Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 35
sewX3SK3W>: .s :¦::¦., :,.-...:.:¦. -::::. ¦:, :¦>
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992
35
Valný Tómasdótt-
ir - Minning
Fædd 8. maí 1911
Dáin 23. október 1992
í dag er hún frænka, eins og við
hjónin kölluðum hana alltaf, kvödd.
Okkur langar að minnast hennar
Valnýjar Tómasdóttur með fátæk-
legum orðum. Við segjum fátækleg-
um vegna þess að við stöndum í svo
mikilli þakkarskuld við þessa ein-
stöku sómakonu. Ég minnist hennar
frá æsku minni þegar ég fór með
móður minni til Reykjavíkur. Það
var svo gott að heimsækja hana
Valnýju því að okkur fannst við allt-
af vera velkomin. Það voru forrétt-
indi að eiga þau á Kvisthaganum
fyrir frændfólk. Valný var gift
Hjalta Gunnlaugssyni sem andaðist
fyrir örfáum árum og áttu þau þrjú
börn saman. Elst er Nína, þá Þor-
steinn og yngstur var Tómas. Þau
hjónin urðu fyrir mikilli sorg þegar
Tómas lést í umferðarslysi, þá ung-
ur maður. Þá kom í ljós styrkur
hennar og trú. Því það var hún sem
huggaði og styrkti fjölskyldu og vini
með góðum bænum og trúnni á
Guð. Ég minnist með þakklæti í
hjarta mínu hvað hún frænka var
góð við móður mína f veikindum
hennar. Hún taldi ekki eftir sér að
fara með henni á milli lækna. Hún
frænka var svo sannarlega hjálpar-
hellan okkar.
Við hjónin minnumst hennar líka
með þakklæti fyrir öll skiptin sem
við vorum hjá henni, hann er ómet-
anlegur allur sá stuðningur sem hún
veitti okkur hjónunum þegar við
þurftum að fara með drenginn okk-
ur margsinnis til læknis í Reykjavík.
Alltaf var Valný frænka við höndina
þegar við þurftum á henni að halda
og ekki síst stappaði hún í okkur
stálinu og miðlaði af þekkingu sinni.
Ég minnist alltaf dagsins sem
drengurinn okkar fór á Kópavogs-
hælið. Þá tók hún mig í faðm sér
og huggaði mig. Þannig var hún
frænka, hún átti til svo mikið af
manngæsku. í fleiri ár í hverri viku
fór hún í heimsókn til Ólafs á Kópa-
vogshæli. Við fengum alltaf fréttir
af honum hjá henni. Hún var ekki
bara frænka hans Ólafs, allir á
deildinni hans kölluðu hana frænku.
Hún átti það til að fara með tvo
til þrjá í strætó og fór í hring eftir
hring við mikinn fögnuð. Það var
alltaf beðið eftir að hún kæmi í
heimsókn á Kópavogshælið. Við vit-
um að ef Ólafur gæti mælt og ritað
þá myndi hann þakka fyrir allar
stundirnar sem hann átti með henni.
Með þessum orðum viljum við þakka
allt það góða sem hún frænka gerði
fyrir okkur.
Elsku Nína og Dossi, við vottum
ykkur og fjölskyldum ykkar dýpstu
samúð. Guð styrki ykkur 511.
Éllen og Miimmi.
Valný Tómasdóttir lést í Reykja-
vík 23. október 1992 eftir langvar-
andi veikindi sem ásóttu hana mis-
þungt undanfarið, en það var hreint
með ólíkindum hvernig hún náði sér
alltaf upp og var hress á milli, lífs-
gleðin og starfsorkan var óþrjót-
andi.
Valný var ein af stofnendum
Óháða safnaðarins 1951 og starfaði
þar af miklum dugnaði í rúm 40
ár. Alla kirkjudaga, sem haldnir
hafa verið árlega að hausti til með
kaffisðlu, var hún fremst í flokki
dugmikilla kvenna, en þessi dagur
hefur alltaf verið í höndum kvenfé-
lagsins og nú síðast 15. október
lagði hún sitt af mörkum, sendi sitt
framlag, þó að hún gæti ekki mætt.
