Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 21

Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 21
MOKGUXBLAÐIÐ MigVIKyDAqiJfi ,4- NQVKMBKK 19tj2 M Francois Mitterrand Frakklandsforseti tekur á móti Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar í París í gær. Frakkar og Spánveijar Samkomulagí ekki breytt fyrir Dani París. Reuter. FRAKKAR og Spánveijar lögðust gegn því í gær að komið yrði til móts við óskir Dana um sérstöðu innan EB með því að gera breyting- ar á Maastricht-samkomulaginu. Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra Spánar, kom í heimsókn til Parísar í gær og sagði blaðamönn- um, að tillögur Dana um að þeir fengju lagalega bindandi undan- þágur frá vissum ákvæðum sam- komulagsins kölluðu á óásættanleg- ar breytingar á því. Evrópumálaráðherra Frakka, El- isabeth Guigou, sagði að Frakkar myndu kynna sér tillögur Dana en útilokaði bréytingar á Maastricht- samkomulaginu. Sagði hún á þingi í gær að stjórnin myndi taka af- stöðu til óska Dana eftir viðræður fulltrúa stjórnarinnar við Uffe Elle- man-Jensen utanríkisráðherra Dana í París á morgun, fimmtudag. Færeyjar Afengisverslun opnuð í Þórshöfn Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. IBUAR Færeyja geta nú keypt áfengi með sama hætti og aðrir Vestur- landabúar, þ.e. með því að fara í verslun og kaupa vöruna eins og annað sem hugurinn girnist og fjárhagur leyfir. Sett voru lög fyrir 85 árum sem takmörkuðu áfengiskaup og urðu Færeyingar síðan að panta brennda drykki og léttvín frá Danmörku með nokkrum takmörk- unum en bjór var hægt að kaupa með dags fyrirvara í landinu sjálfu enda framleiddur þar. Um þúsund manns stóðu í biðröð við verslunina í Þórshöfn er hún var opnuð á mánudag en alls búa um 48.000 manns í landinu. Skammtur- inn var áður 12 flöksur af áfengi frá Danmörku á mann á þriggja mánaða fresti. Upprunalegu lögin voru sett með það að markmiði að hamla ofnotkun áfengis en breyting- unni núna er ætlað sama hlutverk þótt meira sé reyndar rætt um að reyna að tempra notkunina svo að minna verði um ofdrykkju. Ekki er ljóst hve mikil huggun er fólgin í breytingunni til handa þorstlátum Færeyingum. Efnahags- kreppan dregur mjög úr kaupmætt- inum, atvinnuleysið er 8-10% og búist er við frekari uppsögnum á næstunni, jafnt hjá opinberum aðil- um sem einkafyrirtækjum. Lítið finnst af földiim auðæfum Maxwells London. Reuter. TILRAUNIR til þess að hafa upp á auðæfum fjölmiðlakóngsins Roberts Maxwells, sem drukknaði fyrir ári, hefur lítinn árangur borið. Aðilar sem rannsaka gjaldþrot fjölmiðlasamsteypunnar hafa verið á þönum um heimsbyggðina alla en aðeins fundið lítinn hluta af sjóðum Maxwells. Rannsóknaraðilar segjast engar vísbendingar hafa fundið um hvar gífurlegar fjárhæðir, sem Maxwell hafí skotið undan er hann gerði örvæntingarfulla tilraun til að bjarga fyrirtækjum sínum, kunni að vera niðurkomnar. í leitinni að földu fjársjóðunum taka tugir manna þátt. Hafa þeir rannsakað 6,5 tonn af skjölum og tugir manna hafa verið yfirheyrð- ir, einkum í Liechtenstein og Cay- man eyjum. Kostnaður við leitina er orðinn 25 milljónir punda, eða hátt á þriðja milljarð ÍSK, en að- eins hefur verið komist yfír um 420 milljónir punda. NoveD netstjómamámskeið 15 klst námskeið fyrir þá sem eiga að sjá um Novell netkerfi. Þátttakendur geta að loknu námskeiði sjálfir rekið netið, sett upp hugbúnað og nolendur og breytt réttindum. hk-92104 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 <#> Rússarí tæka tíð frá Litháen Rússneskar hersveitir munu yfirgefa Litháen endanlega um mitt næsta ár, líkt og samkomu- lag hefur verið gert um milli rússneskra og litháískra stjórn- valda, þrátt fyrir að í síðustu viku hafi Borís Jeltsín Rúss- landsforseti ákveðið að fresta frekari brottflutningi hersveita frá Eystrasaltsríkjunum. Bar forsetinn því við að rússneski minnihlutinn í ríkjunum þremur sætti ofsóknum. Sagði frétta- stofan Baltfax í gær að Jeltsín hefði komið þeim skilaboðum áleiðis til Vytautas Landsberg- is, forseta Litháen að þetta ætti ekki við um Litháen. Mikið mann- fall í Líberíu Allt að þijú þúsund manns hafa misst lífið í átökum í grennd við Monrovíu, höfuð- borg Afríkuríkisins Líberíu, frá þvi að bardagar hófust 15. októ- ber. Er þetta mat yfirmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunar- innar, WHO, á svæðinu. Fimm bandarískar nunnur voru myrt- ar skammt frá borginni á laug- ardag og er talið að liðsmenn uppreisnarmannsins Charles Taylors beri ábyrgð á verknað- inum. Síðustu sætin til Kanarí um jólin með Heimsferðum Nú er jólaferðin okkar aðseljast U p p. Við höfum nú þegar fengið stærri flugvél til Kanaríeyja um jólin og seljum nú síðustu viðbótarsætin. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 4. sýning fimmtudag 5. nóvember kl. 20 5. sýning miðvikudag 11. nóvember kl. 20 6. sýning sunnudag 15. nóvember kl. 20 Orfáar sýningar eftir Mibaverb kr. 1.600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.