Morgunblaðið - 04.11.1992, Page 28

Morgunblaðið - 04.11.1992, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 K. Jónsson Framleiðir síld í glösum fyrir innanlandsmarkað FRAMLEIÐSLA er hafin á síld í glösum á innanlandsmarkað hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar. Um sjö mismunandi bragðteg- undir er að ræða og er framleiðslan sett á markað undir heitinu „Sjö daga síld“. í fyrrahaust voru gerðir stórir viðskiptasamningar við Finna um framleiðslu á síld með fimm bragð- tegundum, en um 80% af allri fram- leiðslu fyrirtækisins fer til útflutn- ings. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbjarti Ellert Jónssyni, markaðs- fulltrúa K. Jónssonar, gaf samning- urinn við Finna tilefni til að skoða innanlandsmarkað með það fyrir augum að setja síldina einnig á þann markað. Stúdentar við Há- skólann á Akureyri gerðu markaðs- rannsókn fyrir fyrirtækið og varð niðurstaðan sú að ársneysla Islend- inga á síld væri um það bil ein milljón glös af 250 g stærð. Þá kom einnig fram í rannsókninni að ein- ungis einn til tveir í heimili neyttu síldar og eins kom í ljós að neytend- ur hafa umfram allt þrjú atriði í huga er þeir kaupa síld; gæði, bragð og verð. Ákveðið var að setja síldina á innanlandsmarkað og var tveimur bragðtegundum bætt við fyrri fram- leiðslu, þannig að nú framleiðir fyr- irtækið lauksíld, konfektsíld, krydd- síld, karrýsíld, hvítlaukssíld, tómat- síld og sinnepssíld. Morgunblaðið/Rúnar Þór „Kristnesnefndin" svonefnda, skoðaði spítalann og kynnti sér reksturinn í gær. Frá vinstri eru Halldór Jónsson, Davíð Á. Gunnarsson, Guðjón Magnússon formaður nefndarinnar, Bjarni Arthúrsson fram- kvæmdastjóri Kristnesspitala, Pétur Þór Jónasson og Ólafur Hjálmarsson. Á minni myndinni fara þeir Bjarni og Stefán Yngvason yfirlæknir á endurhæfingadeild ásamt nefndarmönnum. Heildarsparnaður Kristnesspítala 10,7% á árinu Stuðningur heimamanna virðist einn geta biargað stofnuninni segir Bjarni Arthúrsson framkvæmdastjóri Kristnesspítala EFTIRSPURN eftir plássi á endurhæfingadeild Kristnesspítala eykst sífellt, en á fyrstu sex mánuðum þessa árs höfðu borist 69 beiðnir frá læknum á Norðurlandi. Verði rekstur spítalans lagður niður mun hjúkr- unarrýmum á hveija 100 íbúa eldri en 70 ára fækka niður í 7,62, sem er lægra hlutfall en í Reykjvík þar sem ástandið er verst í þessum efnum. Forráðamenn spítalans segjast geta sinnt fleiri sjúklingum, en þar sem stöðuheimildir skortir er ekki hægt að fulinýta sjúkrahúsið. Þeir telja stuðning heimamanna mikilvægan í baráttunni við að halda rekstri sjúkrahúsins áfram. Þetta kom fram á blaðamannafundi forráða- manna Kristnesspítala í gær, en þá heimsótti „Kristnesnefndin" svo- nefnda, spítalann og hlýddi á sjónarmið forráðamanna hans. Nefndin hefur það hlutverk að gera tillögur um framtíð Kristnesspítala og at- huga möguleika á því að leggja niður starfsemi hans og vista sjúklinga á öðrum stofnunum eða Ieita leiða til að reksturinn verði innan fjár- laga næsta árs, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 40 milljóna króna lækkun á kostnaði við reksturinn. sjúklinga. Nú eru 