Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 11 DRAUMURINN LIFI! „ÞETTA hefur ekki látið mig í friði. Mánuðum saman hef ég þurft að kljást og glíma. En með þessum myndverkum vil ég sýna, að ef drauminn skortir, þá er dómgreind okk- ar og veruleikasýn firrt,“ segir Einar Már Guðvarðarson myndlistarmaður. „Evrópu- draumurinn lifir.“ Sköpun listamannsins getur reynst erfið. A bak við einfaldan myndflöt liggur oft mikil vinna við að brjóta viðfangsefnið til mergjar. Glíma Einars við þemað „Evrópumynd í upplausn og end- ursköpun“ hlýtur að hafa verið strembin. „Ég hef aðallega glímt við samband veruleika og draums í Evrópu samtímans,“ segir Einar. „Veruleiki og draumur eru sam- tvinnuð í mannlegu eðli, en þegar öðru er gefið meira gildi, þegar draumurinn gleymist, blasir ekk- ert við nema tómleiki og tilgangs- leysi. Draumsýnin er forsenda fyrir mannlegu lífi.“ Og Einari finnst að margir virðist vera að missa sjónar á henni. - Hvernig tjáir Einar svo öll umbrotin í Evrópu? Samruna eða ekki. Þjóðernisbaráttu. Allt flæð- ið milli landamæra. Stórir myndfletir með óreglu- lega löguðum, íslenskum grá- steini, minna á landakort. Inn- byrðis hreyfing steinanna minnir á landrek. Skærir litir í bak- grunni. Og örsmáir pensildrættir inn á milli líkjast svifum fhafi. - Af hveiju grásteinn? „Vel alltaf efni í samræmi við hugmyndina, sem ég hef þörf fyrir að tjá hverju sinni. A sýn- ingu minni í Hafnarborg í ágúst var ég að kljást við drauminn í steininum, laða fram það sem býr í grjótinu. Þær höggmyndir voru lofgjörð til náttúrunnar. Vildi sýna að ég get ekki án hennar verið, en veit að hún getur verið án mín. Grjótið er líka svo sterkt, Einar með Innlimun og Evrópudraum - og syndandi fortíðartákn og stórir grásteinar dansa á myndflötum. brýst formgefandi út úr mynd- fletinum, með landfræðilega til- vísun. í steininum býr draumsýn- in sem við getum ekki verið án.“ - En þessi syndandi svif? „Þessi óræðu tákn eru inn- brennd í upplausn Evrópu og endursköpun, vísa bæði til hins liðna og þess sem 'koma skal. Nútíð verður aldrei aðskilin frá fortíð og framtíð. - Litirnir? „Eru tilfinningagefandi. Blái liturinn táknar „sakleysið", stendur fyrir hlutleysi eða vernd eins og í myndinni Innlimun." Einar skynjar Evrópu sem eina heild og túlkar heildina með sterkum litum. „í allri umræðu er vísað til fyrirhugaðs samruna, en getur heild runnið saman?“ Og hann túlkar þessi Evrópu- tengsl enn sterkar með því að rista Iínur í íslenskan grástein. - Hvað felst í myndinni Þjóðardraumur? „íslenski þjóðardraumurinn er fjársjóður, helgidómur og kartö- flugarður í ólgusjó umheimsins.“ Einnig þar notar Einar innbrennd tákn með vísun til fortíðar og skyldleika okkar við Evrópu. Um myndina Hagvöxtur segir hann: „Dymar að hagvexti eru litlar og þröngar. Hagvöxtur er bæði kirkja og ljót verksmiðja í senn.“ Einar segist ekki boða neinar lausnir i myndverkum sínum, að í þeim felist ekki afdráttarlaus afstaða, heldur eigi þær að skír- skota til evrópskra aðstæðna og stöðu okkar sjálfra. „Þegar ýms- ir grunnþættir í veruleikanum verða of afgerandi, þá er svo mikilvægt að næra drauminn," segir hann. „Það gerum við með því að næra andann og þar með listagyðjuna." Sýning á 8 lágmyndum Einars í Gallerí Umbra, Amtmannsstíg 1, verður aðeins opin í eina viku. Hún var opnuð 12. nóvember og er opin alla virka daga, nema mánudag, kl. 12-18, á sunnudag kl. 14-18. Sinfóníutónleikar __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsso,n Fyrstu tónleikarnir í grænni áskriftarröð voru haldnir í Háskóla- bíó sl. fimmudag. A efnisskránni voru verk eftir Rossini, Bruch og