Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 37 Minning Sigurgeir Þorgríms- son ættfræðingur Fæddur 4. nóvember 1943 Dáinn 8. júlí 1992 Það var á sólríkum júlídegi, sem mér barst andátsfregn vinar míns, Sigurgeirs Þorgrímssonar. Það kom mér ekki að öllu leyti á óvart. Ég vissi, hversu alvarleg veikindi hans voru og að tvísýnt gat verið um bata. Þó var hann enn óbugað- ur þrátt fyrir veikindi, er við hitt- umst í febrúar á liðnum vetri, lífs- þrótturinn mikill og áhugamálin hin sömu, hin margvíslegu áhuga- mál, er alltaf fylgdu Sigurgeir, hvenær sem maður hitti hann. Einnig þá var hann gefandinn í okkar samræðum. Fyrir réttu ári hafði hann hlaupið sjö kílómetra í víðavangshlaupi, þá nýlega staðinn upp af sjúkrabeði, kjarkurinn var mikill og viljinn einbeittur. Allt þetta styrkti þá von, að hann myndi sigrast á sjúkdómi sínum. En mennirnir þenkja, Guð ræður. Við lát Sigurgeirs Þorgrímsson- ar kemur margt upp í hugann eft- ir þrjátíu ára viðkynningu, sem aldrei bar skugga á. Kynni okkar hófust í Kennaraskóla íslands, er við vorum þar báðir við nám, þó ekki í sama bekk. Af einhverjum ástæðum vakti þessi lágvaxni mað- ur, sem stakk við fæti, athygli mína, hann var viðræðugóður og viðmótið aðlaðandi og drengilegt. Okkur varð fljótt vel til vina. Frá barnæsku hafði Sigurgeir mátt búa við fötlun, annar fóturinn var styttri, svo hann varð alltaf að nota sérstaklega gerða skó. Fötl- unin setti £xi efa mark sitt á líf hans allt, þótt þess yrði lítt vart, að hún hamlaði honum í daglegum störfum. Hann fór ailra sinna ferða, gekk mikið og lét hvorki veður né færð hamla för. í Kennaraskólanum var gott að vera, þar áttum við Sigurgeir sam- starf, m.a. í Bindindisfélagi Kenn- araskólans, sem var öflugt félag á þeim tíma. Sigurgeir var þá þegar einlægur bindindismaður, bindindi var órjúfanlega samorfið lífsskoð- un hans, sem var trúin á þroska- möguleika mannsins og von um betra og fegurra mannlíf hér á jörð. Bindindishugsjóninni var hann trúr alla ævi, var virkur fé- lagi í Stórstúku íslands og stórrit- ari um árabil. Ekki staldraði Sigurgeir lengi við í Kennaraskólanum, minnir mig að hann væri þar aðeins éinn vet- ur. Síðar stundaði hann nám um nokkurra ára skeið við öldunga- deild MH án þess að ljúka þaðan námi. Ýmislegt varð til tafar í náminu, áhugamálin voru margvís- leg og tengdust ekki nema að nokkru leyti námsgreinum þeim, sem skólinn bauð upp á, þar við bættust félagsmálastorf. Sigurgeir hafði ævinlega mörg járn í eldinum og hugur hans hneigðist að ýmsum sviðum. Þar má fyrst nefna ættfræðina, sem var hans sérgrein. Á því sviði vann hann mikið starf. Árum sam- an vann hann ættartölur fyrir ein- staklinga, oft upp á mörg hundruð blaðsíður og oftastnær fyrir litla sem enga þóknun. A sviði ætt- fræðirannsókna liggja eftir hann merk verk, sem ekki verða tíunduð hér. Við rannsóknir sínar sat Sigur- geir langdvölum á Landsbóka- og Þjóðskjalasafninu, þar var ævin- lega gott að hitta hann, setjast niður og spjalla. Á safninu sinnti hann einnig öðru áhugamáli sínu, sem var sagnfræðin, en áhugi á sögu og menningu var honum í blóð borinn. Vegna rannsókna sinna og rit- verka í ættfræði og á sviði sagn- fræði, fékk hann inngöngu í heim- spekideild Háskóla íslands, þar stundaði hann nám í sagnfræði undir leiðsögn hæfustu kennara og lauk BA-prófi í þeirri grein fyr- ir tveimur áram. í háskólanum undi hann sér vel og námið átti að mörgu leyti vel við hann. Það kom mér ekki á óvart. Sigurgeir var vfsindamaður að eðlisfari og hafði tamið