Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 29 ptotpiJiÍlWííl Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Tími breytinga í Bandaríkjunum Sigur Bills Clintons, ríkisstjóra frá Arkansas, í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum á þriðjudag markar þáttaskil í bandariskum stjórnmálum. Demókrataflokkurinn bandaríski ræður ríkjum í báðum deildum Bandaríkjaþings og nú hef- ur endi verið bundinn á 12 ára óslit- inn valdaferil repúblikana í Hvíta húsinu. Sigra George Bush forseta og forvera hans, Ronalds Reagans, á vettvangi alþjóðamála ber hvorki að vanmeta né að draga í efa. í forsetatíð þeirra unnu fíjálsar þjóðir heims kalda stríðið en tími breytinga er nú runninn upp í Bandaríkjunum. Bill Clinton talaði máli þeirra, sem telja óhjákvæmilegt að takast á við þau gríðarlegu vandamál, sem ein- kenna þjóðlífið þar vestra og Bush virtist ekki skynja til fulls. Efnahagskreppan, atvinnuleysi, sívaxandi glæpatíðni í stórborgun- um, vanþróað heilbrigðiskerfí, mis- skipting auðsins og hnignandi menntakerfi voru þeir málaflokkar, sem efst voru í huga kjósenda í forsetakosningunum á þriðjudag. Sú umbótastefna sem Bill Clinton boðaði, sem kalla mun á aukna skattheimtu hinna auðugu og aukin ríkisafskipti á sviði efnahagsmála bar sigur úr býtum. Reynslu Bush forseta á vettvangi utanríkismála og því grundvallarsjónarmiði hans og flokksbræðra hans, repúblikana, að aukin ríkisafskipti í Bandaríkjun- um séu almennt og yfirleitt af hinu illa var hafnað. Ungur og kröftugur maður sem um margt minnir á Kennedy forseta var kjörinn. Hug- myndafræðilega er um vatnaskil að ræða í bandarískum stjómmálum. Hvort þessi hugmyndafræðilega breyting er varanleg og hvort demó- kratar hafa nú náð sambærilegu taki á Hvíta húsinu og repúblikanar áður skal ósagt látið. Fullyrða má á hinn bóginn, að kjósendur í Banda- ríkjunum horfa nú í vaxandi mæli inn á við og því þarf Clinton forseti að ná skjótum árangri á vettvangi innanríkismála ætli demókratar sér að komast hjá því að tapa forseta- embættinu eftir fjögur ár, líkt og gerðist árið 1980 er Ronald Reagan bar sigurorð af Jimmy Carter. Demókratar hafa meirihluta í báð- um deildum Bandaríkjaþings þannig að möguleikar Clintons hljóta að teljast umtalsverðir. Á hinn bóginn er flokksagi nánast óþekkt hugtak í bandarískum stjómmálum og flokkur demókrata getur tæpast talist samhent'samkunda. George Bush greip ekki tækifær- ið eftir sigurinn glæsta í Persaflóa- stríðinu til að hrifsa til sín fmm- kvæðið og boða sambærilega sókn í átt til framfara, félagslegra um- bóta og lífskjarajöfnunar í banda- rísku samfélagi. Trúlega voru það alvarlegustu mistök hans. Þær skattahækkanir, sem Clinton boðaði í kosningabaráttu sinni munu bitja á heimilum þar sem tekjur eru hærri en sem svarar um 11 milljónum ís- lenskra króna á ársgmndvelli. I Bandaríkjunum hefur hinn nýkjörni forseti því boðað raunveralegan hátekjuskatt. Sá gífurlegi hraði sem einkennir mannlífið allt, hugmyndafræðina og sveigjanleikann í andlegu lífi manna á Vesturlöndum eftir hmn kommún- ismans í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu varð George Bush að falli. Skyndilega varð hann