Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992
Umhverfismálin
í EES og EB
eftirAuði
Sveinsdóttur
Andstætt sjálfbærri þróun
Þannig er nú komið í heiminum
í dag að við blasir hraðfara vist-
^fræðileg kreppa. Um það eru flest-
ir sammála og auðvitað vilja allir
forðast þannig hörmungar og
stuðla að betra umhverfi.
Á heimsvísu stendur baráttan
milli aukins hagvaxtar, aukinnar
neyslu, og samkeppni ríku þjóð-
anna hins vegar og annars vegar
tillit til fátækari þjóða (þriðja
heimsins), umhverfísins og sjálf-
bærrar þróunar. Sá samningur sem
Alþingi íslendinga hefur til um-
fjöllunar á þessum haustdögum,
varðandi aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu og sem jafnframt er
fordyrið að Efnahagsbandalaginu,
samræmist á engan hátt þeim hug-
myndum sem settar eru fram um
-^sjálfbæra þróun, alþjóða samvinnu
um umhverfismál, aðstoð við þriðja
heiminn skynsama nýtingu auð-
linda né þátttöku almennings í
verndun síns umhverfis.
Þessi samningur um Evrópska
efnahagssvæðið sem byggir á
grundvallarhugmyndum Efna-
hagsbandalagsins eykur enn á
muninn milli ríkra og fátækra,
hann er gerður til að einangra
nokkur ríki í bandalagi þar sem
þau gæta aðeins sinna sérhags-
^muna.
Þetta er fyrst og fremst verslun-
arbandalag þar sem markmiðið er
að búa svo um hnútana efnahags-
lega að ekki komi til stríðsátaka
milli stórþjóða Evrópu og til þess
eru þau verkfæri notuð m.a. að
auka hagvöxtinn, auka fram-
Ieiðslu, neyslu og samkeppni svo
hægt sé að keppa við risaveldin
Japan og Norður-Ameríku.
Þannig vöxtur getur aldrei orðið
öðruvísi en með rányrkju á auðlind-
ir jarðar þar sem enn frekar er
gengið á umhverfið og rétt hinna
fátækari þjóða. Þannig vinnubrögð
auka heldur ekki á samvinnu ríkra
-vþjóða og fátækra, sem er eitt af
meginskilyrðum þess að þessi jörð
verði íbúðarhæf í framtíðinni.
Áframhaldandi hagvöxtur er
fjandsamlegur lífríki jarðar
Svo vitnað sé í orð nóbelsverð-
launahafans í hagfræði Trygvi
Haavelmo, þar sem segir „áfram-
haldandi hagvöxtur meðal ríku
þjóðanna er skelfileg hugsun, því
ef fylgja á EB-sinnum um hagvöxt
sem talin er þurfa að vera 4% á
ári þá munum við á 100 árum
margfalda neyslu okkar 50 sinn-
um!!" Svo mörg voru þau orð.
Markaðsöflin eiga að ráða, önn-
ur markmið koma langt neðar á
listann svo sem staða og réttindi
kvenna, félagsleg réttindi ýmis-
konar, ásamt umhverfisvernd.
Stöðugt fleiri gera sér nefnilega
grein fyrir því að aukinn hagvöxt-
ur er brjálæði fyrir áframhaldandi
veru manna hér á jörðinni. Og þá
er ég ekki að tala um að ástandið
versni á einu, eða næsta kjörtíma-
bili eins og allt of mörgum er tamt
að hugsa, heldur næstu áratugi eða
fram á næstu öld.
I náttúrunni er þannig vaxtar-
lína sem nú blasir við skilgreind
sem hættumerki sem bendir á
hraðfara vöxt illkynjaðs æxlis.
Tviskinnungur EB í
umhverfismálum
Samningurinn um EES getur
aldrei samræmst þeirri umhverfis-
vernd sem er raunhæf. Mörg dæmi
væri hægt að taka og e.tv. er
nærtækasta dæmið flutningar í
Evrópu.
