Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 25

Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 Markvisst átak eða mýrarljós? Ætla stjórnvöld í alvöru að efla rannsóknir o g þróunarstarf? Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Þjóðaratkvæði og þingræðishefð Það þingmálið sem hvað mesta athygli vekur þessa dagana er tillaga nokkurra stjómarandstöðuþingmanna um þjóðaratkvæði um aðild ís- lands að Evrópska efnahags- svæðinu. Tillagan kemur vænt- anlega til atkvæðagreiðslu á Alþingi á næstunni. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að aðild ís- lands að Evrópska efnahags- svæðinu skuli borin undir at- kvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar áður en Alþingi tekur afstöðu til fyrirliggjandi frumvarps til laga um Evrópska efnahagssvæðið. Alþingi kjósi sjö manna nefnd sem taki ákvörðun um tilhögun og framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar. Að öðru leyti fari atkvæðagreiðslan fram samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á“. Það er ekki í samræmi við þingræðis- eða pólitískar starfshefðir hér á landi að efna til þjóðaratkvæðis um milli- ríkjasamning af því tagi sem Evrópska efnahagssvæðið er. Það er skoðun Morgunblaðsins að Alþingi eigi að afgreiða þetta mál eftir þingræðisleiðum, svo sem hefð stendur til, og axla ábyrgð á afstöðu sinni, hver sem hún verður. Þingheimur er kjörinn til ábyrgðar af þessu tagi og á ekki undan henni að skorast. Þar að auki er hætt við að þjóðaratkvæðið myndi snúast um ýmislegt annað en marg- flókin efnisatriði þessa milli- ríkja-/viðskiptasamnings. Það kann hins vegar að vera kjörið tækifæri í augum stjórnarand- stöðunnar að stefna þjóðarat- kvæði af þessu tagi í einhvers konar „skoðanakönnun" á fylgi og/eða andstöðu við ríkisstjórn- ina á tímum mikilla efnahags- þrenginga í þjóðarbúskapnum. En íslenzk þjóð hefur ríkari þörf fyrir flest annað á líðandi stundu en víðfeðm átök og sundurlyndi, sem þjóðarat- kvæði af þessu tagi getur stefnt okkur í. Sundurlyndið er oftar en ekki skæðasti óvinur lítillar þjóðar. Hér á landi er engin hefð fyrir þjóðaratkvæði um milli- ríkjasamning af þeirri gerð sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er. Þjóðarat- kvæði er nánast undantekning í þingræðishefð okkar. Hér á landi var viðhaft þjóðaratkvæði um niðurfellingu dansk- ísienzkra sambandslaga og stjómarskrá lýðveldisins ís- lands 20.-23. maí 1944. Aðild íslands að Sameinuðu þjóðun- um var á hinn bóginn ekki bor- in undir þjóðaratkvæði. Ekki heldur aðild landsins að EFTA. Það var ekkert þjóðaratkvæði um inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið. Það var heldur ekki þjóðaratkvæði um varnar- samninginn við Bandaríkin. Þessi viðamiklu mál voru öll afgreidd eftir hefðbundum þingræðisleiðum þjóðar okkar. Við höfum heldur ekki ástundað þjóðaratkvæði um innlend þungavigtarmál, sem skiptar skoðanir voru og eru um, eins og til dæmis fiskveiði- kvótann eða framleiðslustýr- ingu í landbúnaði. Við höfum Iitið svo á að afgreiðsla slíkra mála, að því er varðar starfsum- hverfi atvinnuveganna, væri í verkahring lýðræðislega kjörins Alþingis. Ef hugur þjóðarinnar stendur hins vegar til þess að taka upp þjóðaratkvæði í ríkara mæli en íslenzk hefð stendur til, með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði, til dæmis að sviss- neskri fyrirmynd, þarf að taka það til rækilegrar umræðu og umfjöllunar áður