Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 34

Morgunblaðið - 04.11.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 CO " n&t tehns's<yrk P&trrar 0 hu3sjónar fy"Í''9Ut*ZUr ’ t,n’ans.“ VlC,°rHugo Hótelrekstrarfræði- menntun í Sviss Fyrstir til að bjóða viðurkennt svissneskt-amerískt prófskírteini á háskólastigi í hótelrekstrarfræðum. Giörið svo vel og fáið ókeypis róðgjöf/námsmat. SiMI 90 41 25 81 38 62. Fax 90 41 25 81 36 50. Skrifið SHCC Colleges Admissions Office CH-1897 Le Bouveret. HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ EIGNAST Mteie ÞVOTTAYÉL? MIELE W701: VINDUHRAÐI600-1200 SN„ MIELEGÆÐI. r TILBOÐSVERÐ: 99.108,- KR. STGR* VENJULEGT VERÐ: 117.763,- Tilboðið gildir meðan birgðir endast. m ip Jóhann Ólafsson & Go ~ SIINDABOHU M • 104 KKVKJAVlK • SfMIAKBSKH Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum. *Verð miðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992. Verð kr. 7.990,- Stærðir S-XXL. Litir: Blátt, rautt, og grænt. Stærðir: 140-170. Verð kr.6.490,- DÚIUÚLPUR 300 gr. dúnn. Ytra byrði: 100% bómull 5% staðgreiðslu afsláttur. Sendum í póstkröfu. whummel^P SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SÍMAR 8 1 35 55, 8 1 365 5 1 Átak RKÍ í skyndihjálp RAUÐI kross íslands gengst fyr- ir átaki í skyndihjálp þessa dag- ana. Markmið átaksins er að fá sem allra flesta til að læra skyndihjálp og í því skyni hafa leiðbeinendur í skyndihjálp boðið stuttar kynningar í um 500 fyrir- tækjum um land allt. I kynning- unum eru boðin námskeið sniðin að þörfum einstakra vinnustaða, á sérstökum kjörum. í tengslum við átakið eru í boði námskeið í skyndihjálp fyrir almenning víða um land. Einnig er sjónum beint að skólunum og þeir hvattir til að sinna skyndihjálparkennslu, segir í frétt frá RKÍ. Námsefni í skyndihjálp er að- gengilegt öllum grunnskólum. Ný- lega er komin út önnur prentun námsefnis í skyndihjálp fyrir grunn- skóla á vegum RKI. Námsefnið er í tvennu lagi, ætlað tveimur aldurs- hópum. Það var fyrst gefíð út fyrir tveimur árum og dreift endurgjalds- laust í grunnskóla. Móttökumar voru góðar og fljótlega kom í ljós að ráðast þyrfti í endurprentun löngu fyrr en ráðgert var. Fyrra upplagið var 5.000 eintök en nú voru prentuð 10.000 eintök. Þegar hefur námsefninu verið dreift í um 150 skóla. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gagnsemi þess að kunna að bregðast rétt við á slysstað. Athuganir hafa sýnt að oft em böm einu vitnin að slysi og því er ekki síður nauðsynlegt að þau kunni skyndihjálp og hafí sjálfstraust til að bregðast við en fullorðnir. En skyndihjálparfræðsla meðal barna hefur á undanfömum ámm þróast æ meira í þá átt að kenna þeim að forðast slys með því að benda á hættur í umhverfinu. Einnig er leit- ast við að leiða börnum fyrir sjónir að stríðni og hrekkir geta valdið vanlíðan og jafnvel leitt til slysa. Þess vegna er í námsefninu lögð rík áhersla á mannleg samskipti. í stuttu máli er fyrri hluti náms- efnis 8 til 10 stunda fræðsla í slysa- vörnum, mannlegum samskiptum og andlegri og líkamlegri skyndi- hjálp þegar óhapp eða slys hefur átt sér stað. Annar hlutinn er 12 til 14 stunda námskeið í slysavöm- um, skyndihjálp og mannlegum samskiptum. Vilborg Guðnadóttir, skólahjúkr- unarfræðingur, er höfundur fyrra hluta námsefnisins og auk þess skrifaði hún kennsluleiðbeiningar fyrir annan hluta efnisins, en nem- endaheftið var þýtt úr norsku. Sig- rún