Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 16
MOKGUNÖhAÐlE> FJMMTUÐAGUR -5. NOVEMBER 1-992 - Löggæsluna undir sljóm sveitarfélaga eftir Gunnar Jóhann Birgisson Af fréttum undanfarinna vikna má ráða að lögbrotum fer fjölg- andi hér á landi. Eiturlyfjasali ekur á lögreglubifreið og stórslas- ar lögreglumann með hræðilegum afleiðingum, ráðist er á lögreglu- þjóna með hnífum í miðbæ Reykja- víkur, ungri stúlku er rænt af heimili sínu um hánótt. Af mörgu er að taka. Lögbrotunum hefur ekki aðeins fjölgað heldur virðast glæpimir einnig vera alvarlegri en áður fyrr. Á sama tíma hafa lög- reglumenn kvartað yfir aðbúnaði og niðurskurði á ijárframlögum til löggæslu. Þessi þróun og sú staðreynd að ríkisvaldið hefur ekki í fjárlaga- gerð sýnt starfsemi löggæslunnar nægan skilning vekur upp þá spurningu hvort ekki sé rétt að endurskoða skipulag löggæslunn- ar í landinu og færa hana undir stjórn sveitarfélaga. Sveitarstjórn- ir eru í meira návígi við afbrotin ef svo má að orði komast og lík- legri til þess að skynja betur að- stæður á hveijum stað. Hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga Samtök sveitarfélaga hafa að undanförnu lagt mikla vinnu í hugmyndir sem stuðla að því að efla sveitarfélögin í landinu og gera þau þannig betur fær um að sinna verkefnum sínum og taka við nýjum. Hugmyndirnar byggj- ast á því að sveitarfélög verði sam- einuð, þannig að þau verði færri en stærri og betur í stakk búin til þess að standa undir þeim kröfum um þjónustu, sem til þeirra eru gerðar. Jafnframt sem talið er að efling sveitarfélaganna sé eina raunhæfa leiðin til þess að tryggja eðliíega dreifingu byggðar í land- inu. Með því að færa verkefni frá ríkisvaldinu til sveitarfélaga er dregið úr miðstýringu ríkisvaldsins og valdið fært nær þegnunum. Jafnframt er sennilegt að frum- kvæði og þekking heimamanna á staðbundnum þörfum leiði til þess að þjónustan sem veitt er batni. „Vonandi leggja sam- tök sveitarfélaga á það áherslu í viðræðum við ríkisvaldið um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga að lög- gæslan verði færð und- ir stjórn sveitarfélag- anna. Ríkisvaldið hefur á þessu sviði dæmt sig úr leik.“ Þessar röksemdir vega þungt þeg- ar rætt er um skipulag og starf- semi löggæslunnar. Staðbundnar þarfir segja til um hve öflug lög- gæslan þarf að vera á hveijum stað. Sveitarstjórnarmenn stánda nær þegnunum en fulltrúar ríkis- valdsins sem fastir eru í hefðum ríkisbáknsins. Það er því líklegt að sveitarfélög skilji betur en ríkis- valdið þarfir löggæslunnar sjálfrar og grípi fljótar inn í ef aðbúnaði löggæslumanna er ábótavant. Sveitarfélög taki löggæsiuna í sínar hendur Með því að færa löggæsluna til sveitarfélaga þarf að breyta yfir- stjórn lögreglunnar. Þannig má hugsa sér að sveitarstjórnir geti yfirtekið almenna löggæslu, slysa- rannsóknir og rannsóknir á afbrot- um sem ekki eru í höndum Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Sveitarfé- Iög hefðu þannig yfirstjórn lög- gæslunnar með höndum, skipuðu lögreglustjóra í hveiju sveitarfé- lagi og lögreglumenn. Þegar sveitarfélögin taka við verkefnum sem ríkisvaldið hefur sinnt þarf að hækka tekjustofna þeirra og lækka að sama skapi tekjustofna ríkisvaldsins. Þannig þyrfti að hækka útsvarið á kostnað tekjuskattsins ef þessi breyting yrði að veruleika. Hugmyndir af þessu tagi eru ekki nýjar. Margoft hafa svipaðar hugmyndir verið viðraðar í borgar- stjórn Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. Ríkisvaldið hefur dæmt sig úr leik Staðreyndirnar tala sínu máli og sýna okkur fram á að breytinga er þörf. Borgarstjóri hefur þurft að standa í sérstökum samninga- viðræðum við Iögregluyfirvöld til þess að bæta löggæslu í miðbæ Reykjavíkur vegna þess að öryggi borgaranna hefur verið talið ógn- að. Skilningsleysi ríkisvaldsins set- ur löggæslumenn í meiri hættu en nauðsynlegt er. Lögreglumenn kvarta yfir aðbúnaði og skilnings- leysi yfirvalda. Ég er fullviss um að þessi kerfisbreyting er nauð- synleg til þess að bæta löggæsluna í landinu. Vonandi leggja samtök sveitarfélaga á það áherslu í við- ræðum við ríkisvaldið um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga að löggæslan verði færð und- ir stjórn sveitarfélaganna. Ríkis- valdið hefur á þessu sviði dæmt sig úr leik. Höfundur starfar sem lögmaður í Rcykjavík. -----♦ ♦ ♦------ Ný dönsk kynn- ir hljómplötu HLJÓMSVEITIN Ný dönsk er nú tekin til við að kynna efni af væntanlegri hljómplötu sem heit- ir Himnasendingin. Útgáfudagur hennar er 9. nóvember. Hljómsveitin leikur á unglinga- dansleik í Hinu húsinu þar sem áður var Þórscafé við Brautarholt á föstudagskvöldinu og þegar líða tekur á nóttina mun Ný dönsk koma fram í Rosenberg-kjallaranum. Á laugardagskvöldinu munu félag- arnir svo birtast á sviðinu á Tveim- ur vinum. Lokar þú augunum fyrir iólafríi í útlöndum? Ef svo er getur þú opnaö þau fyrir ódýru jólafargjöldunum hjá SAS, þau eru ótrúleg en sönn og spennandi áfangastaðir bíða þín um alla Evrópu. .90° Kaupmannahöfn Gautaborg Malmö Osló Stavanger Bergen Kristiansand .900’' Stokkhólmur Norrköping Jönköping Kalmar Vesterás Váxjö Kynniö ykkur SAS hótelbæklinginn sem liggur frammi á öllum feröaskrifstofum. Boöfð er upp á hótelgistingu á mjög góðu verði í fjölmörgum löndum. Lágmarksdvöl 6 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Barnaafsláttur er 33%. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi: 1250 kr. á íslandi, auk 630 kr. á fargjald til Kaupmannahafnar. Sölutímabil er 1. til 30. nóvember. Brottför frá íslandi þarf aö eiga sér staö í desember. 1 Háö samþykki stjórnvalda. Brottfarardagar: Mánudagar, miövikudagar og laugardagar. Komudagar: Þriðjudags-, föstudags- og sunnudagskvöld. Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. H///SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi ! Laugavegi 172 - Sími 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.