en af verður. Tvær íslenzkar ríkisstjórnir með aðild allra þingflokka, utan Samtaka um kvennalista, hafa staðið að samningaviðræðum EFTA og EB um Evrópska efnahagssvæðið. Yfirlýstur til- gangur af okkar hálfu er að treysta samkeppnisstöðu ís- lenzkra atvinnuvega og mark- aðsstöðu útflutningsframleiðslu okkar á Evrópumarkaði. Á þennan markað (EB+EFTA) fór 76,4% útflutnings okkar árið 1990 og þaðan kom 66% innflutnings okkar það árið. Það er því ljóst að viðskipta- staða okkar gagnvart þessu svæði hefur mikil þjóðhagsleg áhrif. Skoðanir eru engu að síður skiptar um kosti og galla Evr- ópska efnahagsvæðisins. Ekk- ert er eðlilegra en að málið sé rækilega kynnt og rætt, bæði innan þings og utan. Það hefur raunar þegar verið gert. En það er Alþingis að axla og rísa und- ir ábyrgð á afgreiðslu málsins. Við „sendum ekki út á sextugt djúp, sundurlyndisfjandann", eins og þörf stendur til á þreng- ingartímum, með því að efna til ótímabærra átaka um þetta mikilvæga mál í þjóðaratkvæði. eftir dr. Hörð Filippusson Ráðamönnum þjóðarinnar hefur undanfarið orðið tíðrætt um mikilvægi vísinda og tækni fyrir atvinnulíf lands- ins. í hverri ræðunni eftir aðra er sá tónninn sleginn að nú kreppi skórinn að og hefðbundnir atvinnuvegir heyk- ist á að halda uppi þeim lífskjörum sem þjóðin hefur vanist og því þurfi að efla rannsóknir og þróunarstarf til að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu- lífíð og auka fjölbreytni þess. Allt er þetta gott og blessað og hárrétt. Það hefur lengi verið vitað að bókvit, og það verksvit sem af bókviti sprettur, verður í askana látið. Alkunnur málsháttur segir að vísu hið gagnstæða og svo virðist sem stjóm- völd á íslandi hafi lengst af verið þeirrar trúar. Að minnsta kosti hefur mátt álykta það af þeim áherslum sem lagðar hafa verið í fjárveitingum til menntunar og rannsókna um langt árabil. í því efni eru margar ríkis- stjórnir undangenginna ára samsekar. Enginn stjórnmálaflokkur sem farið hefur með menntamál siðastliðna tvo áratugi getur hrósað sér af frum- kvæði eða framsýni í því er lýtur að rannsóknastarfsemi í landinu. Það virðist líka orðin lenska hér að við myndun ríkisstjórna er ráðuneyti menntamála ekki einn af þeim bitum sem flokkamir sækjast eftir að góma. Líklega em menntamál ekki nógu atkvæðagæfur málaflokkur. En nú eru breyttir tímar. Nú höfum við fengið ríkisstjóm sem skilur mikil- vægi rannsókna- og þróunarstarfs og ætlar að efla það og auka. Að minnsta kosti tala menn þar á bæ mikið um að þeir ætli að taka upp ný vinnu- brögð. Liggur þá beint við að gera ráð fyrir að aukin áhersla verði lögð á rannsóknir og þróunarstarf í fy'ár- veitingum hins opinbera. Margir hafa bundið vonir við að orðum muni fylgja efndir og að horfa megi fram til bjart- ari tíma og grósku í rannsóknum og þróunarstarfi sem leiði til nýrra tæki- færa í iðnaði byggðum á vísindum og tækniþekkingu. Það var því með eftirvæntingu sem áhugamenn um þessi mál flettu upp í fjárlagafrumvarpinu í leit að fjárveit- ingum sem tengjast rannsóknum og þróunarstarfi. Því miður veldur það frumvarp miklum vonbrigðum að þessu leyti. Hinn góði ásetningur Vissulega hafa sést jákvæð merki frá ríkisstjórninni. „ V7cl ætlum að tvö- falda fjárveitingar til Rannsóknasjóðs og Vísindasjóðs og erum með þessu að sýna hvar við teljum vaxtarbrodd- inn vera, “ sagði menntamálaráðherra í blaðaviðtali nýlega. Með stjórnarsamþykkt frá í sumar var