Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 23 Flugvöllurinn í Kathmandu Deilur um tækja- búnað hafa komið niður á flugöryggi Langvarandi deilur um aðflugsbúnað hafa komið í veg fyrir að tæki til nákvæmnisaðflugs yrðu sett upp á flugvellinum í Katmandu í Nepal. Tæki af því tagi eru talin hafa getað komið í veg fyrir slys á borð við það er Airbus-þota pakistanska flugfélagsins PIA flaug á fjallstind í aðflugi að vellinum i lok síðasta mánaðar. Þota pakistanska flugfélagsins PIA, Airbus A300B4, flaug á íjalls- tind 16 kílómetrum frá flugvellin- um 28. september. Var hún í að- flugi að vellinum en Airbus A310- 300 þota Thai Airways fórst í ná- grenni vallarins 31. júlí er hún varð að hætta aðflugi þar sem flug- menn sáu ekki flugvöllinn í tilskil- inni lágmarkshæð. í aðfluginu flaug pakistanska þotan í skýjum og skall á fjallst- indi í 7.300 feta hæð yfir sjávar- máli. Á þeim stað átti hún að vera a.m.k. 1.500 fetum hærra í loftinu, samkvæmt reglum. Flugmennirnir tilkynntu ekki um bilun eða erfið- leika og því er enn óljóst hvers vegna þeir komu of lágt í aðflug- inu. Aðflugið að Katmandu-flugvelli hefst 30 kílómetra frá honum og flugið er lækkað í stöllum. Er lækkunin stundum mjög hröð. Þar sem engin ratsjá er á flugvellinum svo að flugumferðarstjórar geti aðstoðað við aðflugið verða flug- menn að notast við fjölstefnuvita (VOR) og fjarlægðamæli. Búnað með miðlínusendi og aðflugshalla- geisla er ekki að finna á flugvellin- um en fyrir vikið þykir hann einn sá viðsjárverðasti í öllum heimin- um. Svokallaður jarðnándarmælir var í PIA-þotunni sem varar flug- menn við fljúgi þeir of nálægt jörðu. Sá galli er hins vegar að þessi tæki mæla eingöngu lóðrétta fjarlægð til jarðar. Rísi jörð afar bratt eins og við Katmandu getur viðvörun tækjanna því komið of seint. Tími vinnst ekki til þess að leysa vandann; hætta lækkun, gefa hreyflum afl og klifra yfir hindrun. Pakistanska þotan var 16 ára gömul, fyrst flogið 1976 og hafði verið 39.100 stundir á lofti í 9.600 flugferðum. Þriggja manna áhöfn var í stjórnklefanum. Hefði örbylgjubúnaður komið í veg fyrir slysin? Langvarandi deilur um tækja- tegund hafa tafið uppsetningu nús aðflugsbúnaðar í Katmandu. í framhaldi af flugslysunum tveimur eru úrbætur þó áformaðar. Ráð- iHrANNIG STARFAR ÖRBYLGJU AÐFLUGSTÆKI (MLS)| Alþjóðaflugvöllurinn Kathmandu - Tribhuvan Sierra - aðflug V0R DME braut02 Fjarlægðarmælir (DME) *■ I6nm Segulstefna ■»«■»«« •~iw 022'‘^ Staðsetninga 11.500 f et1 ! 10.500fmS>«^ lOnm 8nm Hæðifetum i 1 S\wj,e' yfir sjávarmáli i 1 5t|m5nm^r 1 Slysstaður l (7.300 fet) /] jVfi.sOO^fet l \ / \ i \ 6.100 feÞ Brautarhæð i 1 / , V rviti Hættvið aðflug, byrjar 1 sjóm. DME m V0R/DME | ‘ 5.200 fet 580[)f<. Bau.02 4.313 fet y.s.m. gert er að koma upp aðflugsratsjá og aðflugsgeislum á hæstu tindum til að auðvelda staðsetningu flug- véla í aðflugi. Vegna aðstæðna hefur verið þrýst á yfirvöld í Nepal að setja upp tæki til sjálfvirks aðflugs, ná- kvæmnisaðflugs, búnað sem not- aður hefði verið með góðum árangri í tvo áratugi eða svo ann- ars staðar. Embættismenn þar hafa borið við kostnaði og ekki sagst vilja setja upp tækjabúnað sem væri fjárvana smáríki rándýr af ótta við að hann úreltist á skömmum tíma. Nýjasta tegund aðflugstækja eru svokölluð örbylgjuaðflugstæki (MLS). Þessi tækni tekur öðrum fram að því leyti að ekkert í um- hverfinu truflar MLS-geislana en fjöll og hindranir hafa veruleg áhrif á allan annan búnað, tak- marka notagildi hans. Ókosturinn er að þessi búnaður er helmingi dýrari en svonefndur ILS-búnaður. Menn sem málum eru kunnugir segja að aðflug til Katmandu