Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 Frönsk kvikmyndavika Nýmeti í háum gæðaflokki Á LAUGARDAG hefst í Háskólabíói frönsk kvikmyndavika sem All- iance Francaise og kvikmyndahúsið standa fyrir með fulltingi menning- ardeildar Franska sendiráðsins. Hátíðin stendur yfir til 13. nóvember. Á hátíðinni verða sýndar fimm nýjar og nýlegar franskar myndir sem allar eiga það sameiginiegt að hafa vakið sterk viðbrögð í heimaland- inu, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum. Enn fremur verður sýnd nýjasta kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, sem tilefnd er til Óskarsverðlauna af íslands hálfu að þessu sinni. Að sögn Francoise Pérés, forstjóra Alliance Francaise á Íslandi, er félag- ið afar stolt af kvikmyndum hátíðar- innar, og fagnar því að geta sýnt íslendingum í senn nýjar myndir og breitt úrval þeirra í háum gæða- flokki. Auk myndar Kristínar Jó- hannesdóttur, verða eftirtaldar myndir á hátíðinni: Síðasta mynd Ives Montand Nýjasta mynd franska leikstjórans Jean-Jacques Beneix (Diva, Betty blue og Rosalyne og ljónin) ber hinn óvenjulega titil „IP5-L’ile aux Pac- hidermes" og hefur hlotið heitið „IP5-Fflaeyjan“ í íslenskri þýðingu. Kvikmyndin er frá þessu ári og þyk- ir að ýmsu leyti vera skrautfjöður kvikmyndavikunnar. Myndin fékk mikla aðsókn í Frakklandi og má segja að Beineix hafi endurheimt þá hylli sem hann glataði með Rosalyne og ljónunum er þótti stefnulaus. „IP5-Fflaeyjan“ fjallar um þrjá menn á misjöfnu aldursskeiði, er verða ferðafélagar fyrir tilviljun. Tveir þeirra, ungur veggjakrotari, Tony (Oliver Martinez), er í leit að fyrstu ást lífs síns, hjúkrunarkonunni Glor- iu, sem hann hefur barið augum einn dagspart. Förunautur hans Jockey er stráklingur sem vill sjá snjóinn og ef vel gengur brotthlaupna móður sína. Þeir ræna bifreið án þess að taka eftir að í baksætinu sefur Léon Marcel (Yves Montand). Marcel er óræður náungi, klyfjaður bakpoka sem inniheldur meðal annars kort af vötnum Frakklands og gamla Luger- skammbyssu. Hann teymir þá inn í skógarsvæði, leiddur áfram af takmarki sem hann ljóstrar ekki upp hvert er, en gæti verið fjársjóður eða fom ást. „IP5-Fílaeyjan“ var hinsta mynd söngvarans og leikarans ástsæla Yves Montand, en hann hneig niður í kvikmyndaverinu stuttu eftir að síðasta atriðið sem hann lék í hafði verið fest á filmu. Snilld eða goðgá? Listmálarinn Vincent Van Gogh hefur verið kvikmyndagerðarmönn- um hugstæður í gegnum tíðina, fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands Nýtt íslenskt verk Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í gulri áskriftar- röð í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og á efnisskránni er frumflutningur á verki eftir kontrabassaleikarann Árna Eg- ilsson. Einleikari á tónleikunum er Krystyna Cortes, píanóleikari, en þetta er frumraun hennar sem einleikari með Sinfóniuhljóm- sveitinni. Á efnisskrá verða eftirtalin verk: „Reflections" (íhugun) eftir Áma Egilsson, Píanókonsert í A-moll eft- ir Robert Schumann, Sinfónía nr. 9 eftir Dmítríj Sjostakovítsj og verkið eftir Áma Egilsson. í fréttatilkynningu segir að Ámi Egilsson sé sennilega þekktastur hér á landi sem jassleikari. Hann hefur leikið jass með frægustu jass- leikurum heims, til dæmis með André Previn og John Danworth á Listahátíð 1974. Árni hefur leikið í sinfóníuhljómsveitum víða um heim, einnig sem einleikari á hljóð- færi sitt. Ámi frumflutti fyrsta íslenska konsertinn fyrir kontrabassa og hljómsveit, Nið eftir Þorkel Sigur- bjömsson. Það verk var síðar gefið út á geisladiski undir stjóm Vladím- írs Ashkenazys. Ámi var um árabil prófessor í kontrabassaleik í Cali- fomia State University í North- ridge. Undanfarið hefur Árni látið kveða meira að sér sem tónskáld og hefur samið tónlist fyrir