12 slík rúm í notk- un á spítalanum, en samkvæmt áætl- un eiga þau að vera 34. Frá því umræður um fýrirhugaða lækkun íjárframlaga til Kristnesspít- ala sem og hugsanlega lokun hófust fyrir nokkru hafa fjölmargar stuðn- ingsyfirlýsingar komið fram, þar af sagði Bjami að yfir tíu væru frá fé- Iögum fagfólks á þessu sviði. „Spítal- inn þarf sterka bijóstvörn, svo gæti farið að stuðningur heimamanna einn gæti bjargað stofnuninni. Það er skelfilegt fyrir stofnanir að eiga sífellt yfir höfði sér að gerðar séu grundvallarbreytingar á rekstri þeirra án nokkurs fyrirvara. Slíkar stefnubreytingar verður að gera að loknum vönduðum undirbúningi," sagði Bjarni. Bílabíó á Togara- bryggju KVIKMYNDIN Grease verður sýnd í bílabíói næstkomandi þriðjudagskvöld. Veitinga- húsið Greifinn stendur að þessari sýningu. Hjörtur Narfason markaðs- stjóri Greifans sagði að hljóð myndarinnar yrði sent út á tíðn- inni 95,7 þannig að bíógestir geta hlustað á það í steríó i bíl- um sínum. Bílabíóið verður á athafnasvæði Samskipa norðan við Togarabryggjuna, en þar komast tæplega 100 bílar fyrir. „Það eina sem háð getur sýn- ingunni er snjókoma, það er í lagi þó að rigni svolítið eða hvessi. Ef undirtektir verða góð- ar þá má búast við annarri sýn- ingu eftir áramótín," sagði Hjörtur. í máli Bjarna Arthúrssonar fram- kvæmdastjóra Kristnesspítala kom xfram að það sem af er þessu ári hefur heildarsparnaður sjúkrahúss- ins verið 10,7%, þar af eru 5% vegna Starf smannaráð Kristnesspítala Fráleitt að leggja rekst- urmnniður Starfsmannaráð Kristnesspít- ,ala mótmælir harðlega áformum um skertar fjárveitingar til reksturs spítalans, sem mun gera að engu þær endurbætur á þjón- ustu hans á sviði endurhæfingar og öldrunarþjónustu, sem starfs- fólkið hefur unnið að af áhuga og ósérhlífni, eins og segir í ályktun frá ráðinu, sem sam- þykkt var á fundi þess nýlega. „Ráðið telur fráleitt að leggja rekstur spítalans niður þegar starfsfólk hans fínnur æ betur að almenningur og starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana telur þjónustu spítalans mikils virði. Markmiðum Kristnesspítala væri best þjónað með því að yfirvöld stæðu við markaða stefnu hans og veittu aukin fjárframlög til spítal- ans svo að starfsfólkinu auðnist að efla þjónustuna enn frekar og svara kröfum tímans," segir í ályktun frá ptarfsmannaráði Kristnesspítala. launakostnaðar og 26,4% vegna ann- ars kostnaðar. Benti Bjami á að 145 milljónir duga einungis til að reka sjúkrahúsið á 60% afköstum. Mikill kostnaður er bundinn í lokuðum rúm- um og sagði Bjarni að hvert viðbótar- rúm á spítalanum kostaði rúmar 4.000 krónur. „Við höfum getu til að sinna fleiri sjúklingum og rekstur okkar deilda er ekki meiri en við aðrar sem bornar eru saman við deildir Kristnesspitala. Okkar vandi er sá að við höfum ekki getað full- nýtt spítalann," sagði Bjami. Halldór Halldórsson yfírlæknir öldrunardeildar greindi frá því að samkvæmt staðli væri gert ráð fyrir 10 hjúkrunarrýmum á hveija 100 íbúa 70 ára og eldri og í Norður- landi eystra væm einmitt 10 hjúkr- unarrými að meðaltali fyrir þennan hóp. Yrði starfsemi Kristnesspítala lögð niður hrapaði talan niður í 7,62 rými og yrði ástandið í kjölfarið lak- ara en í Reykjavík þar sem það er verst og þar væri talað um neyðar- ástand. Stefán Yngvason yfirlæknir á end- urhæfíngadeild, sem stofnuð var í ágúst í fyrra, sagði að beiðnum fjölg- aði sífellt, þrátt fyrir að starfsemin hefði ekkert verið kynnt utan Akur- eyrarlæknisumdæmis, enda útilokað að mæta aukinni eftirspum miðað við núverandi aðstæður. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs bámst 69 beiðn- ir til deildarinnar, sem samsvarar 138 beiðnum á ári. Stefán benti á að spítalinn treysti sér til að sinna Norður- og Austurlandi á sviði end- urhæfíngar, ef hann fengi til þess umboð og aðstæður. Á þessu svæði byggju um 50 þúsund manns, þannig að á spítalanum þyrftu að vera 55 rúm til staðar fyrir endurhæfinga- Morgunblaðið/Rúnar Þór Haldið var upp á 30 ára starfsafmæli Hjúkrunarheimilisins Hlíðar í gær, en á myndinni eru konur úr Kvenfélaginu Framtiðinni sem dyggilega hafa tekið þátt í uppbyggingu heimilisins allt frá upphafi. Haldið upp á 30 ára afmæli Hjúkrunarheimilisins Hlíðar ÞRJÁTÍU ára starfsafmæli Hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri var fagnað í gær. Elliheimili Akureyrar, eins og það hét í fyrstu var vígt á 100 ára afmælisdegi Akureyrarbæjar, 29. ágúst 1962 og var það gjöf bæjarins til sjálfs sín á tímamótunum. Formlega tók heimilið til starfa 3. nóvember sama ár er fyrsta vistfólkið flutti inn. Heimilið var byggt af Akur- eyrarbæ með dyggum stuðningi Kvenfélagsins Framtíðarinnar, sem strax gaf eina milljón króna til bygg- ingarinnar og síðan mikið af búnaði. Heimilið var í fyrstu ætlað 28 vist- mönnum, en þörf var fyrir meira rými og frá því fyrsti áfanginn var tilbúinn fyrir 30 árum hefur mikið verið byggt við húsið. Árið 1970 var húsnæði ætlað 30 vistmönnum tekið í notkun og ijórum árum síðar var enn búið að bæta við húsnæði. Þá var húsnæði Hlíðar stækkað árið 1978 jafnframt því sem hafínn var undirbúningur að byggingu raðhúsa sunnan heimilisins, en þessum fram- kvæmdum lauk árið 1980. Er þá var komið sögu var rými fyrir 190 manns á heimilunum í Hlíð og Skjaldarvík, en 240 manns voru á biðlista eftir plássi auk þess sem ýmiss konar aðstöðu fyrir félags- starfsemi og fleira skorti. Nýbygging sem kallast Vestur- Hlíð var tekin í notkun árið 1988, en þar eru íbúðir fyrir 30 manns auk dagvistaaðstöðu, setustofa, skrif- stofu öldrunardeildar, aðstöðu til sjúkraþjálfunar og samkomusalur. Uppbygging hjúkrunardeildar hófst árið 1985 og var einni íbúðar- álmu breytt til að þjóna nýju hlut- verki, en aðstaða var fyrir 19 manns í álmunni. Leyfi fékkst fyrir 45 hjúkr- unarrýmum fyrir íjórum árum og var þá enn hafist handa um endurbætur á húsnæði í suðurhluta svonefnds B-gangs og fengust þar hjúkrunar- pláss fyrir 14 sjúklinga. Þá eru hjúkr- unarrými á víð og dreif um stofnun- ina, en alls eru þau 65. Sá hluti húsnæðisins kallast nú Austur-Hlíð og er starfseminni var breytt var nafni stofnunarinnar breytt í Hjúkr- unarheimilið Hlíð. Þar starfa alls 82 í 60 stöðugildum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.