ákveðið að Rannsóknasjóður Rannsóknaráðs skyldi efldur frá því að vera rúmar 100 milljónir í um 200 milljónir á tveimur árum. Þessi efling sjóðsins mundi þýða að hann yrði að raunvirði álíka öflugur þegar á árinu 1993 og hann var þegar til hans var stofnað árið 1985, en síðan þá hafa fjárveitingar til hans farið síminnk- andi að raungildi. Vonandi er að þessi góði ásetningur endist fram yfir síð- ustu umræðu fjárlaga en varlegt er þó að treysta því ef dæma má af reynslunni. Annað jákvætt merki er það að rík- isstjórnin áformar að veija til rann- sóknar- og þróunarverkefna hluta af andvirði þeirra ríkisfyrirtækja sem seld verða. Þetta er fagnaðarefni og viturlegt ef fé sem fæst fyrir slíka eignasölu er notað til verkefna sem leggja grunn að framtíðinni en ekki til almennrar eyðslu ríkissjóðs. Enn viturlegra hefði þó verið að leggja allt söluandvirði ríkisfyrirtækja í sjóð sem hefði til frambúðar getað staðið myndarlega við bakið á rannsókna- starfsemi í landinu. Hinn kaldi veruleiki fjárlagafrumvarpsins I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1993 er að finna eftirfarandi stað- reyndir: Vísindasjóður fær á fjárlögum 25 m.kr.. og er það 5 m.kr.. hækkun frá fjárlögum þessa árs. Auk þessa fram- lags hefur sjóðurinn tekjur úr arðsjóði Seðlabanka íslands og fjármagnstekj- ur sem samtals er áætlaðar 117 m.kr.. Alls mun þá sjóðurinn hafa til ráðstöf- unar 142 m.kr.. Hækkun vegna auk- ins framlags ríkissjóðs er 3,6%. Rannsóknasjóður fær á fjárlögum 115 m.kr.. og er það 5 m.kr.. hækkun frá fjárlögum þessa árs. Tekið er fram að hækkunin sé vegna verkefna sem tengjast Evrópusamstarfí. Hækkun milli ára er 4,5%. I þessum tölum er ekki að fínna umtalsverða aukningu fjár til rann- sókna. Hana er ekki heldur að fínna í beinum fjárveitingum til rannsókna- stofnana. Þar er yfírleitt um niður- skurð að ræða. Til dæmis lækkar fjár- veiting til Raunvísindastofnunar Há- skólans um 7% miðað við ríkisreikning 1991 og allt bendir til að Rannsókna- sjóður Háskólans verði skertur á næsta ári. Þá er heimild í frumvarpinu til að veija allt að 20% af greiddu andvirði seldra fyrirtækja og hlutabréfa til rannsókna- og þróunarverkefna. í at- hugasemdum við frumvarpið má lesa eftirfarandi: „Ríkisstjómin hefur ákveðið að verja um fimmtungi af söluandvirði ríkisfyrirtækja og hluta- bréfa í eigu ríkisins sem seld verða á næsta árí til nýrra verkefna á sviði rannsókna- og þróunarstarfsemi. Á vettvangi Evrópubandalagsins er t.d. beinlínis hvatt til slíkrar starfsemi með fjárframlögum af hálfu þess. Með samningi um evrópskt efnahagssvæði opnast Islendingum miklir möguleikar til þátttöku í þessu samstaríi sem mikilvægt er að nýta. Nái áform um sölu eigna ríkisins fram að ganga gæti þessi fjárhæð numið allt að 300 m.kr. á árinu 1993. Sérstök nefnd vinnur að því að móta fjármagni þessu ákveðinn farveg. “ Þessi atriði úr frumvarpi til fjárlaga eru ekki beinlínis til þess fallin að sannfæra menn um staðfastan áhuga ríkisvaldsins á rannsóknum. Sjóðimir sem átti að tvöfalda standa nánast í stað og stóra framlagið úr hlutabréfa- sölunni komið í viðtengingarhátt. Það er skiljanlegt þegar þess er gætt að til að fá 300 m.kr. til rannsókna þarf að selja hlutabréf fyrir 1500 m.kr., og varla líklegt að sú summa komi mjög snarlega í kassann á samdrátt- artímum. Það virðist semsagt borin von að umtalsverð aukning verði í fjármagni til rannsókna- og þróunarstarfs á