kvik- myndir, sjónvarp og leikhús. Árni er búsettur í Los Angeles í Banda- ríkjunum. Einleikari tónleikanna, Krystyna Cortes, er fædd í Englandi, en á ættir að rekja til Póllands. Cortes- nafnið tók hún er hún giftist til íslands. Krystyna stundaði nám í píanóleik við Royal Academy of Music í London, hvaðan hún lauk prófi með hæsta vitnisburði. Kryst- yna hefur verið mikilvirk í tónlistar- lífí hér á landi bæði sem píanóleik- ari, kórstjóri og kennari. Þetta er í fyrsta skipti sem Krystyna kemur 911 RH 91 97fl LÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I \j\JmL\OI\J KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.loggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meöal annarra eigna: Á betra verði við Egilsgötu endurn. 4ra herb. neðri hæð tæpir 100 fm í þribýlishúsi. Góð endur- bætt sameign. Langtlán kr. 2,1 millj. Tilboð óskast. í gamla, góða vesturbænum 5 herb. 2. hæð í reisul. steinh. 116,1 fm nettó. Nýl. parket, nýtt eld- hús, nýtt bað. 3 rúmg. svefnherb., 2 saml. stofur. Suðursv. Góð lán áhv. Skammt frá Menntask. v/Hamrahlíð glæsil. neðri hæð 6 herb. þríbhúsi. 3 svefnherb. í svefnálmu, forst- herb. m. sérsnyrtingu. Allt sér. Góður bílsk. Ágæt sameign. Hæðin er öll eins og ný. Fyrir smið eða laghentan samþykkt 2ja herb. rúmg. íb. í kj./jarðh. á vinsælum stað i VesturbGrg- inni. Þarfn. nokkurra endurbóta. Laus strax. Verð aðeins kr. 4,1 millj. Nánari uppl. á skrifst. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Yves Montand í hlutverki Leons Marcel í glænýrri mynd Jean-Jacqu- es Beineix; „IP5-Fílaeyjan“ Innfellda myndin: Atriði úr mynd Claude Chabrols; „Madame Bovary" frá siðasta ári. tveimur eða þremur árum voru gerð- ar tvær myndir með stuttu millibili um æviferil hans, til er gömul mynd með Kirk Douglas og nú koma Frakkar með eigin útgáfu af síðustu mánuðum Van Goghs í lifandi lífi. Brugðið er upp myndum frá bænum Auvers sur Oise og Montmartre- hverfí Parísarborgar í aldalok. Jacqu- es Dutrong leikur titilhlutverkið en leikstjóri myndarinnar er Maurice Pialat, sem tilheyrði „nýbylgjunni" í frönskum kvikmyndum, sem menn eins og Jean-Luc Godard og Franco- is Truffaut leiddu. Hann virðist ekki Hannu fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Stjórnandi tónleikanna er fínnski hljómsveitarstjórinn Hannu Koiv- ola. Hann er í hópi þeirra ungu finnsku hljómsveitarstjóra sem eiga það sammerkt að hafa stundað nám hjá þeim fræga kennara Jorma Panual. Meðal þeirra má nefna Petri Sakari, Osmo Vánska, Vlad- hafa skilið við uppruna sinn, því myndin vakti afdráttarlaus viðbrögð franskra áhorfanda. Þeir sem aðhyll- ast stílbrögð leikstjórans hrópuðu Snilld, en hinir sem vilja halda í þjóð- söguna um Van Gogh töluðu um helgispjöll, og þótti Pialat vanvirða minningu listamannsins. Madame Bovary Fjaðrafokið sem Emma Bovary olli árið 1857, eins og Flaubert fram- reiddi hana ofan í hneykslunargjarna lesendur með natúralísku raunsæi í stað rómantískrar upphafningar, hefur tryggt verkinu langlífí og skip- Krystyna ímír Ashkenazy og Esa Pekka Sal- onen. Koivola er einnig mjög fær trompetleikari, tók einleikarapróf sem slíkur frá Síbelíusarakadem- íunni 1983. Frá og með næsta hausti hefur Koivola verið ráðinn aðalhljómsveitarstjóri sinfóníu- hljómsveitarinnar í Gávle í Svíþjóð og sinfóm'uhljómsveitarinnar í Oulu í Finnlandi. að því á stall meðal stórvirkja franskra bókmennta. Jean Renoir kvikmyndaði söguna árið 1934 og Vincente Minnelli nokkrum áratug- um síðar. „Madame Bovary" er þó ekkert áhlaupaverk að kvikmynda. Leikstjóri „Madame Bovary" (1991) er Claude Chabrol sem var eins og Pialat, framarlega í flokki frönsku „nýbylgjunnar“ og hefur auk þess sótt til áhrifavalda eins og Hitchocks. íslenskir vinir franskra kvikmynda hafa séð myndir hans á stangli hin síðustu ár, og ennfremur muna þeir eflaust eftir myndum eins og „Ótrúa konan“ (La Femme infidéle) og „Rétt fyrir náttkomu" (Juste avant la nuit) seni hann gerði kringum 1970, eða „Les Cousins" frá árinu 1959 sem færði honum frægð og frama. Leik- konan ágæta Isabelle Huppert leikur Emmu Bovary, sem orðin er lang- þreytt og vonsvikin í hjónabandi sínu og Bovary læknis, og tekur til við leit að „hinni einu sönnu ást.