Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 41
MORÖUNBLAÐIÐ FIJVIMTUDAGÚR 5. NQVEMBER 1992 Daníel Þórarínsson forstjórí Vinnufata- búðanna — Minning Fæddur 24. apríl 1921 Dáinn 25. október 1992 Guðfaðir minn, afi minn og nafni minn, Daníel Þórarinsson, yfírgaf þetta jarðríki tignarlegur og stoltur í faðmi fjölskyldu sinnar sunnudag- inn 25. október. Ég vildi vart trúa því þegar pabbi sagði mér að afi hefði fengið hjarta- slag og að það væri ekki víst að hann myndi ná sér aftur. Á þessu augnabliki runnu upp í huga mér allar þær stundir sem ég átti með honum sem voru því miður fáar en allar voru þær mér lærdómsríkar. Afi, höfuð þessarar fjölskyldu, Guðfaðirinn eins og við nefndum hann, barðist eins og ljón í gegnum alla þá erfíðleika sem knúðu á hans dyr, stjórnaði og rak verslanir sínar eins og herforingi í 34 ár með syni sína, Daníel og Þorgeir, við hlið sér. Öll fengum við barnabömin að njóta þess heiðurs að fá að starfa í Vinnufatabúðinni hans afa bæði í stuttan eða langan tíma í senn. Afi var einn af þessum mönnum sem allt vildi fyrir alla gera. Hann lét aldrei á sér bilbug finna, hann gleymdi ekki litla manninum í þessu þjóðfélagi. Það em margir sem standa í þakkarskuld við hann Daní- el í Vinnufatabúðinni, hann hjálpaði því fólki sem vildi hjálpa sér sjálft. Ég mun standa í eilífri þakkar- skuld við hann afa minn og ég gat og get aldrei þakkað honum nóg fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig í öll þau 24 ár sem ég þekkti hann. Það er svo margt sem fer um huga manns þegar ástvinur fellur frá svo skyndilega, en minningar mínar um þennan merka mann munu fylgja mér um ókomna tíð. Ég átti stutt spjall við hann nokkrum vikum fyrir andlát hans, og það sem hann leiðbeindi mér og kenndi mun verða mér dýrmætasta veganestið sem ég hef fengið í þessu lífi. Elsku pabbi, amma og fjölskylda, guð verði með okkur öllum og gefi okkur styrk til að komast yfir þessa sorg. Góður Guð mun blessa hann afa minn og varðveita minningu hans um eilífð alla. Ég þakka elsku afa Daníel fyrir allt. Daníel Ben. Sunnudaginn 25. október sl. lést í Landspítalanum Daníel Þórarins- son, forstjóri Vinnufatabúðanna í Reykjavík, eftir stutta legu. Daníel fékk hjartaáfall á heimili sínu, fimmtudagskvöldið 22. október að afloknum löngum vinnudegi. Hjartabíllinn kom 5 mínútum eftir að hringt var og var allt gert sem í mannlegu valdi stendur til bjarg- ar, fyrst heima, síðan á spítalanum, og á allt þetta góða fólk innilegar þakkir skilið. Þessi eftirmæli verða kveðja fólksins í húsinu Gnoðarvogi 76, eftir áratuga gott sambýli, þakk- læti fyrir hlýlegt viðmót og trausta vináttu. Daníel var heimsborgarinn í göt- unni, glæsimenni á velli, stór og stæðilegur, hvíthærður á seinni árum, svipsterkur en sviphreinn, snyrtimenni í klæðaburði og var oft að fara til útlanda eða að koma frá útlöndum, þegar við nágrannarnir mættum honum við húsið. Ég hitti hann stundum erlendis á árum áð- ur, bæði vestan hafs og austan, og fór þá ekki á milli mála að þar var höfðingi á ferð. Á slíkum stundum ar margt spjallað og minnist ég t.d. hve ánægjulegt var, þegar Guðrún dóttir hans ók okkur um New York, þar sem hún var búsett til margra ára. Daníel fæddist 24. apríl 1921 hér í Reykjavík, næstelstur 12 bama Þórarins Kjartanssonar kaupmanns og Guðrúnar Daníelsdóttur. Faðir hans var stofnandi Vinnufatabúðar- innar á Laugavegi 76 og byggði