Samkvæmt lögum EB og þar
með EES má ekki hefta flutninga
né verslun milli landa, og þá er
reiknað með aukningu í vöruflutn-
ingum á þjóðvegum um 42% að
árinu 2010, fjöldi einkabifreiða
mun aukast um 45%, allt til að
styrkja innri markað bandalagsins
(en bifreiðar eiga einn stærsta
þátt í aukningu C02 í andrúmsloft-
inu). Á sama tíma stendur baráttan
um að draga úr C02 í andrúmsloft-
inu sem talið er að þurfi að minnka
um 80% frá því sem er í dag ef vel
á að vera. Nefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna ráðleggur lækkun
um 60% — það hlýtur hver og einn
að sjá þverstæðurnar í þessu!
Fleiri dæmi er hægt að taka eða
hvernig verður samkeppnisstaða
okkar hér með okkar hreinu nátt-
úruafurðir grænmeti, kjöt og aðrar
landbúnaðarafurðir þegar kröfur
um eiturefni og rotvarnarefni í
matvælum verða þannig að okkar
vörur eru á engan hátt samkeppn-
ishæfar eins og við sjáum glöggt
m.a. af hollenskum tómötum sem
koma í verslanir í maí og eru ekki
enn farnir að rotna seinni part
sumars þegar íslenska framleiðsl-
an kemur á markað!
Ég vil ennfremur benda á að
frjáls verslun eða réttara sagt
óheft verslun gildir einnig um
flutning á eitruðum úrgangi. Sam-
kvæmt núgildandi reglum er visst
eftirlit með hvers konar flutningi
milli landa og veitir það ákveðna
tryggingu, en með reglum EES og
EB er frjáls verslun leyfð og því
er hægt að versla óheft með eitrað-
an úrgang — sem e.t.v. kemur
skýrt í ljós, þegar verið er að tala
um að stórfyrirtæki Evrópu væru
að notfæra sér eymdina í Sómalíu
til að greiða þeim þar fé gegn
geymslu á hættulegum úrgangi frá
okkur, neysluríkjunum.
Aukinn, óþarfa kostnaður
Með EES-samningnum þurfum
við að taka yfir lög og reglugerðir
sem verða okkar lögum rétthærri.
Mörg hver eru ekki miðuð við okk-
ar aðstæður eða sérstöðu, en tíð-
rætt hefur verið um þann kostnað
sem samningurinn hefur í för með
sér og fyrir liggja beinar tölur
varðandi samningsgerðina sjálfa.
Hver raunverulegur kostnaður er
liggur ekki fyrir og ég leyfí mér
að efast um að þar séu öll kurl
komin til grafar, því í marga kima
er að líta.
Hver verður til dæmis kostnaður
sveitarfélaga í sambandi við förg-
un eiturefna, sorphirðu, frárennsl-
ismál, skipulagsmál svo eitthvað
sé nefnt. Auðvitað þarf að koma
mörgum málum í lag, því víða er
pottur brotinn. Við þurfum ekki á
EES-samningum að halda til þess!
Þau lög og reglugerðir sem til
þarf er Alþingi íslands fullfært um
að setja og þá miðað við hérlendar
aðstæður. Þetta á ekki eingöngu
við um umhverfismálin, heldur enn
fremur um neytendamál og ótal-
mörg önnur mál. Samkvæmt einni
af tilskipun með EES samningnum
er varðar loftmengun, er okkur
gert að setja upp og reka mæli-
stöðvar vegna bindandi ákvæða
um loftgæðarannsóknir og upplýs-
ingaskyldu. Okkur íslendingum er
því gert að mæla mengun í and-
rúmsloftinu og ber að setja upp
mælistöðvar til þess að kanna
þetta, (og það er af hinu góða) —
en þá kemur upp í hugann að erfið-
leikar virðast í áframhaldandi
rekstri þeirra einu mælistöðvar
sem til er á landinu á vegum Holl-
ustuverndar ríkisins og staðsett er
á Miklatorgi. Ef ekki er hægt að
halda þeim rekstri áfram, hvað þá
með þessa tilskipun samkvæmt
EES-samningnum um mælingar á
loftmengun. Þetta var eingöngu
eitt lítið, einfalt dæmi, en þannig
eru þau mörg. Ég leyfi mér að
álíta að þau hafa ekki verið reikn-
uð út til hlítar.
Hér á Norðurlöndum búum við
við sterkari umhverfisvernd en víð-
ast hvar í Evrópu, en með EES-
samningnum munum við fá veikari
stöðu og minni möguleika á að
sinna umhverfisvernd miðað við
okkar sérstöku aðstæður.
