Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.1992, Blaðsíða 48
 NAMSMANNATRYGGiNGAR ttQnnbUútíb JtUa&Cbpco SINDRI - sterkur í verki MORGVNBLAVW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100. SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1SS5 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 4. NOVEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Háskólastúdentar Samskot ílaun kennara SJÖTÍU nemar á fyrsta ári í við- skiptafræði við Háskóla Islands skutu saman í greiðslu fyrir kennslu í dæmatímum í stærð- fræði á þessari önn. Akveðið hafði verið af hálfu Háskólans að hætta að greiða fyrir kennsluna vegna fjárskorts. Árni Oddur Þórðarson, fjórða árs nemi í viðskiptadeildinni og annar leiðbeinenda í dæmatímunum, sagði að allir fyrsta árs nemar færu í fyrirlestra í námskeiðinu en aðeins helmingur þeirra sækti dæmatíma og væru þeir einkum ætlaðir þeim ' sem hefðu lélega undirstöðu í grein- inni. Hann sagði að fjórða árs nem- ar hefðu yfírleitt séð um að aðstoða í dæmatímunum. Vegna niðurfell- ingu greiðslu hefði deildarfélagið staðið fyrir því að nemendur skytu saman fyrir greiðslu. Hver stúdent greiddi 2.000 kr. fyrir kennsluna á önninni. Arni sagði að sér þætti í raun eðlilegt að nemendur greiddu sjálfir fyrir námskeiðið, þar sem það væri ekki metið til eininga. Aftur á móti •sagði hann að ýmsar aðrar sparn- aðaraðgerðir hefðu slæm áhrif. Stefnt er að því að spara um 20% í viðskiptadeildinni. Svanur í vígahug Morgunblaðið/Gunnar Blöndal Tveir skokkarar áttu fótum fjör að launa á Tjarnarbakkanum í Reykjavík þegar þeir hættu sér inn á yfirráðasvæði fuglanna og fengu óblíðar móttökur hjá bálreiðum svani. ? ? ? Grípu þjóf á hlaupum LÖGREGLAN í Hafnarfírði handtók i fyrrínótt á hlaupum ungan mann sem reyndi að brjót- ast inn i verslun Freeman's pönt- unarlistans við Bæjarhraun. Við- vörunarkerfi verslunarinnar fór í gang og starf smenn Vara létu lögreglu vita um yfirstandandi innbrot. Lögreglumenn lögðu hald á kú- bein og skrúfjárn sem þjófurinn hafði beitt við innbrotið. Ekkert þýfi hafði hann upp úr krafsinu. Maðurinn er grunaður um aðild að fleiri innbrotum. Ríkisstjórnin veitir Járnblendifélaginu 50 milljóna króna fyrirgreiðslu Starfsemi haldið gangandi meðan eigendur ákveða sig Héldum ekki út lengur, segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi símim i gær að veita íslenska járn- blendifélaginu á Grundartanga 50 miUjóna króna fyrirgreiðslu, sem annað hvort verður fólgin í Iáni eða ábyrgð á bankaláni. Að sögn Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra dugar þetta fé til að halda rekstri verksmiðju fé- lagsins gangandi í um það bil inániið, þar til ljóst er hvort með- eigendur rfkisins í verkmiðjunni vilja taka þátt í aðgerðum til að bjarga fyrirtækinu með aukningu hlutafjár. Staða Járnblendifélagsins er afar erfið og var 38 af starfsmönnum verksmiðjunnar á Grundartanga sagt upp fyrir rúmum mánuði. Tap fyrirtækisins var 220 miUjónir króna á fyrri hluta ársins. Ekki er útlit fyrir bata á mörkuðum þess fyrir kísiljárn eitt eða tvö næstu ár. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur sent meðeigendum íslenzka ríkisins í Járnblendifélaginu, norska fyrir- tækinu Elkem og japanska fyrirtæk- Forysta Alþýðusambandsins fjallar áfram um leiðir í efnahagsmálum Gengið ræðst af afstöðu ASÍ - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins FORYSTUMENN innan Alþýðusambands íslanda funduðu í gær um stöðu efnahags- og atvinnumála, en önnur niðurstaða fékkst ekki á fundinum en sú að málin yrðu skoðuð áfram næstu daga. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasrjóri VSÍ, lýsir yfir miklum vonbrígðum með að forysta ASÍ hefði ekki tekið skýra afstSðu til framhaldsins og sagði að fastgengisstefnan stæði og félli að vissu marki með viðbrögð- um verkalýðsforystunnar á næstu dðgum. Ásmundur Stefánsson forseti Al- þýðusambandsins sagði, eftir langan fund forystumanna ASÍ í gær, að eitt þýðingarmesta málið væri hvern- ig afia eigi tekna sem tapast ef að- stöðugjald sveitarfélaganna verður lækkað eða fellt niður. „Það varð niðurstaða í ýmsum atriðum en við erum ekki með samstæðan pakka. Við þurfum að fara yfir málin betur og það verður áframhald á vinnu af okkar hálfu. Menn voru sammála um það að það skipti mjög miklu að við fyndum einhvern flöt sem gæti geng- ið upp," sagði Ásmundur. „Aðstöðugjaldið er eitt af þeim atriðum sem hefur verið til umræðu. Það er í sjálfu sér ekki snúið mál að ná um það samstöðu að fella gjöld burtu. Vandinn kemur upp þegar farið er yfir það með hvaða hætti er hægt að afla fjár í staðinn og að hvaða marki það er nauðsynlegt. Það er viðkvæma hliðin í öllum umræðum af þessu tagi," sagði Ásmundur. Hann sagði að margir dagar gætu liðið áður en niðurstaða fengist. Þórarinn V. Þórarinsson sagði að málið snerist um það hvort unnt væri með breytingu á kostnaði at- vinnulífsins að styrkja stöðu þess þannig að gengi krónunnar fáist staðist. Hins vegar væri tíminn til aðgerða orðinn naumur. „Ef verð- bólguleiðin verður niðurstaðan þá er það vegna þess að menn hafa ekki treyst sér til að taka á málunum og það mun fara verst með atvinnustig- ið og þá sem lakast standa," sagði Þórarinn. Hann sagði gríðarlega aðkallandi að ná samstöðu innan verkalýðs- hreyfmgarinnar um úrræði til að lækka kostnað atvinnulífsins. Annars yrði ekki komist hjá mikilli gengis- fellingu, og þá stæði þjóðin frammi fyrir svipuðum vanda og Finnar hefðu gert, er gengi fínnska marks- ins féll. Um þessi úrræði yrðu menn að koma sér saman fyrir miðjan þennan mánuð. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, sagði ekki koma til greina af hálfu Verka- mannasambandsins að taka þátt í tillöguflutningi sem skerti laun lág- launafólks. „Eg ætla að vona að til séu peningar annars staðar í þjóðfé- laginu," sagði hann. Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, sagðí að ASÍ vænti þess að árangur næðist af auglýsingaherferð íslensks iðnaðar sem ákveðið hefur verið hleypa af stokkunum í útvarpi og sjónvarpi. Örn sagði að lögð hefði verið fram greinargerð á fundinum um ástand og horfur í atvinnumálum og þar hefði m.a. komið fram að íslenskur iðnaður færi mjög halloka fyrir inn- fluttri vöru. Örn sagði aðstöðugjaldið koma illa niður á innlendum iðnaði, enda bæri innlend vara margföld aðstöðugjöld miðað við innflutta. inu Sumitomo, bréf þar sem spurt er um afstöðu þeirra til aðgerða til að auka eigið fé fyrirtækisins. Svar hefur borizt frá Sumitomo og að sögn Friðriks Sophussonar er jap- anska fyrirtækið ekki tilbúið að taka þátt í slíkum aðgerðum. Elkem hefur ekki gefið svar, en gífurlegir erfið- leikar eru hjá fyrirtækinu. Framtíð þess er í óvissu og til greina kemur að norski ríkissjóðurinn komi Elkem til bjargar. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Járnblendiféíagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- greiðsla ríkissjóðs væri bráðabirgða- ráðstöfun, til þess ætluð að kaupa tíma á meðan fjallað væri um neyð- aráætlun þá, sem framkvæmda- stjórn fyrirtækisins hefur lagt fyrir eigendur, lánardrottna og viðskipta- menn. „Við einfaldlega héldum ekki út lengur," sagði hann. Jón sagði að i áætlun fyrirtækis- ins væri ekki lagt mat á horfur á kísiljárnmarkaði næstu tvö ár, en gert ráð fyrir að fyrirtækið yrði að standa sig við óbreyttar aðstæður. „Fyrir utan þær margbrotnu og hörðu sparnaðaraðgerðir, sem við höfum ráðizt í heima fyrir, höfum við leitað samninga við Landsvirkjun um lækkun orkuverðs og samninga við alla okkar helztu viðskiptamenn. Einnig er leitað til hluthafanna um aukið hlutafé og við leitum eftir samningum við banka um einhverja umlíðun á endurgreiðslu lána. Öllum er ljóst að þetta er mjög vond staða og allir eru að reyna að leggja eitt- hvert mat á hana til að komast að viti borinni niðurstöðu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.