Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 31
seei flSfmavöK .e- flUPAQuaivcHM ai<3AJgvuoflOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 08 31* Hollt og gott Fallegt, auðvelt, fljótlegt og ódýrt. Mörg eru lýsingarorðin, en þetta er það sem nútímamaðurinn vill sameina. í ríkisútvarpinu einn morguninn í vikunni kom fram skemmtileg tillaga, en hún var sú að friðlýsa heimilin milli sex og átta á kvöldin. Maður brosir, en alvara fylgir þessu máli, þótt á gamansaman hátt sé sett fram. Hvað er að gerast í okkar þjóð- félagi, heimilin og börnin, sem eru undirstaða velfarnaðar okkar, verða útundan. Þegar örþreyttir foreldrar koma heim úr vinnu, þurfa þeir að fara í alls konar lík- amsrækt til að ná úr sér verkjun- um og laga vöxtinn, og börnin eru sett í margs konar aukatíma á meðan. íþróttirnar er svo ekki hægt að stunda án þess að stæll sé á fatnaði og öðrum útbúnaði. Það tekur foreldra talsvert langan tíma að vinna fyrir honum. Ekki eru öll börn svo heppin að eiga foreldra, sem geta keypt auka- tíma handa þeim, og þau sitja fyrir framan sjónvarpið í staðinn oft með skyndimatinn á hnjánum, þar sem enginn tími er til að elda. Sá matur eru í flestum tilfellum miklu dýrari og verri en hinn heimaeldaði, sem ekki er þó alltaf tímafrekt að elda. Börn hafa sagt mér að þau borði keypta pizzu á hverjum einasta degi og oftast er djús eða gos drukkið með. Órói barna stafar ekki bara af því hvað börnin eru mikið ein, heldur líka af óhollum mat og drykk. Börn drekka orðið litla mjólk. Þau fá að vísu mjólkurmat í formi sýrðr- ar mjólkurvöru, en í hana er oft- ast er bætt dísætum ávöxtum og bragðefnum. Fæst börn drekka vatn með mat, en vatnið okkar er þó besti og ódýrasti drykkur- inn. Gefið börnunum vatn með matnum, setjið klaka í hann, það finnst þeim spennandi, og gefið ykkur tíma til að elda og sitja saman til borðs. Nota má hvaða grænmeti, sem ykkur hentar í þennan rétt. Bæði ferskt og frosið. Grænmetishlaup Vikg blómkál eða sprota- kál (brokkoli) 6-8 meðalstórar gulræt- ur 2 meðalstórir blaðlaukar 3 papríkur, gul, græn og rauð 1 dós jógurt án bragð- efna 1 dl rjómi 1 bréf ljóst hlaup frá Toro 2'/2 dl sjóðandi vatn, nokkrar skinusneiðar, ristað brauð 1. Þvoið blaðlaukinn vel, skerið í sneiðar, skiptið blómkáli eða sprotakáli í greinar. Takið stilk og steina úr papríku, þvoið gulr- ætur vel. Sjóðið hverja grænmet- istegund fyrir sig í litlu saltvatni í 5 mínútur. Hellið vatninu af. 2. Setjið grænmetið í lögum í aflangt álform. Jj 3. Leysið hlaupið upp í 2 Vi dl af sjóðandi vatni (helmingi minna en stendur á pakkanum). Kælið án þess að það hlaupi saman. 4. Setjið jógúrt og rjóma út í hlaupsafann, hellið yfir grænmet- ið. Látið standa í kæliskáp í 2-3 klst. eða lengur. 5. Hvolfið hlaupinu á fat, berið skinku og ristað brauð með. Ávaxtahlaup 1 lft.il ferna eplasafi 1 lítil ferna ananssafi 6 blöð matarlím eða 2 msk. matarlímsduft Umsjón: KRISTÍN GECTSDÖTnR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 1 stórt epli 1 stór pera 1 appelsína 20 vínber, helst steinalaus. 1. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. 2. Hellið eplasafanum í pott, hitið að suðu, takið af hellunni, vindið matrlímsblöðin úr kalda vatninu, setjið þau í heitan eplas- afann og látið leysast upp eða setjið matarlímsduftið út í og lát- ið leysast upp. 3. Hellið ananassafanum út í, setjið í kæliskáp í um 15 mínútur eða þar til safinn er orðinn kaldur án þess að hlaupa saman. 