fulltrúi hins liðna, kynslóðarinnar sem skynjaði ábyrgð forysturíkis hins fijálsa heims og var tilbúinn til þess að færa fómir í nafni þess háleita markmiðs, lýðræðisins og frelsisins. Óvinurinn var skyndilega horfinn af sjónarsviðinu og almenningur í Bandaríkjunum tilbúinn til þess að draga af þeirri staðreynd rökréttar ályktanir. Forysturíki hins fijálsa heims er nefnilega um margt van- þróað og hnignunin öllum sýnileg, sem heim sækja stærstu borgir Bandaríkjanna. Á undraskömmum tíma tók almenningur í Bandaríkj- unum, sem tæpast getur talist sér- lega upplýstur um alþjóðamál, að velta fyrir sér, hvort ekki væri tíma- bært að takast á við vandann á heimavelli, skyndilega varð efna- hagskreppan, atvinnuleysið og ör- yggisleysið, úrræðaleysi stjómvalda og upplausnin, mikilvægara heldur en hlutverk Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi. Þessa hugmynda- fræðilegu breytingu skynjaði George Bush ekki og það sama á við um undirsáta hans. Hraðinn sem einkennir nútíma upplýsingatækni kallar á, að stjórnmálamenn skynji kall tímans og bregðist við því á réttum tíma. Það gerði George Bush ekki þótt hans verði minnst sem fulltrúa hinna hófsömu í röðum bandarískra repúblikana. Bill Clinton, hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna, sem formlega tekur við embætti í janúar á næsta ári, þarf ekki að kvíða verkefnaskorti. Miklar vonir era bundnar við þennan unga menntamann sem kjörinn hef- ur verið forseti. Styrkur demókrata á þingi, áherslur og baráttumál Clintons gefa ástæðu til að ætla ,að nýir tímar kunni að vera í uppsigl- ingu í Bandaríkjunum. Unnt er að skapa nútímalegt velferðarþjóðfélag þar vestra án þess að horfið verði frá hugmyndafræði landnemanna og allra þeirra sem Ieitað hafa til Bandaríkjanna til að njóta þar ör- yggis og hagsældar. Líkt og nútíma- legir hægri menn í Evrópu boðar Bill Clinton, að ríkisvaldið hafi hlut- verkf að gegna á nákvæmlega skil- greindum sviðum. Hann boðar einn- ig að samfélagið, samborgararnir, beri ábyrgð gagnvart þeim sem af einhveijum ástæðum mega sín minna og eiga undir högg að sækja. Umhyggja fyrir þeim sem ekki ganga heilir til skógar, skilgreint hlutverk ríkisvaldsins og virðing fyrir frumkvæði og framfaravilja einstaklingsins er hugmyndafræði nútímans. Bill Chnton er fulltrúi þessara hugmynda í Bandaríkjunum en hvort hann er þess megnugur að kalla fram þær breytingar, sem nauðsynlegar eru og hvort honum vinnst tími til þess getur tíminn einn leitt í ljós. Kjöri þessa þróttmikla unga manns ber hins vegar að fagna. BANDARISKU FORSETAKOSNINGARNAR Goðsögn og veruleiki alþýðlegu hetjunnar frá Texas Valdafíkn og eigingimi eru sögð einkenna Perot Wasliinglon. The Daily Telegraph, Reuter. J ROSS PEROT, auðkýfingurinn frá Texas, vann pérsónulegan sigur í kosningunum á þriðjudag og fékk eitt mesta fylgi sem nokkur óháður frambjóðandi hefur hlotið í bandarískum forsetakosningum. Hann þykir hafa til að bera mikla og sérkennilega persónutöfra, höfða beint og milliliðalaust tU margra Bandaríkjamanna sem eru orðnir þreyttir á tunguliprum en spilltum stjórnmálarefum. En ekki er allt sem sýnist og auðmýktin sem Perot ítrekaði að hann