Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR ÁRSÆLL ÁRSÆLSSON, Brautarholti 6, Ólafsvík, andaðist 1. nóvember. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðríður Guðleifsdóttir og börn t Ástkær eiginmaður minn og faðir, JÓHANN HJÁLMTÝSSON, Suðurhólum 28, lést í Landspítalanum 2. nóvember. Herdís Hauksdóttir, Stefán Jóhannsson. t Útför föður okkar, BERGS SÓLMUNDSSONAR, sem andaðist 31. okt., verður gerð frá Langholtskirkju mánudag- inn 9. nóvember kl. 13.30. Bergur H. Bergsson, Kjartan Bergsson, Kristján Bergsson. Guðrún Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 25. desember 1902 Dáin 28. október 1992 Að gengnum tæpum níutíu árum kveður hún amma okkar þennan heim að loknu löngu dagsverki. Við, bamabömin í Hveragerði, viljum minnast hennar í örfáum orðum. Amma fæddist á Grænanesi á Norðfirði 25. desember árið 1902. A Norðfírði sleit hún bamsskónum, en fluttist síðan sem ung kona til Reykjavíkur. Lífsreynsla þess fólks sem fætt er í byrjun aldarinnar, er önnur og gjörólík þeirri reynslu sem við höf- um í dag. Amma var sjómanns- kona, en á stríðsárunum sigldi afi okkar, Ingvar Jónsson sem nú er látinn, milli íslands og Bretlands. Var amma þá ein heima með fímm ung börn til þess að sjá um, lífsbar- áttan var ótvírætt harðari þá en hún er í dag. Við, undirrituð, munum ekki lengra aftur en það að amma og afí þjuggu í Nóatúni 30 í Reykja- vík. I Nóatúnið var alltaf jafn gam- an að koma, þar var okkur tekið opnum örmum af þeim báðum, amma bakaði pönnukökur og sá um að enginn færi án þess að fá eitt- hvað í svanginn. Þegar hún síðar var flutt að Sólvangi í Hafnarfírði, þótti henni verst að geta ekki boðið upp á kaffísopa eins og hún var vön. Amma var gædd þeim hæfileika að geta séð spaugilegu hliðamar á tilverunni. Þótt heilsunni hrakaði gat hún ótrúlega lengi slegið fram athugasemdum sem komu manni til að brosa. Það lundarfar sem hún hafði til að bera hefur án efa hjálp- að henni í gegnum erfiða hluta ævinnar. Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á þá unun sem amma hafði af handavinnu. Munum við ekki eftir henni öðmvísi en með eitthvað á milli handanna. Það em ekki mörg ár síðan hún lagði slíkt á hill- una, enda var það orðið henni of- viða. Síðustu fjögur árin dvaldi amma á Sólvangi í Hafnarfírði. Naut hún þar mikillar hlýju og frábærrar umönnunar starfsfólks. Em þeim færðar alúðar þakkir. Afí okkar var, eins og fyrr segir, Ingvar Jónsson, en hann var fædd- ur að Loftstöðum í Gaulveijabæjar- hreppi 4. júní árið 1903. Þau amma giftust 21. október 1933. Afí lést 3. júní árið 1979, eftir margra ára veikindi. Nú hefur amma fengið hvfldina, hún hefur endumýjað kynni sín við hann afa og þau ganga saman á ný. Hvlli hún amma okkar í friði. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, STEINUNN ÓLAFSDÓTTIR, Stigahlíð 24, lést í Landspítalanum 29. október sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Ólafur Arnars, Elín S. Gunnarsdóttir, Steinunn A. Ólafsdóttir, Gunnar A. Ólafsson, Elísa A. Ólafsdóttir, Hildur A. Ólafsdóttir, Björgvin Ólafsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNÓR S. GÍSLASON skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Petra Ásmundsdóttir, Margrét Arnórsdóttir, Árni Gunnarsson, Emma Arnórsdóttir og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og sambýlismaður, PÉTUR ÁGÚSTSSON múrari, Torfufelli 10, Reykjavík, sem lést 29. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 10.30. Rannveig L. Pétursdóttir, Magnús Pétursson, Ágúst Bjarnason, Guðjón Ágústsson, Bjarni Ágústsson, Hrönn Ágústsdóttir, Erna G. Sigurjónsdóttir og tengdafólk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjum. Jensina Guðjónsdóttir, Ólafur Guðjónsson, Hörður Guðjónsson, Hrefna Guðjónsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Ágúst Karlsson, Árný Heiðarsdóttir, og börn. Sigurður Sigurbergsson, Böðvar Bergþórsson Minning Stefán Hlíðberg fv. fulltrúi umsjónarmaður vátryggingarum- boðs Sjóvá í Kópavogi. Arið 1972 flutti hann sig aftur um set og varð fulltrúi á aðalskrifstofu sem tjóna- uppgjörsmaður. Þetta var um svipað leyti og undirritaður hóf störf hjá félaginu og deildum við um tíma sömu skrif- stofu að Ingólfsstræti 5, þar sem höfuðstöðvar félagsins voru á árun- um 1957 til 1974. í þessu starfi kynntist ég Stefáni allvel. Þar kom verklagni hans að góðum notum, en hann var einkar handlaginn og smiður góður. Ijónauppgjörsmaður var Stefán í 14 ár, eða þar til heilsa hans tók að bila og hann lét af störf- um árið 1986 eftir 52 ára farsælt starf hjá félaginu. Þess má geta að þeir bræður Stefán og Bragi störfuðu báðir í yfír 50 ár hjá Sjóvá- tryggingarfélaginu við góðan orðs- tír. Stefán var rólyndur maður en þó fastur fyrir. Hann gekk til sinna starfa af iðni og nákvæmni og vilja til að vinna vel. Þannig skilaði hann góðu dagsverki. Stefán var ekki einungis smiður góður, heldur var hann og músík- alskur svo sem hann átti kyn til. Spilaði hann bæði á harmoniku og t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eigin- manns míns, GARÐARS H. JÓHANNESSONAR. Jóhanna Guðnadóttir. Látinn er í Reykjavík Stefán Hlíðberg fyrrverandi hjá Sjóvá- tryggingarfélagi íslands hf., tæp- lega 72 ára að aldri. Stefán var sonur Jóns Hlíðbergs húsgagna- smíðameistara og konu hans Krist- ínar Stefánsdóttur. Aðeins 13 ára gamall hóf Stefán störf hjá Sjóvátryggingarfélaginu og vann lengst af í líftrygginga- deild félagsins. í fyrstu var hann sendill, en síðar alhliða starfsmaður deildarinnar og annaðist m.a. skráningu tryggingaumsóknar og útreikninga hvers kyns. Á þessum árum voru líftryggingar stór þáttur í starfsemi félagsins uns verðbólga eftirstríðsáranna eyðilagði grund- völl spamaðarins sem söfnunarlíf- tryggingar þess tíma byggðust á, en þá þekktist ekki verðtrygging með sama hætti og í dag. Um 1970 sagði Stefán skilið við tryggingar og gerðist um tíma ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími 620200 P E R L A IN t Þökkum innilega samúð og vinarþel við andlát og útför ÓLAFS ÁSGEIRS SÆMUNDSSONAR frá Minni-Vogum. Ásta Marteinsdóttir og systkini hins látna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bjössi, Guðrún, Lilja og fjölskyldur. píanó. Hann var mikill bílaáhuga- maður og hafði átt gott úrval bíla um ævina, en einkum vom amerísk- ir fólksbílar í miklum metum. Stefán var ekkjumaður, en konu sína, Gerd, missti hann árið 1982. Þau voru bamlaus, en hún átti tvo syni frá fyrra hjónabandi. Sambýlis- kona Stefáns sfðustu árin var Þóra Jónsdóttir og var hún honum mikil stoð og stytta þegar heilsunni hnignaði. Fyrmm samstarfsmenn hjá Sjó- vátryggingarfélaginu minnast Stef- áns sem góðs félaga og votta Þóm sambýliskonu hans og öðram að- standendum innilega samúð. Einar Sveinsson. Erfidrykkjur Glæsileg knlli- hlaðborð salir og mjög góð þjónusta. l'pplýsingiu’ ísíma 22322 FLUGLBIDIR IÍTIL Limilllt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.