Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 18
•5r8------------------------------------^ÍORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 EES: RÖK GEGN ÞJÓÐARATKVÆÐI eftir Stefán Ólafsson Síðustu mánuðina hefur þeirri skoðun vaxið fylgi, að ákvörðun um aðild Islands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið skuli útklj- áð með þjóðaratkvæðagreiðslu. Því betur sem ég hef kynnt mér málið því andvígari hef ég orðið slíkri máls- meðferð, þó ég að öðru leyti sjái ýmsa kosti á því að nota þjóðarat- kvæðagreiðslur eða skoðanakannanir í stefnumótun á vettvangi þjóðmál- anna. Eg vil því setja fram nokkur þýðingarmikil rök gegn því að aðildin að evrópska efnahagssvæðinu verði ákveðin með þjóðaratkvæðagreiðslu. Segja má að leiðimar í afgreiðslu málsins séu þrjár: að landsfeðurnir á hinu háa Alþingi taki ákvörðunina og beri ábyrgðina; að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu ráði; eða að dómur reynslunnar ráði, en sá kost- ur felur í sér að iandsfeður sam- þykki aðildina og ákveði síðan að endurskoða málið eftir að reynsla er fengin af samningnum. En snúum okkur þá að rökum gegn notkun þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli. I. Andstaða við aðildina er ekki djúpstæð í þjóðfélaginu Fylgjendur þjóðaratkvæða- greiðslu segja að málið sé stórt og þýðingarmikið og andstaða við það mikil í öllum flokkum. Því sé eðlilegt að skjóta málinu í dóm þjóðarinnar. Þegar að er gáð kemur hins vegar í ljós að j-aunveruleg andstaða við málið er ótrúlega lítil. Enginn stjórn- málaflokkur hefur lýst eindreginni andstöðu við aðildina, þó svo að Kvennalisti hafí komið nálægt því. Stjómarflokkarnir beijast fyrir aðild og Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag hafa áður komið að málinu með jákvæðum hætti, þó forystu- menn þeirra kjósi nú að hlaupa und- an sér og styðja þjóðaratkvæða- greiðslu í þeirri von að það komi ríkisstjóminni illa. Sumir þeirra segja einnig að ekki verði nauðsyn- legt fyrir ríkisstjórn að fylgja niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. En hvers vegna þá ekki að láta skoð- anakönnun einfaldlega duga? Vönd- uð könnun gæti kostað 200-400 þúsund krónur, en þjóðaratkvæða- greiðsla með tilheyrandi auglýsing- um og vinnutapi myndi kosta þjóðina tugi milljóna króna. Engin af áhrifameiri hagsmuna- samtökum þjóðarinnar hafa lýst andstöðu við aðildiria. Samtök at- vinnulífsins hafa tekið eindregna afstöðu með, en launþegasamtök og neytendasamtök hafa stutt þjóðarat- kvæði, án þess þó að treysta sér til að mæla gegn aðild. Málefnahópur- inn Samstaða er eini félagsskapur- inn sem að kveður í andstöðu við aðildina, enda var hann stofnaður í þeirn tilgangi. í skoðanakönnunum hefur oftast verið heldur naumur meirihluti með aðild. Þó hefur borið við í einstaka könnun að andstæðingar hafí haft meirihluta. Þýðingarmest er þó í niðurstöðum skoðanakannana hve stór hluti þjóðarinnar er hlutlaus eða óviss. Þá hefur einnig komið í ljós að stærstur hluti kjósenda hefur takmarkaðan áhuga á málinu og hirðir ekki um að kynna sér stað- reyndir þess. Það er því ljóst, að andstaðan gegn aðildinni er ekki djúpstæð í þjóðfélaginu, stuðningur við það er hins vegar ákveðinn. Margir freista þess að vísa málinu frá sér, og sum- ir stjórnarandstæðingar kjósa þjóð- aratkvæði af pólitískum óheilindum frekar