Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 Olíufélagið kauplr hlut Sambandsins í sjálfu sér á 5-földu nafnverði Rúmur milljarður rennur beint til Landsbankans STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga kom saman til fund- ar í gærmorgun og fjallaði um tilboð Olíufélagsins hf. í 33% hlut SÍS í ESSO, sem hljóðaði upp á fímmfalt nafnverð bréfanna, eða tæpar 1050 milljónir króna. Gangverð hlutabréfa í ESSO í dag hljóðar upp á 4,5 falt nafnverð, þannig að hér er talið að um gott verð sé að ræða. Samþykkt var að taka tilboði ESSO, samkvæmt upplýsing- utn Sigurðar Markússonar, stjórnarformanns Sambandsins, en hann er jafnframt stjórnarformaður ESSO. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Helgi S. Guðmundsson tjónaeftirlitsmaður afhenti Salome Þorkels- dóttur forseta Alþingis undirskriftimar í Alþingishúsinu í gær. Samkvæmt lögum má ESSO ekki eiga nema 10% í sjálfu sér, og hefur félagið þijá mánuði til þess að selja 23% eignarhlut sinn á ný. Líkur eru taldar á því að stjóm félagsins muni, þegar hluta- bréfín verða sett á almennan markað, gera kröfu um að fá fimmfalt nafnverð bréfanna. Sigurður Markússon sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að hann hefði ákveðið að Rúmlega 34 þúsund kjósendur krefjast þj óðaratkvæðagreiðslu um EES Tillaga um þjóðaratkvæði líklega felld á Alþingi í dag ÚTLIT er fyrir að tillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið verði felld á Alþingi í dag. Eftir þingflokks- fund Sjálfstæðisflokksins í gær liggur fyrir að tveir þingmenn flokksins muni greiða atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson. Það nægir þó ekki til að tillagan verði sam- þykkt, því fimm stjómarliðar þurfa að snúast á sveif með henni til þess. Viðmælendur Morgun- blaðsins töldu mjög ólíklegt að fleiri sjálfstæðismenn myndu greiða atkvæði með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Undirskriftasöfn- un samtakanna Samstöðu um óháð ísland er nú lokið og vom listar með nöfnum 34.378 kjós- Forstjóri Gránges Aluminium í Svíþjóð Erum enn aðilar að Atlantsálhópnum PER OLAF Aronsson forsljóri Gránges Aluminium segir að fyrirtækið sé enn þátttakandi í Atlantsálsverkefninu og vísar á bug orðrómi þess efnis að Gránges ætli að draga sig út úr Atlantsálhópnum, sem fyrirtæk- ið myndar ásamt bandaríska álfyrirtækinu Alumax og hollenska fyrir- tækinu Hoogovens. „Það eina sem ég get sagt, er að við erum enn aðilar að Atlantsálverk- efninu," sagði Aronsson, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort orðrómur þess efnis að Gránges væri að draga sig út úr Atlantsálhópnum væri réttur. „Ég tel ekki að ég hafi gefið nokkrum ástæðu til þess að ætla að við séum á leiðinni út úr Atlantsálhópnum," sagði hann Aronsson var spurður hvort móð- urfyrirtæki Gránges, Elektrolux væri andvígt þátttöku Gránges í Atlant- sál: „Það hefur aldrei verið spuming um það að Elektrolux fjármagnaði okkar þátt í verkefninu, en að mínu mati eru allir, ekki bara Elektrolux, enda, sem krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES, afhentir forseta Alþingis, Salome Þorkels- dóttur, í gær. „Ég veit ekki annað en það að þessir tveir menn, sem hafa boðað að þeir muni leggjá stjómarandstöð- unni lið, muni gera það, en ekki aðrir,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við Morgunblaðið eftir þingflokksfund sjálfstæðis- manna í gær. Davíð vildi ekki tjá sig frekar um málið. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur forsætisráðherra hins vegar rætt á undanfömum dög- um við þá þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem ekki hafa kveðið upp úr um stuðning sinn við ríkisstjórn- ina í málinu, þá Matthías Bjamason, Egil Jónsson og Eggert Haukdal. Viðmælendur Morgunblaðsins telja næsta víst að þeir muni ekki greiða atkvæði með tillögu stjórnarandstöð- unnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls 34.378 kjósendur undirrituðu tilmæli þau um þjóðaratkvæða- greiðslu, sem afhent voru þingfor- seta í gær. Flestir skrifuðu undir í Norðurlandskjördæmi vestra, eða 34% atkvæðisbærra manna, og á Norðurlandi eystra, þar sem 28% kjósenda skrifuðu undir. „Á höfuð- borgarsvæðinu var þátttaka ekki eins mikil, enda var samtökunum ekki leyft að safna undirskriftum á mörgum fjölförnum stöðum, s.s. við stórmarkaði og á bensínstöðvum," segir í frétt frá Samstöðu. Þátttaka í Reykjavík var rúm 19% og á Reykjanesi um 12%. Undir kröfuna um þjóðaratkvæða- greiðslu skrifuðu í einstökum kjör- dæmum: Reýkjavík 13.355, Vestur- landi 1.365, Vestfjörðum 771, Norð- urlandi vestra 2.458, Norðurlandi eystra 5.055, Austurlandi 3.300, Suðurlandi 2.933 og Reykjanesi 5.141. Sjá nánar bls. 22 sitja ekki stjómarfund Olíufélags- ins á mánudag, þar sem ákveðið var að gera ofangreint tilboð í hlutabréf Sambandsins í Olíufé- laginu, því hann kynni ekki við að sitja við báða enda borðsins. „Sambandsstjórn hélt fund í morg- un, og samþykkti þar að taka þessu tilboði Olíufélagsins," sagði Sigurður. Forsvarsmenn Sambandsins og Hamla hf., eignarhaldsfélags Landsbankans, áttu fund síðdegis í gær, þar sem Landsbankinn féllst á að Sambandið tæki tilboði ESSO í bréf Sambandsins, enda mun það hafa verið fastmælum bundið, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að greiðslur ESSO fyrir bréfin rynnu beint til Landsbank- ans. Landsbankinn mun hafa verið ánægður með tilboð ESSO. Geir Magnússon forstjóri 01- íufélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að um það væri rætt að þegar Olíufélag- ið keypti hlut Sambandsins í ESSO myndi hluthafafundur Olíufélags- ins taka þá ákvörðun að lækka útgefið hlutafé um því sem næmi nafnverði kaupverðsins, eða úr 663 milljónum króna í 453 milljón- ir króna. „Eigið fé fyrirtækisins sem er nú er 3830 milljónir króna mun að sama skapi lækka um 1050 milljónir króna,“ sagði Geir. Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um að á fundi forsvars- manna Sambandsins og Hamla hf. hafi heldur þokast í samkomulag- sátt, en þó mun mikið bera á milli í verðmati Sambandsmanna og Landsbankans á Regin hf. og Samskipum hf. Hvað erfiðlegast mun þó ganga að að ná fram sam- eiginlegri niðurstöðu í verðmæta- mati á Regin, og hlut hans í Sam- einuðum verktökum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, telja forsvarsmenn Landsbankans af og frá að Reginn sé jafnverð- mætur og forsvarsmenn Sam- bandsins vilji vera láta. óviljugir til þess að leggja fjármuni í uppbyggingu áliðnaðar, eins og markaðsmálum er háttað