næsta ári. Þegar þess er gætt að fjár- veitingar til rannsóknastofnana eru víðast hvar dregnar saman, sem þýðir að verkefni fjármögnuð af beinum fjárveitingum til þeirra eru að sama skapj færri og umfangsminni, er vís- ast að heildaraukning fjárveitinga til rannsókna verði lítil eða engin. Athygli vekur að það skuli eiga að fela „sérstakri nefnd“ að ákveða því fé farveg sem inn kemur fyrir sölu ríkisfyrirtækja og varið verður í rann- sókna- og þróunarverkefni. Vísinda- sjóður, Rannsóknasjóður Rannsókn- aráðs og Rannsóknasjóður Háskólans eru þau apparöt sem best kunna til verka við að deila út fé til rannsókna og be(ta við það faglegum vinnubrögð- um. Eðlilegt virðist að nota þá farvegi sem til eru og hafa reynst vel. Tilhugs- unin um sérstaka nefnd, skipaða pólítskt ef að líkum Iætur, vekur óneit- anlega nokkum ugg. Voru það ekki „sérstakar nefndir" sem lögðu á ráðin um þá miklu sóun fjármagns í fískeldi og refarækt, sem átti sér stað um árabil? Mikilvægi grunnrannsókna og rannsóknaumhverfis Þegar rætt er um verkefnabundnar fjárveitingar til rannsóknar- og þró- unarstarfsemi í þágu atvinnulífs verð- ur að hafa það í huga að svokallaðar hagnýtar rannsóknir þrífast ekki í tómarúmi heldur nærast þær á þeim vísindalega grunni og því umhverfí sem skapast af grunnrannsóknum. Öflugt rannsóknaumhverfí þar sem fjðlbreytilegar grunnrannsóknir eru stundaðar er forsenda árangursríks starfs að hagnýtum verkefnum. Hér á landi er þetta bakland hins hagnýta rannsóknastarfs tiltölulega nýnumið og lítt ræktað, þó vissulega hafí margt áunnist hin síðari ár. Sé litið aldar- fjórðung aftur í tímann sést að á þeim tíma hafa flestar rannsóknastofur í raunvísindum orðið til. Það er ekki langur tími til að byggja upp rannsók- naumhverfi sem öflugar hagnýtar rannsóknir geti sprottið úr. Stór hluti þeirrar rannsóknaaðstöðu sem nú er til í landinu hefur verið byggður upp við Háskóla íslands og stofnanir hon- um tengdar, og hefur verið lyft grett- istaki á þeirri stofnun við byggingu kennslu- og rannsóknahúsnæðis, en mörg og stór verkefni bíða enn úr- lausnar. Ríkið hefur lagt sáralítið af mörkum til þeirra hluta. Almenningur í landinu hefur hins vegar lagt fram dijúgan skerf með stuðningi við Happ- drætti Háskólans, sem kostar bygg- ingar og tælq'akaup Háskólans. Það er raunar athyglisvert að Happ- drætti Háskólans getur ekki látið af- rakstur starfsemi sinnar renna óskipt- an til Háskólans heldur geldur það 20% af hagnaði (60 m.kr. á árinu 1993 samkvæmt áætlun) til að kosta byggingar fyrir rannsóknastofnanir atvinnuveganna. (Þessi skattur heitir enn í dag gjald fyrir einkaleyfí á pen- ingahappdrætti þó ljóst sé að Happ- drætti HÍ er í reynd löngu hætt að vera eina peningahappdrætti lands- ins.) Eðlilegt gæti virst að atvinnuve- girnir stæðu sjálfir undir þeirri þjón- ustu sem rannsóknastofnanir atvinnu- veganna veita þeim og er harla undar- legt að leggja þurfí sérstakan skatt á fyrirtæki Háskólans til þessara hluta. Hinn mikli niðurskurður á fjárveit- ingum til Háskólans og rannsókna- stofnana þrengir mjög kost þessara stofnana, og mundi að sínu leyti rýra bolmagn þeirra til að taka myndarlega við auknum fjárveitingum til hagnýtra rannsóknaverkefna, m.a. vegna þess að rannsóknastyrkir standa venjulega einungis undir breytilegum kostnaði við verkefnin en ekki fastakostnaði rannsóknastofanna. Þá verður að hafa í huga að þó að mikilvægi samstarfsverkefna