Það var sama hvað var gert, hvort
heldur var basar, félagsvist, að-
ventuhátíð, ferðalag, kvenfélags-
fUndur eða messa, hún var alltaf
mætt fyrst og fór heim síðust. Hún
var forstöðumaður í Kirkjubæ, sá
um eldhús og félagsheimili hátt í
20 ár og þar var hver hlutur á sín-
um stað — það var röð og regla á
öllum hlutum.
Á sl. ári, þegar Valný varð 80
ára, var hún gerð að heiðursfélaga
Óháða safnaðarins og átti það svo
sannarlega skilið en þannig eru
launin greidd í okkar litla samfé-
lagi, söfnuðinum okkar, sem alla tíð
var hennar hjartans mál.
Valný fæddist í Reykjavík 8. maí
1911. Foreldrar hennar voru Guð-
björg Magnúsdóttir og Tómas Þórð-
arson. Hún var gift Hjalta Gunn-
laugssyni, en hann lést fyrir þremur
árum. Þau eignuðust þrjú börn,
Nínu, Þorstein og Tómas. En lífið
er ekki alltaf eins og helst verður á
kosið. Þannig varð Valný fyrir
þungri sorg er Tómas sonur henn-
ar, sem var lögreglumaður, lést af
slysförum árið 1967 á besta aldri.
Sennilega hefur þetta slys markað
mjög líf hennar og ef til vill nær
fólk sér aldrei eftir slíkt áfall, en
Valný bar ekki raunir sínar á torg,
heldur bar þær í hh'óði.
Ég minnist Valnýjar frá því ég
sem unglingur fór að fara með for-
eldrum mínum í messur, ferðalög
eða annað sem viðkom Óháða söfn-
uðinum. Hún stendur mér fyrir hug-
skotssjónum, þessi granna, ljósrauð-
hærða kona, með flétturnar vafðar
Minning
Ólafur Stefánsson
frá Kahnanstungu
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og eilin þunga
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
(Hallgr. Pétursson.)
Þó dauðinn sé það eina sem allir
eiga víst kemur hann oftast í opna
skjöldu. Þannig var það þegar mér
barst fréttin um hið skyndilega og
ótímabæra fráfall frænda míns
Ólafs Stefánssonar. Ólafur eða Nolli
eins og við vorum vön að kalla hann
var elstur okkar sex frændsystkin-
anna sem ólumst upp í sama varpan-
um í Kalmanstungu.
Þá var oft mikið fjör í leikjum
einkum á vetrum þegar bæjarlæk-
urinn var á ís og allir fóru í hala-
Blóm og skreytingar
við öll tækifæri
rófu með skíðasleðana sína langar
leiðir. Eða þegar allir voru að renna
sér á skíðum með misjöfnum
árangri, enda voru áhöldin ekki af
fullkomnustu gerð. Alltaf var Nolli
okkar fremstur í þeirri íþrótt og sá
eini sem hélt áfram að stunda hana.
Ýmsar fleiri minningar renna gegn-
um hugann. '
Ég minnist heimsókna hans hing-
að austur til mín. Ávallt kom hann
færandi hendi. Stundum kom hann
með einhvern kærkominn gest en
oftar kom hann einn og ávallt hafði
hann frá mörgu að segja. Enginn
kom að tómum kofunum hjá honum
hvort sem rætt var um þjóðmál,
bókmenntir eða lögfræðina.
Á hátíðarstundum var hann glað-
ur og reifur og tók þá gjarnan í
píanóið. Ég varð aðnjótandi þess
heiðurs að vera boðin í sextugsaf-
mæli Ólafs fyrir tveimur árum. Það
var sérstök tilfinning þegar við sex
vinir hans sitt úr hverri áttinni á
mismunandi aldri sátum og
skemmtum okkur saman. Afmælis-
barnið stýrði samræðunum af slíkri
snilld og hógværð að brátt fannst
öllum þeir þekkjast frá fornu fari.
