Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1992 47 * URSLIT UMFT-Valur 94:87 Sauðárkrókur, úrvalsdeildin í körfuknatt- leik, þriðjudaginn 3. nóvember 1992. Gangur ieiksins: 2:6, 10:10, 24:30, 30:37, 42:44, 49:49, 59:59, 72:70, 90:76, 94:87. Stig UMFT: Valur Ingimundarson 25, Ingvar Ormarsson 20, Haraldur Leifsson 19, Chris Moore 19, Pétur Vopni Sigurðs- son 7, Karl Jónsson 4. Stig Vals: Franc Booker 28, Brynjar Harð- arson 21, Magnús Matthíasson 15, Símon Ólafsson 9, Jóhannes Sveinsson 6, Jóhann Bjarnason 6, Guðni Hafsteinsson 2. Áhorfendur: Um 650. Dómarar: Kristinn Albertssson og Kristján Möller og dæmdu vel. UMFG - ÍS 86:81 Grindavík, 1. deild kvenna. Gangur leiksins: 0:2, 6:12, 13:24, 22:28, 29:28, 37:46, 42:46, 48:54, 52:63, 62:63, 67:69, 72:69, 74:74, 76:76, 82:76, 86:81. Stig UMFG: Stefanía Jónsdóttir 32, Svan- hildur Káradóttir 16, María Jóhannesd. 15, Hafdís Hafberg 15, Theresa Spinks 4, Sandra Guðlaugsd. 2, Guðrún Sigurðardótt- ir 2. Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 25, Hildigunn- ur Hilmarsdóttir 12, Hrönn Harðardóttir 12, María Leifsdóttir 8, Þóra Gunnarsdóttir 8, Ingibjörg Magnúsdóttir 7, Guðrún Áma- dóttir 5, Fríða Torfadóttir 5. Áhorfendur: 50 í byijun en 150 er yfir lauk. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Jón Bender dæmdu vel. Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Seinni leikir í 2. umferð: Celtic - Dortmund (Þýskalandi)...1:2 Gerry Creaney (13.) - Stepane Chapuisat (53.), Michaei Zorc (58.). 31.578. ■Dortmund vann 3:1 samanlagt. Mechelen - Vitesse Arnhem (Hollandi)0:l - Philp Cocu (73.). 9.000. ■Vitesse Arnhem vann 2:0 samanlagt. Real Zaragoza - Frem (Danmörku)..5:1 Mateut (7., 38., 82.), Seba (39., 65.) - Cold- ing (73.). 12.000. ■Zaragoza vann 6:1 samanlagt. England 1. deild Bristol Rovers - Bamsley.........1:5 Cambridge United - Luton.........3:3 Grimsby - West Ham...............1:1 Notts County - Derby.............0:2 Oxford - Portsmouth..............5:5 Sunderland - Wolverhampton.......2:0 Swindon - Brentford..............0:2 Tranmere - Southend..............3:0 Watford - Peterborough...........1:2 íkvöld Handknattleikur 1. deild karla: Dieranes: HK-ÞórAk ..kl. 20.00 Selfoss: Selfoss-IR ...kl. 20.00 Strandgata: Haukar - Fram ,kl. 20.00 Vestm.: IBV - Stjarnari ...kl. 20.00 KA-húsið: KA-Víkingur.. ...kl. 20.30 Körfuknattleikur Bikarkeppni karla: __ Njarðvík: UMFN-b - ÍS .... ...kl. 20.00 1. deild karla: Akureyri: UMFAk. -Þór.. ...kl. 20.20 Blak 1. deild karla: Digranes: HK - Stjaman.. ...kl. 20.00 HANDKNATTLEIKUR Sætti mig ekki við þetta segir Þorbjörn Jensson sem úrskurðaður var í tímabundið leikbann ÞORBJORN Jensson, þjálfari Vals var í gær úrskurðaður ítíma- bundið leikbann af aganefnd Handknattleikssambandsins — til 19. nóvember — vegna framkomu við dómara eftir leikinn gegn FH á laugardaginn var. Þorbjörn missir þvíaf tveimur leikjum; getur hvorki stjórnað liði sínu gegn Fram í Laugardalshöll 11. nóvember né gegn Víkingum að Hlíðarenda 18. nóvember. Eg sætti mig alls ekki við þetta og ég mun skoða málið vand- lega og taka ákvörðun um hvað ég geri á morgun [í dag],“ sagði Þor- bjöm við Morgunblaðið í gærkvöldi. Jón Hermannsson dómari var kallaður fyrir aganefnd í gær. Hann vildi meina að Þorbjörn hefði beitt ofbeldi og fyllti skýrslu sína til aga- nefndar út skv. því, „en eftir viðræð- ur við dómarann töldum við þetta réttast. Töldum rétt að notfæra okk- ur þann lið i reglugerð um aganefnd sem leyfir að dæma