Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 46
46 ■ BARCELONA, handhafi Evr- ópubikarsins í knattspymu, fær CSKA frá Moskvu í heimsókn í kvöld er síðari leikir 2. umferðar Evrópu- keppninnar fara fram. ■ JOHAN Cruyff, þjálfari Barce- lona, er bjartsýnn á að lið hans komist áfram, en fyrri leiknum í Moskvu lauk 1:1 og liðið hefur ekki þótt sannfærandi í keppninni til þessa. ■ ÞJÁLFARINN getur stillt upp sterkasta liði sínu, en sagði: „Jafn- teflið í Moskvu var ekki slæmt, en kenndi að við verðum að bera virð- ingu fyrir mótheijunum." ■ JOSE Bakero kom Barcelona áfram í átta liða úrslitin í fyrra með því að skora á síðustu mínútu gegn Kaiserslautern, og hann segir fé- lagið ekki treysta á markalaust jafn- tefli í dag, þó það myndi duga. „Ég hef trú á að við förum áfram...og gerum það með því að gera mörk.“ ■ AC Milan, sem hefur haft mikla yfirburði í ítölsku deildinni í vetur, ætti að vera öruggt áfram í átta liða úrslitin í keppni meistaraliða. Liðið vann Slovan Bratislava í fyrri leikn- um í Tékkóslóvakíu. ■ HOLLENSKI landsliðsmaður- inn Ruud Gullit er enn meiddur og franski framheijinn Jean-Pierre Papin fær líklega að hvíla sig í kvöld, þannig að Frank Rijkaard hinn hollenski geti leikið á ný, en hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarið. ■ HINIR útlendingamir tveir, sem voru með gegn Tórinó í deildinni um helgina, Marco van Basten og Zvonimir Boban leika báðir í kvöld. ■ ALBERIGO Evani er einnig meiddur og missir af leiknum, og _^J>á er vafasamt hvort landsliðsmenn- írnir Stefano Eranio og Mauro Tassotti geti leikið af sömu ástæðu. ■ FRANCO Baresi, fyrirliði AC Milan, sem er 32 ára, tilkynnti í fyrradag að hann myndi gefa kost á sér í ítalska landsliðið á ný, aðeins 32 dögum eftir að hann ákvað að hætta. ■ BARESI á 63 landsleiki að baki, og ljóst var eftir 2:2 jafnteflið gegn Sviss á Sikiley á dögunum að hans var enn þörf í vörn landsliðsins. ■ HANN sagðist hafa hætt til að geta eytt meiri tima en áður með eiginkonu sinni og 15 mánaða göml- um syni — en konan hefði sagt að hann væri bara til ama er hann væri svona mikið heima! 41 PORTO fær svissneska liðið Sion í heimsókn. Fyrri leiknum í Sviss lauk 2:2, Portúgalamir telja sig því nokkuð örugga áfram og eiga ekki von á mörgum áhorfendum. Antas-leikvangur þeirra tekur 90.000 manns og eru miðar boðnir gegn mjög vægu gjaldi til að fá sem flesta. ■ JEAN Paul Brigger þjálfari Sion sagðist bjartsýnn er hann kom til Oporto. „Ef við tryðum því ekki að við gætum unnið hefðum við ekki komið hingað," sagði hann. ■ LEEDS fær skosku meistarana Glasgow Rangers í heimsókn á Elland Road. Forráðamenn skoska liðsins óttast að áhangendur liðsins —ferðist suður á bóginn og reyni að komast á leikinn, en félögin sömdu um það að einungis stuðningsmönn- um heimaliðsins yrðu seldir miðar á hvorn leik. Rangers vann fyrri leik- inn 2:1. ■ LEEDS er taplaust í ensku deild- inni í vetur. „Það getur enginn slak- að á sem kemur á Elland Road,“ sagði miðvallarleikmaðurinn David Rocastle. „Lið sem koma hingað verða að beijast ef þau ætla sér eitt- hvað — beijast í 90 mínútur.