“ Leitin tekur á sig aðrar myndir en hún ætlaði, og fljótlega gerir hún sér grein fyrir eigingimi og sjálfselsku karlpeningsins. Giljagaur og „Hógværa stúlkan" „Hógværa stúlkan" (La Discréte) er frumraun leikstjórans, Christian Vincent, en myndin var frumsýnd árið 1990 og öðlaðist vinsæidir. Myndin fjallar um ungan rithöfund að nafni Antoine (Frabrice Luchini), sem senn er verkfæri atburðarásar- innar og gerandi. Hann hyggst slíta sambandi við ástkonu sína en hún verður fyrri til og hleypur í fang annars manns. Hinn auðmýkti kvennatælari er staðráðinn í því að kynnast sem fyrst annarri stúlku, heilla hana upp úr skónum, svíkja hana síðan og ná þannig fram hefnd- um á kvenkyninu í heild. Hann trúir vini sínum (Maurice Garrel) fyrir ráðabruggi sínu, og ekki líður á löngu uns á vegi hans verður ungur nemi, Catherine (Judith Henry) sem hann flekar. En Antoine ræður ekki við atburðarásina jáfn fullkomlega og hann heldur, og spyrja má að leiks- lokum. Myndin þykir hafa flest ein- kenni þekkilegrar myndar; fléttu sem virðist einföld en leynir á sér, vel skrifað handrit og gott skopskyn. Leikstjórinn notar París sem sögu- svið og varpar kímilegu ljósi á kaffi- hús og öngstræti borgarinnar sem búið er að klisjugera með ótal bókum og kvikmyndum, en um leið ástúð- legu. Þema myndarinnar; tæling og svikráð, minnir á ýmsar franskar bókmenntir 18. aldar, t.d. „Les Liaisons dangereuses.“ Celine Isabelle Pasco leikur hjúkrunar- konu í þessari glænýju mynd leik- stjórans Jean-Claude Brisseau, sem forðar ungri stúlku (Lisa Hérédia) frá drukknun. Milli þeirra glæðist sérkennileg ást og harmþrungin. Eins og þessi efnislýsing gefur til kynna, er um að ræða óvenjulega mynd sem fléttar saman trúarlegu táknsæi og skyldum hugleiðingum um heilagleika, almættið, kraftaverk og dauðann. Gagnrýnendur hafa hrósað henni mjög fyrir efnistök og dulúðugt andrúmsloft. SFr Blóð, sviti o g tár og Arni Egilsson Jass______________ Guðjón Guðmundsson Það verður í nógu að snúast fyr- ir jassunnendur í vikulokin því tvennir stórtónleikar eru framund- an. Bandaríska jassrokkveitin Blood, Sweat and Tears heldur tón- leika á Hótel íslandi í kvöld og Árni Egilsson bassaleikari leikur með íslenskum félögum á Ömmu Lú annað kvöld, föstudagskvöld. Árni Egilsson bassaleikari og tónskáld, sem búsettur er í Holly- wood, lék á eftirminnilegum tón- leikum á Rúrek-hátíðinni sl. sum- ar. Nú er Árni kominn aftur til landsins til að vera viðstaddur flutning Sinfóníuhljómsveitar ís- lands á verki sem hann hefur sam- ið. Hann kemur fram á miklu jass- kvöldi á veitingahúsinu Ömmu Lú á föstudagskvöld. Árni mun leika á kontrabassann með boga en Þórður Högnason sér um hefð- bundnari bassaleik, en á plötu Árna, Fascinating Voyage, var liðs- uppstillingin svipuð, nema hvað Ray Brown var þar í hlutverki Þórðar. Auk þeirra leika á Ömmu Lú Pétur Grétarson á trommur, Árni Scheving á víbrafón og Þórar- inn Ólafsson á píanó, en þeir tveir síðastnefndu voru í villtu formi með Árna á Rúrek-tónleikunum sl. sum- ar. _ Áður en sveit Árna Egils kemur fram hita þtjár sveitir upp. Fyrsta ber þar að telja bræðingssveitina Gammana, sem sendi frá sér hörkudisk í sumar, Af Niðafjalli. Árni Egilsson. Þá kemur fram Jasskvartett Reykjavíkur og tríó Guðmundar Steingrímssonar, en með tríóinu syngur söngkonan góðkunna Linda Walker.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.