Þannig var hann, það var gott að
gleðjast með honum en einnig fann
maður hlýja strauma frá honum
þegar bjátaði á í lífinu.
Olafur var víðförull og víðlesinn
enda nam hann bæði viðskipta- og
lögfræði. Hann kunni þá list að vera
hann sjálfur og njóta þess sem hug-
ur hans stóð til, á seinni árum sðkkti
hann sér niður í tungumálanám af
miklum áhuga.
Að leiðarlokum kveð ég Ólaf
frænda minn og votta systkinum
hans og fjölskyldu samúð okkar hér
á Útgörðum.
Blessuð sé minning hans.
Ólöf Kristófersdóttir.
í hnút í hnakkanum. Þannig var
hún, þessi vinkona mín, í huga mér
er hún alltaf eins.
Þessi fátæklegu orð eru þakklæt-
isvottur frá mér og fyrir hönd Óháða
safnaðarins fyrir unnin störf. Ég
veit líka að hún vildi ekki láta þakka
sér, það var hennarsiður og 1 henn-
ar anda að þakka. Á öllum fundum,
hvort heldur var aðalfundur eða
annað, var það ávallt hún sem stóð
upp og þakkaði fyrir það sem gert
hafði verið.
Blessuð sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Hólmfríður Guðjónsdóttir,
form. Óháða safnaðarins.
Andlitum bregður fyrir í lífi okk-
ar, flest þeirra hverfa þaðan jafn-
skjótt aftur en örfá sitja eftir föst
og verða að persónum sem marka
djúp spor í tilveruna. Þannig var
því varið um Valnýju. Hún kom dag
einn inn í líf fjölskyldunnar og varð
um leið órjúfanlegur hluti hennar.
Tilviljun réði því hvernig fyrstu
kynnum var háttað. Tvær fjölskyld-
ur byggðu saman hús í upphafi 6.
áratugarins án þess að þekkjast að
neinu ráði. Valný gantaðist oft með
það síðar hve mjög hún kveið sam-
skiptum við verðandi nágrannakonu
sína, móður okkar, og sagðist hafa
talið útilokað að hún gæti átt
nokkra samleið með þessari ungu
konu. Reyndin varð önnur. Strax í
upphafi tókst með þeim órjúfanleg
vinátta sem átti eftir að endast
ævilangt.
Valný reyndist móður okkar á
vissan hátt eins og móðir, var sem
klettur þegar á bjátaði, samgladdist
þegar vel gekk. Tryggð hennar og
umhyggja náði einnigtil okkar. Hún
var alltaf nálæg í tilveru okkar, tók
virkan þátt í uppeldinu og sérstæð-
ur lífsskilningur hennar hefur mót-
að okkur sem einstaklinga.
Valný var alin upp við kröpp kjör
á fyrri hluta aldarinnar og þurfti
snemma að læra að bjarga sér. Hún
var óspör á að miðla þessari lífs-
reynslu til okkar, dekurbarna seinni
tíma, og veitti okkur þannig af ein-
stakri frásagnarlist innsýn í harða
lífsbaráttu fyrri ára. Þessi erfiðu
lífsskilyrði hafa vafalítið sett mark
sitt á persónu hennar; Valný var
hörkutól og kunni ekki að kvarta.
Hún var bæði greind og skemmtileg
og með afbrigðum hláturmild — hún
var leiftrandi persónuleiki. Okkur
50202
BÆJARHRAUN 26, HATWARr.
33978
ÁUHEIMAR 6, REYKJAVÍK
BLOMABUÐIN
11 •• ^. ^.
IMM-<-
30 þúsund bindi bóka
verða á bókamarkaði BÓKAVÖRÐUNNAR, Hafnar-
stræti 4, Reykjavík, sem hefst fímmtudaginn 5. nóv.
kl. 10.00.