fyndi til gagnvart óbreyttum kjós- endum verður Iítt sannfærandi þegar ferill frambjóðandans er kannað- ur, segir Charles Laurence, fréttamaður breska blaðsins The Daily Tel- egraph. Ross Perot kallar gjarnan sjálfan sig „blendingsrakkann“ ' í slagnum. Þessi yfirlýsing varð eins konar yfír- skrift baráttu hans, hann hrópaði þetta á fundum með skerandi Texas- hreimnum, skakkt brosið gaf til kynna hógværð en í stingandi vinstra auganu brá fyrir ógnandi leiftri. Milljónir Bandaríkjamanna féllu fyrir þessu. í teiknimyndunum sem þeir horfðu á í æsku var það alltaf blendingsrakkinn sem sneri á hreinræktuðu eðalhund- ana, það var hann sem stóð með pálm- ann í höndunum í sögulok. Goðsögnin sem Perot hefur samið um sjálfan sig er holdtekja bandaríska draumsins þar sem einstaklingurinn er byijar með tvær hendur tómar nýtir eigin hæfi- leika til að komast áfram. Og Perot á nokkra milljarða dollara, er talinn 19. ríkasti maður landsins. Harður fjáraflamaður Þegar kafað er dýpra breytist myndin. Að baki goðsögninni er raun- veralegi maðurinn, fjármálamaður sem vílar fátt fyrir sér í viðskiptum, otar óspart sínum tota hjá stjómyöld- um með aðstoð launaðra erindreka og beitir óþverrabrögðum, er haldinn hroka og eigingimi, spinnur upp und- arlegar sögur um árásir á sig svo að minnir á ofsóknarbijálæði og varpar fram mismunandi útgáfum af sann- leikanum, eftir hentugleikum. Nokkra lærdóma um bandarískt lýðræði má draga af kosningabaráttu Perots. Er gengi hans var mest í skoðana- könnunum virtist nær þriðjungur kjós- enda reiðubúinn að sætta sig við harkalegar og sársaukafullar aðgerðir sem hann mælti með til að kveða nið- ur efnahagsvandann. Þetta var í and- stöðu við fullyrðingar sérfræðinganna sem sögðu að Bandaríkjamenn væra orðnir svo miklir hóglífismenn að einu lausnimar sem gefið gætu atkvæði væru töfralausnir. Perot er svo ríkur að hann gat fært sönnur á að hægt er að stytta sér leið fram hjá hefðbundnum stjóm- málaleiðum. Flokkar, forkosningar, lýðræðislegur aðgangur almennings að upplýsingum um starfsaðferðir, það var hægt að sigla fram hjá þessu öllu. Síðustu vikur baráttunnar eyddi hann 60 milljónum dollara úr eigin vasa, mun meira fé en demókratar og repúblikanar. Hann hefði getað látið grasrætumar, fólkið sem studdi hann af hugsjón og barðist fyrir því að hann yrði í framboði í öllum ríkjun- um 50, vera í fremstu víglínu en valdi annan kost. Hann ákvað að eyða gríðarmiklu fé í sjónvarpsauglýsingar þar sem hann gat haft sína henti- semi, í þægilegri einangran frá fjöld- anum og gagnrýnendum, jafnt innan sem utan eigin raða. Áður var komið í ljós að ótrúlega margir Bandaríkjamenn vora reiðu- búnir að horfast í augu við óþægileg- ar staðreyndir í efnahagsmálunumen. Nú kom í ljós að ótrúlega margir vora einnig trúgjarnari en góðu hófí gegn- ir. Þeir virtust fúsir að horfa fram hjá augljósum skapgerðargöllum og þetta styður við bakið á undarlegum kenn- ingum manna sem segja að einhvem tíma geti farið svo að þjóðin gleypi við alræði sem reynt verði að koma á framfæri undir dulargervi endurreisn- ar þjóðlegra verðmæta, vakningar. Góður sölumaður deyr ekki Helstu hæfileikar Perots eru á sviði