sér ákveðin vinnubrögð í því sambandi, sem féllu að þeim kröfum, sem gerðar eru til náms við Háskóla fslands. Lengst af hafði Sigurgeir ekkert Eggert Theódór Jonsson — Minning Fæddur 15. nóvember 1912 Dáinn 28. september 1992 í gömlum sálmi sem heitir Fót- mál dauðans fljótt er stigið, standa þessi orð: Heil) í gær, en nár í dag. Ó, hve getur undraskjótt, yfir skyggt hin dimma nótt. Mér komu þessi orð í hug er ég frétti lát vinar míns Eggerts Jóns- sonar, svo snögg voru þau um- skipti. Eggert varð bráðkvaddur er hann var á ferð til Vestmannaeyja með systkinum sínum 28. septem- ber sl. En þá minntist ég orða Guðs sem segja: „Mörg eru áform- in í mannshjartanu, en ráðsályktun Drottins stendur," og einnig orðin úr Jobs-bók: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drott- ins." Foreldrar Eggerts voru hjónin Elín Guðrún Magnúsdóttir og Jón Theódórsson. Þau eignuðust 8 börn og af þeim stóra systkinahópi lifa nú Kristín Soffía, Jón Kornelíus, Ragnheiður, Kristrún Soffía og yngst er Anna Guðrún. Tvær syst- ur hans eru látnar áður og eru það Margrét Theódóra og Guðrún. Fjölskylda Eggerts fluttist til Reykjavíkur og um tvítugt hóf hann nám í húsgagnasmíði hjá Gamla Kompaníinu og þá iðngrein stundaði hann alla tíð. Eggert var duglegur maður til allra verka, vinnusamur, vandvirkur og sam- viskusamur. Hann var hjálplegur og bóngóður. Eggert ávann sér traust og virðingu allra þeirra er hann átti samskipti við. Á æskuheimili Eggerts í Gils- fjarðarbrekku var heimilistrúrækni í hávegum höfð með lestri úr heil- agri ritningu, sálmasöng og bæna- haldi. Eggert var því ungur er hann ákvað að helga líf sitt Guði föður og þeim er hann sendi, Jesú Kristi frelsara okkar og herra. Og það gerði Eggert ríkulega alla ævi. Eggert bjó í Reykjavík og lengst af í Mjóuhlíð 16. Þar bjó einnig Guðrún Jónsdóttir systir hans, en Kveðja BjarniAnton Jóns- son frá Norðfirði Fæddur 28. október 1937 Dáinn 15. október 1992 í dag langar mig til að setja fá- ein kveðjuorð á prent um Bjarna Anton sem lést 15. þessa mánaðar. Bjarni Anton hefði orðið 55 ára 28. þ.m. þegar ótímabært andlát hans bar að höndum eftir stutta legu á Landspítalanum. Hringt var til mín um miðjan september og mér tjáð að hann væri með krabbamein. Hann var bjartsýnn á að sigrast á sjúkdómnum. Mig setti hljóða þegar hringt var í mig 15. þ.m. og mér tjáð andlát hans. Nú er hann laus við allar þjáningar og að ég held búin að hitta börnin sín sem hann nrissti þ.e.a.s. Brynjar og Karitas Osk sem voru honum mikill harm- dauði. Bjarni Anton (Toni eins og hann var oftast kallaður) var í eðli sínu hljóðlátur og bar sorgir sínar ekki á torg en samt var stutt í bros- ið hjá honum. Mig langar til að minnast þess að Karitas Osk (Kæja) hefði orðið 25 ára 30. apríl á þessu ári ef henni hefði auðnast líf. Mig langar til að bera fram þakk- læti til allra sem reyndust Bjarna vel síðasta tfmann. Eg votta börn- um hans, systkinum og öðrum vandamönnum mfna dýpstu samúð. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson). Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Hulda. Sassoon. þau stóðu um árabil fyrir kristilegu barnastarfi, svo og boðun fagnað- arerindsins um Jesúm Krist og mikið fyrirbænastarf var í Mjóu- hlíð 16 alla tíð. Ég átti því láni að fagna, skömmu eftir að ég gerðist prest- -ur, að kynnast Eggert og síðar eignast vináttu hans. Eggert var góður bróðir í Kristi, hann átti ein- læga og lifandi trú og Jesús Krist- ur var honum ekki aðeins frelsari og herra heldur líka besti vinurinn, sem alltaf er nálægur með náð sín og miskunn og bænheyrslur. Eggert var líka ákaflega bæn- heitur maður, eins og raunar systk- ini hans öll og hann fékk að sjá og reyna mörg bænasvör, sem sum hver voru dásamleg kraftaverk. Sjálfur fékk ég að njóta þess á bænastund með Eggert og systrum hans og Birgi, þegar ég átti í erfið- um veikindum fyrir nokkrum árum. Fyrir þá bænastund er ég ævinlga þakklátur. Hún skiptir sköpum fyrir bata minn og Guð var þar með í verki. Vitnisburður Eggerts var því sannur og sterkur. Hann hafði reynt mátt bænarinnar fyrir trú. Og Eggert var líka með Biblíufróð- ustu mönnum sem ég hef þekkt. Við ræddum stundum saman um ýmsa texta úr heilagri ritningu, enda sótti hann vel allar guðsþjón- ustur, samkomur og Biblíulestra. Og þótt ég væri presturinn og sá sem kenndi sótti ég mikinn fróð- leik til Eggerts og einig trúarlegan styrk. Eggert sótti mikið kristilegar samkomur og ekki síst hjá hvíta- sunnusöfnuðum og ég veit að hvítasunnufólk, bæði hér í Reykja- vík og úti á landi, einkum Akur- eyri, vill nú þakka Guði fyrir góðan bróður í Kristi, þar sem Eggert var, hið mikla starf hans, gjafmildi og fyrirbænir. Eggert var ókvæntur og barn- laus en bróðursonur hans Birgir Davíð Kornelíusson var mikið á heimili hans og Guðrúnar Jónsdótt- ur systur hans í Mjóuhlíð 16 og reyndist Eggert Birgi sem hinn besti faðir alla tíð. Vinir Eggerts minnast hans með þakklátum huga. Og vil ég sérstak- lega þakka honum frá vinum hans í Grensáskirkju. Eggert var okkur traustur yinur og hans er sárt saknað. Ég bið góðan Guð að blessa ástvini hans alla. lalldór S. Gröndal. fast starf með höndum, sjálfur var hann í skóla og sinnti ættfræði- skrifum, oftast án nokkurs endur- gjalds. Hann átti erfitt með að neita fólki um greiða. Að auki hlóðust á hann félags- málastörf af ýmsu tagi. Sigurgeir starfaði í ýmsum félögum og kom víða við, hjá því gat ekki farið með mann, sem átti jafn mörg áhuga- mál og var félagslyndur að auki. íþróttafélag fatlaðra var eitt þeirra félaga, sem naut starfkrafta hans um árabil, en málefni hinna fötluðu voru honum einkar hugleikin. Sem formaður þess félags vann hann það afrek ásamt nokkrum félögum sínum að sigla á kajak niður sjálfa Hvítá til að vekja athygli á starf- semi félagsins og safna áheitum. Er Dagblaðið Vísir hóf birtingu ættfræðiþátta árið 1987, var Sig- urgeir ráðinn til að sjá um ritun þeirra. Því starfi gegndi hann, meðan heilsa entist, vann þar lang- an vinnudag, oft langt fram á nætur og um helgar og hlífði sér hvergi. Hygg ég, að hann hafí þar gengið of nálægt heilsu sinni, en samvizkusemin var einstök og trúnaður við það, sem honum var á hendur falið. Ættfræðiþættir DV hafa vakið verðskuldaða athygli, og má telja þá einhverja mestu nýbreytni í blaðamennsku síðari ára. Það kom í hlut Sigurgeirs að ryðja brautina og móta þessi ætt- fræðiskrif, munu flestir sammála um, að vel hafi til tekist. Sem fyrr greinir hófust kynni okkar Sigurgeirs í Kennaraskóla íslands, en þótt leiðir skildu og vík yrði milli vina, þá héldum við kunn- ingsskap okkar $ gegnum árin. Örlögin höguðu því þannig, að síð- ar lágu leiðir saman í Háskólanum, er ég stundaði þar nám í guðfræði- deild. Háskólaárin urðu vafalaust uppbyggilegur tími í lífi okkar beggja, þeim fylgdi endurmat og ný viðhorf á ýmsum sviðum. Mörg voru sporin gengin upp í Drápuhlíð 46 í heimsókn til Sigur- geirs og móður hans, Ingibjargar Sveinsdóttur, sem þar hafa haldið heimili saman í áratugi, en föður sinn, Þorgrím Magnússon, stöðvar- stjóra