Eldjárn myndskreytti fyrri hlut- ann. Dreifingu annast Námsgagna- stofnun. Kostnaður Rauða kross íslands af útgáfu námsefnisins í skyndi- hjálp fyrir grunnskólanema er ná- lægt 7 milljónum þegar allt er talið. (Fréttatilkynning) Þorbjörn Ásgeirsson að störfum. Ný nuddstofa opnuð ÞORBJÖRN Ásgeirsson nudd- fræðingur opnaði nuddstofu í Skeifunni 7, Reykjavík, 3. nóvem- ber sl. Þorbjörn býður upp á á heildrænt nudd, djúpskynjunamudd, slökun- arnudd, punktanudd ásamt öðmm nuddaðferðum, en sérsvið hans er heildrænt nudd. Nuddstofan er opin mánudaga til fímmtudaga frá kl. 10-18 og fóstudaga frá kl.10-15 og tíma- pantanir em á sama tíma. Aðalfundur Samtaka um byggingu tónlistarhúss SAMTÖK um byggingu tónlistar- húss halda aðalfund í sal FÍH við Rauðagerði 27, í kvöld, miðviku- dag. Samtökin hafa að undanförnu kynnt hugmyndir um nýtt staðarval tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn. Hafa viðbrögð við þessum hug- myndum verið hin jákvæðustu. Ríkisútvarpið og samtökin stóðu sameiginlega að kynningu á tónlist- arhúsinu á íslenskum tónlistardegi síðastliðinn laugardag og fór fram söfnun til styrktar húsinu á báðum rásum. Þetta var í fyrsta skipti sem Rás eitt leggur slíkri söfnun lið. Áheyrendur sýndu góð viðbrögð og fjöldi nýrra styrktarmanna gékk þessa dagana til liðs við samtökin. (Úr fréttatilkynningll.) Kvikmyndahátíðin Harðfisknr í Háskólabíói Afríka séð með barns augum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Chocolat Leikstjóri og handritshöfundur Claire Denis. Aðalleikendur Isaach de Bankole, Giulia Bosc- hi, Francois Cluzet, Cécile Duc- asse. Frönsk. 1988. Ung kona er á ferðalagi um Kamerún, fyrrum nýlendu Frakka I Afríku, og rifjar upp æskuár sín á þessum slóðum. Þá voru tímam- ir aðrir. Faðir hennar sveitarstjóri f dreifbýlu og frumstæðu héraði í nýlendunni uppúr síðari heims- styijöld. Allt slétt á yfírborðinu en undir niðri grunnt á óánægju frumbyggjanna enda framkoma frönsku valdamannanna í þeirra garð hrokafull og niðurlægjandi. Húskarlinn (Bankole) nýtur þó vissrar virðingar meðal hvítra húsbónda sinna, einkum tekst kærleiksríkt samband á milli hans og einkadóttur hjónanna (Duc- asse). Þá dylst það ekki að þjónn- inn er ástfanginn af sinni fögru húsmóðir (Cluzet). Denis segir frá á lágu nótunum, stutt tilsvör, augnagotur og svip- brigði segja meira en mörg orð ef vel er á haldið og það tekst leikstjóranum snilldarvel þó ein- hveijum þyki sjálfsagt nóg um hægaganginn. Hún ýjar að hlut- unum líkt og er sveitarstjórinn segir að þeir verði ekki endalaust í Afríku; þegar spurt er hvað þorpsbúar séu að gera í skólanum „að tala“; allt samband Bankoles og Ducasse litlu er ástar- haturs- samband nýlenduherra og hinna undirokuðu í hnotskum. Og erót- íkin liggur í loftinu. En afstaða svarta leigubílstjórans til konunn- ar í myndarlok er afdráttarlaus; hún á að koma sér heim sem fyrst. Skoðun leikstjórans er því óvé- fengjanleg. Myndmálið er ljóðrænt og yfir- vegað, það er enginn asi á neinum frammi fyrir né aftan við tökuvél- amar. Því meira fínnur maður fyrir þeim þrýsting sem liggur á aðalpersónunum og þjóðfélags- breytingunum sem liggja í loftinu. Umhverfíð er fagurt og framandi og leikurinn yfir höfuð góður, einkum hjá Ducasse litlu og Ban- kole. Mynd sem segir meira en það sem gerist á yfírborðinu og skapar sértök hughrif hjá áhorf- andanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.