sölumennskunnar. Hann var sonur fremur fátækra foreldra, fæddur í smábænum Texarkana 1930, en kom undir sig fótunum sem sölumaður hjá tölvurisafyrirtækinu IBM eftir að hafa verið í flotanum í nokkur ár. Hann var fundvís á góðar hugmyndir, vissi hvenær rétti tíminn var runninn upp og dugnaðurinn var ótvíræður. Á sjö- unda áratugnum áleit hann að mynd- ast hefði markaður fyrir hugbúnað þar sem ekki væri jafnframt boðinn vélbúnaður. Perot er mikill fjölskyldumaður. Hann kvæntist Margot Birmingham, sem ættuð er frá Pennsylvaniu, árið 1956 og eignuðust þau fimm böm. Eiginkonan var kennari og lánaði hún honum sparifé sitt, 1.000 dollara, til að hann gæti stofnað eigið fyrirtæki Ross Perot og fjölskyldu hans er ákaft fagnað er þau koma fram á fjöldafundi stuðningsmanna í Dallas á kosninganóttina. Perot sagði í ræðu að ekki bæri að afskrifa hann og gaf tU kynna að hann yrði í framboði aftur við forsetakosningarnar 1996. „Úrslitin liggja fyrir. Við óskum Clinton til hamingju. Gleymum kosning- unum, þær heyra sögunni til. Svekkið ykkur á úrslitunum, mikið starf er fyrir höndum. Við höfum komið því hressHega til skila að [yfirvöldum í] Washington ber að hlusta á rödd fólksins," sagði Perot. árið 1962. Electronic Data Systems (EDS), tölvufyrirtæki Perots, varð fljótlega risavaxið á sínu sviði og sagt var um hann að enginn Texasbúi hefði orðið auðkýfingur á jafn skömmum tíma. Smám saman varð hann þekktur fyrir fleira en viðskiptavitið og sjálfs- bjargarhvötina. Hann hvatti til þess að stjómvöld gættu betur hagsmuna bandarískra fanga sem kommúnistar náðu í Víetnam-stríðinu. Árið 1979 skipulagði hann og kostaði aðgerð til að bjarga tveim starfsmönnum sínum frá Iran er ofsatrúarmenn höfðu velt keisaranum, vini Bandaríkjamanna, og tekið sendiráðsmenn í gíslingu. Aðgerðin tókst, frásögn af henni varð metsölubók og gerð var sjónvarps- þáttaröð eftir henni með þekktum leik- urum. Perot var nú þekktur og dáður í Bandaríkjunum, goðsögnin varð til. 1984 keypti General Motors tölvufyr- irtækið af Perot er fékk í staðinn hlutabréf, varð stærsti einstaki hlut- hafinn í einu öflugasta fyrirtæki heims og hélt þó yfírráðum í EDS. Vegna missættis hans og stjórnenda GM var hann keyptur út og fékk um 740 millj- ónir dollara í reiðufé en lét af hendi yfirráðin í EDS. Hann stofnaði nýtt fyrirtæki sem keppir við EDS og tókst að kaupa til sín nokkra af starfsmönn- um síns gamla fyrirtækis. Einráður og ófyrirleitínn Perot stærir sig af því að vera út- lagi í augum embættismanna í stjóm- kerfinu í Washington en staðreyndin er að hann hagnaðist gríðarlega á að selja hugbúnað til að tölvuvæða vel- ferðarkerfið, auðvitað með því að liðka fyrir samningum í Washington þar sem ákvarðanir era teknar. Hann lét jafnvel reka áróður meðal þingmanna fyrir skattasmugum í kerfinu svo að honum héldist betur á ágóðanum. Er hann gerði ráðningarsamninga við starfsmenn voru í þeim hörð viður- lög við að leka upplýsingum um starfs- hættina, þannig tókst honum að halda áranni sæmilega hreinni út á við. Hann snæddi með starfsfólkinu, var heldur ekkert að leyna því, en tókst að innræta fólkinu strangar reglur sem hægt er að stytta í eina: Annað- hvort líkar þér við mig eða þú færð reisupassann! Það vora gefin nákvæm fyrirmæli um klæðaburð, hársídd, skeggvöxt (algerlega bannaður), hjónabandsmál og ýmis önnur einka- mál. Einkaspæjarar eltu á röndum starfsmenn sem grunaðir vora um græsku og sama var að segja um keppinauta í viðskiptum. Perot sendi einn slíkan út af örkinni til að fylgj- ast með dóttur sinni þegar hún fór að fara út með unglingspilti af gyð- ingaættum. Ross Perot höfðar til margra Bandaríkjamanna sem eru orðnir ör- væntingarfullir vegna þess að sjálfs- traust þjóðarinnar hefur dvínað og stjórnmálamennirnir í Washington virðast verða æ spilltari og kaldlynd- ari. En ýmsir eiginleikar skapgerðar hans valda því að sú tilhugsun að hann setjist einhvern tíma i Hvíta húsið hlýtur að valda áhyggjum. Undirbúa þarf nýtt fjárlagafrumvarp og efnahagsaðgerðir Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. DEMÓKRATAR af öllum stærðum og gerðum eru enn í sigurvímu eftir sigur Bills Clintons í forsetakosningunum á þriðjudag, en sigurvegarinn virðist ekki ætla að unna sér hvíldar. Síðdegis í gær hélt hann fund með nefnd, sem hann skipaði fyrir mörgum vikum, til þess að skipuleggja framhaldið. Sagði Betsey Wright, aðstoðarmaður hans, að búast mætti við því að lýst yrði yfir því áður en vikan væri á enda hveijir myndu aðstoða Clinton við að framkvæma valdaskiptin í Hvita húsinu, skipa í stöður og fínpússa áætlanir Clintons þannig að búa megi þær í búning lagafrumvarpa tU að leggja fram um leið og hann tekur við embætti. Clinton vann yfirburðasigur í kosn- ingunum og eru fréttaskýrendur flest- ir sammála um það að hann hafi feng- ið umboð frá kjósendum til að hrinda stefnu sinni í framkvæmd. Clinton hefur nú tvo og hálfan mánuð til að undirbúa sig undir að taka við völdum og hann þarf einnig að setja saman fjárlagaframvarp fyrir 1. febrúar. Al- menningur mun fylgjast grannt með því, sem hann tekur sér fyrir hendur þegar hann kemur í embætti. Oft er talað um að nýr forseti fái 100 hveiti- brauðsdaga. A meðan þeir standa yfir slíðra ijölmiðlar sverðin og bíða átekta og síðan tekur alvaran við. Dagblaðið The Boston Globe hafði í gær eftir helstu ráðgjöfum Clintons að hann myndi hefjast handa við að velja menn til þess að hafa umsjón með ljárlagagerðinni og vinna með fjárlaganefndum öldunga- og fulltrúa- deildar þingsins. Þar verður lögða áhersla á að skera nægilega niður til að unnt verði að kosta kosningaloforð Clintons um að fjárfesta í starfsþjálf- un, skólum, vegagerð og uppbygg- ingu. „Verkefni okkar er tvíþætt," sagði Robert Shapiro, einn ráðgjafa Clintons um efnahagsmál, í viðtali við The BostonjGlobe. „Annars vegar að fjár- festa meira á þann veg að hagvöxtur aukist, gera hluti sem auka framleiðni verkamanna og fyrirtækja. Hins vegar að binda enda á hinn innbyggða fjár- lagahalla, skera niður á þeim sviðum sem ekki teljast til fjárfestinga." Tíminn til að hrinda þessum áætl- unum í framkvæmd er naumur og vafasamt að Clinton geti unnt sér hvíldar eftir lýjandi kosningabaráttu. En hann sýndi það eftir flokksþingið í New York í sumar að sigur hvetur hann til dáða fremur en letur. Á með- an flokksbræður hans og blaðamenn