Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 56
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Skandia býr sig undir innlausnir Eiga 500-600 rnillj. í banka Fjárfestingarfélagið Skandia hf. opnar í dag fyrir innlausnir á hlut- deildarskírteinum verðbréfasjóða í vörslu félagsins og skráir gengi þeirra á nýjan leik. Að sögn Friðriks Jóhannssonar forstjóra er félag- ið mjög vel undir það búið að til talsverðra innlausna geti komið en hefur lagt áherslu á að viðskiptamenn firri sig miklu gengistapi með því halda fé sínu áfram í vörslu félagsins þar sem gengi þeirra muni stiga ört á næstunni. Heimildir Morgunblaðsins herma að bankainnstæð- ur fyrirtækisins nemi 500-600 miHjónum króna, og einnig mun Skandia í Svíþjóð tilbúið að veita frekari fyrirgreiðslu ef á þarf að halda. Ákveðið var í gær að sækja um skráningu -fyrir hlutdeildarskírteini Skandia á Verðbréfaþingi íslands. Þau geta þá gengið kaupum og sölum á fijálsum markaði og er husanlegt . að þeir, sem þurfa að innleysa skír- teini sín strax, geti fengið hærra verð fyrir þau á þinginu en með því að innleysa þau á hefðbundinn hátt. Friðrik Jóhannsson sagði að félag- ið ætti ekki von á miklum innlausn- um. Borizt hefðu innlausnarbeiðnir fyrir um 500 milljónir króna fyrstu dagana eftir að sjóðum Skandia var lokað, en verulegur hluti þeirra hefði verið dreginn til baka. Friðrik sagði ákvörðun um skráningu skírteina á Verðbréfaþingi tekna í samráði við Samtök fjárfesta og hafa verið kynnta bankaeftirlitinu. Sjá viðskiptablað, bls. 1D og 6-7D. Ný skýrsla lögð fram á fundi ASÍ Gjaldþrotaleiðin gæti þýtt 25% atviimuleysi Á FUNDI forystumanna ASÍ sem haldin var í fyrradag var lögð fram skýrsla efnahagssérfræð- inga samtakanna, þar sem raktar eru afleiðingar þess ef kæmi tiJ fjöldagjaldþrota eða mikillar gengislækkunar til að rétta við afkomu sjávarútvegsins. Sam- staða virðist innan ASÍ um að þessar leiðir séu ófærar en skiptar skoðanir eru um hvernig útfæra eigi millifærsluleiðina, sem rætt hefur verið um og felst í því að aflétta gjöldum af fyrirtækjum og afla tekna með hækkun skatta. ___Fundað var í gær um nánari út- 'færslu og hvemig koma mætti í veg fyrir auknar álögur á láglaunafólk. Gert er ráð fyrir að málið verði rætt á miðstjórnarfundi ASÍ á morgun. { skýrslunni er einkum tekið mið af stöðu sjávarútvegsins og iðnaðar- ins. Gjaldþrotaleiðin feli í sér að ekki sé gripið til neinna sérstakra aðgerða í efnahagsmálum og kæmi það fyrst niður á sjávarútveginum og þjón- ustufyrirtækjum tengdum honum. ASÍ telur að sú leið muni leiða til mikillar gjaldþrotahrinu, meiri en áður hefur verið og algjörs atvinnu- hruns í mörgum byggðarlögum. At- vinnuleysi verði á bilinu 20-25%. í kjölfar þess muni fasteignaverð |larvnia. Þetta muni bæði valda aukn- um afskriftum og rýmandi tekjum í bankakerfínu þannig að óljóst sé hvort þau geti á endanum staðið slíkt af sér. ASI telur að mjög erfítt verði að blása lífí á ný í efnahagsmálin verði þessi leið farin. Grunngögnin sem stuðst er við eru .áætlanir Þjóð- hagsstofnunar, m.a. um að botnsfísk- veiði og -vinnsla verði rekin með 8% tapi. Morgunblaðið/Tómas Grenvaldt Fólksbíll í 1600 metra hæð Fjórir fullhugar fóru í árlega haustlitaferð á dögunum og var ferðinni heitið yfir Eyjafalla- jökul. Hópurinn lagði upp á Lödu 1200 frá Hamragarðaheiði að vestan, upp jökulinn að Goðasteini, eftir gígbarminum og niður á Fimmvörðuháls að austan. Ferðin yfir sjálfan jökulinn tók aðeins um eina klukkustund og gekk í alla staði mjög vel. Að sögn Árna Al- freðssonar, eins íjórmenninganna, má reikna með að burðarþungi bílsins hafi verið um hálft tonn samtals. Að