna í gær með 18 atkvæðum gegn 17 og kom þannig í veg fyrir að Panic neyddist til að segja af sér. Vantrauststillagan er til marks um vaxandi spennu milli Milosevics Serbíuforseta og leiðtoga júgó- slavneska sambandsríkisins, sem vilja koma á friði og fá Sameinuðu þjóðimar til að aflétta viðskipta- banni sínu á Serbíu og Svartfjalla- land. Lítið virðist skorta á að Mil- osevic nái því markmiði sínu að ná yfírráðum yfír öllum þeim land- svæðum sem Serbar hafa byggt í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu. Serbar í Bosníu náðu í síðustu viku bosnísku borginni Jajce á sitt vald eftir harðar stórskota- og skriðdrekaárásir og hröktu mú- slimska íbúa hennar á flótta. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Serba því með töku borgarinnar opnuðu þeir leið milli Serbíu og her- námssvæða Serba í Króatíu. Um svipað leyti efndu leiðtogar Serba í Bosníu og Króatíu til „þingfund- ar“ þar sem þeir lýstu yfír stofnun nýs ríkis, Serbnesku Bosníu, sem.i, yrði síðar sameinað landsva;ðum - Serba í Króatíu. Ákveðið var að serbneskir hermenn í Króatíu og Serbíu skyldu vera undir sameigin- legri herstjóm. „Þingið" samþykkti ennfremur ályktun á mánudag þess efnis að fulltrúar Serba í Bosníu myndu ekki taka þátt í friðarviðræðunum í Genf nema ríki þeirra yrði viður-jr kennt formlega. Stjómarerindrekar í Genf sögðu þó í gær að svo virt- ist sem Serbamir myndu ekki fram- fylgja þessari hótun þegar í stað. Milligöngumenn Sameinuðu SERBIA þjóðanna og Evrópubandalagsins, Cyras Vance og Owen lávarður, útiloka viðurkenningu á nýja ríkinu, að sögn stjómarerindreka í Genf. Þeir hafa einnig hafnað tillögum Serba um skiptingu Bosníu í kan- tónur á þjóðemisiegum forsendum og lagt til að landinu verði skipt í sjö til 10 svæði, aðallega eftir efna- hagslegum aðstæðum. Stjómarer- Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. EIGENDUR lítilla fískibáta gáfu Kaupmannahafnarbúu m ókeypis sólflúru i gær, alls um 700 kíló, til að mótmæla niðurskurði á veið- ikvóta. Almenningur streymdi nið- ur að höfn með fötur til að ná sér í soðningu. Bátamir voru um 70. Sólflúru- kvótinn hefur verið minnkaður úr 300 kílógrömmum á bát í hverri viku Macintosh fyrir byrjendur hk-92101 Gmnnatriði Macintosh, Works-ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byijendur. Tölvu- 09 verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 © * & Bonn yrði sökuð um tvöfalt siðgæði á alþjóðavettvangi þar sem hún komst hjá því að taka með beinum hætti þátt í Persaflóastríðinu á þeirri forsendu að það samrýmdist ekki stjómarskránni. Þjóðverjar eiga af sömu ástæðu ekki aðild að friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Þó að talsmaður kanslarans hafi vísað því á bug að kanslarinn ætli að lýsa yfír formlegu neyðarástandi þá er mönnum enn í fersku minni að á þingi kristilegra demókrata í síðustu viku sagði hann að „neyðar- ástand" blasti við ef ekki yrði fund- in lausn á flóttamannavandanum. Eins og staðan er í dag skyldar stjómarskráin Þjóðveija til að veita öllum þeim flóttamönnum hæli sem fara fram á það. Hefur þetta leitt til flóðbylgju flóttamanna á síðustu misserum sem er talin ein helsta ástæða mikillar fylgisaukningar hægriöfgamanna. Flestir em sammála um að eitt- hvað verði að gera en samkomulag næst ekki um hvað í þeim aðgerðum þurfí að felast. Otto Lambsdorff greifí, leiðtogi Fijálsa demókrata- flokksins, sem er einn stjórnar- flokkanna þriggja, sagði að flokkur hans myndi enga aðild eiga að laga- setningu sem hugsanlega stæðist ekki prófun stjómlagadómstóls Iandsins. Þá sagði Ingrid Mattháus- Maier, einn talsmanna Jafnaðar- mannaflokksins, að allar tilraunir til að lýsa yfír neyðarástandi myndu jafngilda „hallarbyltingu að ofan“. indrekamir segja að Vance og Owen lávarður líti á hótun Serba um að hætta þátttöku í friðarvið- ræðunum sem ögmn við Sameinuðu þjóðirnar og Evrópubandalagið. Hið sama sé að segja um nýjustu land- vinninga þeirra, árásir þeirra á múslimska flóttamenn frá Jajce og áformin um sammna landsvæðanna í Króatíu og Bosníu. Danskir sjómenn mót- mæla kvótatakmörkun niður í 150 kíló en talsmenn sjó- manna segja að nóg sé af tegund- inni á miðunum og saka líffræðinga um að hafa vanrækt að kanna ástand stofnsins. Kent Kirk sjávarútvegsráðherra fékk fyrr á árinu leyfi Evrópubanda- lagsins til að hækka sólflúrukvótann um 10-20% frá því sem ákveðið hafði verið, þetta var gert með því að láta af hendi aðra veiðikvóta í staðinn. Á þessu ári verður staðið fyrir mikilli úreldingu í danska fískibátaflotan- um, alls verður um að ræða sam- drátt er nemur 9.000 tonnum og veitir Evrópubandaiagið fjárstyrk til framkvæmdarinnar. Stjóm banda- lagsins hefur komist að þeirri niður- stöðu að veiðigeta flota bandalagsins sé allt of mikil miðað við þann afla sem skynsamlegt geti talist að veiða án þess að gengið sé á stofnana. Vonir um vopnahlé í Ángóla SKIPST var á skotum í Lu- anda, höfuðborg Angóla, í gær en kyrrt var þó í borginni að kalla miðað við það, sem verið hefur síðustu daga. Reyna full- trúar Sameinuðu þjóðanna og Portúgalsstjómar að koma á vopnahléi milli stjórnarflokks- ins, MPLA, og Unita-hreyfíng- arinnar og í gær skiptust fylk- ingarnar á stríðsföngum. Fréttir em um, að varaforseti Unita, Jeremias Chitunda, og Salupeto Pena, hægri hönd og frændi Jonasar Sawimbis, leið- toga Unita, hafí verið skotnir. Svíar snúast gegn EB-aðild í FYRSTA sinn em andstæð- ingar aðildar Svía að Evrópu- bandalaginu, EB, fleiri en stuðningsmennirnir. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birtist í gær, segðu 53% sæn- skra kjósenda nei í þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið nú en vora 45% fyrir mánuði. 30% kjósenda era hlynnt aðild, 35% fyrir mánuði, en 17% era óá- kveðin. Andstaðan við EB- aðild hefur einkum aukist meðal kvenna en nú er 61% þeirra á móti en 46% fyrir mánuði. 82% vora sammála um, að best væri útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.