sváfu af sér vímuna eftir útnefningar- veisluna var Clinton kominn á fætur og lagður af stað í kosningaferðalag, sem lauk ekki fyrr en á þriðjudags-' morgun. Demókratar héldu meirihluta sínum á þingi og Clinton ætti því að eiga auðvelt með að fá sínu framgengt. En hann verður utangarðsmaður í Washington og verður í þokkabót ætlað að standa undir væntingum demókrata, sem hafa beðið þess í 12 ár að einhver úr þeirra röðum flytti inn í Hvíta húsið. I þokkabót markar Clinton stefnubreytingu til hægri hjá Demókrataflokknum. Ann Richards, ríkisstjóri Texas, sagði á þriðjudags- kvöldið að lýsingin skattagleði og eyðslusemi ætti ekki lengur við Demó- krataflokkinn. Hver demókratinn á fætur öðram talar um hinn nýja Demókrataflokk með áherslu á „nýja“. í auglýsingum fyrir Clinton hefur ver- ið klykkt út með orðunum: „Tími breytinga er kominn. Nýju demó- kratamir.“ Fleiri þingmenn náðu endurkjöri en búist var við Fulltrúum minnihlutahópa fjölgar Washington. Reuter. DEMÓKRATAR juku meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkja- þings um eitt þingsæti þegar kosið var á þriðjudag um 34 þingsætí í deildinni af 100. 58 demókratar eiga nú sætí í deildinni á mótí 42 repúblikönum. Kosið var um alla fulltrúadeildarþingmennina 435. Repúblikanar unnu þar á og meirihluti demókrata minnkaði að sama skapi. Fleiri þingmenn náðu endurkjöri en búist hafði ver- ið við. Fyrir kosningar réðu demókratar 268 sætum í fulltrúadeildinni en repúblikanar 166. Síðdegis í gær lágu úrslit ekki fyrir í öllum kjör- dæmum en ljóst var þó að repúblik- anar höfðu bætt við sig 11 sætum. Demókrataflokkurinn heldur örugg- um meirihluta í báðum deildum. Búist hafði verið við að mikill fjöldi þingmanna sem sóttist eftir endur- kjöri myndi tapa sæti sínu vegna ýmissa hneykslismála sem komið hafa upp innan þings og í tengslum við það. Þeir spádómar rættust hins vegar ekki. Þó fóll þingmaður, Jos- eph Early, sem skrifað hafði 140 gúmmítékka á reikning sinn f starfsmannabanka þingsins. En John Glenn demókrati í Ohio og fyrrverandi geimfari náði endurkjöri þótt öðru hefði verið spáð og sömu sögu er að segja af Álfonse D’A- mato repúblikana frá New York. Engu að síður verða nýir menn í um fjórðungi sæta í fulltrúadeild- inni eftir kosningar vegna þess hve margir þingmenn fara á eftirlaun, vegna breytinga á kjördæmaskipan og þar sem ijöldi þingmanna tapaði fyrir flokksbræðrum sínum í for- kosningum úti í kjördæmunum. Fyrsta blökkukonan í sögu öld- ungadeildar Bandaríkjaþings hlaut kosningu á þriðjudag er Carol Mose- ley Braun, 45 ára einstæð móðir og lögfræðingur að mennt, sigraði í Illinois. Fjórar konur til viðbótar tryggðu sér sæti í deildinni og þar sem ein þriggja kvenna sem þar sátu fyrir hélt sæti sínu sitja nú konur í sex sætum af 100 í öldunga- deildinni, eða tvöfalt fleiri en áður. Sömuleiðis fjölgaði konum í full- trúadeildinni um 20 eða í 48 en talningu var þó ekki lokið í öllum kjördæmum í gær og því enn óljóst um úrslit sums staðar. Kvenna- hreyfingar fögnuðu þessu en svo mikil fjölgun þingkvenna á sér eng- in fordæmi í bandarískri þingsögu. Fjölgun kvenna í framboði og á þingi er rakin til megnrar óánægju Rcuter