Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 261 tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 14. NOVEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Átökin í Angóla Skæru- Uðar vinnaá Luanda. Reuter. SKÆRULIÐAR UNITA-hreyf- ingarinnar undir stjórn Jonas Savimbis í Angóla ráða nú meira en helmingi landsins og búa sig undir að setjasl um höfuðstaði helstu héraða, að sögn erlendra sljórnarerindreka í landinu. Stærstu borgir, þar á meðal höf- uðborgin Luanda, eru þó enn tryggilega í höndum s^jórnarinn- ar en margir óttast að ný borgarastyrjöld sé að skella á. Átök hafa verið í landinu síðan ^aTfkoSnguT^franíttíI Afturhaldsmennárússneskaþinginusækjaísigveðriðívaldabaráttunni Angurvær tónlistí Sarajevo Tónlistarmaður í Sarajevo nýtir sér vopnahléð sem komst á í höfuðborg Bosníu-Herzegovínu á fimmtudag og leikur á hljóð- færi sitt í sundursprengdum sporvagni. Kyrrð rikti að mestu í borginni í gær en barist var af hörku víða annars staðar í landinu og sögðu fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna Serba bera ábyrgðina. Cyrus Vance, full- trúi SÞ í Bosníu, skýrði öryggis- ráðinu frá ítrekuðum brotum á olíusölubanninu gegn Serb- íu/Svartfjallalandi og fulltrúar múslima hvöttu í gær til þess að vopnasölubanni á Bosníu yrði aflétt. Bannið kæmi ein- göngu Serbum til góða þar sem þeir réðu yfir vopnabúnaði Júgóslavíu sem var. Reutcr undir alþjóðlegu eftirliti í lok sept- ember. Hafa þúsundir manna fallið og enn fleiri særst. Savimbi neitaði að sætta sig við niðurstöður kosn- inganna, þrátt fyrir þrýsting af hálfu þeirra ríkja sem helst hafa stutt hann, Bandaríkjanna og Suð- ur-Afríku. Blóðugt borgarastríð geisaði í Angóla í 16 ár áður en samningar tókust um vopnahlé og kosningar. Ótryggt vopnahlé ríkir enn sums staðar í landinu en engar raunveru- legar viðræður fara fram milli deilu- aðila. Marrack Goulding, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, reyndi í vik- unni að ná sáttum en sagði Sav- imbi og Jose Eduardo dos Santos forseta báða setja skilyrði fyrir vopnahléi. Dos Santos hlaut tæpan helming atkvæða í forsetakosningum sem fram fóru um leið og kosið var til þingsins þar sem MPLA hefur meirihluta. Savimbi segir svik hafa verið í tafli en alþjóðlegir eftirlits- menn vísa þeim ásökunum á bug. Reynt að takmarka völd Jeltsíns yfir ráðherrum Moskvu. The Daiiy Telegraph, Reuter. RUSSNESKA þingið samþykkti í gær lög sem kveða á um æðsta vald þess yfir ríkisstjórn landsins og storkaði með þessum aðgerðum Boris Jeltsín forseta sem viU hraðari umbætur en meirihluti þing- manna. Ákafir umbótasinnar segja nú að tilgangslaust sé að reyna að ná samkomulagi við þingið en þegar það var kosið voru lýðræðis- umbætur skammt á veg komnar og fulltrúarnir eru margir aftur- haldssamir kommúnistar. Búist er við að Jeltsín leggi málið í dóm stíórnlagadómstóls landsins sem í gær lauk vitnaleiðslum sem fara fram um lögmæti banns við starfsemi kommúnistaflokksins. Valda- baráttan harðnar enn og í gær sagði þingmaður að Jeltsín hygðist afnema stíórnarskrána og taka öll völd í sínar hendur. Þingmaðurinn, íona Andronov, sagði að Jeltsín ætlaði að eiga fund með helstu embættismönnum 17. þessa mánaðar og annan fund nokkrum dögum síðar með forystu- mönnum einstakra sjálfstjórnarlýð- velda í Rússlandi. Á fundunum myndi hann þvinga þá til að styðja áætlun sína um að leysa þingið upp. Andronov sagði að Pavel Gratsjev varnarmálaráðherra, sem ýmist er talinn fylgja harðlínuöflum eða Jeltsín, myndi sjá um að herinn styddi