þar stórhýsi sem fjölskyldan bjó lengi í óg gerir að hluta enn. Fjöl- skylda mín fluttist á Grettisgötu Minning Marta Jónsdóttir Fædd 11. júní 1907 Dáin 3. október 1992 Mig setti hljóða laugardagskvöld- ið 3. október sl., þegar mér var til- kynnt lát Mörtu Jónsdóttur, fjöl- skylduvinunnar okkar. Ekki fyrir þær sakir að andlát hennar kæmi mér á óvart, þar sem veikindi henn- ar voru mér kunn, heldur vegna þess að minningin um hana, eigin- mann hennar, Helga Guðmundsson, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og heimili þeirra bæði á Snorra- braut og í Eskihlíð fyllti hugarskot mitt. Inn í sorgina og tregann blandaðist sú gleði sem sorgin ein getur valdið, því eins og Kahlil Gibr- an segir í bók sinni Spámanninum, þá græt ég vegna þess, sem var gleði mín. Þau hjónin eru hluti af bemsku minni og æsku, og í raun man ég ekki svo eftir mér, að Marta og Helgi væm ekki einhvers staðar í nánd. Heimsóknirnar, ferðalögin, veiðiferðirnar og þau órofa tengsl og vinátta sem var milli þeirra og foreldra minna hafa verið mér ríkt veganesti. Heimili þeirra Mörtu og Helga stendur mér skýrt fyrir hugskots- sjónum. Þar var alltaf gott að koma og tekið á móti gestum af einlægri gleði og elskulegheitum. Góðlátleg stríðni Helga, tónlistin sem hann unni, heimsborgaralegu vindlarnir sem hann sótti inn í skúffu í skrif- borðinu sínu rifjast upp fyrir mér. Ástúðleg umhyggja Mörtu fyrir gestum og gangandi, höfðingsskap- urinn og gestrisnin var alveg ein- stök. Sama ástúðin og sami kær- leikurinn réð einnig ríkjum þegar ég var í pössun hjá þeim þegar for- eldrar mínir voru erlendis og hef eg alltaf litið á þau sem mína aðra foreldra. Trúmennska og trygglyndi var einnig eitt af aðalsmerkjum þeirra hjóna. Sagt er að lengi búi að fyrstu gerð og finn ég ávallt betur og betur hversu mikið ríki- dæmi það er fyrir mig að hafa átt því láni að fagna að eiga samleið með þessari fjölskyldu. Hversu oft var ekki heimili þeirra heimili mitt og geta þessi fátæklegu orð aldrei komið í stað þess þakk- lætis sem fyllir hjarta mitt fyrir þá ástúð og elsku sem þau sýndu mér alla tíð. Nú er elsku Marta ekki lengur meðal okkar. Ég vona að friður Guðs fylgi henni. Til hennar kom dauðinn sem líkn í þjáningu. Vaktu, minn Jesú, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér; sálin vaki, þá sofnar líf; sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pétursson) En ég finn ennþá hlýja faðmlag- ið hennar Mörtu og heyri enn og ávallt elskulegu röddina og kveð hana með djúpri virðingu og eilífri þökk. Brynja. 57, árið 1943, en það stendur beint fyrir ofan Þórarinshúsið og man ég vel eftir fjölskyldu hans frá þeim árum og kynntist síðar móður Daní- els, eftir að hún varð ekkja og var einkar gott að heimsækja hana og þiggja kaffí og kökur á þessu gam- aldags en fallega heimili og höfðum við margt að spjalla, þó að aldurs- munur væri mikill, enda hafði ég þá kynnst mörgum af hennar börn- um. Hún var eftirminnileg kona, svo lifandi og lífsglöð. Eftirlifandi systkini Daníels eru: Gerður, ekkja Sveins Tryggvasonar fv. formanns Framleiðsluráðs land- búnaðarins; Lárus, flugumferða- stjóri, kvæntur Álfheiði Einarsdótt- ur; Guðfinna, starfsmaður í stjórn- arráðinu, gift Alexander H. Jóhann- essyni fv. lóðarskrárritara; Sigríð- ur, ekkja Kjartans Kjartanssonar læknis; Ólöf, starfsmaður í stjórnar- ráðinu, gift Hafþóri Ó. Guðjónssyni