í dag. Vandamálið er það að offramboð er mikið á álmörkuðum um þessar mundir og þar af leiðandi er markað- urinn mjög veikur. En ekkert hefur breyst hvað okkur varðar, með áhug- ann á þátttöku í Atlantsál," sagði Aronsson. Aronsson sagði að Gránges gengi þokkalega í heild, en málmiðnaðar- rekstur fyrirtækisins gengi ekki að sama skapi vel um þessar mundir. Hann kvaðst vonast til þess að að- stæður myndu breytast til hins betra á næsta einu og hálfu til tveimur árum. Fækkun starfsmanna hjá Byggðastofnun Staða aðstoðarforstjóra lögð niður STJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið að fækka starfsmönnum stofnunarinnar í Reykjavík um fjóra og verður meðal annars staða aðstoðarforsljóra Byggða- stofnunar, sem Bjarni Einarsson gegnir, lögð niður. Fækkunin er í samræmi við endurskipulag Byggðastofnunar, sem felur í sér að verkefni verði flutt til skrif- stofa á landsbyggðinni og starfs- mönnum í Reykjavík fækkað. Stefna stjómar Byggðastofnunar er að starfsemi hennar fari fram þar í dag Menning Norræn kynning að hefjast í Lund- únum 13 Neytendamál Hvernig verja má börn gegn blý- eitrun 38 Keflavík Snarræði 10 ára stráks kom í veg fyrir eldsvoða 44 VIÐSHFnAIVINNULÍF 'ÍlluUleikianddrtrini Skjutdia L akráðú Verdbréfnþingi zT Z T s) 5 .5 .5 •: s iiliil = =■= = = = ^JaaJIÍ ULL=JL? HAGKVÆMASTI KOSTURINN ÞEGAR ALLS ERGÆTT Knattspyrna Evrópumeistaramir úr leik 53 Leiðari Tími breytinga í Bandaríkjunum 28 Dagskrú ► Jóhanna Jónas Iék í bandarísk- um framhaldsþáttum — Hvaða erlendu fjölmiðlafyrirtæki eru stærst? — Úrvalssveitin í Banda- rílgaher— Myndbönd Tækni ú heimilinu ► Hvað kostar tæknin — Tækni- bylting með myndgeisladiskum - Nicam-steríó útsendingar í sjón- varpi — Verður margmiðlun tölvubylting þessa áratugar? Viðskipti/Atvinna ► Hlutdeildarskírteini Skan- dia á Verðbréfaþingi — Erlend- ir fjárfestar sýna Jarðborunum áhuga — Þungur dómur En- skilda yfir lífeyrissjóðakerfínu sem hagkvæmast er, segir í frétt frá Ryggðastofnun. Þess vegna hafi ver- ið ákveðið að skrifstofur stofnunar- innar á landsbyggðinni tækju í aukn- um mæli við öllum samskiptum við lánþega og verkefnum hver á sínu svæði, ásamt svæðisbundinni áætla- nagerð. Stöðugildum hefur þegar verið fækkað um fjögur frá því sem var fyrir ári en nú hefur verið ákveð- ið að fækka enn um fjögur störf með því að leggja niður tvær stöður sér- fræðinga, stöðu aðstoðarforstjóra og deildarstjóra hlutafjárdeildar. Eftir þessar breytingar eru stöðugildi á skrifstofunni í Reykjavík samtals 20. Stöðugildi hjá Byggðastofnun á landsbyggðinni eru nú 6,5. Stefnt er að því að þeim fjölgi á næsta ári í 8-10. Bjami sagði að ekki hefði verið rætt um þetta við sig og ákvörðunin hefði borið brátt að. „Út af fyrir sig var ég ekkert hissa. Það hafa verið umræður í gangi og ég gat alveg eins látið mér koma þetta til hugar. Eg er ekkert óskaplega ósáttur við þessa niðurstöðu, vegna þess að það er stutt í þann tíma að ég get farið á eftirlaun ef ég vil samkvæmt 95 ára reglunni, þegar saman fer starfs- aldur og lífaldur. Það er engin deila á milli mín og stofnunarinnar um þetta mál. Ég er ennþá vinnufær maður og hef ekkert á móti því að skipta um starf," sagði Bjami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.