Beethoven. Stjórnandi var Guð- mundur Oli Gunnarsson og einleik- ari Zheng-Ron Wang. Þessir tón- leikar verða að því leyti til minnis- verðir, að á þeim haslar Guðmundur Óli Gunnarsson sér völl sem fullgild- ur hljómsveitarstjóri. Tónleikamir hófust á forleiknum að Vilhjálmi Tell eftir Rossini. Margt var fallega mótað hjá Guð- mundi og auk þess áttu ýmsir hljóð- færaleikarar góða spretti, sellist- arnir, með Bryndísi Gylfadóttur sem einleikara, í inngangi forleiks- ins, básúnuleikarnir og tréblásar- arnir, sérstaklega þó Daði Kolbeins- son á enskt horn. Það eina sem mætti tiltaka til að finna að, var fortissimo-samhljómurinn í fullri hljómsveit, sem á köflum var nokk- uð grófur og kom þetta fram í öllum þremur viðfangsefnum kvöldsins. Þá brá stundum fyrir ónákvæmni í samskeytum, þar sem sérstaklega þarf að gæta að innkomu hljóðfæra. Fiðlukonsertinn eftir Max Bruch er falleg tónsmíð og lifir líklega fyrir það hversu vel fiðlan fær að njóta sín. Zheng Rong Wang lék konsertinn af öryggi og tilfinningu og sýndi að þar fór þroskuð lista- kona, sem ræður yfir mikilli tækni Zheng-Rong Wang og óvenjulega góðum tóni. Lokaverk tónleikanna var sú „fimmta“ eftir Beethoven og þar sýndi Guðmundur Óli Gunnarsson að hann er sannarlega efnilegur hljómsveitarstjóri. Hann „stýrði sín- um mönnum“, af reisn og myndug- leika og þó vantaði meiri dimmu í hæga þáttinn og sterkari andstæður í blæ þriðja þáttar var sinfónían í heild vel flutt, sérstaklega fyrsti þátturinn og „sigurmarsinn". Guðmundur Óli Gunnarsson Hamionika og fíðla í Hafnarborg Tónlist Ragnar Björnsson Hirotu Yashima byrjaði snemma að læra á fiðluna sína, sem og títt er um Japani. Vashima byrjaði reyndar ekki fyrr en með fimm ára aldri, nýjasta kenningin þeirra þarna í austurvegi er að byrja þjálf- unina strax í móðurkviði. Gjarnan verða þessir snemm-byrjandi nem- endur miklir virtuósar og svo var einnig nú. Þeir félagar byrjuðu með sex dönsum í útsendingu Bartóks, hreint leikið en safalítið. Scenes 111, samið 1980 af Toski Ichiyanagi, sem mér skilst að sé japönsk kona. Þetta verk er blandað vestrænum vinnubrögðum með japönsku litrófí og var forvitnilegt að kynnast. Verkið reyndi mjög á leikni fiðlu- leikarans og brást honum ekki sá línudans. Peter Wessel „Visio Tri- fonnis“ (1991) var næst á efnis- skránni, átti að vera, skildist mér, eitthvað improviserað, en var að mestu tónal og klassísk hljómaþró- un, en spuna heyrði ég aldrei. Lík- lega hefur ætiunin verið að semja nútímalegt verk, en hér var um of mikinn pottrétt að ræða til þess að svo gæti orðið, en báðir Yashima og Hrólfur Vagnsson á harmonik- una léku verkið mjög vel. Zigeun- arweisen op. 20 eftir Sarasate var síðast fyrir hlé, en þrátt fyrir mikla tækni á fiðluna liggur sígunamúsik- in ekki fyrir Vashima. Eftir hlé kom í eins konar „dinnermusik", Lieb- esfreut, Liebesleid og Schön Ros- marin eftir Kreislir og Tango eftir Albeniz í úts. Kreislers, og því mið- ur, þrátt fyrir alla tæknina, blóð- laust. En nú vaknaði maður, Arne Nordheim hafði skrifað „Dinsaurus fyrir harmoniku og tónband, áhuga- vert verk þar sem harmonikan og tónbandið léku mjög vel saman, og enduðu jafnt, sem oft alls ekki er auðvelt að láta fara saman. Tónleikunum lauk á Souvenir eftir Ladislav Kupcovitc þar sem fiðluleikarinn fékk að sýna allar þær tæknibrellur sem hægt er að ætlast til af einni fiðlu og einum manni og vitanlega skilaði Yashima því með bravur. MEÐ STJÖRNUR í AUGUNUM Af ILUONIR I HÆSTA VINNING! Tveir leikir á hverjum miðg. h Möguleiki á vinningi í báóum leikjum. heffutvúuungów! ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.