yrði margfalt öruggara með MLS-bún- aði og hefðu tæki af því tagi lík- lega getað komið í veg fyrir PIA- slysið. Þau eru þeirrar náttúru (sjá mynd) að hægt er að sveigja að- flugsgeislann fram hjá hindrunum, milli fjallstoppa, inn á flugbraut- ina. Þó MLS-tækin taki öllum öðrum búnaði fram þá beinist athygli manna þegar að nýrri tækni, svo- nefndu GNSS eða GPS staðsetn- ingarkerfi; gervihnattaleiðsögu- kerfi sem upprunalega var ætlað til notkunar í flugi milli staða en sérfræðingar flugfélaga segja að það megi einnig nota til nákvæmn- isaðflugs að flugvöllum. Því sé nær að nota kosti og möguleika þess til fulls í stað þess að vera eins og í dag með tvenns konar rándýran búnað í flugvélum, annan til flugs á milli staða en hinn til aðflugs og lendingar. OPIÐÁ SUNNUDÖGUM ÞEIR SEM ViLJA LÁTA AUGLÝSA BÍLANA SÍNA HAFI SAMBAND BMW 728i '82, ek. 150 þ., metal- grænn, lakk nýtt, álfelgur, central, 4-hausp., upptekin vél og skipting, púst nýtt. V. 790 þús. stgr. Topp bíll. MMC Lancer Super '89, ek. 72 þ., sjálfsk., bleikur, álfelgur, sóllúga, central, spoler. V. 720 þús. stgr. Bein sala. BMW 518i '91, ek. 30 þ., grár, 5 g., sóllúga, einn m/öllu. V. 2.050 þús. Ath. skipti. Subaru Legasy 1,8 '90, ek. 21 þ., blár, sjálfsk. V. 1.150 þús. stgr. Topp bíll. Bein sala. MMC Pajero Super Wagon '90, ek. 57 þ., blár, sjálfsk., central, sóllúga, álfelgur. V. 2.200 þús. Ath. skipti. Ford Econoline 250 Club Wagon '92, * hú«1^^;h5^ibenSÍn V-2-55° MMC Lancer St. 4WD '91, ek. 40 þus. stgr. Ath. skipt,. þ„ b|ár, 5 g. V. 1.080 þús. stgr. Ath. BILATOR G Funahöfða 1 . Sími 683444 Suzuki Vitara JLXi '92, hvítur, ek. 14 þ., 5 dyra, sjálfskiptur, vökvastýri, ál- felgur, 31“ dekk, upphækkaður. V. 1780 þús. stgr., skipti ath. Nissan Patrol Turbo Diesel '86, rauður, upphækkaður, ek. 186 þús. km., 5 gira, 7 manna. V. 1490 þús. stgr. Skipti - skuldabréf. Mazda 323 GLX 1600F '90, ek. 32 þ., hvítur, sjálfsk. raf. V. 970 þús. Ath. skipti. Toyota Tercel 4WD '87, ek. 104 þ., , 5 g. V. 530 þús. Ath. skipti. Suzuki Vitara JLX '91, ek. 29 þ., grár, 4 dyra, álfelgur, 31“ dekk. V. 1.700 þús. stgr. Ath. skipti. Mercedez Benz 190E '91, silfurblár, Daihatsu Charade SG Sedan '90, hvítur, ek. 44 þús. km., 4ra dyra, 5 gira. V. 610 þús. stgr., skipti ath. VW Golf GL '92, nýr bíll, blásans, vökvastýri, litað gler. V. 1390 þús. stgr., skipti ath. Höfum kaupanda af MMC Pajero diesel árgerð ’90-'91. ABS, topplúga, sjálfskiptur, ek. 33 þús. km. V, 2700 þús. stgr., skipti ath. Subaru Legacy 1800 St. '91, blá- sans, ek. 14 þ., sjálfskiptur. V. 1550 þús. stgr., skipti ath. MMC Lancer 1500 GLX '89, hvítur, ek. 63 þús. km., rafrúður, raflæsing- ar, sjálfskiptur. V. 690 þús. stgr. Skipti ath. sjálfsk., grár, 4-hausp., álfelgur, sól- lúga, ABS, central. V. 1.600 þús. stgr. Ath. MMC Galant GLSi Hlaðbakur '91, ek. 20 þ., hvítur, álfelgur, 4 vetrard. á felgum, cc, spoiler. V. 1.450 þús. stgr. Vil 4WD bíl árg. '91 -’92 sjálfsk. Ford Probe LX '89, svartur, ek. 59 þús. km.,sjálfskiptur, digital mæla- borð, ABS, sportfelgur o.fl. V. 1590 þús. stgr., skipti - skuldabréf. Toyota Camry GLI 4WD '88, hvitur, ek. 69 þús. km., rafrúður, raflæsing- ar, litað gler, digital mælaborð. V. 1090 þús. stgr., skipti ath. Toyota Land Cruiser diesel '86, blár, ek. 99 þús. km. 32" dekk, óbreyttur, álfelgur. V. 1650 þús. stgr., skipti ath. Dodge Aries St. '88, Ijósblár, ek. 36 þús. km. V. 850 þús. stgr., Toyota Hilux XTRA CAB '88, svartur, ek. 60 þ., 36“ dekk, upphækkaður, álfelgur, lækkuð og læst drif, topp- lúga, V6 vél. V. 1550 þús. stgr., skipti- skuldabréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.