en af ást á lýðræði, að því er virðist. II. Þjóðaratkvæði skapar afdrifaríkt fordæmi Auðvitað væir hægt að hugsa sér að þjóðaratkvæðagreiðslum væri beitt í mun ríkari mæli en verið hef- ur við stefnumótun og ákvarðana- töku hér á landi, líkt og gert hefur verið í Sviss. Slíkt felur hins vegar í sér grundvallarbreytingu á stjórn- arháttum og kallar m.a. á kerfís- breytingar. Varasamt er að ana að slíku án fyrirhyggju. Ef þjóðaratkvæði verður ofaná nú skapar þá þó auðvitað fordæmi, sem líklegt er að leiði til aukinnar notk- unar þjóðaratkvæðagreiðslna í ákvarðanatöku. Menn skyldu aðeins velta fyrir sér hvaða afleiðingar það kynni að hafa. Eitt sem vert er að benda á er að þjóðaratkvæðagreiðsl- ur eru sérstaklega vel til þess falln- ar að greiða meirihlutanum leið til þess að kúga minnihlutann. Hættan á þessu er mun meiri en í almennri virkni þingræðisins. Hugsum okkur til dæmis hvemig ákvarðanataka yrði hér ef menn vildu leysa með þjóðaratkvæði ágreining um byggðastefnu, lagningu vega undir fjöllum í dreifbýli, veiðileyfagjald, landbúnaðarstefnu, staðsetningu nýs álvers, eða leyfílegan hámarks- afla úr sjó. Allt eru þetta stórmál er snúast um mikla hagsmuni. Hætt er við að í þjóðaratkvæðagreiðslu um þau myndi sjónarmið íbúa höfuð- borgarsvæðisins vega meira en verið hefur. Misvægi atkvæðanna sem rétt hefur hlut landsbyggðarinnar hingað til yrði þá úr sögunni og meirihlutinn á höfuðborgarsvæðinu hefði besta möguleika á að koma hagsmunamálum sínum í höfn. Þetta myndr auðvitað skapa athyglisverða möguleika í stjórnmálum, en væri þó ekki ástæða til að fara varlega í að innleiða slíka nýja hætti að óat- huguðu máli? III. Kostir aðildar eru miklir og augljósir, en gallarnir litlir og í öllu falli óljósir Hvergi í EFTA-ríkjunum er dreg- ið í efa að samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið felur í sér mikilsverð ný tækifæri til hagsbóta fyrir aðildarríkin. Aðildin styrkir samkeppnisstöðu okkar á þýðingar- mesta markaði okkar og skapar tækifæri til nýsköpunar í atvinnulífi sem vandfundin verða á öðrum vett- vangi. Allir hljóta að vera sammála um að örvun atvinnulífsins sé eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar nú er atvinnuleysi fer vaxandi. Þess vegna hafa öll helstu samtök at- vinnulífsins lýst yfir stuðningi við aðildina. Samningurinn verður sér- staklega þýðingarmikill fyrir sjávar- útveginn og iðnaðinn. Nýlega hefur einnig komið fram að aðildin eykur verulega líkur á því að erlendir aðil- ar kjósi að fjárfesta í nýjum ál- bræðslum hér á landi, frekar en t.d. í Venezúela þar sem rafmagn og vinnuafl býðst á hagstæðari kjörum en við getum boðið. í skoðanakönnunum Félagsvís- indastofnunar hefur einnig komið í ljós að þjóðin gerir sér grein fyrir því að aðild sé líklegri til að styrkja efnahagslífið og bæta lífskjör hér á landi. I könnun frá maí 1990 kom t.d. fram að meðal þeirra sem töldu að aukin þátttaka íslands í sam- starfi Evrópuþjóðanna hefði einhver áhrif á lífskjör voru það 91% sem töldu að lífskjörin myndu batna við aukna þátttöku íslands í slíku sam- starfí. I könnunum stofnunarinnar Stefán Ólafsson „Hending eða alls kon- ar aukaatriði geta ráðið úrslitunum, þar með talið óvinsældir ríkis- stjórnar sem glímir við erfiðan efnahagsvanda eða lýðskrum pólitískra loddara. Aðalatriði málsins, sú hagsbót sem þjóðin getur haft af samningnum, gæti orð- ið aukaatriði í ákvarð- anatökunni. Slíkt er bæði óheppilegt og óskynsamlegt.