Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 33 ísland eyja stöðug- leikans eða hvað? eftir Gísla Einarsson Undanfarnar vikur og mánuði hefur atvinnuleysi farið vaxandi. Vonleysið, fylginautur atvinnu- missis, grefur um sig hjá þjóð sem venjulega ber höfuðið hátt og ber sig vel. Hver verða viðbrögðin önn- ur en vanmáttug reiði í garð þeirra sem telja sig verða að nota upp- sagnarleiðina til hagræðingar og í garð stjórnenda, í garð þjóðfélags- ins, bæjar- og sveitarstjórna sem nú verða að bregðast við? Hvert er umhverfið á eyju stöð- ugleikans, íslandi? Atvinnuleysi á leið í 5-15%. Sjávarútvegsfyrirtæki mörg tæknilega gjaldþrota, afli of litill, fiskiskipaflotinn of stór, gegndarlausar innkaupaferðir, 800- 1.000 störf í járniðnaði seld í hendur útlendinga, textíliðnaður gjaldþrota, — Atvinnuleysistrygg- ingasjóður á leið í gjaldþrot á sama tíma og við greiðum út yfir 15 milljónir vikulega í bætur og flytj- um svo inn allskonar vörur sem lítillega þyrfti að hafa stjórn á til að gjörbreyta kaupum íslendinga á þeim. Aðgerðir stjórnvalda Stjórnvöld telja sig aðeins geta gripið til almennra aðgerða til að skapa rétt umhverfi fyrir atvinnu- vegina, nefnt hefur verið að lág verðbólga og minnkandi fjár- magnskostur sé grunnur að stöð- ugleika. Þarf fylgifiskur stöðug- leikans að vera 2-3% atvinnuleysi? Margsinnis hefur verið vitnað til atvinnuleysis í nágrannalöndum okkar. Ég tel að þar séu víti til varnarðar en ekki til viðmiðunar og þó að gott sé að leita ráða hjá nágrönnum þá skulum við forðast þau ráð sem leiða til örfokastefnu atvinnuleysis og niðurlægingar einstaklinga og fjölskyldna. Sænska leiðín Menn hafa rætt um sænsku leið- ina svokölluðu. Rætthefur verið að senda fulltrúa frá íslandi til að læra þá leið, allt er gott um það ef sá eða þeir aðilar sem fara í námsreisu læra hvernig á því stendur að ekki fæst Cheerios og Cocopuffs í Svíþjóð? Hvers vegna Gísli Einarsson „ Mér er reyndar sama hvað menn vilja kalla þau verndargjöld sem verður að leggja á ef menn bara þora og viíja taka á innflutnings- fylliríinu og gjaldeyris- sóuninni." er allt erlent kex og innflutt sæl- gæti miklu dýrara þar en á ís- landi? Hvers vegna er nauðsynja- vara framleidd í Svíþjóð, Dan- mörku og Noregi ódýrari í þessum löndum en sambærileg innflutt vara ef hún þá yfirhöfuð fæst í þessum löndum? Ég tel að þrátt fyrir allt frelsið þá hafi stjórnvöld í nágrannalöndum okkar fastari stjórn k öllum innflutningi en gert er á íslandi. Ef til vill eru þar hvatar sem við þyrftum að koma höndum yfir svo að í stað þess að við lokum t.d. fataverksmiðjum vegna 20% dýrari innanlands fram- leiddrar vöru þá látum við Atvinnu- leysistryggingasjóð styrkja störf og rekstur fyrirtækja svo að fólkið hafi vinnu og gjaldeyrir nýtist til annars í þágu þjóðarinnar. við glata því, sem okkur ætti að vera dýrmætast, þ.e. sjálfsforræð- ið, fullveldi íslensku þjóðarinnar. Um hina síðarnefndu segir dr. Björn S. Stefánsson: „Við sjáum nú hvað ráð þeirra voru mikið flan 1962." Hugmyndaheimur Um „hugmyndaheim" kratanna segir í sjöunda kafla Hjáríkis Björns S. Stefánssonar: „Marxistar skynja sig sem frumkvöðla lög- málsbundinnar þróunar og þá, sem ekki beygja sig undir lögmálið, fulltrúa tregðu og forneskju. Málf- • utningur þeirra getur orðið hroka- fullur, eins og vill henda þá sem þykjast standa á lögmálinu. ís- lenskir jafnaðarmenn líta á sig sem framverði aukinnar siðmenningar í vanþróuðu landi. Þeim mistókst að ná hér völdum með eigin afli. EES-samningurinn er þeim tæki til að taka ráðin af þeim sem þeir telja vanþróaða og fulla forn- eskju." Dr. Björn S. Stefánsson telur að oddvitar íslenskra jafhað- armanna hafi mótast í Svíþjóð, og vitnar í því sambandi í ævisögu Tage Erlanders, fyrrum forsætis- ráðherra Svía, en þar segir m.a. „að hann hafi fundið í kenningum Marx grundvöll sem sá, sem vildi breyta þjóðfélaginu, gæti staðið á". Á bls. 71 segir dr. Björn þetta m.a.: „Kapp jafnaðarmanna í EFTA- og EES-ríkjunum að út- breiða og efla miðstýringu frá Brussel, minnir á þá skoðun Er- landers, að koma þurfi á alþjóð- legri stjórn í samræmi við fram- leiðsluþarfir nútímans. Þegar svo vill til hér á landi, að það er for- ræði yfir takmörkuðum auðlindum landsins, sem er undirstaða vel- megunar þjóðarinnar, m.