Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐH) FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 Guðmunda Andrésdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Segja má, að abstraktmálverk- ið hafi á afgerandi hátt mótað heila kynslóð íslenskra lista- manna, eftir að það kom fram hér á landi á afgerandi hátt með sýn- ingum Svavars Guðnasonar 1945 og síðan September-sýningunum nokkrum árum síðar. Guðmunda Andrésdóttir kom inn í myndlist- ina á þessum tíma; sýning Svav- ars kveikti með henni áhuga á að nema myndlist, og sjálf átti hún verk á síðustu September- sýningunni árið 1952. Hún á því að baki langan feril í listinni og hefur alla tíð fylgt eftir sínum upphaflega áhuga á abstraklist- inni. Hún hefur þróað sína list á mjög persónulegan hátt, frá strangri flatarskipan geometr- íunnar, sem ríkti á fyrri hluta sjötta áratugarins, í mýkri, allt að því gáskafull verk, sem eru auðþekkjanleg sem hennar verk, þótt þau byggi á þeim almenna grunni, sem var lagður á sjötta áratugnum. Guðmunda hefur ekki haldið margar einkasýningar í gegnum tíðina, en fyrir tveimur árum var haldin mikil yfirlitssýning á verk- um hennar á Kjarvalsstöðum, þar sem listunnendum gafst gott tækifæri til að rifja upp feril henn- ar og gera sér grein fyrir stöðu hennar í íslenskri myndlist. Nú stendur hins vegar yfir einkasýn- ing í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti, þar sem nær ein- göngu eru verk sem Guðmunda hefur unnið á þessu ári. Sýning- unni hefur listakonan gefið yfir- skriftina „Léttleiki tilverunnar“. Á sýningunni eru sautján mál- verk, öll án titils og unnin með olíu á striga. í þessum verkum felst mikil breyting frá því sem listakonan hefur verið að vinna við síðustu ár. Þar hafa hringform og bylgjulínur á sterkum litgrunni verið mest áberandi, en hér er allt annað uppi á teningnum; með vissum breytingum má segja að Guðmunda hafi horfið á ný til þeirra myndsmíðar, sem ein- kenndi verk hennar frá 1958 til um 1970. Á þeim tíma voru mynd- ir hennar byggðar á þéttri en óreglulegri grind af hárfínum lín- um, sem sköpuðu ýmis stærð- fræðileg form á striganum; þau voru síðan fyllt út með mjúkum litum á mismunandi hátt, þannig að heildarsvipurinn varð léttur leikur í geometrískum fleti. Myndir Guðmundu nú eru samt einfaldari að allri gerð. Línugrind- in fýllir ekki lengur út í allan flöt- inn, heldur skapar sterk form á hvítum grunni í miðri myndinni; hringurinn fær einnig að njóta sín hér, og tengir myndirnar þeim formum sem listakonan hefur ver- ið að vinna með síðustu ár. Þann- ig er myndbyggingin einföld og skýr, auk þess sem litavalið verð- ur til að skerpa ímyndirnar og skapa þeim ákveðinn léttleika, sem yfirskrift sýningarinnar vitn- ar til. í myndunum tengjast hnettir, stjörnur og önnur form saman í gegnum myndbygginguna, en hún er samt mjög misjafnlega sterk. Myndir nr. 14, 6 og 12 ganga ágætlega upp, en aðrar ekki eins vel. í nokkrum verkanna er vinnsla flatarins í heild alls ekki nógu góð (t.d. í nr. 1 og 9), og dregur það athyglina frá því lita- spili, sem þar getur að líta í hinum þröngu formum. Listakonan á sjötugsafmæli um þessar mundir (3. nóvember síð- astliðinn), og eftir sýningunni að dæma er nú að hefjast enn eitt tímabilið i málverki Guðmundu, þar sem hún leitar að nokkru til Guðmunda Andrésdóttir: „Án titils“ (nr. 14). Olía á striga, 1992. fyrri verka, en byggir síðan ofan á það með nýrri hugmyndum. Þannig hefur hvert tímabil í list- ferli hennar til þessa þróast um langt árabil, og er vonandi að henni endist starfsþrek í mörg ár enn til að vinna frekar úr þessari nýju myndsýn. Sýning Guðmundu Andrésdótt- ur, „Léttleiki tilverunnar" í lista- salnum Nýhöfn við Hafnarstræti, stendur til miðvikudagsins 18. nóvember. Þórir Barðdal Myndlist Eiríkur Þorláksson Marmari hefur heillað menn frá alda öðli sem efniviður listaverka, því þessi bergtegund hefur til að bera marga og fjölbreytta eigin- leika, sem myndhöggvarar geta nýtt í verkum sínum. Þannig býð- ur marmarinn upp á hörku bergs- ins, mýkt hins fágaða