“ hefur einnig komið fram að mikill meirihluti þjóðarinnar (60-80%) er hlynntur helstu afleiðingum sem aðild að samningnum hefur í för með sér, þ.e. frelsunum fjórum. Hins vegar óttast þjóðin að tapa forræði yfír fiskmiðum og orkulindum. Lítill ótti er við neikvæð menningarieg áhrif. Fólk sér því kosti samningsins, en óttast skert eigið forraéði yfir auðlindum. Stjórnvöld telja hins veg- ar að samingurinn teli í sér nægar tryggingar gegn slíkum forræðis- missi, enda var það markmið þeirra samningamanna er fóru með málið fyrir íslands hönd. Hlutlausir sér- fræðingar sem um málið hafa fjallað eru á því að ástæða til ótta sé lítil. Aðrir sérfræðingar hafa hins vegar lýst andstæðum sjónarmiðum og sagt samninginn hugsanlega stang- ast á við stjórnarskrá, forræðismiss- ir gæti verið einhver á takmörkuðum sviðum og einstaka tryggingará- kvæði gætu reynst ófullnægjandi. Það er því nokkur ágreiningur um tæknileg atriði samningsins. Það þýðir að hugsanlega kunni eitthvað í samningnum að reynast okkur á móti skapi þó svo að meginmarkmið hans, að styrkja atvinnulíf og bæta lífskjör, náist. Hvernig er nú æski- legast að bregðast við slíkri óvissu um tæknileg atriði? IV. Hvernig er best að úrskurða um tæknileg vafamál: með þjóðaratkvæði eða dómi reynslunnar? í reynd er það þessi óvissa sem margir vilja leysa með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Menn vilja sumsé skjóta ágreiningi um tæknileg laga- atriði í dóm þjóðarinnar. í aðferða- fræði skoðanakannana er ekki mælt með því að almenningur sé settur í hlutverk sérfræðinga með því að spyrja hann um mál sem hann hefur enga forsendu til að vita neitt um (hið sama gildir um þjóðaratkvæða- greiðslur). Sérfræðilegt álit þeirra sem ekki þekkja málavöxtu hlýtur alltaf að vera léttvægt. í slíkum til- vikum getur almenningur einungis lýst því hvort hann hafi góðar eða illar bifur á viðkomandi máli. Hann getur einungis dæmt um ímynd málsins, þ.e. hvernig aðstandendum hefur tekist til um kynningu og rökstuðning fyrir því. Almenningur getur hins vegar ekki gerst sérfræði- legur dómari í því máli sem sérfræð- ingar deila um, þannig að nokkurt vit sé í. Þegar almenningur hefur að auki takmarkaðan áhuga á mál- avöxtum verður dómur þjóðarat- kvæðagreiðslunnar enn óskynsam- legri. Það er auðvitað hygginna manna háttur að skjóta slíku máli frekar í dóm reynslunnar. Það gera menn venjulega þegar kostir aðgerðar eru ljósir, þó svo að einhver óvissa kunni að vera um neikvæðar afleiðingar í framtíð. Slíkt er að auki áhættulítið því við eigum undankomuleið með því að segja samningnum upp síðar, með árs fyrirvara, ef illa reynist. V. Er hlutkesti betra en dómur reynslunnar? Ef marka á niðurstöður skoðana- kannana á síðustu mánuðum munar litlu á fjölda stuðningsmanna og andstæðinga aðildar að samningnum um evrópska efnahagssvæðið, ef aðeins er miðað við þá sem afstöðu taka. Hinir óráðnu eru þó hugsan- lega stærsti hópurinn. Þegar litlu munar þarf lítið til að niðurstaðan sveiflist frá stuðningi til andstöðu, og aftur til baka. Það má því hugsa sér að þjóðin sé hlynnt aðild að samningnum eina vikuna en andvíg hina. Utkoman ræðst einkum af sveiflum hjá hinum óráðnu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.