Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 9 B ílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E iL.H v/Reykjanesbraut. -y l~ Tr*—4 Kópavogi, simi 671800 Opið sunnudaga kl. 14-18 Vantar góða bfla á staðinn Talsverð hreyfing Hjartans þakkir fœri égykkur öllum, œttingjum og \inum, sem glödduð mig á ógleymanlegan hátt á 70 ára afmœlinu 26. október sl. Guð blessi ykkur öll. Elin B Jónsdóttir, Fellsmúla 7. NÝSENDING Samkvæmisfatnaður, buxur, blússur, kjólar - Tísku-skartgripir sími 28980. GEFÐU DOS TIL HJALPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF ST LANDSBJÖRG Dósakúlur um allan bæ. BORDSTOFUHÚSGÖGN Ný sending — mikió úrvcal MWi-i PETRA borð + 4 stóiar kr. 36.600,- stgr. Litur: Ljóst beyki. Visa - Euro raðgreiðslur. Opið i dag til kl. 16.00 Sunnudag kl. 14.00— 16.00 HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI66, HAFNARFIRÐI, SÍMI654100. Ofbeldi í Berlín Sameining Þýskalands og aukin áhrif Þjóðverja á alþjóðavett- vangi hafa í vaxandi mæli beint athygli umheimsins að landinu. Saga þessarar aldar gerir það að verkum að víðs vegar um Evrópu gætir ótta vegna nýrrar stöðu Þýskalands. Hrottafengið ofbeldi hægri öfgamanna gegn innflytjendum á síðustu mánuð- um hefur kynt undir þessum ótta. Samt sem áður er fáum þjóð- um jafn umhugað um ímynd sína og Þjóðverjum og líklega er engin þjóð veraldar jafn vel upplýst um sögulega sekt sína og þeir og jafnframt jafn staðráðin í að láta þau mistök, sem gerð hafa verið, ekki endurtaka sig. Síðastliðinn sunnudag voru fjölda- mótmæli í Berlín gegn útlendingahatri. Sjónvarpsmyndir þær sem bárust umheiminum voru hins vegar af æstum vinstrisinn- uðum öfgamönnum sem grýttu forseta Þýskalands með eggjum, steinum og málningardollum. Einstök mótmæli Svipmyndimar sem bárust af hömlulausu of- beldi og fyrirlitningu á lýðræðinu mega þó ekki verða til þess að menn gleymi þvi í hvaða til- gangi hundruð þúsunda Þjóðverja komu saman í Berlín um síðustu helgi. Mótmælin voru einstök. Þama vom saman komn- ir allir helstu stjómmála- leiðtogar Þýskalands, jafnt stjómar sem stjóm- arandstöðu, þ.m.t .Rich- ard von WeizsUcker for- seti og Helmut Kohl kanslari. Auk þess helstu forystumenn atvinnulífs- ins, menningarlifsins, íþróttahreyfingarinnar og hundruð þúsunda óbreyttra borgara. Mót- mælin áttu að sýna, og sýndu, hið sanna viðhorf þýsku þjóðarinnar til of- beldis öfgasinna. Stjóm- málamennimir sem komu saman í Lustgart- en í miðborg Berlínar urðu hins vegar fóm- arlömb ofbeldisins sem þeir höfðu komið saman til áð mótmæla. Þetta ofbeldi mun þó ef eitt- hvað er einungis verða til að gera þýska stjóm- málamenn og almenning enn staðráðnari í að tak- ast á við vandann sem óneitanlega er við að etja. Tilgangur mótmæl- anna var, líkt og von Weizsacker sagði í ræðu sinni, að „hrista upp“ í fólki. Hann sagði enn- fremur: „I hvaða tilgangi höfum við lært það með framkvæmd, og sannað í friðsamlegri byltmgu, að við emm lýðræðissinnar? Til þess að allir myndi nú skjaldborg um sið- menningu okkar og veiji hana gegn ofbeldinu, til að við stöndum nú sam- eiginlega vörð um mann- lega reisn.“ Harðari að- gerðir gegn ofbeldissinn- um Dagblaðið Fnmkfurt- er Allgemeine Zeitung gerði atburðina í Berlin að umræðuefni í forystu- grein í vikunni: „Berlín er ekki Weimar. Frétta- skýrendur á borð við þann þjá „Standard“ í Vín sem strax vitna í sögu Weimar-lýðveldis- ins og leggja það sem gerðist í Berlín um helg- ina að jöfnu við hana em í minnihluta þjá þeim al- þjóðlegu fjöhniðluni sem fjölluðu um málið. Asak- anir, líkt og lýá „Libér- ation“ í París, þess efnis að mótmælin gegn út- lendingahatri háfi átt sér stað „of seint“ em heldur ekki í samræmi við túlk- un annarra. Flest blöð gera greinarmun á þvi hveijir eru í yfirgnæf- andi meirihluta og hveij- ir í minnihluta i Þýska- landi. Það væri hins veg- ar að reyna um of á sam- stöðu Evrópuríkja með okkur, að krefjast þess, að sú mynd sem dregin er upp af okkur erlendis, sé betri, en sú mynd sem að við bjóðum upp á. Við sjáum líka ástand mála í skýrara ljósi eftir uppþotin. Þýskalandi stafar ekki einungis hætta af hægri öfga- mönnum, líkt og vinstri- menn vilja halda fram, heldur einnig, eins og hefur verið raunin til þessa, af vinstri öfga- mönnum og samfélags- tortímingunni sem fylgir valdaþrá „stjómleys- ingja“. Hversu illa þessir hópar láta að stjóm kom greinilega fram í Berlín, en atburðirair þar hafa gert vinstrisinnuðum gáfumönnum nánast ókleift að halda áfram að skilgreina gott og illt út frá pólitískum sjónar- miðum. Eftir sunnudag- inn er engin ástæða til að sjá í gegnum fingru- sér, pólitískt eða réttar- farslega, þegar einhver tíltekin öfgastefna á í hlut. Sú tálsýn er líka horfin, að maður þurfi einungis að hætta að bjóða ofbeldinu heim, þá muni þvi ekki verða beitt. Forsetí sambandslýð- veldisins hefur beint þvi til stofnana ríkisins að „þeim beri skylda til að herða lög þar sem þvi verður komið við“. Þetta sannar gildi stefnu líkt og þeirrar sem framfylgt hefur verið í Bæjaralandi og CSU [hinn bæverski systurflokkur kristilegra demókrata] hefur kraf- isL Þar er fjöldi afbrota gegn útlendingum, ef miðað er við hveija hundrað þúsund íbúa, níu sinnum minni en í Brand- enburg og fimm sinnum mhmi en í Neðra-Sax- landi.“ POTTÞÉTT HELGRRTILBQfl Súpa, salatbar og desertbar fylgja öllum réttum. Barnaréttir kr. 99.- Lambalæri Bernaise kr.1390,- POTTURINN O ccÆjáf Þ'lNEáBWt POTTURINN & PANNAN BRAUTARH0LTI22 SÍM111690 VEITINGASTAÐUR L FJOLSKYLDUNNAR k*_________________A Einnig bjóöum við uppá nýjan og glæsilegan matseöil á verði sem öllum líkar. r PETER KAISER V-pybNT gæðaskór. Ný sending. b s STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN sími 689212 v J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.