Barbara Boxer (t.v.) og Dianne Feinstein fagna kjöri þeirra beggja til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þær sitja þar báðar fyrir Kalifor- níuríki og er það í fyrsta sinn i sögunni að konur fylla bæði öldunga- deildarsæti eins og sama ríkisins. Feinstein er fyrrum borgarstjóri San Francisco og demókrati en Boxer sat í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn. með hvemig öldungadeildin hélt á málum er fjallað var um útnefningu Clarence Thomas sem hæstaréttar- dómara. Fyrrum samstarfsmaður hans, Anita Hill, hafði sakað Thom- as um kynferðislega áreitni en ýmis þingmenn voru sakaðir um að hafa dregið taum hans í vitnaleiðslum. Braun felldi öldungadeildarmann, Alan Dixon, sem greiddi á sínum tíma útnefningu Thomas atkvæði. Sá sögulegi atburður gerðist í kosningunum að Cheyenne-indjáni, Ben Nighthorse Campbell frá Col- orado, náði kosningu til öidung- deildarinnar. Er hann fyrsti maður- inn úr röðum þjóða sem byggðu Ameríku áður en Evrópumenn flykktust þangað sem öðlast sæti í deildinni. Þá sitja fulltrúar fleiri minnihlutahópa á Bandaríkjaþingi eftir þessar kosningar en nokkru sinni áður. Kreppan, svikin loforð og uppgangur öfgamanna urðu Bush að falli Þaulskipulögð barátta Clintons, þrek hans og þor tryggðu sigur Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgublaðsins. ÓSIGUR George Bush í forsetakosningunum má relga til raða mis- taka sem hann og undirsátar hans gerðust sekir um. Forsetinn sveik loforðið frá 1988 um að hækka ekki skatta í forsetatíð sinni og ör- vænting í herbúðum hans leiddi til að öfgamenn á vettvangi trúmála stálu senunni á flokksþingi repúblikana i ágústmánuði. Forsetinn brást ekki við efnahagskreppunni í Bandaríkjunum og atvinnuleysinu sem henni hefur fylgt og kjósendur gerðu honum því að taka pokann sinn. Sigur Bill Clintons má rekja til þaulskipulagðrar kosningabar- áttu, þeirrar endurnýjunar sem hann hefur staðið fyrir innan Demó- krataflokksins og þess að honum tókst að koma fram sem boðberi nýrra tíma í Bandaríkjunum. Allir þeir sérfræðingar og blaða- menn sem Morgunblaðið hefur rætt við hér vestra á undanfömum dögum eru sammála um að kosningabarátta Bush hafi verið öldungis lífvana frá upphafi; frumleikanum og hug- myndafluginu hafi ekki verið fyrir að fara á þeim bænum að þessu sinni. Kraftaverkamanninum James Baker, fyrram utanríkisráðherra, sem falið var að stjórna baráttu forsetans fyr- ir endurkjöri, mistókst, auglýsinga- herferðin gegn Clinton ríkisstjóra, sem var mjög neikvæð, mistókst einnig, almenningur reyndist ekki reiðubúinn að hlýða á boðskap forset- ans. Tilraun hans til að ná til banda- ríska meðaljónsins mistókust. Við- leitni hans til að höfða til Reagan- demókratanna, sem tryggðu kjör Ronalds Reagans 1980 og 1984 mis- tókst. Beiðni hans til alþýðu manna um að tryggja honum fjögur ár til viðbótar í Hvíta húsinu var hafnað. Á endanum var honum ekki vísað á dyr, dyravörður lýðræðisins henti honum út. Þegar litið er framhjá þeirri áherslu sem forsetinn lagði á að Clinton ríkisstjóra væri ekki unnt að treysta fyrir húsbóndavaldi í Hvíta húsinu standa tvö mál upp úr sem urðu Bush að falli. Fullyrðingar