Þátttaka almennings
Samningurinn mun einnig hafa
það í för með sér að þátttaka al-
mennings og frjálsra samtaka í
ákvarðanatöku á sviði umhverfis-
mála verður ákaflega takmörkuð.
Ákvarðanir verða teknar langt
fjarri hinum einstöku byggðarlög-
um og þjóna ekki á nokkurn hátt
hagsmunum íbúanna. E.t.v. er
höfnun ríkisstjórnarinnar á beiðn-
inni um þjóðaratkvæðagreiðslu vís-
bending um það sem koma skal
þar sem fólkinu er hvorki ætlað
að hafa vit né skoðun á um hvað
málin snúast. Jón Baldvin utanrík-
isráðherra hefur gert Iítið úr þekk-
ingu landsmanna á EES-samn-
ingnum. Auðvitað er ekki hægt að
ætlast til þess að þorri fólks hafi
lesið sig í gegnum öll þau skjöl sem
fylgja málinu en rökin gegn samn-
ingnum varðandi skerðingu á sjálf-
stæði okkar fámennu þjóðar og
frelsi til að fara með eigin mál eru
það sterk að mikil og öflug and-
staða er gegn samningnum um
allt land. Þessi andstaða fer ekki
hátt en hún er þar. Fólkið á rétt
á að fá að segja skoðun sína í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Ekki eymd og volæði
Það er nefnilega ekki þannig að
ef við höfnum EES-samningnum
eða Evrópu-bandalaginu verðum
ísland undir vestur-
evrópskri stjórn
eftir Jóhannes R.
""Snorrason
Dr. Björn S. Stefánsson fjallar
um stöðu íslands skv. samnings-
uppkastinu um EES í nýútkominni
bók, sem ber heitið Hjáríki. Efninu
er skipt í átta kafla, sem eru hver
öðrum fróðlegri og gefa lesandan-
um góða innsýn í upphaf umræð-
unnar um þessi mál á íslandi, og
hve langt aftur í tímann má rekja
áhuga ákveðinna pólitískra afla í
þjóðfélaginu á því, að ísland teng-
ist Evrópubandalaginu, jafnvel þó
að í skiptum fyrir lækkun innflutn-
ingstolla á markaði þess, þurfí ís-
lendingar að fórna rétti sínum til
þess að takmarka aðgang og eign-
arhald erlendra einstalinga og fyr-
irtækja að auðlindum þjóðarinnar.
Dr. Björn S. Stefánsson hefir
margt ritað um þjóðmál á undan-
' "förnum áratugum og er flestum
fróðari á þeim vettvangi. Hann var
m.a. í nefnd á vegum atvinnuveg-
anna, sem ríkisstjórnin stóð að
árið 1962, sem kanna skyldi, ásamt
fulltrúum stjórnvalda, áhrif vænt-
anlegrar aðildar íslands að Efna-
hagsbandalagi Evrópu, EBE, en
hart var þá barist fyrir því máli,
m.a af viðskiptaráðherranum dr.
Gylfa Þ. Gíslasyni. Minnisstæð
mun flestum ræðan, sem ráðherr-
ann flutti á 100 ára afmæli Þjóð-
minjasafnsins árið 1963. Þar fór
ekki milli mála hvert hugur hans
stefndi, og stóð mörgum stuggur
af: „Að teysta sjálfstæði þjóðarinn-
ar með því að fórna því. Þess vegna
ætlum við að binda kænu smáríkis
aftaní hafskip stórveldis". Mér
fmnst ekki óeðlilegt að rifja þessi
orð ráðherrans upp hér, enda sýn-
ist vilji til þess að fórna sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar felast í þess-
um orðum. Þótt einhver áherslu-
munur sé á málflutningi talsmanna
EES-samningsins nú, 30 árum síð-
ar, þá var og er megin áherslan
lögð á, að múlbinda þjóðina aftaní
„hafskipið", sem upp frá þvf réði
ferðinni.
