Morgunblaðið - 04.11.1992, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.11.1992, Qupperneq 44
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER 1992 ■ ■ <■»{* ■ J * i , ■ )/—j——i.; i.-;t ú,—f f,(} .*,■ ■ f ■ t,t ; ,, j f • 1 . HóTApiR 8ILAR „ Jtcuw kostcál tfo þtkuncf gbenýr. þoé er þaðsem kg Seí fcwn. þc. " ekki hvað œ sér gjöf til gjalda þýðir, hef ég ákveðið að fara i jarðarförina hans. Ást er... S-5 . . . orsök svefnlausra nátta. TM Reg U.S Pat Offall rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Bjargráð á bágri tíð Frá Helga Seljan: VIÐ LIFUM enn einu sinni „erfiða tíma“ og vissulega er ljóst að það kreppir talsvert alvarlega að, mest þó þar sem sízt skyldi. Þeir efnuðu og betur settu sjá um sig, en aðrir líða ákveðnar þrengingar, allt yfír í það að einhveijir „skimi við skorts- ins dyr“. Blessað samfélagið okkar allra, sem allir vilja eiga að, en enginn vill ábyrgð bera á, hvað þá axla einhveijar byrðar, þetta samfé- lag okkar er sagt eiga undrabágt á þessari krepputíð og skal svo sem ekkert í efa dregið að margt mætti bjartara og blíðara vera. En þegar hugað er að bágindum þessarar homreku okkar mætti líka að mat- arholum huga. Þær er víða ef menn vildu og þyrðu. Eitt stærsta málið sem nú hillir raunar undir að sé eða verði von bráðar í höfn varðár skatt á fjármagnstekjur, sem ævinlega hefur verið hrópaður niður með heljarkveinstöfum um vonzkuna í garð gamla fólksins, sem ætti spari- féð, sem nú skyldi með illu af því tekið. Vel man ég þessar viðbárur og hefi alltaf verið jafnundrandi á því að menn skuli undan svona heimskuhávaða láta. En þeir sem finna mundu fyrir þessum skatti kunna greinilega að snúa snældunni sinni og snúa á menn um leið. En nóg um það allt, þó til vanza sé fyrir samfélag okkar að elta uppi hveija krónu launatekna á meðan þessum (misvel) fengnu tekjum er með öllu eirt. Mitt erindi út á ritvöllinn nú var að vekja at- hygli á matarholu, sem að vísu gefur ekki af sér milljóna-hundrað, en gæti hæglega skilað einhverjum tugum milljóna, ef á málum væri vel haldið. Allir vita um þá ofur- áköfu ásókn, sem verið hefir í vín- veitingaleyfi síðustu ár, enda hvers konar krár og barir sprottið upp eins og gorkúlur í haug og sá haug- ur er sorphaugur í raun, því miður. Þessi leyfi eru hins vegar svo hlægi- lega lágu verði keypt hjá ríkinu að furðu gegnir, þegar ásókn er svo yfirþyrmandi sem raun ber vitni. Af því að ég veit að Friðrik vinur minn fjármála- er furðu veikur fyr- ir kenningum um að markaðurinn eigi öllu að ráða alls staðar, með regluna um framboð og eftirspum að leiðarljósi, þá þykist ég þess fullviss að hann tekur þessari hug- mynd minni fagnandi. Hún er í stuttu máli sú, að þessi eftirsóttu leyfi verði verðlögð við hæfi, því markaðsverð svo eftirsóttrar vöru hlýtur að mega vera hátt. í dag munu yfír 200 staðir á landinu vera með þessi leyfi og gjaldið er grát- hlægilegt, eða 25-30 þúsund á ári, og voru gjöldin þó hækkuð fyrir nokkrum árum úr nær engu upp í þó þetta. Mér sýnist fullkomin sann- gimi mæla með tíföldun þessa gjalds, og sýnist við lauslegan óhag- fræðilegan útreikning að þessi hóg- væra hækkun miðað við áfergjuna í eftirspuminni mundi geta skilað langleiðina í 50 miilj. í ríkiskassann og þó við Friðrik legðum báðir sam- an efa ég að við myndum finna ákjósanlegri og auðsækjanlegri matarholu. Og þá er að alvörunni komið, þó í hálfkæringi þyki sumt blaðfest hér. Þessir sölumenn vímu- efnisins áfengis bera nefnilega býsna mikla ábyrgð og í öðru lagi er ótæpilegur gróði þeirra gleggst til vitnis um greiðslugetu þeirra. Ég er t.d. alveg fullviss þess að þrátt