á vett- vangi EES og EB verði ekki dregið í efa, né þeir möguleikar sem þeir opna íslenskum vísindamönnum, þýðir til- koma þeirra ekki að menn geti slegið slöku við það verkefni að styrkja og efla innlendar stofnanir og þá sjóði sem styrkja innlend verkefni. Þvert á móti er þetta forsenda þess að unnt verði að ná árangri í samstarfi við önnur Evrópuríki á sviði rannsókna. Því mið- ur virðist örla á hugmyndum um að Evrópusamstarfíð muni reynast alls- heijar elexír fyrir rannsóknir og tækni og veita íslenskum stjómvöldum fulla aflausn fyrir áratuga vanrækshisyndir. Þetta eru ranghugmyndir. Á þessu sviði sem öðrum verðum við að mæta til leiks með öðrum Evrópuþjóðum af fullum myndugleik. Til þess verða út- gjöld til rannsókna og þróunarverkefna hér á landi að ná svipuðu hlutfalli þjóðartekna og gerist í löndum OECD þar sem þau eru um 1,7%, en þau eru nú langt til helmingi lægri hér. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 25 Hörður Filippusson „Það var því með eftir- væntingu sem áhuga- menn um þessi mál flettu upp í fjárlaga- frumvarpinu í leit að fjárveitingum sem tengjast rannsóknum og þróunarstarfi. Því mið- ur veldur það frumvarp miklum vonbrigðum að þessu leyti.“ Hvað nú, ungi maður? Byggingar og tæki eru ekki allt sem þarf til rannsókna. Rannsóknir eru unnar af fólki og því fólki þarf að greiða laun. Á rannsóknastofum Há- skólans eru það aðallega háskólakenn- arar sem jafnframt kennslu og stjóm- un eru frumkvöðlar rannsókna, en umtalsverður hluti rannsóknavinn- unnar er unninn af starfsmönnum með vísindamenntun sem ráðnir eru fyrir verkefnabundnar fjárveitingar úr Rannsóknasjóði Háskólans, Vís- indasjóði og Rannsóknasjóði Rann- sóknaráðs. Þessir menn eru meðal þeirra starfsmanna ríkisins sem minnst bera úr býtum fyrir sína vinnu. Menntamálaráðherra skrifaði ný- lega blaðagrein um mikilvægi EES fyrir vísindi, tækni og atvinnulíf. Af greininni má skilja að honum þyki mikils virði fyrir þjóðina að rannsókn- ir og þróunarstörf séu stunduð af krafti. Ungur maður nýkominn frá prófborði gæti haldið að ráðamenn þjóðarinnar vildu ólmir fá hann til starfa við rannsóknir og þekkingar- sköpun til að leggja nýjan grunn að atvinnulífí landsmanna. En á sama tíma blasir við sú staðreynd við þess- um unga manni að hann getur vart fundið sér atvinnu sem gefur eins lít- íð í aðra hönd og starf við rannsóknir óg þróun í þjónustu þjóðar sinnar. Hvaða ályktun á hann að draga af þessu? Getur nokkur láð honum þó hann hugsi sem svo að hér sé ekkert fyrir hann að gera, að best sé fyrir hann að fá sér vinnu annars staðar - kannski í öðru EES-landi - þar sem störf hans og hans líka eru metin að verðleikum og afkoman er betri en hún var meðan hann var stúdent og lifði á námslánum? Er því nema von að spurt sé: Er allt tal um eflingu rannsókna og þró- unarstarfs aðeins stofuhjal? Hvers virði telja ráðamenn í raun að vísinda- og tækniþekking sé þjóðinni? Hver er vísinda- og tæknistefna stjórnvalda. Hve brýnt er verkefnið? Er það ekki brýnna en svo að það dugi að sletta í það 5% aukningu núna en frekari áðgerðum megi slá á frest. Staðreyndin er sú að stjórnvöld þurfa að sýna meiri lit en þau hafa gert til þessa ef yfirlýst og margboðuð stefnubreyting í rannsóknamálum á að verða trúverðug. Að öðrum kosti er hætt við að góð áform týnist í amstri við dagleg vandamál og það sem verða átti markvisst átak reynist aðeins mýrarljós, sem hverfur þegar