Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 29

Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 ÍIM 29 Ingi Björn Albertsson Risnukostnaður og dagpen- ingar renni til þyrlukaupa INGI Björn Albertsson (S-Rv) mælti í gær fyrir frumvarpi sínu til laga um kaup á björgunar- þyrlu. Framsögumaður sagði m.a. að virði ríkisstjórnin ekki ályktanir Alþingis, þá verði þingið að framfylgja vilja sínum með lagasetningu. Frumvarp Inga Björns Alberts- sonar kveður í 1. grein á um að ríkisstjómin skuli á árinu 1993 gera samning við framleiðendur eða seljendur um kaup á björgun- arþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. í 2. grein segir að fjármálaráð- herra sé heimilt fyrir hönd ríkis- sjóðs að taka lán á árinu 1993 að fjárhæð allt að 150 milljónir króna eða jafnvirði þeirrar upphæðar í erlendri mynt. 3. og síðasta grein segir: „Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Meðflutningsmenn með Inga Birni Albertssyni eru, Stein- grímur Hermannsson (F-Rn), Olafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn), Kristín Astgeirsdóttir (SK-Rv), Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv), Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) og Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK- Rn). I framsöguræðu sinni vitnaði- Ingi Björn Albertsson til þings- ályktunar sem samþykkt var á Alþingi 12. mars 1991: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að á árinu 1991 verði gerður samningur um kaup á full- kominni björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna." Ingi Bjöm sagði það vera íhug- unarefni til hvers þingsályktunart- illögur væm ef ríkisstjórnir virtu þær að engu. Virtu að engu þá skyldu að virða vilja Alþingis. Vilji Alþingis hefði ítrekað komið fram; með samþykkt þingsályktunartil- lögunar og með því að setja inn í 6. gr. fjárlaga í tvígang heimild til lántöku vegna kaupa á björgun- arþyrlu og einnig í lánsQárlögum. Ingi Bjöm sagði að ef ríkis- stjórn virti ekki vilja Alþingis sem kæmi fram í þingsályktunum þá yrði þingið að framfylgja sínum vilja með lagasetningu. Undanfar- in ár hefðu fjölmargar nefndir verið skipaðar í þyrlukaupamálið, „en allt kemur fyrir ekki, niður- staðan er sú að nú er endanlega hætt við kaup á þyrlunni." Þetta væri niðurstaðan þrátt fyrir greini- legan vilja Alþingis og þjóðarinn- ar. „Málið nýtur almenns stuðn- ings alls staðar í þjóðfélaginu. Nema við Lækjargötu, nema hjá ríkisstjóminni.“ í ræðu sinni vitn- aði Ingi Bjöm til viðtals við forsæt- isráðherra frá því í vor, þar sem fram kom sá vilji ríkisstjómarinn- ar að keypti yrði þyrla. Hvað hefði gerst í millitíðinni? „Af hveiju er þjóðin svikin um þetta?" Ingi Bjöm taldi að eina leiðin til að þjóðin eignaðst þyrlu væri að setja lög. Hann tryði því ekki að ríkisstjóm- in bryti lög. Hvað kostar þyrla? Ræðumanni þótti ekki mikið til um þau rök að ekki væri hægt að sinni, vegna erfiðs efnahags- ástands að ráðast í þyrlukaup. Útgjöld myndu ekki leggjast á rík- issjóð fyrr en eftir tæp 3 ár og vísaði hann til tilboða frá söluaðil- um. Ingi Bjöm taldi sig hafa merkt það af öllum málflutningi ráða- manna þjóðarinnar að landsmenn mættu þá vænta betra efnahags- ástands og traustari stöðu ríkis- sjóðs. Ingi Björn greindi frá því að þyrla af gerðinni AS-332-LS Su- per-Puma með 22 flugtíma ætti að kosta samkvæmt tilboði 11 milljónir dollara (u.þ.b. 635 millj- ónir ISK.) Annað tilboð varðandi þyrlu sömu gerðar en með 6000 flugtíma gerði ráð fyrir u.þ.b. 7 milljónum dollara (u.þ.b. 400-410 , milljónir ISK.). Og eftir fyrstu afborgun væri' boðið upp á greiðslukjör til 8-10 ára. Ingi Bjöm vildi svara þeirri spurningu hvar fé ætti að taka til að borga fyrir þyrlukaupin. Ingi Bjöm vildi skera niður risnukostn- að ríkisins um helming. Hann væri á annan milljarð. Og inni í þeirri upphæð væri „geysilegt sukk“. Ingi Bjöm sagði einnig að afnema bæri dagpeninga með öllu, það ætti að nægja að greiða mönn- um fyrir útlagðan kostnað. Fjár-, munimir væm til, það eina sem vantaði væri viljinn. Undir lok ræðu sinnar lagði framsögumaður áherslu á að á meðan beðið væri eftir því að fá þá þyrlu sem keypt yrði afhenta ætti að leigja þyrlu til að sinna hinu brýna öryggis- hlutverki til sjós og lands. Að lok- inni fyrstu umræðu óskaði fram- sögumaður þess að málinu yrði vísað til allsheijamefndar. Fjöldi þingmanna tók til máls og lýstu fygi sínu við frumvarpið, Guðni Ágústsson (F-Sl), Anna Ól- afsdóttir Bjömsson (SK-Rn), Steingrímur Hermannsson (F- Rn), Stefán Guðmundsson (F-Nv), , Kristinn H. Giinnarsson (Áb-Vf), Svanhildur Ámadóttir (S-Ne), Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv) og Jón Helgason (F-Sl). Þeir þingmenn sem fylgja flokk- um stjórnarandstöðu, átöldu harð- lega að ráðherrar ríkisstjómarinn- ar væm ekki viðstaddir umræðu í þingsal eða ekki í þinghúsi án lögmætra fjarvista. Töldu þeir ekki hægt að ljúkja þessari um- ræðu án þess að fulltrúar ríkis- stjómarinnar gerðu grein fyrir meðferð þyrlukaupamálsins. Að lokum féllst starfandi forseti, Pálmi Jónsson 6. varaforseti, á tilmæli Steingríms Hermannsson- ar um að þessari umræðu yrði frestað. MMHCI Frumvarp um orku fallvatna Nauðsynleg ríkiseign vegna þjóðarhagsmuna eða þjófnaður ALLIR þingmenn Alþýðubandalagsins standa að frumvarpi til laga þess efnis að orka fallvatna sé eign íslenska ríkisins. Frumvarp þetta var áður lagt fram árin 1984 og 1985. Páll Pétursson (F-Nv), formaður þingflokks framsóknarmanna, telur að frumvarp Álþýðu- bandalagsins standist ekki gagnvart 67. grein stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Páll Pétursson minnir einnig á 19. vers í 5. kafla Mósebókar: „Þú skalt ekki stela.“ Fmmvarp alþýðubandalags- manna kveður á um að lögfest verði að orka fallvatna sé eign ríkisins sem eitt hafi heimild til nýtingar hennar. Frá þessari meginreglu eru þó gerðar nokkrar undantekningar, s.s. að heimildir til þeirra sem þeg- ar hafa virkjað samkvæmt gildandi lögum skulu haldast óskertar. Þá haldast heimildir rétthafa til virkj- unar fallvatna til raforkufram- leiðslu allt að 200 kW. Einnig hald- ast heimildir þeirra aðila sem þegar hafa hafið virkjunarframkvæmdir og ennfremur þeirra aðila sem virkj- að hafa fallvötn til orkuframleiðslu innan 10 ára frá gildistöku laga þessara; tefjist framkvæmdir við slíka virkjun af óviðráðanlegum ástæðum lengist frestur þessi sem þeirri töf nemur. Það kemur fram í greinargerð með frumvarpinu að frumvarp um sama efni hefur tvívegis áður verið flutt en ekki orðið útrætt. Nú séu aðeins gerðar breytingar á 4. grein þar sem tekin eru inn fyllri ákvæði um umhverfisvemd í tengslum við leyfísveitingu fyrir vatnsaflsvirkj- unum og vísað til ákvæða skipu- lagslaga um málsmeðferð. Flutningsmenn frumvarpsins telja brýnt að lögfesta ákvæði frum- varpsins út frá almennum sjónar- miðum en einnig vegna breyttrar réttarstöðu erlendra ríkisborgara hér á landi. í greinargerð kemur fram að þetta frumvarp var upphaflega af- rakstur af starfi nefndar sem skipuð varð af iðnaðarráðuneytinu í apríl 1979 til að semja „tillögu að frum- varpi til laga um að virkjunarréttur fallvatna verði þjóðareign". Fyrrgreind nefnd skilaði áliti haustið 1981 og lagði fram drög að frumvarpi. í nefndaráliti var tek- ið undir þá stefnu að sem mest af náttúruauðlindum landsins bæri að lýsa sameign þjóðarinnar, þ. á m. réttinn til virkjunar landsins. Við samningu frumvarpsins kom fram ágreiningur og varð nefndin ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meirihluta nefndarinnar skipuðu Ámi Reynisson framkvæmdastjóri, Bragi Siguijónsson alþingismaður, Guðmundur Vigfússon deildarstjóri og Jakob Bjömsson orkumálastjóri. Páll Pétursson alþingismaður átti einnig sæti í nefndinni en hann lýsti sig í grundvallaratriðum ósammála áliti meirihluta. Hann taldi þetta frumvarp bijóta í bága við 67. grein stjórnarskrárinnar: „Eignarréttur- inn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli, og komi fullt verð fyrir." Páll Pétursson minnti einnig á að í Gamla testamentinu, 5. Móse- bók, 5. kafla, 19. og 21. versi, varK sama hugsun lögð til grundvallar siðsamlegri breytni eins og býr að baki 67. gr. stjómarskrárinnar. 19. vers 5. Mósebókar boðar: „Þú skalt ekki stela." 21. vers boðar: „Þú skalt ekki gimast konu náunga þíns, og ekki ágimast hús náunga þíns, ekki land hans, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“ Páll Pétursson sagði í samtali við Morgunblaðið að trú sín á gildi stjómarskrárinnar og fyrrgreindra boðorða Mósebókar væri óhögguð og gætu menn því leitt að því líkur hvaða álit hann hefði á þessu frum- varpi Alþýðubandalagsmanna. Páli Péturssyni lék meiri hugur á að sjá frumvarp frá iðnaðarráðherra um virkjunarrétt fallvatna. En slíkt frumvarp hefur ríkisstjómin boðað í tengslum við EES-samninginn. _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.