yfirborðs, þyngd massans, léttleika styrks- ins, heildarsvip eins litar og um leið fjölbreytta litamöguleika bergtegundarinnar í heild. Um þessar mundir stendur á vesturgangi Kjarvalsstaða sýning á þrettán höggmyndum Þóris Barðdal, sem allar eru unnar í marmara, oft með granít sem hluta eða undirstöðu verksins. Eftir nám hér á landi hélt Þórir listnámi áfram í Myndlistaraka- demíunni í Stuttgart, og hefur síðan að mestu stundað högg- myndalistina erlendis; hann hefur sýnt bæði vestan hafs og austan, og er fyrir nokkru sestur að i Portúgal. Ýmsir minnast e.t.v. lít- illar sýningar hans í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg fyrir tveimur árum, en þar gat m.a. að líta ýmis smærri verk unnin í marm- ara, þannig að sýningin nú er að nokkru rökrétt framhald í vinnu- ferli listamannsins. Marmarinn hefur vissulega átt sinn sess í óhlutbundinni högg- myndalist á þessari öld, og hefur notið sín einna best í einföldum og ljóðrænum verkum Brancusi. Hér á landi hafa nokkrir lista- menn tekist á við þetta efni hin síðari ár á svipuðum nótum, t.d. Gestur Þorgrímsson. Þórir stígur því með verkum sínum inn á þekkt svið myndlistarinnar, og skyld- leikinn kemur ómeðvitað upp í hugann, þó hér sé vissulega unnið á sjálfstæðan og skapandi hátt út frá myndefnum, sem lista- manninum er hugleikið. Viðfangsefni Þóris á sýning- unni snúast flest um huglæg tengsl; ímyndir óskilgreindra hug- taka og persónulegar hugmyndir um framsetningu þeirra. Útkom- an er ýmist margþætt og flókin, eins og í „Náttúruöflin" (nr. 4), þar sem hinir fjölmörgu þræðir fléttast saman í eina óijúfanlega heild, eða einföld og þó um leið Þórir Barðdal: „Náttúruöflin“. margvísandi, eins og í „Vilji“ (nr. 7), þar sem ýmsum svipum bregð- ur fyrir, eftir því hvaðan verkið er skoðað. Tengsl verkanna í upp- setningunni skapa einnig ákveðið samræmi; grámi „Dögunar" (nr. 12) er þannig í beinum tengslum við tvíræðni „Inngangs" (nr. 13). Úrvinnsla listamannsins er markviss og mjög fáguð þar sem það á við. Mýkt steinsins er ein- kennandi fyrir mörg verkin, og einstaka höggmynd, t.d. „Stjarna“ (nr. 11) verður jafnvel gagnsæ í ysta byrðinu. í öðrum fær grófleikinn, þyngdin eða harkan að njóta sín, allt eftir því sem listamanninum finnst ímynd- in kalla á. Samspil þyngdar, rým- is og lögunar kemur einna best fram í verkinu „Þrenning" (nr. 10), þar sem mýktin leynir að nokkru þeirri spennu sem formið ber með sér; hin trúarlega tilvísun er þarna sett fram á nýstárlegan hátt. Þórir (sem í sýningarskrá hefur valið sér listamannsnafnið Thor) er ungur maður, sem á framtíðina fyrir sér í höggmyndalistinni. Steinninn á hug hans allan í þess- um myndum, og hentar vel fyrir þau myndefni, sem hann er að fást við um þessar mundir. Þó hann búi að mestu og starfi er- lendis, er vonandi að listunnendur hér fái næg tækifæri til að fylgj- ast með á hvern hátt verk hans cþróast á komandi árum. Sýning Þóris Barðdal á vestur- gangi Kjarvalsstaða stendur til sunnudagsins 15. nóvember. Hannes Lárusson Myndlist Eiríkur Þorláksson í Gallerí einn einn við Skóla- vörðustíg stendur nú yfir sýning frá hendi eiganda staðarins, Hannesar Lárussonar, sem hann nefnir „Aftur Aftur“. Slíka tilvís- un má vissulega taka á marga vegu, en eðlilegast er að setja hana í samhengi við fyrri sýning- ar listamannsins og þau viðhorf til ýmissa þátta listalífsins, sem Hannes hefur verið ötull við að halda fram. Síðustu sýningar Hannesar hafa öðrum þræði vakið athygli á virðingu hans og aðdáun á handverkinu, og mikilvægi þess í listinni. Fallega unnir hlutir, einkum ausur og ílát af ýmsu tagi, hafa einkennt sýningar hans, en um leið og handverkið hefur verið einstakt, hafa hlut- irnir sem slíkir einnig borið með sér formræn og jafnvel hug- myndafræðileg gildi. Hér er þessu haldið áfram; verkið „Lóa“ er fagurlega skorið út, litað og gyllt, en bæði þetta og önnur tréverk á sýningunni (sem einnig eru unnin á fagmannlegan hátt) hafa þó fleiri tilvísanir, sem ná talsvert lengra. Hannes hefur nokkuð fjallað um stöðu listamannsins; hann