fýrir hækkun upp í 300 þús- und mundi enginn afþakka eða skila aftur sínu leyfi, svo eftirsótt sem þau greinilega eru. Þannig að þó ég sé til þess vísast- ur að vilja fækkun þessara staða sem allra mesta, þá held ég að þetta sé ekki nægilegt til þess, því mið- ur. Og ríkið tapar það miklu á áfengissölu almennt að vel þyrði ég að láta meta það til verðs, ef minna framboð yrði á hinum gör- óttu veigum og færri staðir til dreif- ingar þeim. En í alvöru talað, Friðrik minn: Er ekki freistandi að ná í féð þar sem það er greinilega fýrir? Og fímmtíu milljónir standa fýrir sínu, því margt má við þær gera. Mér fljúga í hug nokkur sambýli fyrir faltaða t.d. Er ekki ráð að sækja þessa upphæð? HELGI SELJAN, Kleppsvegi 14, Reykjavík. Höfundur er formaður Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu. HOGNI HREKKVISI SÍLATORVA ??! " Víkverji skrifar Oft hafa menn á orði að því nær sem dregur að kosningum, sérstaklega pólitískum kosningum þar sem kosið er á milli manna, því ómálefnalegri og lágkúrulegri verði kosningabaráttan. Þetta á ekki síst við um kosningabaráttu þá sem lauk í Bandaríkjunum í gær með því að Bandaríkjamenn kusu sér forseta til næstu fjögurra ára. Þeg- ar þetta er ritað liggja úrslitin ekki fyrir en líkur benda til þess að Bill Ciinton fari með sigur af hólmi. Víkveiji hefur fylgst nokkuð grannt með baráttu þeirra Bush, Clintons og Perots, og hefur þótt heldur Iítið til kappanna og málflutnings þeirra koma, með einstaka ánægjulegum undantekningum þó. Ærumeiðandi staðhæfingar frambjóðendanna hver um annan hafa verið daglegt brauð síðustu vikuna fyrir kosning- ar. „Föðurlandssvikari", „lygari", „tækifærissinni" og aðrar álíka nafngiftir hafa frambjóðendumir látið falla hvor í annars garð án þess að nokkrum þætti tiltökumál. Víkveiji velti þessum gífuryrð- um frambjóðendanna fyrir sér fyrir síðustu helgi þegar George Bush Bandaríkjaforseti flutti eina af kosningaræðum sínum og sagði síðan, með glott á vör, að tíkin hans, Millie, hefði meira vit á utan- ríkismálum, en þeir Bill Glinton og A1 Gore til samans. Þetta virtist falla í sæmilega fijóan jarðveg og svörun áheyrenda gaf til kynna að þeim hefði fundist forsetinn vera ágætlega fyndinn. Það kann vel að vera að svona ómálefnaleg gífur- yrði, sem sett em fram á kosninga- fundi í hita leiksins, falli fundar- mönnum vel í geð sem á annað borð em stuðningsmenn forsetans, enda þeir líklegastir til þess að sækja fundi hans. En það er eins með þessi orð forsetans og yfirlýs- ingar og stóryrði margra annarra frambjóðenda, líklega hvar sem er í heiminum, að þau þola ekki að birtast á prenti því þar með er múgsefjunarandrúmsloft fundarins þar sem orðin vora látin falla ekki lengur til staðar og þegar slíkar staðhæfingar era lesnar era þær ekkert annað en áfellisdómur yfir þeim sem varpaði þeim fram, í þessu tilviki Bandaríkjaforseta, en segja nákvæmlega ekkert um þann sem árásin beindist að. XXX nnars verður fróðlegt að fá niðurstöðu um það hversu mikil áhrif kjörsókn í Bandaríkjun- um hafði á úrslitin. Fréttaskýrendur ABC stöðvarinnar sögðu í fréttum laust fyrir miðnætti í fyrrakvöld að slæm veðurspá fyrir norðurríki Bandaríkjanna myndi líklega draga úr kjörsókn á kjördegi og það gæti komið illa við þann frambjóðandann sem boðar breytingamar; Clinton. A hinn bóginn fékk maður aðra mynd þegar rætt var við vegfarend- ur því margir sögðust ætla að kjósa þótt þeir hefðu ekki kosið fyrir íjór- um árum. Nú væri stund breyting- anna rannin upp og þeir ætluðu sér að hafa áhrif í þá átt að þær yrðu að veraleika. % i i « i % i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.