aðgerðirnar. Rúslan Khasb- úlatov, þingforseti og einn helsti andstæðingur Jeltsíns, sagði á hinn bóginn Gratsjev vera „furðu lost- inn" yfir þessum ásökunum og hann hefði heitið sér í símtali að herinn myndi verða stjórnarskránni trúr. Deilt um siglingu japansks flutningaskips með plútonfarm frá Evrópu Nágrannaríki óttast að Japanir muni nota plútonið í kjarnavopn UMDEILD sigling japanska flutningaskips- ins Akatsuki Maru með 1,7 tonn af plútoni frá Frakklandi til Japans hefur valdið ótta á meðal nágrannaþjóða Japana um að þeir kunni að nota efnið tíl að framleiða kjarna- vopn í framtíðinni. Japanir áforma að safna 90 tonnum af plú- toni á næstu tveimur áratugum og segja að efnið verði aðeins notað til að framleiða orku í kjarnorkuverum. Breska dagblaðið The Daily Telegraph hefur hins vegar eftir vísindamönn- um að Japanir þurfi aðeins 20-30 tonn af plú- toni til orkuframleiðslu á þessum tveimur ára- tugum, þannig að umframbirgðir þeirra verði að minnsta kosti 60 tonn. Þeir Vesturlandamenn sem hafa gagnrýnt plútonflutninginn hvað harðast draga ekki f efa þá fullyrðingu japönsku stjórnarinnar að hún hyggist nota plútonið til að leysa fyrirsjáanleg- an orkuvanda Japana. Embættismenn í ná- grannaríkjunum telja hins vegar að japanski Óvinsæll farmur Akatsuki Maru í höfn í Frakklandi. herinn sé einnig ánægður með að hafa svo miklar umframbirgðir af plútoni í landinu, eink- um þegar ríki eins og Norður-Kórea séu að framleiða kjarnavopn og eldflaugar sem dragi til Japans. - „Japanir hafa augljóslega engin áform um að' framleiða kjarnavopn — það er ekki hags- munamál fyrir þá," sagði Andrew Mack, ástr- alskur prófessor og sérfræðingur í útbreiðslu kjarnavopna í Asíu, í viðtali við Herald Tri- bune. „En á samá tíma vilja þeir sýna öðrum þjóðum á svæðinu að þeir hafi getuna til að framleiða kjarnavopn, ef þörf krefur. Allar þessar þjóðir — Kóreubúar, Kínverjar og Rúss- ar — myndu þá vita að það tæki Japani minna en ár að framleiða slík vopn." Umhverfissinnar hafa einnig mótmælt sigl- ingu Akatsuki Maru með plúton-farminn og sagt að hann skapi mikla hættu á náttúruspjöll- um og mannskaða ef skipið lendir í sjóslysi. Skip grænfriðunga hefur elt Akatsuki Maru og jReuter-fréttastofan hafði eftir talsmanni þeirra í gær að flutningaskipið hefði reynt að komast undan með því að slökkva á siglingar- ljósum og sigla við hlið fylgiskips þannig að ekki hefði verið hægt að aðgreina þau á rat- sjá. Áhöfnin hefði þannig skapað stórhættu á árekstri. Japanir vísa þessum ásökunum á bug. Míkhaíl Poltoranín, aðstoðarfor- sætisráðherra og náinn samstarfs- maður Jeltsíns, vísaði ummælum Andronovs háðslega á bug. Hann sagði hins vegar að á ferðum sínum um landið hefði hann heyrt fólk hvetía til þess að forsetinn fengi stóraukin völd, þannig yrði hægt að leysa sívaxandi efnahagsleg og pólitísk vandamál landsmanna. Margir búast við að til harðra átaka komi milli Jeltsíns og harðlínuafla er sérstakt fulltrúaþing Rússlands, sem fer með æðsta lögggjafarvald, kemur saman í desember. Sergej Sakhraj, sendimaður Jeltsíns sem fékk það hlutverk að leysa landamæradeilu múslimaþjóð- arinnar Tsjetsjena og Rússa í Kákasus, segir að rússneski herinn hafi nú full tök á ástandinu. Her- skár leiðtogi Tsjetsjena, Dzhokar Dúdajev, er lýst hefur yfir fullu sjálfstæði landsmanna frá Rússum, telur að Rússar reki landvinninga- stefnu. Heimildarmenn segja að Tsjetsjenar safni nú liði sem ákaf- ast en almennur vopnaburður er gömul hefð í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.