ö.o., and- staða við alþjóðlega stjórn hér á landi, hvað sem kann að eiga við annars staðar, verður ekkert hættulegra fyrir þjóðarhag en að láta menn, sem aðhyllast hin lög- máisbundnu viðhorf Erlanders ráða. Þegar lögmálstrúaðir fá völd, nota þeir þau til að láta lögmálið sem þeir trúa á rætast." Umhugsunarefni hlýtur það að vera, að sá flokkur manna sem hvað harðast berst fyrir að landið komist undir vestur-evrópska stjórn árið 1993, nýtur afar lítils stuðnings meðal þjóðarinnar. Það er án efa þess vegna, sem þeir vilja bera samninginn um EES upp til atkvæða á Alþingi, án þess fyrst að leita umsagnir hins almenna borgara á íslandi. Það hlýtur að flokkast undir pólitískt ofbeldi, þegar brjóta þarf stjórnarskrána til þess að knýja fram vilja sinn gegn fólkinu í landinu. Höfundur erfyrrvermdi yfirflugsijóri. Sijórnun landsins Ég vil nefna nokkuð af því sem nefnt hefur verið sem hluti lausnar: 1. EES-samningur, grundvöllur nýrrar markaðssóknar. 2. Aflagjald verði lagt á sjávar- afla í einhverri mynd. 3. Nauðsynleg markaðsaðlögun í 2-3 ár. 4. Stofnun smáfyrirtækja. 5. Aukin nýting orku. 6. Auknar rannsóknir og þróun- arstörf. Allar þessar aðgerðir, sem nefndar eru hér ásamt mörgum fleiri, eru langtímasjónarmið sem verða að koma til framkvæmda en það mun taka langan tíma. Aðgerðir! Það sem verður að bregðast við nú þegar er hratt vaxandi atvinnu- leysi sem verður að stöðva. Með stjórnvaldsaðgerðum! T.d. rann- sóknargjöldum á innfluttar vörur sem eru að leggja atvinnurekstur í stórum stíl í rúst. Mér er reyndar sama hvað menn vilja kalla þau verndargjöld sem verður að leggja á ef menn bara þora og vilja taka á innflutningsfylliríinu og gjaldeyr- issóuninni. Segið frá á réttan hátt Að lokum þetta: Yfir þjóðina dynja yfírlýsingar um skuldir ís- lendinga upp á kr. 700 þús. á hvert einasta mannsbarn á Islandi. Ég óska eftir því að þessar skuldir verði skilgreindar og bið hér með Þjóðhagsstofnun að gera grein fyr- ir hverjir eru ábyrgir og hverjir hafa fengið þessi lán. Er það al- menningur eða sægreifar eða Flugleiðir eða Landsvirkjun eða ÍSAL eða Járnblendifélagið? Gerið grein fyrir skuldum á annan hátt en að hvert barn sem fæðist verði að bera ábyrgð á 700 þúsund króna skuld án þess að hafa stofnað til hennar. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akranesi. Hákarl Erum að selja hákarl frákl. 10.00-22.00. Upplýsingar og pantanir Ísíma95-13179. Sendum um allt land. Hákarlsverkun Gunnlaugs, Hólmavík. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 / FYRIR JOLIN i K E y Pakkaskreytingar 9. nóv. Kennari: Uffe B. Eriksen. Þurrblómaskreytingar 11. nóv. Kennari: Uffe B. Eriksen. Jólaflíkin (fatasaumur) 11. nóv.-16. des. Kennari: Herdís Kristjánsdóttir. Útskurður (jólamunir) 10. nóv.-15. des. Kennari: Bjarni Kristjánsson. Jólatauþrykk 16.-623. nóv. Kennari: Guðrún Marínósdóttir. Jólaföndur 25.-28. nóv. Kennarar: Arndís Jóhannsdóttir, Bjarni Krist- jánsson og Margrét Guðnadóttir. i J Námskeið fyrir leiðbeinendur fi Námskeið fyrir leiðbeinendur verður dagana 20.-22. nóv. Kennslugreinar: Hekl, kennari: Ragna Þórhallsdóttir; mynd- vefnaður, kennari: Elínbjört Jónsdótttir; Útsaumur, kenn- ari: Sunneva Hafsteinsdóttir. Þátttökugjald kr. 5.000,- Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800. Skrifstofan er opin mánud. - fimmtud. frá kl. 14-16. Vinsamlegast hringið til að fá frekari upplýsingar. í í A H ^TILBOÐ Eldhúsvog Áður 3.966« Nú 2.975 Snafsasett Áður 1.246 • Nú • 935 Matar- og kaffistell Áður 2.830 • Nú 2.320 Blöndunartæki Áður 5.077 • Nú 3.980 Hárblásari Áður 2.022 • Nú 1.577 Límbyssa Áður 1.516 • Nú 1.289 rj \rr r U ( líLj í K R I N G L U N N I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.