4. Afhýðið epli, peru og appels- ínu, takið kjarna úr epli og peru, en steina úr appelsínu, skerið allt í litla bita. Skerið vínberin í tvennt, fjarlægið steina ef ein- hverjir eru. 5. Setjið ávextina í djúpt ál- form, hellið kældum safanum yf- ir. Setjið formið í kæliskáp og látið stífna í 3-4 klst. Meðlæti: Jógúrt eða þeyttur rjómi með stöppuðum banönum. It- I*- Afmæli Kristján Sigurðsson, Eyri, Siglufírði, níræður í dag er 90 ára hinn aldni heið- ursmaður Kristján Sigurðsson á Eyri í Siglufirði. Kristján er fædd- ur í Siglufirði. Kristján fæddist í Siglufirði 4. nóvember árið 1902 og voru foreldrar hans þau Sigurð- ur Jónsson og Andrea Sæby. Krist- ján kvæntist árið 1931 Ólöfu Gísladóttur frá Skarðsdal í Siglu- fírði, sem látin er fyrir allmörgum árum. Ekki varð þeim barna auðið. Ekki treysti ég mér til að rekja ættir Kristjáns, þannig að gagn sé að, svo því skal sleppt en þess í stað lítillega drepið á æviferil hans og mannkosti. Þ6 ég hafi þekkt til Kristjáns svo lengi sem ég man, lágu leiðir okkar ekki saman fyrr en 1970, í félagsskap sem okkur var báðum hugleikinn, sem var Sameignarfé- lag fjáreigenda í Siglufírði. Okkar fyrstu kynni í þessum félagsskap voru reyndar nokkuð stormasöm, því báðir voru þráir og þverir og þóttust vita betur en hinn. Þó fór svo að báðir vitkuð- ust þegar fram liðu stundir og það svo, að við urðum hinir bestu vin- ir. Hefur ekkert skyggt á órofa vináttu okkar síðan. Ungur nam Kristján trésmíði hjá Karli Sturlaugssyni hér í Siglu- fírði og vann hann lengi við smíð- ar, m.a. bátasmíði. Árið 1932 var Kristján ráðinn verkstjóri hjá Sam- vinnufélagi ísfirðinga, sem rak síldarsöltun hér í Siglufírði. Krist- ján vann hjá Samvinnufélaginu allt þar til það var lagt niður, eft- ir að síldin hvarf, nokkru fyrir 1970. Kristján vann fullan vinnu- dag þar til fyrir 8 árum, þá 82 ára. Kristján gekk snemma í Verka- lýðsfélag Siglufjarðar og var for- maður þess um tíma. Hann hefur alla tíð verið ódeigur málsvari þeirra er minna mega sín og mörg- um hefur hann rétt hjálparhönd um dagana, oftar en ekki í kyrr- þey og ekki krafist endurgjalds af neinu tagi. Oft gustaði hressi- lega í kringum Kristján í barátt- unni, þá er verkalýðshreyfingin var í mótun. Baráttan var hörð og óvægin á þessum árum en hvorki þá né síðar hefur Kristján farið dult með skoðanir sínar. Hann hefur ætíð verið ómyrkur í máli og sagt sína meiningu, hvort heldur mönnum hefur líkað betur eða verr. Sem ungr maður gekk Kristján í Alþýðuflokkinn og hefur alla tíð síðan verið trúr hugsjón jafnaðar- mennskunnar. Er mér til efs að sannari jafnaðarmaður fyrirfinnist á Islandi. Kristján hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn hér í Siglufirði. Hann sat yfir 30 ár í bæjarstjórn, lengst allra Alþýðuflokksmanna hér í bæ, var formaður flokksfé- lagsins um skeið og hefur átt sæti í óteljandi ráðum og nefndum. Kristján fylgist enn mjög vel með bæjar- og landsmálum og lætur ungu mennina óspart heyra það þegar honum þykir víkja af leið. Þó baráttan hafi oft verið hörð og óvægin, bæði í verkalýðshreyf- ingunni og pólitíkinni, þá veit ég að Kristján á sér engan óvildar- mann, því menn hafa virt hann fyrir orðheldni og drengskap í hvívetna. Kristján á Eyri hefur mörgum þótt hrjúfur við fyrstu kynni, en undir þeirri brynju slær hlýtt hjarta í góðum dreng. Hann býr við góða heilsu, jafnt til sálar og líkama, þrátt fyrir háan aldur. Allt fram á þetta ár hefur hann ekið bifreið sinni, enda orðinn lú- inn til gönguferða. Ekki hefur Kristján skapað