Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 19 Spamaður í heilsu- gæslunni í Reykjavík áhugalausu í hópi kjósenda. Við slík- ar aðstæður er rétt eins og varpað sé hlutkesti um afstöðuna. Hending eða alls konar aukaatriði geta ráðið úrslitunum, þar með talið óvinsældir ríkisstjómar sem glímir við erfíðan efnahagsvanda eða lýðskrum pólití- skra loddara. Aðalatriði málsins, sú hagsbót sem þjóðin getur haft af samningnum, gæti orðið aukaatriði í ákvarðanatökunni. Slíkt er bæði óheppilegt og óskynsamlegt. Alþingismenn sem þrátt fyrir allt hafa rætt kosti og galla aðildar meira en aðrir ættu því að taka sjálf- ir ákvörðun, en ekki vísa málinu frá sér í dóm þjóðaratkvæðagreiðslu eða skoðanakönnunar. Öll skynsemi mælir með því, að þingmenn leggi málið í dóm reynslunnar. Höfundur er prófessor við HÍ og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskólans. -----» ♦ ♦----- Fremur dræm síldveiði á miðunum SÍLDVEIÐI hefur verið fremur dræm á miðunum suðaustur af landinu síðustu daga. Jón Ragn- ar Sævarsson, stýrimaður á Gígju VE, sagði að síldiri stæði c|júpt og því væri erfitt að ná til hennar. Loðnuveiði hefur heldur ekki gengið vel Jón sagði að skipið væri á land- leið með 150 tonn af sfld þegar rætt var við hann uppúr hádegi í gær. Hann sagði að aflinn hefði fengist í 3 köstum í fyrrinótt og væri síldin mjög góð, ekki blönduð eins og komið hefði fyrir. Aðspurð- ur sagði Jón að síldin stæði djúpt en menn vonuðu að hún færi að ganga nær landi og verða viðráð- anlegri. Áætlað var að komið yrði til Vestmannaeyja um kvöldmatar- leytið og átti síldin að fara í vinnslu. Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Berki NK, sagði að 180 tonn af loðnu hefðu fengist í fyrrinótt en loðnan væri dreifð og stæði djúpt. Loðnuveiði hefur verið fremur dræm allan vertíðina fyrir utan dag og dag inn á milli. Samkvæmt heimildum Tilkynn- ingaskyldunnar voru 17 síldarbát- ar og 16 loðnuskip úti í fyrrinótt. eftir Finn Ingólfsson Þáð er þungur áfellisdómur sem Ríkisendurskoðun hefur kveðið upp yfír íjármálastjórn ríkisstjómar Davíðs Oddsonar. í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir sex fyrstu mánuði ársins 1992 segir: „Ríkisendurskoð- un telur að að öllu óbreyttu stefni rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs í árslok í að verða 9 til 9,5 milíjarðar króna. Rekstrarhalli samkvæmt fjárlögum er talinn vera 4,1 millj- arður. Meginskýring á rekstrarhal- lanum er að tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar um 2 milljörðum króna lægri en ráð var fyrir gert og gjöld um 3,5 milljörðum króna hærri en fjárlög ársins 1992 áformuðu." Ein skýring Ríkisendurskoðunar á því að útgjöldin fari úr böndunum er sú, að áformaður spamaður í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu hefur ekki náðst. Þetta á al- mennt við um heilbrigðismálin, því í heiisugæslunni í Reykjavík hefur náðst ótrúlegur árangur í spamaði. í leiðara Morgunblaðsins fyrir nokkm er greint frá því að á Borg- arspítalanum hafi sparast 450 millj- ónir króna með hagræðingarað- gerðum á fyrstu 8 mánuðum árs- ins, en þrátt fyrir það þá er spítal- inn kominn 14,4 milljónum króna fram úr íjárlögum. Þetta hlýtur hins vegar að vekja upp spumingar um hvort 450 -milljóna kr. sparnað- urinn sé raunverulegur eða hitt, sem er þó öllu trúlegra, að fjárlögin séu svona afspymu vitlaus og óraunhæf að 450 milljón kr. spam- aður dugi ekki til þess að stofnun geti haldið sig innan fjárlaga. Ákvarðanir færðar sem næst starfsfólkinu í maí 1989 voru samþykkt lög frá Alþingi um breytta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, þar sem yfirstjórn allra heilbrigðismála fluttist frá sveitarfélögunum til rík- isvaldsins, en sveitarfélögin tóku að sér aðra þætti. Þessar breytingu var síðan fylgt eftir með breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu. í Reykjavík em nú starfandi fjögur sjálfstæð heilsugæsluumdæmi sem hvert um sig hefur sjálfstæða stjórn. Völd og verkefni sem áður vom hjá borgarstjóra eða í heil- brigðisráðuneytinu hafa nú verið færð út til stjóma heilsugæslu- stöðvanna. Hver og ein heilsu- gæslustöð hefur nú verið gerð fjár- hagslega sjálfstæð. Ráðningar starfsfólks og ákvarðanir um kaup á tækjum og búnaði hafa verið færðar til stjóma heilsugæslustöðv- ánna. Allt þetta er gert í þeim til- gangi að dreifa valdi og færa ákvarðanir eins nálægt vettvangi og kostur er svo að saman geti farið Qárhagsleg og rekstrarleg ábyrgð. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa í heilsugæslunni í Reykjavík. Raunverulegur sparnaður Fyrir 8 fyrstu mánuði ársins 1992 gerðu íjárlög ráð fyrir að út- gjöldin yrðu 99.162 þúsund. Rekstr- amiðurstaða fyrir 8 fyrstu mánuði ársins er hins vegar sú, að útgjöld- in em ekki nema 92.505 þúsund krónur eða rekstrarafgangur upp á 6.657 þúsund krónur. Þegar við samþykkt fjárlaga var vitað að áætlaðar sértekjur sem heilsu- gæslustöðvamar í Reykjavík ættu að skila væra of hátt áætlaðar. Sértekjur 8 fyrstu mánuði ársins áttu að vera 27.300 þúsund, en innkomnar sértekjur era hins vegar ekki nema 20.954 þúsund krónur. Innkomnar sértekjur era því lægri en upphaflega var gert ráð fyrir sem nemur 6.346 þúsund krónur. Ástæður þess eru einkum tvær. í fyrsta lagi era sértekjur of hátt áætlaðar í fjárlögum. Það hef- ur verið viðurkennt af heilbrigðis- ráðuneytinu og loforð era frá heil- brigðisráðherra um að það skuli heilsugæslunni bætt. í öðra lagi hafa breytingar verið gerðar á greiðslufyrirkomulagi komugjalds einstaklinga í kjölfar síðustu kjarasamninga. Þessi breyt- ing skerðir sértekjumöguleika heilsugæslunnar. Hefðu áætlaðar sértekur í upp- hafi árs verið í samræmi við það sem eðlilegt getur talist út frá reynslu undangenginna ára, þá hefði rekstrarafgangar heilsugæsl- unnar í Reykjavík fyrir 8 fyrstu mánuði ársins verið nálægt 13 millj- ónum króna sem er hátt hlutfall af heildargjöldum heilsugæslunnar í Reykjavík. Árangur starfsfólksins Hér er um ótvíræðan spamað að ræða og eftirtektarverðan árangur sem ber að þakka einkum þrennu. í fyrsta lagi áhuga, samvisku- semi og dugnaði starfsfólks heilsu- gæslunnar, en starfsfólk og stjóm- endur heilsugæslunnar hafa lagst á eitt við að sýna fram á, að það sé hægt að spara án þess að skerða þjónustu og það hefur tekist. í öðra lagi höfðu þær leiðir sem upphaflega var lagt af stað með til að spara það að markmiði að skerða ekki þjónustuna. Stjómendur stöðv- anna, læknar, hjúkranarfólk sem og allt annað starfsfólk þeirra hefur lagst á eitt um, að láta þessi mark- mið ganga eftir. í þriðja lagi hefur tekist að spara verulega fjármuni vegna breytts stjómunarfyrirkomulags í kjölfar breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, þar sem losað var um miðstýringarkramlu íhaldsins í Reyjavík á heilsugæslunni og völd og verkefni vora færð yfír til stjóma heilsugæslustöðvanna. Losað um kverktak íhaldsins Á meðan stjóm heilsugæslunnar í Reykjavík var í höndum Reykja- víkurborgar, þá var starfandi eitt heilbrigðisráð sem fór með yfír- stjóm allra heilsugæslustöðva í Reykjavík. Starfsfólk heilsugæslu- stöðvanna vissi aldrei hver raun- veruleg staða viðkomandi stöðvar var. Engar upplýsingar bárust til starfsfólksins úti á heilsugæslu-, stöðvunum, hvort og hver árangur hefði orðið af rekstrinum. Heil- brigðisráð Reykjavíkurborgar var skipað pólitískt kjörnum fulltrúum og þess gætt að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði töglin og hagldirnar f ráð- inu. Ákvarðanir heilbrigðisráðs öðl- uðust hins vegar ekki gildi fyrr en borgarstjórinn í Reykjavík hafði lagt blessun sína yfír þær. Þetta er sama fyrirkomulag og einræðis- herrarnir í Austur-Evrópu höfðu til skamms tíma, þar sem allar ákvarð- anir þurftu að fara í gegnum hend- ur eins manns. í þeim löndum þar sem kommúnisminn hefur ráðið ríkjum hefur aldrei náðst neinn sparnaður í rekstri, ekki frekar heldur en í rekstri Reykjavíkurborg- ar, þar sem einræði íhaldsins er alls ráðandi. Finnur Ingólfsson „Á meðan stjórn heilsu- gæslunnar í Reykjavík var í höndum Reykja- víkurborgar, þá var starfandi eitt heilbrigð- isráð sem fór með yfir- stjórn allra heilsu- gæslustöðva í Reykja- vík.“ Starfsfólkið þarf að ryóta árangursins Þegar svo vel hefur tekist til með spamað í opinberum rekstri eins og að framan er lýst, þá skiptir gríðarlega miklku máli að starfsfólk heilsugæslustöðvanna sem lagt hef- ur á sig ómælda vinnu, erfíði og oft á tíðum miklar þrengingar til þess að ná settum markmiðum fái að njóta árangurs erfíðisins. Fyrir liggjir loforð frá heilbrigðisráðherra um að heilsugæslan í Reykjavík fái að halda eftir og flytja yfír á næsta ár þann sparnað sem orðið hefur af rekstrinum á þessu ári. Verði ekki við það loforð staðið, þá er alveg ljóst, að það er tómt mál að tala um spamað við starfsfólk heilsugæslunnar í Reykjavík á næsta ári. Það er grundvallaratriði að hægt sé að umbuna fólki fyrir vel unnin störf og að hægt sé að treysta loforðum hins opinbera. Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður Samstarfsráðs heilsugæslustöðva í Reykjavík. MITSUBISHIPAJERO, Super Wagon, V 6. Fremstur meðal jafningja IHI HEKLA *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.