bifreiðastjóra; Þóra, fv. kaupmaður, gift Sigurði Sigurðssyni vélstjóra; Gunnar, sölumaður og Þórir, stræt- isvagnabílstjóri, sambýliskona hans er Sigrún Svansdóttir. Látin eru Níels kaupmaður, Kristveig og Kjartan siglingafræðingur. Daníel kvæntist Guðrúnu Þor- geirsdóttur árið 1942, mikilli ágæt- is konu, sem hefur alla tíð staðið vörð um þeirra glæsilega heimili á sinn hógværa hátt. Alltaf verið til staðar fyrir elskaðan eiginmann, börn, barnaböm og barnabarna- börn. Daníel og Guðrún eignuðust fjög- ur böm. Þau eru: Guðrún, gift Sig- urði Stefánssyni stöðvarstjóra Flug- leiða í New York. Börn þeirra em Aldís og Sigurður. Aldís er búsett í Bandaríkjunum og á tvær dætur, Alexöndru Danielle og Kristínu Loren; Þorgeir, verslunarmaður, sambýliskona hans er Hildur Sím- onardóttir. Börn hans eru Þórður, á hann son, Kristin. Daníel Bene- dikt, hann á soninn Kjartan, Agnes Linda og Þorgeir; Daníel, verslunar- maður, kvæntur Önnu Jónu Hall- dórsdóttur. Böm þeirra em Anna, hún á dótturina Elísabetu, Vilborg og Daníel; Aldís er yngst systkin- anna og er hún gift Hans Herberts- syni kennara og verslunarmanni, börn þeirra em Guðrún Fríður og Styrmir. Feðgarnir hafa lengst af staðið saman að rekstri Vinnufatabúð- anna og dætumar oft aðstoðað föð- ur sinn enda mikill kærleikur á milli þeirra og góð samheidni í fjöl- skyldunni. Það er mikið lán á langri ævi að umgangast gott fólk og fyrir 32 ára trausta samúð, þar sem aldrei féll styggðaryrði, þökkum við í dag. Daníel vann langan vinnudag og var heilsuhraustur. Hann var oftast fyrstur á fætur og það var notalegt að vita af því, að morgunblöðin væru komin upp í efri stigann, þeg- ar risið var úr rekkju á morgnana. Við biðjum Guðrúnu, bömum, barnabörnum, flölskyldum þeirra og öðmm aðstandendum Daníels Guðs blessunar. Fari hann í friði. Guðmundur Snorrason. Nú kveðjum við afa okkar, Daní- el Þórarinsson, með miklum sökn- uði. Afi var stór og sterkur þáttur í lífí okkar. Hann gaf okkur ótak- markaða ást og mikinn kærleika. Sá kærleiki kom best fram þegar hann var með okkur barnabömun- um. Það skipti aldrei máli hversu mikið hann hafði að gera, því alltaf var nógur tími fyrir okkur. Við munum sérstaklega eftir ánægju- svip afa þegar við birtumst heima eða niðri í búð. Þá lagði hann allt frá sér og einbeitti sér að okkur. Við munum aldrei gleyma ferð- inni sem við fórum með ömmu og afa til Akureyrar. Við fórum af stað í vel búnu farartæki. Það var stopp- að á öllum helstu stöðum og reynd- ist afí vera með bestu fararstjórum. Þessi ferð var aðeins ein af mörgum skemmtilegum stundum sem við áttum með ömmu og afa. Einnig minnumst við sunnudagsbíltúr- anna. Þá fórum við m.a. i göngu- túra, keyptum ís, gáfum öndunum og keyrðum jafnvel til Hveragerðis. Nú er stutt til jóla og verða hátíð- ir aldrei aftur eins. Hlýjan í stof- unni og ilmurinn af ijúpunum eru minningar sem við munum alltaf varðveita. Andlát afa bar brátt að. En vegna góðs sambands er eins og hann sé alltaf hjá okkur og muni alltaf vera. Við kveðjum besta afa í heimi og þökkum fyrir allar þær góðu stund- ir sem hann veitti okkur. Það liður ekki sá dagur sem við hugsuðum ekki til afa og hann mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Biðjum við Guð að geyma afa og styrkja elsku ömmu. Guðrún Fríður Hansdóttir, Aldís Sigurðardóttir Higgins. FAGOR KYNNINGARVERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.