Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 FASTEIGNASALA Sudurlandsbraut 10 Ábyrgð - Rcynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR 687828 og 687808 Opið í dag frá kl. 11.00-14.00 Einbýli - raðhús LÆKJARTUN - MOS. Vorum að fá í sölu einbhús 136 fm. 52 fm tvöf. bílsk. 1000 fm verðlauna- lóð. Mikið endurn. og falleg eign. DALHUS Vorum að fá í söíu glæsií. einb- hús á tveimur hœðum 208 fm. 40 fm innb. bílsk. Fráb. stað- setn. VESTURBERG Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur hæðum ásamt bílsk., samtals 170 fm. Fráb. útsýni. Góð langtlán áhv. Skipti á 4ra herb. íb. mögul. DÍSARÁS Raðh. 170 fm. auk 42 fm tvöf. bfisk. Góðar innr. Arinn í stofu. Mögul. á 6 svefnherb. Góð langtímalán. Elgnask. mögul. 4ra-6 herb. REYKAS Til sölu 5 herb. 153 fm íb., hæð og ris í 3ja hæða húsi. Parket og marmara- flísar á gólfum. Laus nú þegar. Skipti á minni eign mögul. GRÆNAHLÍÐ Til sölu 4ra herb. 114 fm ib. á 3. haaö með 29 fm bílsk. Arinn í stofu. Tvennar svalir. Fallegur garður. Mjög góð lán áhv. HRAUNBÆR Mjög góð 4ra herb. ib. á 2. hseð. Sérþvottahós í kjallara. GÓÐ KAUP Til sölu við Dalsel góð 4ra herb. 106 fm íb. á 1. hæð. Nýtt bfi- skýli. Góð langtimalán áhv. Verð aöeins 7,5 millj. 3ja herb. GRETTISGATA Til sölu ný glæsil. og fullb. 100 fm íb. á 1. hæð. Tvö einkabíla- stæði fylgja. Verð 7,6 millj. Skipti á ódýrari eign mögul. ALFTAMYRI Til sölu góð 3ja herb. endaíb. á 4. hæð. Suðursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. UÓSHEIMAR Vorum að fá í sölu mjög góða 3ja herb. 83 fm íb. á jarðh. SuðursV. Góð lán áhv. MIÐTUN Góð 3ja herb. 70 fm risíb. Suðursv. Fjöldi eigna á skrá. Leitið nánari upplýsinga. J Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson. Frásagnir Helga Hallvarðssonar ÚT ER KOMIN bókin í kröppum sjó þar sem Helgi Hallvarðsson skipherra segir frá sægörpum og svaðilförum. Atli Magnússon skráði. í kynningu útgefanda segir: „Helgi Hallvarðsson er sá af skip- herrum Landhelgisgæslunnar sem hvað harðskeyttastur og áræðnastur var sagður heima og erlendis á dög- um landhelgisstríðsins. Titillinn„The Maddest Axeman“ var ekki bara gamanyrði í munni breskra her- skipaforingja heldur var hann einnig blandinn talsverðri lotningu. Fyrst sté Helgi um borð í varðskip árið 1946. Rúmum fjórum áratugum síð- ar kvaddi hann flaggskip Gæslunn- ar, Tý, og er nú yfirmaður gæslu- framkvæmda. Hann er því enn í miðri rás atburðanna og margt hefur á dagana drifið, bæði á sjó, í lofti og á landi. Þetta er bók sem mun höfða til allra lesenda sem ánægju hafa af spennu og seið sjómannslífs- ins eins og það gerist fjölskrúðug- ast.“ Helgi Hallvarðsson Útgefandi er Örn og Örlygur. Bókin er 245 bls. og kostar 2.880 krónur. HAFNARBORG Sýning á myndskreytingum í barnabókum verður opnuð í Hafnar- borg laugardaginn 14. nóvember. Þar verða til sýnis nýjar, íslenskar barnabækur, myndskreyttar af Tryggva Ólafssyni, Gylfa Gíslasyni og Sigrúnu Eldjárn. Nýjar bækur ■ Fólkið í steinunum eftir Einar Má Guðmundsson. í kynningu útgefanda segir: „Þessi fyrsta bamabók Einars Más fjallar um ævintýraheim bamanna, holtin með stóru steinunum. Þar reisa börnin húsin sín og leika sér allan daginn. En dag nokkurn eru vinnuflokkar sendir til að slétta yfir holtin, rífa hús bamanna og sprengja steinana. Bömin geta eng- um vömum við komið en fólkið í steinunum tekur til sinna ráða. Ævintýri úr veruleikanum fyrir börn á öllum aldri. Bókin er skreytt litmyndum sem Erla Sigurðardóttir hefur gert.“ Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bókin er 30 bls. með lit- myndum eftir Erlu Sigurðardótt- ir á hverri síðu. Hún er prentuð í Prentsmiðju Arna Valdemars- sonar. Verð 995 krónur. ■ Þorpið yndislega eftir þýska höfundinn Siegfried Lenz. Bókin er kynnt af útgáfunni m.a. á þessa leið: „Þorpið yndislega er bernskuþorp Siegfrieds Lenz þó að nöfnum sé breytt. Auk afar eftir- minnilegra persóna er það sál þessa þorps sem heillar okkur, þó að per- sónurnar séu dýrlegar eru þetta ekki neinir dýrlingar, en þær eru umfram allt skemmtilegar, sumir spekingar á sína vísu, aðrir ekki.“ Útgefandi er Bókaklúbbur Al- menna bókafélagsins. Bókin er 174 bls. með myndum eftir þýsk- an teiknara, Erich Behrendt. Setningu og umbrot hefur Út- gáfuþjónustan Rita annast og prentun Prenstsmiðjan Oddi hf. Verð 2.282 krónur. HEIMSKRINGLA er mynd- skreytt af Sigrúnu Eldjárn, en í bókinni eru ljóð eftir Þórarin Eld- járn. Þau hafa áður unnið saman bókina Óðfluga, sem kom út í fyrra. SÓL SKÍN Á KRAKKA er bók sem Sigrún hefur skrifað og mynd- skreytt. Bókin er unnin í samráði við Rauða kross íslands og er ætlað að vekja athygli á misjöfnu hlut- skipti barna í ólíkum þjóðlöndum. SÁLIN HANS JÓNS MÍNS og SAGAN AF GÝPU eru bækur sem Gylfi Gíslason hefur teiknað. í myndum hans lifna þessar gömlu þjóðsögur við,. og ný kynslóð les- enda getur notið töfra sagnanna sem íslendingar hafa skemmt sér við um aldir. Gylfi hefur lengi feng- ist við að teikna þjóðsögur og marg- ir þekkja fyrri verk hans á þessu sviðu'Nú eru teikningar hans gædd- ar litum og prentaðar á vandaðar bækur. LITARÍM er árangur af sam- vinnu Tryggva Ólafssonar og Þór- arins Eldjárn. Markmiðið er að kynna börnum litina í samspili ljóða og mynda. Bókin'er því sjónrænt kver til fræðslu og skemmtunar. Bókaútgáfan Foriagið gefur bækumar út. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSOIM FfiAMKVÆMDASTJÓRi KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteígnasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Glæsilegt endaraðhús í syðstu röð i Fellahverfi. Húsið er 158,3 fm að grunnfl. Kj. er u. öllu húsinu. Bílsk. 21,6 fm. Blóma- og trjágarður. Húsið er allt eins og nýtt. Eignaskipti mögul. Skammt frá Háskólanum mikið endurn. 3ja herb. íb. á 3. hæð 74,6 fm nettó. Risherb. m. snyrt- ingu fylgir. Rúmg. geymsla í kj. Laus fljótl. Tilboð óskast. Góð íbúð miðsvæðis í Kópavogi suðurib. 2ja herb. á 2. hæð 55 fm auk geymslu og sameignar í þriggja hæða blokk. Nýl. parket, sólsv., stæði í bílgeymslu. Laus. Tilboð óskast. Hulduland - Ofanleiti Glæsilegar 4ra og 5 herb. ib. m. bflsk. Vinsaml. leitið nánari uppl. Skammt frá Rússneska sendiráðinu ein af þessum vinsælu sérhæðum í gamla, góða vesturbænum, nánar tiltekið efrí hæð 125 fm 5 herb. í þríbhúsi. Hiti og inng. sér. Gott geymsluris fylgir. Bílskúr. Við Bústaðaveg eða nágrenni Leitum að góðri 4ra-6 herb. íb. helst m. sérinng. og bilsk. Má þarfn. endurbóta. Skipti mögul. á 3ja herb. mjög góðri íb. m. sérinng. • • • Opið idag kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti m.a. á sérh. og einbhúsum. AIMENNA FASTEIGHASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ^DaigDsS ináD Umsjónármaður Gísli Jónsson Hægt miðar mér í beyginga- fræðinni. Ég var síðast rétt kom- . inn áleiðis með flokksleysingj- ana í sterkri beygingu, „rusla- kistuna" sem greiningarglaðir fræðimenn geta þó ekki látið undir höfuð _ leggjast að kalla V. flokk (Óreglulega beyg- ingu). Við frændsemisorðin fimm, sem getið var síðast, skal nú bæta öðrum fimm sem öll voru í karlkyni í fornu máli, en eitt þeirra hefur skipt um kyn og beygingu að verulegu leyti. Þetta eru þá orðin fing(u)r, fót- (u)r, vet(u)r, mað(u)r og nagl, en það síðasta er nú nögl. Segja má reyndar að með líkum hætti hafí beygst nokkur þjóða- eða þjóðflokkaheiti, svo sem Eist- (u)r, Jamt(u)r, Vind(u)r og Þrænd(u)r: þ.e. íbúar Eistlands, Jamtalands, Vindlands og Þrændalaga. Nú þykir ekki við hæfí að segja t.d. Eistur og Jamtur, heldur líklega Eistar og Jamtar. Um Vindur er fátt