Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER 1992 fclk í fréttum BJÖRGUNARSTÖRF BOSCH ísskápar Á TILBOÐSVERÐI Tilboösverö* stgr. <c 53.318,- ^\>V ÍSSKAPAR M. FRYSTI KGV 2601 150 cm. KGV 3101 170 cm. KGV 3601 185 cm. v Tilboðið gildir meðan birgðir endast. $ 56.065, 58.811,- w W Jóhann Ólafsson & Co ~ StlNDABORfí l.í * 104 HKYKJAVlK • SÍMIAHBSHK Opnunartími mánudaga til íöstudaga 9-12 og 13- Lokað á laugardögum. *Verð rniðast við gengi þýska marksins 15.10. 1992. Óperusöngvarinn Bergþór Pálsson söng nokkur lög fyrir afmælis- barnið og heilsaði upp á Hjalta að því loknu. AFMÆLI Sjötugrir hestamaður Hjalti Pálsson, hesta- maður og fyrrver- andi framkvæmdastjóri hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, hélt upp á sjötugsafmæli sitt fyrir skömmu. Geysilegt íjölmenni samfagnaði Hjalta á afmælinu, ekki síst hestamenn, en Hjalti er ævifélagi í Fáki og heiðursfélagi í Lands- sambandi hestamanna. Steinunn Sveinsdóttir á tali við Björgvin Schram, heiðursfélaga í Fáki. Morgunblaðið/Silli Eitt af haustverkum bóndans er að velja líflömbin. „Hann er nr. 853,“ segir Árni bóndi í Garði í Mývatnssveit. „Undan Dropu,“ svar- ar dóttirin og þannig gengur það til. Landsæfing Landsbjargar HAUSTVERKIN Líflömbin valin Helgina 16.—18. október var haldin í Austur-Húnavatns- sýslu og Skagafirði fyrsta landsæfing Landsbjargar, lands- sambands björgunarsveita. Mark- mið æfíngarinnar var að gefa björgunarsveitafólki færi á að vinna saman og kynnast því hvern- ig aðrir leysa þau vandamál sem kunna að koma upp í björgunar- sveitastarfí. Til æfíngarinnar var boðið öllum björgunarsveitum á landinu en þátttakendur voru um 350 talsins frá 30 björgunarsveit- um. Verkefni björgunarmanna voru hin fjölbreyttustu og þótti æfíngin takast hið besta. Undirbúningur æfingarinnar var í höndum Hjálparsveitar skáta á Blönduósi og Flugbjörgunar- sveitamnar í Varmahlíð og hafði staðið frá því í sumar. Dagskrá helgarinnar hófst á því að sveitirn- ar söfnuðust saman í Varmahlíð á föstudagskvöld, en þaðan var að- gerðunum stjómað. Árla á laugar- dagsmorgun hófst síðan sjálf æf- ingin. Sveitunum var skipt í hópa eftir því hvers konar verkefni þær vildu leysa, því boðið var uppá fjöl- breytt viðfangsefni s.s. leitarverk- efni, bílslys, flugslys, húsarústir, leit á sjó og vötnum, köfun og fjallabjörgunarverkefni. Þegar hver hópur hafði leyst sitt verk- efni fékk hann nýtt og þannig leið dagurinn hjá björgunarmönnum við úrlausn hinna margvíslegustu verkefna sem upp geta komið í björgunarstarfí. Þegar leið á morgunin kom góður liðsauki sem var þyrlubjörgunarsveit Varnarl- iðsins á tveim þyrlum og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þær sýndu enn og aftur hversu stórvirk leitar- tæki þyrlur geta verið og hvað þær geta létt undir með leitarmönnum þar sem aðstæður eru erfiðar og langt að sækja. A laugardeginum leystu sveit- imar alls 117 verkefni þannig að hver hópur hefur farið að meðal- tali í tæplega 5 verkefni yfir dag- inn. Á sunnudeginum var ræst um morgunin með þeim orðum að tvö Hlúð að „særðum". „Slasaður" hífður upp bratta í börum. Úr sljórnstöð Landsbjargar. flugslys hefðu orðið í nágrenninu og því þurftu sveitirnar að mynda aðgerðastjórn sem skipti liðinu í tvennt til að annast umönnun og flutning slasaðra á „sjúkrahús". I hvorri vél voru 36 farþegar og var önnur þeirra sögð vera nálægt Mælifellsá en hin við Húnaver. Flytja þurfti alla sjúklinga í Varmahlíð, um 20 km vegalengd. Þessar aðgerðir tóku liðlega tvær klukkustundir. Á fundi að æfingunni lokinni spunnust fjörugar umræður um hvernig til hafði tekist og ýmsar uppástungur komu til úrlausnar því sem miður þótti hafa farið. Almennt var það þó álit manna að aðgerðirnar hefðu tekist vel og allt gengið tiltölulega snurðulaust fyrir sig. Menn fóru því sáttir til síns heima, reynslunni ríkari og ánægðir með árangursríka æf- ingu. Rýmingarsala Vegna fyrirhugaðra breytinga seljum vió allar vörur frá stærðum nr. 100-146 með 20-50% afslætti. Allt nýjar vörur A Borgarkringlunni, stmi 680920.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.