menn í tíma- bundið bann, þar sem við töldum ekki að um hreint ofbeldi hefði verið að ræða. Annars hefði hann [Þor- •björn] hlotið fjögurra leikja bann,“ sagði Hjörleifur Þórðarson, formað- ur aganefndar, við Morgunblaðið í gær. „Mér finnst óþolandi að þurfa að sætta mig við þetta. Dómari leiksins var kallaður fyrir en hvers vegna KORFUKNATTLEIKUR Fjör þegar UMFG vann ÍR-stúlkur GRINDAVÍKURSTÚLKUR sigr- uöu ÍR í 1. deild kvenna í gær- kvöldi, 86:81, í skemmtilegum leik þar sem úrslit réöust ekki fyrr en í framlengingu. Það var mikill hraði í leiknum og stúlkumar vom iðnar við að skora í fyrri hálfleik og gerðu þá 88 stig. Heldur dró úr hraðanum og hittnin minnkaði_ í síðari hálfleik en ÍR stúlkurnar voru yfir lengst af. Heimastúlkur komust yfir 71:69 og höfðu yfir 74:71 er 7 sekúndur voru eftir. ÍR-ingar náðu frákasti eftir misheppnað vítaskot og Lánda gerði sér lítið fyrir og jafn- aði með þriggja stiga körfu. í framlengingunni var enginn sprungin hvort liðið var sterkara enda hafði ÍR misst sex leikmenn útaf með fimm villur. Bestar í lið heimamanna voru Stefanía, María og Svanhildur sem áttu allar góðan leik. ÍR-liðið var jafnara með Lindu sem besta leik- mahn. Frímann Ólafsson skrifar Valur Inglmundarson KORFUKNATTLEIKUR „Magic“ hættur við að byija aftur Gunnar Valgeirsson skrifar Earvin „Magic“ Johnson, sem leiddi „draumaliðið" til sigurs á Ólympíuleikunum, hefur ákveðið að byija ekki að leika í NBA-deild- inni á nýjan leik eins og hann hafði lýst yfír fyrr í haust. Johnson, sem er 33ja ára, ákvað að hætta í körfuknattleik í fyrra þegar í Ijós kom að hann var með HlV-veiruna. Hann ákvað síðar að vera með á Ólympíuleikunum og fljótlega eftir leikana var tilkynnt að hann ætlaði að leika með Los Angeles Lakers í deildinni næstu tvö árin. Hann ákvað hins vegar um helgina að ieika ekki með La- kers og tók hann ákvörðunina eftir að hafa rætt málin við Cookie konu sína. Forráðamenn LA Lakers hafa staðfest að Johnson verði ekki með liðinu í vetur þannig að liðið leikur án hans í Forum á föstudaginn þegar NBA-deildin hefst, en hann hafði leikið flesta leiki liðsins á undirbúningstímabilinu. Forráðamenn Lakers segja að ef til vill sé öllum fyrir bestu að John- son leiki ekki með því ef hann hefði leikið hluta af leikjum liðsins, en ekki alla, hefði liðið þurft að leika allt annan körfuknattieik þegar hann væri ekki með. Johnson mun fá þau laun sem hann hafði samið um þó svo hann leiki ekkert með liðinu. Fyrir tímabilið sem er að hefjast mun hann fá 14,5 milljónir daia, eða um 840 milijónir ÍSK. Flestar stórstjömur NBA deildar- innar hafa látið hafa eftir sér að Johnson eigi skilið að vera látinn í friði, en hann hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að hann sagði frá því að hann væri með HlV-veiruna. Samtök eyðnisjúklinga í Bandaríkj- unum sögðu ákvörðun Johnson sýna að þeir sem væru með HlV-veiruna ættu ekki að skýra frá því, til að fá að vera í friði þyrfti fólk að fara í felur. Bjöm Bjömsson skrifar Þorbjörn Jensson Valsmenn töpuðuá Sauðár- króki Tndastóll vann Val, 94:87, í úr- valsdeildinni í gærkvöldi á Sauðárkróki í miklum baráttuleik þar sem bæði liðin ætluðu sér greini- lega stigin tvö sem í boði vora. Varnar- leikurinn var sterk- ur hjá liðunum í fyrri hálfleik sem sést best á því að staðan í leikhléi var 37:37. Heimamenn hófu að leika svæð- isvörn í seinni hálfleik og virtust Valsmenn ekki finna svara við þeirri vamaraðverð. Tindastóll náði að jafna 59:59 um miðjan síðari