bendir á að oft er listamaðurinn settur í tilbúið hetjuhlutverk, sem hefur lítið með listrænt framlag viðkomandi að gera, hversu merkilegt sem það kann að vera. Á sýningunni nú vísar Hannes til þessa með stækkuð- um blaðaljósmyndum af Erró og Kjarval, sem hann grentar orðið „Aftur“ þvert yfir. í myndunum er Erró laxveiðihetjan (veiðir meira en aðrir), en Kjarval sér- vitringurinn (skrítnari en aðrir), þar sem hvorug framsetningin hefur neitt að gera með starf þeirra sem listamenn. Þannig umfjöllun rýri gildi listarinnar, því hún leggur áherslu á „hver“ listamaðurinn er, fremur en „hvað“ hann hefur fram að færa. Á sýningunni vísar Hannes til fleiri átta í listinni. í stóru verki, sem hann nefnir „Appearance / Alliance" má m.a. finna tilvísan- ir í eitt frægasta verk Kasimir Malevich, og hina ellefu eininga súlu, sem er einkennismerki staðarins; fleiri þættir í þessu stóra verki vísa í aðrar áttir, og má líkja því við sögusvið fremur en eina mynd. Handverkið kemur vel til skila hér, þar sem útskurð- ur, málun og myndmál koma saman í einni heild. Ausurnar í „Nafnlaust / 33 einingar" eru sprottnar úr bók- um, en í fjölbreyttni sinni í litum, lögun, tengslum og formum eru þær vísbendingar um þann auð, sem fínna má í þessum upp- sprettum. Verkið „Ártöl Staðir Nöfn“ virðist einföld stöng við fyrstu sýn, en tilvísanirnar á endunum breyta þeirri ímynd strax, og gerir titilinn að spurn- ingu fremur en fullyrðingu. Þessi sýning er eðlilegt fram- hald af því sem Hannes hefur verið að takast á við síðustu ár, og yfirskriftin því í fullu sam- ræmi við innihaldið. Listamaður- inn víkkar hér enn út þau svið sem hann fjallar um í listinni, og heldur um leið í heiðri þeirri handverkshefð, sem hann hefur tileinkað sér með ágætum árangri. Sýning Hannesar Lárussonar, „Aftur Aftur“ í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg, stendur til fimmtudagsins 5. nóvember. Nýjar bækur ■ Svartir riddarar og aðrar hendingar, ljóð eftir Stephen Crane, sem Hallberg Hall- mundsson hefur fært í íslenskan búning. Svartir riddarar geymir 75 ljóð og inn- gang um Steph- en Crane og í kynningu segir að þarna takist tveir skyldir höf- undar í hendur yfir nærri hundrað ára bil og ár- angurinn sé fersk, djörf og frum- leg ljóð. Þetta er fyrsta bókin í fyrirhuguðum flokki bóka með verkum bandarískra skálda á ís- lensku og verður önnur bókin með 100 völdum kvæðum eftir Emily Dickinson, sem Hallberg hefur einnig snúið á íslensku. Útgefandi er Brú. Bókin er rúmar 100 blaðsíður og kostar 1.690 krónur. ■ Ný Útópía er greinasafn eftir Benedikt Sigurðsson, sem gefið er út til styrktar krabbameins- sjúkum börnum. í bókinni eru tíu greinar, sem hafa áður birst í blöðum og tíma- ritum en birtast nú með nokkrum bragarbótum í fullri Iengd ásamt nokkrum myndum, eins og segir í formála. Útgefandi er Kiwanisklúbb- urinn Katla. Bókin er 85 blaðsíð- ur, unnin í Steindórsprenti - Gutenberg hf. og kostar 1.200 krónur. H Fjall rís, virkjunarsaga eftir Trausta Steinsson. Þetta er skáldsaga og í kynningu segir að sagan gerist mestanpart á ijöllum þar sem unnið er að virkj- unarframk- væmdum en sumpart í höfuðborg- inni þar sem menn hvílast aðra hveija helgi og safna orku til að geta svo haldið virkjunarfram- kvæmdum áfram. Guðsteinn gefur bókin út, G.Ben. prentar. Bókin er kilja og kostar 2.180 krónur. Jónas Ingi- mundarson á EPTA- tónleikum Á öðrum EPTA-tónleikum vetr- arins kemur fram Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Kirkjuhvoli, Garðabæ, laugar- daginn 7. nóvember kl. 17.00. Þeir síðari í Norræna húsinu, mánudaginn 9. nóvember kl. 20.30. I fréttatilkynningu segir að Jón- as hafi að undanförnu ferðast víða um land, haldið tónleika og kynnt píanóverk á athyglisverðan hátt. Nemendur hinna ýmsu skóla hafa fjölmennt á tónleikana og hin sér- stæða kynning fallið í góðan jarð- veg áheyrenda, aukið skilning þeirra og ánægju af að hlusta á tónlist. EPTA á íslandi er því Trausti Steinsson Benedikt Sig- urðsson Hallberg Hall- mundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.