“ ■ BOBBY Gould, stjóri Coventry hældi liði Leeds í hástert eftir leik félaganna í deildinni um heigina — líkti því við hið frábæra Liverpool- lið þegar það var upp á sitt besta. ■ MARSEILLE leikur heima gegn Dinamo Búkarest og segir Barn- ard Tapie, forseti franska liðsins, þetta mikilvægasta leik þess á keppnistímabilinu. Nú ræðst hvort Marseille kemst í átta liða úrslit MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 KNATTSPYRNA / AHORFENDUR Viðmiðunartölur KSÍ ekki sambærilegar Áhorfendafækkun því minni á milli ára en veldur samt áhyggjum Fálr áhorfendur valda víða áhyggjum. UPPGEFNAR áhorfendatölur frá KSÍ varðandi leiki í 1. deild karla á síðasta keppnistímabili, sem greint var frá í blaðinu í gær, eru ekki sambærilegar við tölur fyrra árs hvað Fram og FH varðar. Sérstakir gjafamið- ar voru áður taldir með hjá Fram, en ekki í ár. Séu sömu viðmiðunartölur notaðar var fækkunin hjá Fram 31% á milli ára, en 35,6% sé gjafamiðun- um sleppt í báðum tilfellum. Hjá FH voru ársmiðar með í dæminu í fyrra en ekki í ár, en varðandi önnur félög er ein- göngu um selda miða að ræða. Almennir boðsmiðar eru hvergi teknir með í reikninginn. óhann G. Kristinsson, fram- kvæmdastjóri knattspymu- deildar Fram, sagði að deildin hefði ávallt ráðstafað ákveðnum fjölda miða til styrktaraðila og fleiri og greitt tilskilin gjöld af þeim rétt eins og af öðrum miðum. Því væri í raun um selda miða að ræða og hefðu þeir verið samtals 1.805 á síðasta tímabili, en aðrir seldir mið- ar 7.367 eins og greint var frá í gær. Samsvarandi tölur fyrir síð- asta ár voru 1.884 gjafamiðar og 11.442 aðrir seldir miðar. Reykjavíkurfélög greiða 6% af seldum miðum til IBR og auk þess greiða Framarar 10% í vallarleigu. Jóhann sagði að Framarar vildu hafa þann hátt á að kaupa miða af sjálfum sér til að gefa, því þó þeir þyrftu að borga af þeim gjöld teldu þeir sér hag í því að geta sýnt sem flesta selda miða. „Það hafa allir hag af því að vera með sem hæsta tölu,“ sagði Jóhann. Hann bætti við að áhorfendum á heimaleikjum Fram hefði fjölgað um 41% frá 1990 til 1991 og fækk- unin í ár væri því mikil, en ætti sér skýringar. „Fækkunin í sumar er fyrst og fremst vegna þess að við þurftum að rokka á milli valla, en spilamennska liðsins vegur einnig þungt. Það skiptir öllu að leika ekki á sama tíma og aðrir og vera auk þess i toppbaráttunni," sagði Jó- hann.“ Fækkunin áhyggjuefni Þórir Jónsson, formaður knatt- spyrnudeildar FH, sagði að aðsókn- in á heimaleiki FH væri sveiflu- kennd frá ári til árs, en þó ársmið- amir væm teknir með hefði fækk- unin verið mikil í ár og almennt væm fáir áhorfendur hjá FH. Liðið ætti þijá „stóra“ leiki á ári, en tveir þeira hefðu bmgðist — gegn Fram í síðustu umferð, því þá hefði mótið verið búið, og gegn KR, þegar FH var í mikilli lægð. „Við emm á svipuðu róli og Val- ur og Breiðablik, en emm hvorki með sterkar rætur í fótboltanum né stjömur. Til að mynda hef ég trú á að 5 til 10% áhorfenda hjá ÍA hafi eingöngu komið til að sjá tvíburana — þetta er eins