til á að taka. Höfundur er dósent í lífefnafræði og forstöðumaður Lífefnafræðistofu Háskóla íslands. Alþingi Allsheijarnefnd er þrískipt í áliti á þjóðaratkvæði iun EES ALLSHERJARNEFND Alþingis skiptist í þrjá minnihluta í afstöðu sinni til þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Fyrsti og annar minni- hluti skiluðu sínu áliti í gær en álit þriðja minnihluta verður að öllum likindum lagt fram i dag. Síðari umræða um þingsályktunartillöguna verður á morgun og er að því stefnt að hún komi til atkvæða þegar að lokinni umræðu. Forystumenn allra flokka í stjóm- arandstöðu standa að þingsályktun- artillögu þess efnis að Alþingi álykti að aðild Islands að Evrópska efna- hagssvæðinu skuli borin undir at- kvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar áður en Alþingi taki afstöðu til fyrir- liggjandi fmmvarps til laga um Evr- ópska efnahagssvæðið. Alþingi kjósi sjö manna nefnd sem taki ákvörðun um tilhögun og framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar. Að öðru leyti fari atkvæðagreiðslan fram sam- kvæmt lögum um kosningar til Al- þingis eftir því sem við á. Fyrsti flutningsmaður og framsögumaður tillögunnar er Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Kvennalista. Þessari þingsályktunartillögu var vísað til allshetjarnefndar 19. sept- ember síðastliðinn. Samkomulag er milli þingflokka um að afgreiða þetta mál úr nefnd í þessari viku. Álit 1. minnihluta Að nefndaráliti fyrsta minnihluta standa formaður nefndarinnar, Sól- veig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki, Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, og Sigbjöm Gunnarsson, Alþýðu- flokki. 1. minnihluti leggur til að þings: ályktunartillögunni verði hafnað. Í nefndarálitinu segir m.a: „Það væri brot á íslenskri stjórnskipunarhefð að samþykkja þessa tillögu um þjóð- aratkvæðagreiðslu vegna þátttöku íslands í EES. Það gengi einnig í berhögg við fyrri niðurstöður á Al- þingi þegar um mikilvæga alþjóða- samninga er að ræða.“ Nefndarmenn 1. minnihluta segja að íslensk stjórnskipun byggist á fulltrúalýðræði og vísa til 48. greinar stjómarskrárinnar þar sem segir að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. í almennum kosningum velji kjós- endur þingmenn sem fái umboð til fjörurra ára. í því umboði felist vald til að taka ákvörðun um samskipti íslands við aðrar þjóðir eins og mælt sé fyrir um þau í samningum um EES. Þingmenn standi síðan kjósendum skil gerða sinna þegar kjörtímabilið sé á enda. Þjóðarat- kvæðagreiðsla um EES-samninginn bryti í bága við þær hugmyndir sem hingað til hafí ráðið um fulltrúalýð- ræði hér á landi. í nefndarálitinu er vísað til þriggja tillagna á Alþingi um þjóðaratkvæði vegna mikilvægra samninga við er- lend ríki eða fyrirtæki, þ.e. þegar fjallað var um aðild íslands að Atl- antshafsbandalaginu, NATO, sam- inginn við Alusuisse um álverið í Straumsvík og aðild íslands að Frí- verslunarsamtökum Evrópu, EFTA. í öllum tilvikum voru tillögurnar felldar í atkvæðagreiðslu á þingi. í nefndaráliti 1. minnihluta er vik- ið að hugsanlegum tengslum þessar- ar tillögu við frumvörp sömu flutn- ingsmanna um breytingar á stjómar- skránni og alþingiskosningar í fram- haldi af samþykkt þeirra fmmvarpa. Nefndarmenn 1. minnihluta segja það vera þingmanna að meta hvort alþjóðasamningur samrýmist stjóm- arskrá eður ei. í nefndarálitinu er bent á að rísi vafi um það hvort al- þjóðasamningur