Á markaðslofti eru allar bækur á 50-200 kr., þúsund-
ir ljóðabóka, ævisagna, trúmálarita og nýaldarrita,
héraðasagna og ótal, ótal aðrir flokkar - auk margra
þúsunda erlendra bóka.
I verzluninni verða allar bækur lækkaðar um 50%
þá daga sem markaðurinn stendur, ca. 10 daga.
Þetta er alveg einstakt tækifæri sem býðst áreiðanlega
ekki aftur á næstunni.
Bókavarðan,
Bækur á öllum aldri,
Hafnarstræti 4, Reykjavík, sími 29720.
sem þekktum hana og umgengumst
þótti hún mikil manneskja.
Fyrir hönd fjölskyldu okkar vott-
um við Nínu, Dossa, tengdabörnum
og barnabörnum okkar innilegustu
samúð.
HrafnhUdur og Kristín.
Minningarnar streyma fram í
hugann þegar ég sem unglingur var
að koma til Reykjavíkur frá Vest-
mannaeyjum og dvaldi hjá Valnýju
frænku. Það voru skemmtilegir
tímar. Hún gladdist með manni og
hvatti okkur til að fara í leikhús og
fylgjast með ménningarviðburðum
sem voru á döfinni hverju sinni.
Á haustin falla laufin af trjánum,
sum breyta um lit, verða rauð, guí
og brún. Hjá Vaínýju var komið
haust. Við stóðum við gluggann í
stofunni hennar og horfðum út í
garðinn. Við vorum sammála um
fegurð haustsins, en við vorum ekki
alltaf sammála. Hún hafði ákveðnar
skoðanir og þeim varð ekki breytt
ef hún var viss um að hafa rétt
fyrir sér. Af þeim mátti mikið læra.
Valný fylgdist vel með málefnum
lands og þjóðar og hjá henni var
umhyggja fyrir þeim sem áttu við
veikindi að stríða í fyrirrúmi. Því
fengum við að kynnast þegar móðir
mín lá á Vífilsstöðum fyrir 32 árum.
Þá voru samgöngur ekki eins og í
dag en Valný lét sig hafa það að
fara reglulega í heimsókn til hennar
og var það móður minni ómetanleg-
ur stuðningur. En þannig var Valný.
Ef einhver átti bágt var hún ailtaf
tilbúin með sína tryggð og vináttu.
Valný var glæsileg kona. Það var
einhver geislandi kraftur sem umlék
hana, hárið bylgjandi sólskinsgult
og hlátur hennar var þannig dillandi
tær að hann hreif okkur öll með sér
til hárra tóna. En nú er komið að
leiðarlokum þessarar jarðvistar og
við viljum þakka henni allan kær-
leikann og hlýjuna sem hún gaf
okkur.
Kæra Nína og fjölskylda, Þor-
steinn og fjölskylda. Við vottum
ykkur öllum innilega samúð um leið
og við kveðjum frænku með virðingu
og þökk.
Sýn mér sólarfaðir,
sjónir hærri en þessar,
málið mitt er síðast
miklar þig og blessar.
Sýn mér sætt í anda
sæla vini mína,
blessun minna barna
burtfðr mína krýna.
(Matt. Joch.)
Rósa, Hafdís, Sædis
og fjölskyldur.
HEFUR ÞIG DREYMT UM AÐ
EIGNAST MieleUPPÞVOTTAVÉL?
MIELE G579SC: 8 ÞVOTTAKERFI, 3 HITASTIG,
HNÍFAPARASKÚFFA OG MIELE GÆÐI.
TiLBOÐSVERÐ: 89.522,- KR. STGR.*
VENJULEGT VERÐ: 108.872,-
Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
W W Jóhann Ólafsson & Co
~ ? SHNOAHOKO 13 • HMKKYKJAVlK • sfMlftHHSWi
Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18.
Lokað á laugardögum.
*Verð miðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992.