hálf- leikinn og sigu síðan í rólegheitun- um framúr og náðu mest 14 stiga forystu. Haraldur og Ingvar héldu Tinda- stóli á fioti í fyrri hálfleiknum með mjög góðum leik. Alls gerðu þeir félagar gerðu 30 stig með þriggja stiga körfum í leiknum, Ingvar gerði 6 slíkar og Haraldur ijjórar. Valur var slakur framan af leiknum og hitti mjög illa en náði sér ágæt- lega á strik í seinni hálfleik. Páll Kolbeinsson lék ekki með en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Pétur Vopni lék sérstaklega vel í vörninni og hélt Franc Booker niðri í síðari hálfleiknum. Booker var atkvæðamikill þrátt fyrir að hann léku ekki vel en Brynjar og Símon voru bestir Valsmanna. var ég ekki líka kajlaður fyrir,“ sagði Þorbjöm í gær. „Ég óskaði eftir því þegar ég vissi að Jón [Hermanns- son] fengi að flytja sitt mál en var neitað. Svarið var að „það væri ekki vani þeirra“ eins og það var orðað. Svona vinnubrögð þekkjast örugg- lega ekki á mörgum stöðum í heimin- um. Það er óþolandi að vera dæmd- ur af einhveijum mönnum úti í bæ án þess að geta varið sig,“ sagði Þorbjöm. í aganefnd HSÍ era Hjörleifur Þórðarson, formaður, Karl Jóhanns- son og Egill Bjarnason. Ekki er hægt að áfrýja úrskurði nefndarinn- ar. „Það er allt hægt. Við sjáum til á morgun [í dag] hvað ég geri,“ sagði Þorbjöm. FOLK rL- - ■ RÚNAR Kristinsson knatt- spymumaður úr KR æfir þessa viku með franska fyrstu deildar félaginu Paris St. Germain en hann æfði með Antwerpen í Belgiu í síðustu viku. ■ BALDVIN Guðmundsson knattspymumarkvörður sem verið hefur í herbúðum Víkings undan- farin ár, verður ekki áfram hjá fé- laginu. Hann á að baki rúmlega 100 leiki í 1. deild, flesta með Þór. ■ MAGNÚS Guðmundsson, sem * hættir fljótlega störfum hjá Knatt- spymusambandinu, sagði ekki upp, eins og sagt var í blaðinu á laugar- dag heldur var honum sagt upp. Magnús óskaði eftir því að hið rétta kæmi fram og eins það að hann hefði boðist til að segja upp í sum- ar vegna ákveðins máls, en þá hefði verið óskað eftir að hann héldi áfram. ■ HALLDÓR Hafsteinsson jú- dómaður úr Ármanni varð í 11. til 14. sæti af 28 keppendum í -86 kg flokki á Opna bandaríska meistara- mótinu sem fram fór í Colorado um siðustu helgi. ■ HALLDÓR vann kanadískan mótheija á ippon (fullnaðarsigur fyrir tímamörk) með kröftugu mjaðmakasti. í næstu umferð mætti hann bandarískum mótheija, glímdi vel framan af en tapaði. ■ HALLDÓR fékk ekki uppreisn- arglímu — Bandaríkjamaðurinn tapaði í næstu umferð. ■ ARSENAL er nú í þriðja sæti í ensku deildinni. Liðið sigraði Crystal Palace á mánudaginn og er nú með 26 stig, stigi á eftir Blackburn og Norwich. „Magic“ leikur ekki með Lakers í vetur en fær samt 840 milljónir ÍSK í laun frá félaginu. Torfæruhlaup á Hellu Ungmennafélagið Hekla á Hellu stendur fyrir torfæruhlaupi á laugardaginn kl. 14. Hlaupið verður frá íþróttavellinum, fjögurra km hringur um nágrenni Hellu. Keppt verð- ur i fjórum flokkum 9 - 12 ára og 13 - 16 ára sem hlaupa einn hring en 17 - 34 ára og 35 ára og eldri hlaupa tvo hringi. Skráning í hlaupið hefst samdægurs kl. 12 við Sundlaugina á Hellu og er skráning- argjald kr. 500. Til að rýma fyrir nýjum vörum í tollvörugeymslu bjóðum við nokkrar tölvur á aldeilis frá- bæru verði: 386SX-20 með 42Mb disk á kr.89.800 krónur, 486DX-25 með 120MB diská aðeins 159.800 krónur stgr. Úrvals tölvur - ótrúlegt verð! MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12 - Sími 688944 - Fax 679976

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.