Keimlíkar hrakspár
í fyrsta kafla bókarinnar Hjárík-
is greinir höfundurinn frá ræðu
sem einn talsmanna EBE-aðilar
flutti á lokaðri ráðstefnu um málið
árið 1962. Þar komu m.a. fram
eftirfarandi fullyrðingar: „Utan
Efnhagsbandalagsins yrði hlut-
skipti okkar það sama og hins
stjórnlausa fleys." „Vörur okkar
þyrftu að klífa tollmúra, við yrðum
utan almennrar verkaskiptingar og
framfara í Evrópu, lífskjörin
myndu standa í stað", o.s.frv. Um
þessar fullyrðingar og aðrar af
svipuðum toga spyr dr. Björn:
„Höfum við ekki lesið þetta ný-
lega?" Hann hrekur þessar fullyrð-
ingar lið fyrir lið og til hvers það
hefði leitt hefðu kappsfullir stuðn-
ingsmenn EBE-aðildar 1962 náð
fram vilja sínum. Hann bendir á,
að nú flytjum við tollfrjálst til allra
EFTA- og EB-landa allan iðnvarn-
ing og hraðfrystan fisk og fullunn-
inn.
Varðandi þá fullyrðingu að lífs-
kjör á íslandi myndu standa í stað,
gerðumst við ekki aðilar, er það
að segja, að viðskipti okkar við
Evrópulönd jukust hröðum skref-
um eftir að ræða aðildartalsmanns-
ins var flutt, og hafa alla tíð síðan
staðið með miklum blóma. At-
hafnafrelsi landsmanna til verslun-
ar og hverskonar viðskipta við
umheiminn, ásamt góðri menntun
og dugnaði íslensku þjóðarinnar,
að ógleymdum gæðum landsins og
hafsvæðanna umhverfis það, hefir
skilað okkur betri Iífskjörum en
víðast hvar annars staðar í Evr-
ópu, og gert ísland eitt ákjósanleg-
asta landið á Norðurhvelinu til
búsetu. Einmitt sú staðreynd gæti
reynst þjóðinni hættuleg, með hlið-
sjón af gagnkvæmu frelsi 380
milljóna Evrópubúa, til frjálsrar
atvinnu og búsetu í landi okkar,
skv. EES-samningi. Það er ærin
ástæða til þess að spyrja nú, hvort
það sé nokkuð sem bendi til þess,
að þeir stjórnmálamenn sem koma
vilja íslandi undir vestur-evrópska
stjórn árið 1993, hafí gleggri inn-
sýn í framtíðina en skoðanabræður
Auður Sveinsdóttir
„Samningurinn um
EES þjónar á engan
hátt hagsmunum um-
hverfisverndar, með
öðrum orðum framtíð-
arhagsmunum íbúa
jarðarinnar til lífvæn-
legra umhverfis."
við útskúfuð og einangruð frá
Evrópu. Það er hægt að gera
samninga í viðbót við þá sem þeg-
ar hafa verið gerðir og þjóna hags-
munum okkar vel.
í grein sem hinn þekkti norski
prófessor Torsten Eckhoff hefur
ritað, afneitar hann algjörlega
þeirri skoðun að höfnun á þátttöku
í EES leiði til einangrunar, eymdar
og volæðis, heldur að margir aðrir
góðir möguleika séu til staðar og
ekki sé verið að loka neinum gátt-
um.
Andstaða náttúru-
verndarsamtaka
Það er ekki að ástæðulausu að
náttúruverndarsamtök Norður-
landa eru andvíg aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu og Evrópu-
bandalaginu og hafa lýst því opin-
berlega yfir. Astæðan er einföld.
Samningurinn um EES þjónar á
engan hátt hagsmunum umhverf-
isverndar, með öðrum orðum fram-
tíðarhagsmunum íbúa jarðarinnar
til lífvænlegra umhverfis.
Af þeirri einföldu ástæðu er ég
algjörlega andvíg aðild að EES eða
Evrópubandalaginu og veit að
þeim sem annt er um að lífríki
jarðar og auðlindum verði ekki
spillt eru sama sinnis.
Höfundur er landslagsarkitekt og
varaþingmaður Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík.
Jóhannes Ft. Snorrason
„Er vonandi að þjóðin
átti sig í tíma, ella mun-
um við glata því, sem
okkur ætti að vera dýr-
mætast, þ.e. sjálfsfor-
ræðið, fullveldi íslensku
þjóðarinnar."
þeirra árið 1962? Um framtíðarsýn
hinna fyrrnefndu er vonandi að
þjóðin átti sig í tíma, ella munum