og þegar Geir Hallsteinsson var í handboltan- um á áram áður. Málið er að fótboltinn verður að vera skemmtilegur til að laða að áhorfendur. Samkeppnin við aðra tómstundaiðju er mikil og ljóst er að það er ýmislegt, sem við þurfum að laga. Fækkunin almennt í sumar hefur ekkert með Evrópukeppnina og Ólympíuleikana að gera heldur verðum við að líta í eigin barm. Við verðum að taka á vandanum og hvað mig varðar þá styð ég nú fastan leikdag." Evrópukeppni meistaraliða — þar sem leikið er í tveimur riðlum — en liðið datt út í 16 liða úrslitum í fyrra. ■ TAPIE dreymir um að lið hans verði það fyrsta sem nái Evrópubik- arnum til Frakklands. Jean Fern- andez, þjálfari Marseille, fór með leikmenn sína í felur úti í sveit á sunnudaginn til að undirbúa það. Fyrri leikurinn var markalaus. ■ í YFIRLÝSINGU frá Marseille segir, að komist félagið í átta liða úrslit fái það andvirði fjögurra til sex milljóna dollara í aðra hönd; 230 til 350^ milljónir ÍSK. ■ RÚMENARNIR em staðráðnir í að standa sig. „Við getum komist áfram ef við leikum eins og í fyrri leiknum... en Dinamo verður að skora í Marseille," sagði þjálfarinn Alexandru Moldovan. ■ PENINGAR em líka ofarlega í huga forystumanna liðs IFK frá Gautaborg, sem fara til Póllands og mæta Lech Poznan. Svíarnir unnu fyrri leikinn 1:0. „Það á eftir að koma í ljós hvernig við komum út fjárhagslega eftir keppnistímabil- ið — það veltur mikið á því hvemig okkur gengur gegn Lech Poznan," sagði Thomas Wernerson, einn af forystumönnum sænska liðsins. ■ AEK sigraði PSV Eindhoven í fyrri leiknum í Aþenu, 1:0, en þjálf- arinn Dusan Bayevic óttast veðrið í Hollandi í kvöld. „Við erum ekki vanir að leika við svo lágt hitastig," sagði hann. ■ GERALD Vanenburg, fyrirliði PSV, og rúmenski varnarmaðurinn Gica Popescu em báðir meiddir og verða varla með í kvöld. ■ OLYMPIAKOS tekur á móti Mónakó, sem lék til úrslita í Evrópu- keppni bikarhafa sl. vor. Grikkirnir unnu fyrri leikinn 1:0 í Mónakó og reiknað er með 40.000 áhorfendum á völlinn í Aþenu. ■ OLEG Blokhin, fyrmm lands- liðsmaður Sovétríkjanna, þjálfar Olympiakos og hefur lofað að leika stífan sóknarleik. Hvemig líður IAIM ROSS á botni 2. deildarmeð Huddersfield? Ottast ekki brottrekstur IAN Ross naut mikillar velgengni þegar hann þjálfaði hér á landi fyrir nokkrum árum, stýrði Valsmönnum tvívegis að ís- landsmeistaratitli og jafn oft varð liðið í öðru sæti. Lið KR var einnig í toppbaráttu undir stjórn hans, lék til úrslita í bikar- keppninni annað árið og var jaf nt Fram í efsta sæti deildarinn- ar en missti af meistaratitlinum vegna lakara markahlutfalls. Nú er „Roscoe" hins vegar við stjórnvölinn hjá enska 2. deild- arfélaginu Huddersfield, sem er í neðsta sæti deildarinnar — sem er í raun gamla 3. deildin, þar sem sú efsta heitir nú úrvalsdeild. Skapti Hallgrímsson skrifar Huddersfield tapaði um helgina 0:5 gegn Stockport á útivelli en Ross bar sig karlmannlega þrátt fyrir slæmt gengi er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. „Meiðsli heija á liðið. Sjö úr aðalliðinu frá því síð- asta vetur