brjóti í bága við stjómarskrána fáist ekki úrskurður með þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjóm- arskránni verði aðeins breytt með þeim hætti sem 79. grein hennar mæli fyrir um. Þeir sem styðji EES- samninginn en telja að hann bijóti í bága við stjórnarskrána, hljóti að krefjast breytinga á henni og síðan þingrofs og nýrra kosninga. I nefndarálitinu er vakin á því athygli að EES-samningurinn er uppsegjanlegur með 12 mánaða fyr- irvara. Hann bindi ekki ísland nema 12 mánuði í senn. Unnt sé að rifta samningnum með einföldum meiri- hluta. Yrði hann borinn upp og sam- þykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu væri Alþingi jafnframt að undir- gangast þá pólitísku skuldbindingu að rifta honum ekki nema með sömu aðferð. Nefndarmenn í 1. minnihluta segja að lokum í sínu nefndaráliti að EES-samningurinn hafí hlotið meiri og almennari kynningu en nokkur alþjóðasamningur síðan lýð- veldið var stofnað. Samningaviðræð- ur hafí að verulegu leyti farið fram fyrir opnum tjöldum og hvers kyns fræðsluefni um samninginn sé auð- fengið og aðgengilegt. „Það er því með öllu ónauðsynlegt að stofna til pólitískra átaka, sem mundu þar að auki líklega að verulegum hluta snú- ast um annað en EES, og töluverðra útgjalda með þjóðaratkvæðagreiðslu í því skyni að tryggja það að almenn- ingur kynni sér EES-samninginn.“ Álit 2. minnihluta Fimm þingmenn skipa 2. minni- hluta, Jón Helgason, Framsóknar- flokki, Kristinn H. Gunnarsson, Al- þýðubandalagi, Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Kvennalista, og Ólafur Þ. Þórðarson Framsóknarflokki. 2. minnihluti leggur til að þings- ályktunartillagan verði samþykkt óbreytt. í stjórnarskránni séu ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og Al- þingi geti hvenær sem er leitað álits þjóðarinnar telji það sérstaka þörf á. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafi nokkmm sinnum farið fram, m.a. tvisvar um breytingar á stjómskipun landsins. 2. minnihluti telur sérstaka ástæðu til að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild íslands að EES. Það sé í fullu samræmi við þróun síðustu ára og áratuga í lönd- um Vestur-Evrópu þar sem þjóðarat- kvæðagreiðslu hafí í vaxandi mæli verið beitt, sérstaklega við samninga um nánara samstarf Evrópuríkja. Það sé lýðræðisleg krafa að þjóðin fái að segja álit sitt á samningnum áður en Alþingi afgreiði hann. Nefndarmenn 2. minnihluta segja að ríkisstjórnin hafi vanrækt hlut- lausa kynningu á EES-samningnum og vilja þeir benda á að til undirbún- ings þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti að fara fram ítarleg kynning á efni samnings. 2. minnihluti telur að slík kynning sé besta andsvarið við full- yrðingum um að þjóðin hafi ekki næga þekkingu til að taka afstöðu til efnis samningsins. Álit 3. minnihluta ókomið Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson, sem báðir eru þingmenn Sjálfstæðisflokks, mynda 3. minnihluta. í gær var álit 3. minni- hluta enn ókomið. En vitað er að þingmennirnir styðja þá tillögu að EES-samningurinn verði borinn und- ir þjóðaratkvæði. Eyjólfur Konráð Jónsson hefur lýst yfir andstöðu við samninginn og kallað þverbrot á stjómarskrá. Ingi Björn Albertsson sagði við Morgunblaðið að svo víðtækan og örlagaríkan samning ætti að bera undir þjóðaratkvæði. Þjóðin yrði að gera sér grein fyrir og taka afstöðu til þess í hvemig þjóðfélagi hún ætl- aði að búa