ofan sést Árni fyrir framan bílinn við Goðastein í um 1.580 m hæð. Ráðherra heldur í von um erlent hlutafé í Járnblendiverksmiðjuna Nær 800 milljómr þarf til að lialda rekstri gangandi JÓN SIGURÐSSON iðnaðar- ráðherra hyggst á næstu dög- um ræða við fulltrúa erlendra hluthafa í Járnblendiverksmiðj- unni á Grundartanga um aukn- ingu hlutafjár eða ábyrgðir fyr- ir lánum til fyrirtækisins. Ráð- herrann segist ekki hafa af- skrifað með öllu að jákvæð við- brögð berist frá japanska fyrir- tækinu Sumitomo og bíður eftir viðbrögðum frá Elkem í Nor- egi. Hlutafé í verksmiðjunni verður afskrifað að sögn iðnað- 1763 eru skráðir atvinnulausir í Reykjavík 100 manns án bóta UM 100 manns af þeim 1.763, sem voru á atvinnuleysisskrá í Reykjavík I lok október, eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Að sögn Gunnars Helgasonar forstöðumanns Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar er hér um að ræða sjálfstæða atvinnurekend- ur, skólafólk og þá sem ekki eru í stéttarfélagi og eiga því ekki rétt á bótum. Á fundi atvinnumálanefndar Reykjavíkur 28. október síðastlið- inn kom fram að þann dag voru samtals 1.763 á atvinnuleysis- skrá, 879 karlar og 884 könur. Þar af voru 68 öryrkjar, 38 karlar og 30 konur. Á sama tíma í fyrra var samtals 401 á atvinnuleysis- skrá, 244 karlar og 157 konur. Þar af voru 60 öryrkjar, 37 karlar og 23 konur. Þeir sem eiga rétt á atvinnu- leysisbótum, fá bætur í 12 mán- uði en eru síðan án bóta í þijá mánuði, þegar þeir fá bætur á ný. Fram til þessa hafa um 3% þeirra sem rétt eiga á bótum til- heyrt þessum hópi. „Sem betur fer er hreyfing hjá þessu fólki og menn fá vinnu um tíma,“ sagði Gunnar. „En það má vera að þeir verði hlutfallslega fleiri sem verða á bótum allan ársins hring með auknu atvinnuleysi.“ arráðherra en samkvæmt heim- ildum blaðsins þarf 600-800 miUjónir inn í reksturinn til að fleyta honum gegnum erfið- leika næstu missera. Jón Sigurðsson forstjóri Jám- blendiverksmiðjunnar segir að fyr- irtækið hafí gert neyðaráætlun til tveggja ára vegna bágborins útlits á mörkuðum kísiljáms. Jafnframt sé gert ráð fyrir að nafnverð bréfa í verksmiðjunni lækki og þess ósk- að að Norðmenn og Japanir auki hlutafjáreign sína. Elkem, sem fékk í gær um helming þess fjár sem talið er þurfa til framhalds rekstrar í Noregi, á nú 30% bréfa í Jámblendiverksmiðjunni, Sumi- tomo á 15% og ríkissjóður 55%. Einnig segir Jón að leita eigi betri kjara í skiptum við alla viðskipta- menn fyrirtækisins, þar á meðal lækkun raforkuverðs við Lands- virkjun og tilslakanir við helstu lánardrottna; Landsbankann, Nor- ræna íjárfestingarbankann, Uni- bank í Danmörku og DNB í Noregi. Jón segir að menn vilji helst ekki hugsa möguleikann á lokun verksmiðjunnar til enda, hann myndi hafa mjög víðtæk efnahags- leg áhrif. „Hér á Grundartanga myndu 140 manns missa vinnuna þótt við höfum þegar sagt upp 38,“ segir hann, „sementsverk- smiðjan myndi loka að hluta, skipa- flotinn og íjölmargir þjónustuaðil- ar fengju að kenna á lokuninni. Síðan yrði að gera fyrirtækið upp.“ Heimildarmenn blaðsins segja ljóst að gjaldþrot fyrirtækisins kynni að hafa mjög alvarleg áhrif á traust erlendra aðila til íslenskra stjómvalda. /"Eignir Jámblendiverksmiðjunn- ar umfram skuldir eru bókfærðar 2,5 milljarðar króna. Þær liggja að sögn Jóns í verksmiðjunni sem ekki hefur skilað hagnaði í tvö ár. Tapið í fyrra nam 487 milljónum íslenskra króna, tæpum 48 milljón- um norskra króna, og árið 1990 tapaði verksmiðjan 127 milljónum íslenskra króna. Fyrir átti hún nokkrar eignir eftir góð ár í lok síðasta áratugar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.