á BSR, missti Sigurgeir um tvftugsaldur. Ingibjörg sér nú á bak elsta syni sínum, komin á ní- ræðisaldur. Hún er greind kona og sterk. Margt var spjallað. Það var alltaf eins konar andleg veisla að ræða við Sigurgeir, umræðuefn- in nánast óþrjótandi og spönnuðu flest svið mannlegrar tilveru, því fátt lét Sigurgeir sér óviðkomandi, en oftast bar á góma þau málin, sem okkur voru báðum hugleikin, trúmálin og hin hinstu rök tilver- unnar. Sigurgeir var einlægur trúmað- ur, almættið var fyrir honum jafn sjálfsögð staðreynd og það annað í tilverunni, sem augu og eyru fá greint. Hann var einstaklega öfga- laus gagnvart trúarstefnum, svo vafalaust hefur einhverjum þótt nóg um, var viðræðuhæfur jafnt við guðspekinga sem kaþólikka, kynnti sér trúarstefnur og strauma, og sótti samkomur hjá hinum ýmsu trúarhópum. Guð var fyrir honum meiri en öll tilbeiðslu- form. Af fundi Sigurgeirs fór mað- ur auðugri og jafnan bjartsýnni á lífið og tilveruna, frá honum staf- aði einhvern andlegur þroski og góðvild, sem erfitt er að útskýra, það veit ég, að margir fundu og sakna nú að leiðarlokum. Þegar ég nú kveð vin minn, Sig- urgeir Þorgrímsson, hinstu kveðju, þá er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir það að hafa átt hann að vini og samfylgdarmanni um árin mörgu, en harma jafnframt, að hann skyldi svo snemma vera burtkallaður, því hann átti mörgu ólokið. En við verðum að trúa því, að það sem gerist hafí æðri til- gang, þótt hann sé hulinn sjónum okkar. Sigurgeir var einstakur vinur, einstaklega heill í hverju einu og trúr þeim hugsjónum, sem hann hafði tileinkað sér strax í æsku, ekkert gat fengið hann til að bregðast því, sem hann áleit með- bræðrunum og öllum mönnum til heilla og blessunar. Hann var mannvinur í þess orð bestu merk- ingu. Slíkir menn rífa okkur hin upp úr dvala meðalmennskunnar og benda á háleit markmið lífsins til að keppa að, fyrir áhrif þeirra eig- um við vaxtarvon. Megi fordæmi Sigurgeirs vera okkur hvatning til dáða, þannig héldum við minningu hans best í lofti, minningu sem geymist. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég aldraðri móður, Ingibjörgu Sveinsdóttur, bræðrum hins látna, Sveini verkfræðingi og Magnúsi sálfræðingi, svo og öðrum vinum og vandamönnum. Hvíl í friði, vinur. í trú, von og kærleika. Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli. KonráðGíslason - Minningarorð Fæddur 23. september 1902 Dáinn 20. október 1992 „Þarfir mannsins breytast, en hvorki ást hans né löngun til að láta kærleikann vera svarið við þörfum sínum." (Spámaðurinn - Kahlil Gibran.) Mig langar að kveðja pabba minn með örfáum fátæklegum orðum. Fyrst og fremst vil ég þakka honum 'fyrir hans elskulega viðmót og ekki síður fyrir allar heimsóknir til mín þegar ég hef legið á sjúkrahúsi. Þá brást það aldrei að hann liti til mín oftar en mér fannst hann vera maður til því að aldurinn var orðinn æði hár. Hann var alltaf svo glaður og kátur og hafði svo þægilegt við- mót; því var svo gaman að spjalla við hann um heima og geima. Svo flyt ég honum bestu kveðjur frá Inga. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann rísi upp í mætti sínunt og ófjötraður leitar á fund guðs síns? ... Að einn sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. ... Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. ... Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn." (Spámaðurinn - Kahlil Gibran.) Drifa. Birtíng afmælis- og minningargreina, Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.