for- setans og fylgismanna hans um að repúblikönum væri einum treystandi á vettvangi utanríkismála skiptu ekki máli í hugum kjósenda þar eð Kalda stríðið heyrir nú sögunni til. Þróun alþjóðamála gerði það einnig að verk- um að repúblikanar gátu ekki nýtt sér yfirburði sína, reynslu og þekk- ingu George Bush á þessu sviði. Hitt atriðið sem brást að þessu sinni var kjarninn í heimspeki Repúblikana- fiokksins, að ríkisafskipti þau sem demókrtar boða kalli á aukna skatt- heimtu og takmarki svigrúm ein- staklingsins. Þar eð Bush sveik lo- forðið frá 1988 um að auka ekki skattheimtu í forsetatíð sinni fölnaði sú rós í hnappagati forsetans og orð- in urðu innantóm. Viðbrögð forsetans við þessum staðreyndum og þeim hugmynda- fræðilegu breytingum sem orðið hafa hér vestra stuðluðu að falli hans. Örvænting ‘greip um sig og þær lausnir eða öllu heldur aðgerðarleysi sem aðstoðarmenn forsetans boðuðu í efnahagskreppunni reyndust rot- höggið. Forsetinn hundsaði ráðlegg- ingar þeirra sem hvöttu hann til að nýta sér þær gríðarlegu vinsældir sem hann naut eftir sigurinn glæsta í Flóastríðinu og tók ekki frumkvæð- ið.. Örvæntingin gat af sér vonlausa kosningabaráttu. Á flokksþingi repú- blikana í Houston í ágústmánuði beindist kastljósið að öfgamönnum á sviði trúmála og málflutningi þeirra, sem er fjarri miðju stjórnmálanna hér í flestum ríkjum. Bush sem er fulltrúi kynslóðarinnar er færði fóm- ir í nafni lýðræðis og frelsis á árum síðari heimsstyijaldarinnar treysti á þá sannfæringu sína að kjósendur í Bandaríkjunum myndu aldrei tryggja ríkisstjóra frá litlu og fremur ómerki- legu ríki i suðrinu sigur í forsetakosn- ingum. Ferill og persóna Clintons myndi aldrei höfða til alþýðunnar. Þetta mat og þær áherslur sem það kallaði fram í baráttu Bush reyndust einnig rangar. Kjósendum var ein- faldlega ekki efst í huga hvort Clint- on hefði gerst sekur um hitt eða þetta, efnahagskreppan og áhyggjur af framtíðinni réðu vali þeirra. Sigur Clintons má því að hluta til rekja til hinna fjölmörgu mistaka sem Bush og undirsátar hans gerðust sekir um. En Clinton var einnig fram- bjóðandi nýs flokks demókrata sem stundað hefur linnulitla sjálfskoðun á þeim tólf áram sem repúblikanar hafa ráðið Hvíta húsinu. Demókrata- flokkurinn er ekki lengur flokkur skattheimtu, ríkisafskipta og fijáls- lyndra menntamanna, sem fjölmargir Bandaríkjamenn hafa ímugust á. Flokkurinn er orðinn nútímalegur flokkur á evrópska vísu. Kosninga- barátta Clintons var frábærlega skipulögð og þrek hans aðdáunar- vert. Talsmenn demókrata brugðust jafnan snimhendis við er sótt var að mannorði ríkisstjórans og bandaríska þjóðin var tilbúin til að leggja við hlustir. Þessi kosningabarátta verður minnisstæð öllum þeim sem með henni fylgdust. Ekki vegna þess að áskorandinn frá litlu ríki vann og ekki vegna þess að umskipti urðu á stjómmálasviðinu. Frekar verður þessarar baráttu og kosninganætur- innar löngu minnst vegna þeirra vona sem við Bill Clinton voru bundnar og þeirra hugmyndafræðilegu vatn- skila sem urðu hér í Bandaríkjunum á þriðjudag. Ráði Clinton við emb- ættið kunna þau að reynast varanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.