heilbrigðiskerfinu mikil útgjöld um dagana, því öll sín 90 ár hefur hann aðeins einu sinni gist sjúkrahús í skamman tíma, þá orðinn 85 ára. Ekki get ég látið hjá líða að geta Antons Sigurbjörnssonar, sem er bílstjóri hjá útibúi KEA hér í Siglufirði. Anton hefur í mörg undanfarin ár verið ólatur við að taka Kristján með sér er hann ekur um Siglufjörð og þann- ig hefur hinn aldni heiðursmaður fylgst gjörla með mannlífi og framkvæmdum í bænum. Vart líð- ur sá dagur að þeir félagar sjáist ekki á ferð um bæinn. Ég vil að endingu senda þér mínar bestu afmæliskveðjur um leið og beðið er að sú gata sem ógengin er verði þér greiðfær og ævikvöldið beri þér birtu og yl, eins og þú hefur til sáð. Lifðu í sæmd, eftirleiðis sem hingað til. r Ólafur Jóhannsson. Kristján Sigurðsson trésmíða- meistari, í áratugi forystumaður í bæjarmálum Siglufjarðar og í fylk- ingu jafnaðarmanna þar í bæ, er níræður í dag. Hann fæddist í Siglufirði 4. nóvember 1902. For- eldrar hans vóru hjónin Andrea Sæby og Sigurður Jónsson, verk- stjóri. Kona hans var Ólöf Gísla- dóttir, bónda og trésmiðs í Skarðsdal í Siglufirði, og konu hans, Önnu Þorláksdóttur. Hún lézt fyrir mörgum árum. Þegar Kristján á Eyri leit fyrst dagsins ljós norður í Siglufirði fyrir níutíu árum vóru skráðir íbú- ar þar innan við 150 talsins. ís- lendingar vóru þá aðeins tæplega 80.000, eða tæplega þriðjungur þess sem nú er, og að stærstum hluta búandi í sveitum; aðeins um 22.000 höfðu þá búsetu í þéttbýli, það er í kauptúnum og kaupstoð- um. Það hefur því margt breytzt í bæjar- og þjóðlífi á æviferli Krist- jáns Sigurðssonar. Siglufjörður óx úr litlu þorpi í rúmlega þrjú þús- und manna byggð, þegar bezt lét, sem reyndar margfaldaðist á sumrum meðan síldarævintýrið var og hét og silfur hafsins glóði á Grímseyjarsundi. Eftir að sfldar- stofninn hrundi, að hluta til vegna ofveiði, fækkaði íbúum Siglufjarð- ar á nýjan leik, en þar búa nú rúmlega 1.700 manns í tiltölulega blómlegu sjávarplássi, miðað við aðstæður í þeirri undirstöðugrein. Kristján Sigurðsson hefur lifað mikla breytingatíma, bæði í heimahögum og á landsvísu, og var lengst af virkur þátttakandi í atburðarásinni, bæði í sókn og vörn. Auk starfs í iðngrein sinni, báta- og húsasmíði, var hann ára- tugum saman umsjónarmaður með stórri sfldarverkunarstöð. Hann fór lengi fyrir siglfirzkum jafnaðarmönnum bæði í verkalýðs- og bæjarmálum og sat um tíma í miðstjórn Alþýðuflokksins. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar 1946-1970. Var forseti og vara- forseti bæjarstjórnar 1958-70. Gegndi og fjölmörgum trúnaðar- störfum öðrum fyrir flokk sinn og bæjarfélag. Við Kristján Sigurðsson áttun um langt árabil .gott samstarf bæjarmálum Siglufjarðar, þótt vic heyrum hvor til síns stjórnmála- flokksins. Mér er því bæði ljúft og skylt, í tilefni níutíu ára afmæl- is hans, að þakka honum sam- starfsárin í Siglufirði og árna hon- um alls góðs í framtíðinni. Stefán Friðbjarnarson. JOLATILBOÐ 20% afsláttur af eldbústækium GmtóMGÓBUVERDI ¦* J- !L-ð5*l _=,--»> \^Sa\ icö*kl 4*3 iS*EE^ ;TT ¦.;. % Stórhöfða 17, við Guuinbrú, símió7 48 44 Verðdæmi: F 4804 X OFN Yfir-undirhiti, blástur og grill, hvítt glerútlit, klukka kr. 39.150,- TV483 B HELLUBORÐ Keramik yfirborð hvítur eða svartur rammi, fjórar hellur kr. 42.250,- LV 8-343 UPPÞVOTTAVÉL Hvít, 45 cm breið, 4 kerfi.hljóðlát kr. 51.550,- Funahöfða 19, sími 685680. Söluaðili ó Akureyri: Örkin hnns Nóa, Glerórgötu 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.