hafa verið frá í langan tíma, þannig að við þurfum að treysta á unga stráka," sagði Ross. Er það ekki rétt munað að þið voruð nálægt því að færast upp um deild síðastliðið vor? „Það er rétt, og það eru menn úr liðinu þá sem við söknum nú. Fjórir hafa ekkert verið með í vet- ur og þrír lítið, þannig að ungling- arnir fá tækifæri og það tekur þá alltaf einhvern tíma að læra. Heim- urinn er erfiður og miskunnarlaus á stundum." En ertu samt bjartsýnn á að iið- inu fari að ganga skár? Já, ég er mjög bjartsýnn; veit að við verðum ekki á þessum stað í deildinni þegar upp verður staðið í vor.“ Þegar þú þjálfaðir hérlendis varstu alltaf í toppbaráttunni. Er það ekki niðurdrepandi að vera í botnbaráttu í 2. deild? „Ekki niðurdrepandi en mjög ergilegt. Ég hef aldrei lent í þess- ari stöðu áður því alls staðar þar sem ég hef verið hafa liðin átt velgengni að fagna, og ég er stað- ráðinn í að svoleiðis verður það hér — þetta er ný reynsla fyrir mig, en við komumst gegnum þetta þó staðan sé slæm eins og er. Ég er sannfærður um það. Sem betur fer er tímabilið ekki bara 18 leikir einsog á íslandi heldur 46, þannig að það er nóg eftir.“ Voru menn ekki bjartsýnir fyrir tímabilið eftir gott gengi síðasta vetur? „Jú, allir voru mjög bjartsýnir en menn verða einnig að vera raun- sæir. Og áhangendur og aðrir gera lan Ross fylgist með mönnum sín- um er hann þjálfaði KR. Lið hans er nú á botni ensku 2. deildarinnar. sér grein fyrir því að meiðslin eru aðal ástæðan fyrir slæmu gengi.“ Þjálfarar eru oft reknir í Eng- landi þegar illa gengur, hvort sem meiðslum er um að kenna eða öðru. Ertu ekki hræddur um að missa vinnuna? „Þannig er lífið, en ég hef aldr- ei verið hræddur um að missa vinh- una. Ég geri alltaf mitt besta, hvar sem ég starfa og trúi því að ég geti náð árangri hér.“ En þú hefur enga peninga til að kaupa nýja leikmenn og styrkja liðið þannig meðan lykilmenn eru meiddir, eða hvað? „Nei, því miður er fjárhagsstað- an þannig að við getum ekki keypt nýja menn, annars værum við bún- ir að því. Það væri auðvelt að styrkja liðið ef hægt væri að kaupa betri menn, en hluti af starfi þjálf- ara er að bæta þá leikmenn sem fyrir eru og ná sem mestu út úr mannskapnum sem er til staðar. Það hefur mér tekist áður og trúi að það takist hér.“ Þegar svona illa gengur hjá þér ytra hvarflar hugurinn ekki stund- um til íslands — hefurðu hugleitt að gott væri að þjálfa hér aftur? „Ég get sagt þér að ég hugsa stöðugt um ísland, því mér leið svo vel þar og liðunum mínum gekk báðum vel. Ég á marga vini á Is- landi og það var erfið ákvörðun sem ég tók þegar ég ákvað að fara frá KR.“ Hefurðu aldrei séð eftir því? „Ég sé aldrei eftir neinu sem ég geri. Á þessum tíma tel ég KR-liðið hafa verið betra en nokk- uð mörg ár á undan og við hefðum átt góða möguleika á að ná í ís- landsmeistaratitilinn.“ Fylgistu enn með íslensku knattspyrnunni á sumrin? „Já, ég á marga vini á íslandi eins og ég sagði áðan og fylgist vel með — fæ úrslitin úr íslensku deildinni í hverri viku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.