talað, en Þrændur gæti ég trú- að að nú væru Þrændir. Þau fímm orð, sem áður gat, beygjast ekki á einn og sama veg og verður að greina hvert fyrir sig. Orðið fing(u)r hefur haldið sinni beygingu vel: fingur-fingur-fingri-fingurs; fingur-fingur-fingrum- fingra. Helsta „hættan“ mun vera í nefnifalli flt., að menn segi *fingrar í stað fingur, enda kannski skrýtið að rétt skuli vera að segja einn fingur og margir fingur. í orðinu fótur gætir hljóð- varps og því er beyging þess vandasamari og fer stundum á reik. Rétt telst hún svo: fótur- fót-fæti-fótar; fætur-fætur- fótum-fóta. Ég gef mönnum það góða ráð til að hafa þetta rétt, að festa sér í minni bæjar- nafnið Fótur undir Fótarfæti í Heimsljósi Laxness. En sum- um hættir við að segja „fótsins" í stað fótarins og í fleirtölu „fót- arnir“ í stað fæturnir. En sem ég er hér að beija saman þennan kafla í beyginga- fræðinni, berst mér nýtt bréf frá Örnólfi Thorlacius. Ég ætla því að tala seinna um orðin vetur, maður og nagl og fleira úr „ruslakistunni" en gefa Ö. Th. orðið um sinn: „Kæri Gísli! Óft sést því haldið fram að kröfugerðin og heimtúfrekjan í neyslusanifélagi nútímans sé úr hófi. Ekki ætla ég að leggja dóm á það en víst er að sumar kröf- urnar koma úr óvæntri átt, eins og lesa má í fyrirsögn í nýlegu Fréttabréfi Vinnuverndar. „Löndunarkranar krefjast var- úðar.“ Ég neita því ekki, svo vikið sé að öðru atriði þessu fjar- skyldu, að mér þætti forvitnilegt að sjá félagatal Félags grá- sleppuhrognaframleiðenda. Enskar lýsingarorðaendingar, svo sem -ic, -ese og -ian, eru að verða alláleitnar við íslenska tungu. í tveimur þýddum grein- um um risaeðlur í Lesbók Morg- unblaðsins fyrrihluta október- mánaðar voru tvö af þremur tímabilum miðlífsaldar nefnd Tríassic og Jurassic. Tímabilin hafa til þessa kallast trías og júra á íslensku og víst á flestum tungumálum nema ensku. Til glöggvunar íslenskum lesendum þótti vissara að geta þess innan sviga að miðlífsöldin í heild héti Mesozoid Þegar kom að þriðju og síðustu risaeðlugreininni hafði nýr þýðandi og nafn- greindur tekið við (hinn fyrri sýndi sömu hógværð og höfund- ar Islendingasagna) svo við sluppum við að sjá krítartímabil miðlífsaldar kallað Cretaceous. Á Sri Lanka, sem forðum hét Ceylon, búa tveir kynþættir 666. þáttur lausir við sátt og samlyndi. Kall- ast aðrir Tamílar en hinir eru hérlendis oft nefndir Singhales- ar. Hér er enn á ferðinni enskt lýsingarorð. Singhalese, hinir singhölsku. Mætti eins kalla íbúa eyjaklasa austur af Kóreu Japanesa. Árni Böðvarsson kall- aði þessa menn Sinala eða Sing- ala. Orð eins og Indónesi er hins vegar eðlilega myndað í ís- lensku. James Smithson hét vísinda- maður, ættaður af Englandi, fæddur í Frakklandi 1765 og dáinn á Ítalíu 1829. Frægð hans tengdist þó engu þessara landa heldur Bandaríkjunum. Smith- son var auðugur aðalsmaður og lét enga erfingja eftir sig. Hann ánafnaði bandarísku þjóðinni aleigu sína með þeim fyrirmæl- um að koma ætti upp í Washing- ton stofnun til að stuðla að rann- sóknum og fræðslu. Stofnunin heitir eftir gefandanum Smith- sonian Institution. Hún er á ís- lensku nær alltaf kölluð Smith- sonian-stofnunin en mér sýnist eðlilegra að sleppa ensku end- ingunni og tala einfaldlega um Smithson-stof nunina. “ Hér verður gert hlé á bréfi Ö.Th. um sinn, en seinni hlutinn birtist í næsta þætti. ★ Ljóðelskur maður og skáld- mæltur tók sér viðurnefnið Harpan. Aquila kvað: Illa ræktar þú skálda-skikann, skarpan ekki. Þú ættir að heita Harmon-ikan, Harpan ekki. ★ Hlaðgunnur héðan sendir (og hefur nú lengi þagað og þenkt sig um): „Lífið hún sá í ljóma þeim,“ að lofa þeim öllum að fylgja sér heim: það var flott, það var gott, og þetta fannst líka allflestum þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.