Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 39 Morgunblaðið/GTK Talið var að um 500 manns hefðu komið í afmæli Hjalta, sem stend- ur lengst til hægri. Við hlið hans standa Árni Pétur Lund og Guð- mundur Ólafsson, fyrrverandi formaður Fáks. Edda Guðmundsdóttir og Ingigerður Karlsdóttir, eiginkona Hjalta, taka tal saman. A milli þeirra stendur Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og eiginmaður Eddu. Morgunblaðið/Þorkell HLJÓMSVEITIR Sálin fær platínudisk Síðastliðinn föstudag fékk hljóm- sveitin Sálin hans Jóns míns platínudisk fyrir síðustu plötu sína, Garg, en platínudiskur er gefinn fyrir 7.500 eintaka sölu. Diskurinn var afhentur á veitingastaðnum Tveimur vinum, en þar var einnig kynnt nýjasta plata Sálarinnar, Þessi þungu högg. Á myndinni sjást meðlimir Sálarinnar ásamt fulltrú- um Steina hf. með platínudiskinn. COSPER COSPER - Hlustaðu nú vel, nú skal ég segja þér hvernig ég fer að því að svíkja undan skatti. HJONAERJUR Z íi Sam í „Staupasteini' fórnarlamb afbrýðisemi Ted Danson, betur þekktur sem „Sam“ í Staupasteini er skil- inn við eiginkonu sína, en þau eiga að baki 12 ára hjónaband. Síðustu tvö árin hafa þau reynt hvern fé- lagsmálaráðgjafann af öðrum, en enginn hefur getað miðlað málum eða komist til botns í vandamálum þeirra. Eiginkonan, Casey Danson, hef- ur verið bundin við hjólastól vegna veikinda í seinni tíð og hefur verið haft eftir einni af dagmæðrum þeim sem hafa starfað hjá Danson- hjónunum, að það hafi verið sjúk- leg afbrýðisemi Casey sem lagði hjónabandið í rúst. „Þau voru afar ástfangin, en svo fór að Casey mátti ekki af Ted líta, en það sam- ræmdist illa vinnu hans. Hún fór þá að gera sér alls konar grillur um framhjáhald og ásakaði Ted um að gefa konum ótæpilega und- ir fótinn og vera til í tuskið. Það gilti einu hvað Ted hafði til mál- anna að leggja í málinu, þetta varð þráhyggja og varð ekki aftur snúið. Það var alveg sérstaklega Kirstie Alley sem Casey hafði ímu- gust á, hún var alveg viss um að hún og Ted væru í bralli saman,“ segir barnapían. Ted Danson_ Er þér kalt/ I yetur bjóðast tveir kostir til að verma sig í Dublin. Yljaðu þér við gott herrafataúrval okkar. Við tökum á móti þér með Klýju og notalegu viðmóti í MONAGHANS Royal Hibernian Way eða: Fáðu Kita í kroppinn í Kandprjónaðri, Kefðbundinni, irskri eða skoskri peysu. Bæði fyrir dömur og herra. MONAGHANS, Grafton Arcade, Grafton Street, Dublin 2. Glugginn hefur opnað í stærra og glæsilegra húsnæði. 20% opnunarafsláttur þessa viku. Glugginn, Laugavegi 40. HIN HEIMSKUNNA HUOMSVEIT ISLANDI^S MAGNAÐIR HLJÓMLEIKAR Á HÓTEL ÍSLANDI FIMMTUDAGINN 5. NÓVEMBER N.K. AÐEINS ÞETTA EINA SINN! VERÐ AÐEINS KR. 2.500,- STÓRSVEITIN JÚPÍTERS HITAR UPP HÚSIÐ OPNAÐKL. 21.00 Hljómsveitin BLOOD, SWEAT AND TEARS olli straumhvörfum í tónlistarheiminum meö plötu sinni “Spinning Wheel" sem seldist í rúmlega 10 miljónum eintaka. Síðan hafa komið út allmargar hljómplötur sem allar hafa selst í miljónum eintaka. Hér er ó ferðinni 9 manna hljómsveit heimsþekktra tónlistarmanna undir forystu David Clayton-Thomas söngvara og lagahöfundar sveitarinnar. Hérlendis hefur BLOOD, SWEAT AND TEARS notið mikilla vinsœlda. MISSIÐ EKKI AF EINSTÖKUM VIÐBURÐI! Tryggiö ykkur miöa tímanlega. Forsala aögöngumiöa daglega milli kl. 14-18 ó Hótel íslandi. HÓTKIj ípND ARMULA9 - SÍMI: 687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.