í framtíðinni. Með þjóðar- atkvæðagreiðslu myndi fara fram víðtækari og áhrifaríkari kynning á samningnum; menn skoðuðu og íhuguðu vandlega það sem þeir bæru svo ábyrð á að kjósa um. Nýr vegur gæti kostað um sjöhundruð milljónir króna NÝR vegur með ströndinni milli Grindavíkur og Þorlákshafnar gæti kostað um 700 miHjónir kr., samkvæmt lauslegri athugun Vegagerðar- innar. Hugmynd um þennan veg kom fram árið 1987 og var þá slegið á kostnaðinn og hugsanlegt vegstæði teiknað inn á kort. Tveir þing- menn, Árni Johnsen og Arni Mathiesen, vilja láta leggja veginn og hafa nú óskað eftir fundi með þingmönnum, sveitarstjórnum og fleiri aðilum vegna málsins. Eymundur Runólfsson, yfirverk- fræðingur áætlanadeildar Vegagerð- arinnar, sagði í samtali við Morgun- Hörpuskelveiði lauk á mánudag en af 650 tonna kvóta veiddust að- eins á bilinu 200-300 tonn. Rækjan er góð, eða 190-230 rækjur í kílói. blaðið að í áætluninni frá 1987 hafi verið gert ráð fyrir að nýr vegur yrði að mestu lagður eftir núverandi Vinnsla hefst í Rækjuveri hf. á morg- un. Heildarrækjukvóti í Arnarfírði á þessu veiðitímabili er 700 tonn. R. Schmidt. vegstæði. Þó hefði veglínan verið færð suður fyrir Selvogsheiði og stefnan tekin meira á Þorlákshöfn. Miðað var við að vegurinn yrði lagð- ur bundnu slitlagi. Sagði Eymundur að tiltölulega ódýrt væri að leggja veg þarna, til dæmis væri lítið af ræsum. Nýi vegurinn yrði 57 km að lengd. Eymundur sagði að athuga þyrfti þessar áætlanir betur ef farið yrði að huga að ákvörðunum. Taldi hann til dæmis að til greina kæmi að leggja veginn sunnar yfír hraunin, Herdísarvíkurhraun, Krísuvíkur- hraun og Ögmundarhraun, þannig að hann yrði lægri. Það mál væri hins vegar órætt við náttúruverndar- yfirvöld. Þá sagði hann að til greina kæmi að leggja veginn sunnan Hlíð- arvatns. Þá þyrfti brú á ósinn hjá Vogsósum og væri ekki gert ráð fyrir þeim kostnaði í þeirri lauslegu áætlun sem gerð hefði verið á sínum tíma. Forsetinn við úthlutun evrópsku um- hverfisverð- launanna FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, verður í Strassborg í Frakklandi 17. og 18. nóvember næstkomandi. Forsetinn mun, ásamt forseta Portúgals og forseta Evrópuþingsins, úthluta evrópsku umhverfisverðlaununum, sem bera heitið „Heimkynni mín, jörðin". í fréttatilkynningu frá forsetaemb- ættinu segir að hvatinn að stofnun verðlaunanna hafí verið ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, sem haldin var í Rio de Janeiro í júní síðastliðnum. Verðlaununum er einkum ætlað að hvetja blaðamenn til að hafa áhrif á umhverfísvitund fólks í Evrópu með skrifum sínum. Aðstand- endur verðlaunanna eru Evrópusam- tök blaðaútgefenda og Evrópubanda- lagið. Forseti íslands var valinn í sérstaka úthlutunamefnd verðlaunanna, en í henni eiga sæti auk hennar Mario Soares, forseti Portúgals, Maurice Strong, framkvæmdastjóri umhverfis- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio, Egon Klepsch, forseti Evrópuþingsins, og Cathérine Lalumiére, fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins. Forset- ar íslands, Portúgals og Evrópuþings- ins veita þremur aðilum verðlaunin við hátíðlega athöfn í Evrópuhöllinni í Strassborg 18. nóvember. Rækjuveiðar byrj- aðar í Arnarfirði Bfldudal. RÆKJUVEIÐAR hófust í gær í Arnarfirði. Fimm bátar fóru á sjó og komu að landi með átta tonn af góðri og hrognamikilli rækju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.